Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Page 35
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 43 „Honum fannst ekkert fram undan nema svartnættið eitt.“ Þunglyndur pípulagn- ingalærlingur Einhverju sinni var hringt til læknis nokkurs á Melunum. Hann lá á fleti sínu, klæddur bleikum hlýrabol einum fata og las leiðara Alþýðublaðsins. í símanum var drykkfefldur pípulagningamaður sem hafði miklar áhyggjur af lærl- ingi sínum í pípulögn. „Hann er orðinn svo þunglynd- ur,“ sagði píparinn, „hættur að mæta til vinnu, reykir og rær fram í gráðið og hefur ekki áhuga á neinu.“ „Hvað hefur þetta varað lengi?“ sagði læknirinn og lagði frá sér blaðið. „í nokkrar vikur, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er svona niöurdreginn. Gætirðu kannski farið núna og kíkt á hann?“ Læknirinn dró við sig svarið. Pípar- inn lofaði þá að annast afla pípulögn á lækningastofu hans með forgangs- hra'ði, vildarkjörum og venjulegu viröisaukasvindli. Læknirinn klæddi sig þá í útifötin sín og hélt afstað. Þegar læknirinn kom til mannsins sat hann viö eldhúsborðið og starði fram fyrir sig döprúm augum. „Hvernig líður?“ sagði læknirinn blíðum rómi. „Illa,“ sagði lærlingur- inn lágt. „Hvað er að?“ mælti lækn- irinn. „Það er allt að,“ sagði maður- inn, „lífið er vonlaust." Hann talaði hægt eins og verið væri að draga upp úr honum orðin með rörtöng. Þeir sátu lengi í húminu og spjöll- uðu saman. Honum fannst ekkert fram undan nema svartnættið eitt. „Ég vakna eldsnemma á mórgn- ana og þá er ástandið verst,“ sagði hann. „Þetta lagast þegar líða tekur á daginn" „Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér sjálfsmorði?" sagði læknirinn..„Oft,“ sagðihann. „Ég hugsa í sífellu um dauðann." „Hef- urðu reynt eitthvað í þá áttina?“ sagði læknirinn. „ Já, einu sinni,“ sagði hinn lágri röddu. „Ég tók inn töflur en sá efdr öllu saman og hringdi í Þjóðarsálina á rás tvö. Þeir létu sjúkrabíl ná í mig. Það var dælt upp úr mér á slysavarðstof- unni. Ég er hættur að komast í vinnu," bætti hann við. „Mér finnst ég vera bölvaður aumingi," hélt hann áfram og stundi þungan. „Ég væri best kominn dauöur." Hann var dapurlega til fara, órakaður, háriö ósnyrt og hafði misst allan Á læknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir gljáa, fmgumir gulir af reykingum. „Þú ert greinilega mjög þunglynd- ur,“ sagðilæknirinn. „Mérfinnst að þú eigir að fara inn á geðdeild." Eftir nokkurt þref var það ákveðið. Helstu einkenni þunglyndis Þessi lærlingur í pípulögn var með einkenni alvarlegs þunglyndis. Hann hafði lága sjálfsvirðingu og lélegt sjálfsmat og fannst allt von- laust. Hann taldi sig sekan um ein- hvem óljósan glæp. Lærlingurinn fann fyrir þreytu og dapurleika og velti fyrir sér sjálfsmoröi. Hann var tvístígandi, gat ekki tekið ákvarðan- ir, gleðilaus og svaf illa, vaknaði snemma á morgnana og fannst dag- urinn rísa gegn sér eins og svartur veggur. Þegar svona er komið þarf yfir- leitt að leggja sjúklinginn inn. Stundum þarf að taka af honum völdin og svipta hann sjálfræði um stundarsakir. Sjálfsmorðshugsanir sem fylgja vonleysinu og depurðinni er hættulegastar þessum sjúkling- um. Þeim finnst lífið einskisvirði og því væri réttast og best fyrir alla að hverfa af sjónarsviðinu. Slíkur sjúk- ingur getur auðveldlega gripið til örþrifaráða og svipt sig lífi. Talið er að 20-40% allra sem falla fyrir eigin hendi séu haldnir þunglyndi, svo sjúkdómurinn er lífshættulegur. Þunglynt stórskáld í íslendingasögum er að finna frá- sagnir um þunglyndi en frægust er sögnin um Egfl Skallagrímsson. Þegar sonur hans Böðvar var látinn lokaði Egill sig af í lokrekkju og ætlaði að svelta sig til bana. Þor- gerður dóttir hans kom í veg fyrir þá fyrirætlan og lagði til aö Egill semdi kvæði um Böðvar. Hann orti kvæðið Sonartorrek, sem er eitt- hvert magnaðasta verk íslenskra fombókmennta. í kvæðinu harmar Egill dauða Böðvars og áfellist goðin fyrir mis- kunnarleysi þeirra og harðýðgi. Annars staðar í Egils sögu er greint frá því að hann hafi fengið ógleði mikla eftir jólin svo að hann kvað eigi orð. Egill hefur greinilega átt vanda til að fá þunglyndissveiflur. Meðferð Meðferðin em svokölluð þung- lyndislyf sem gefa ágæta raun. Ef lyfjameöferðin viröist ekki gefa nægilega góða raun má grípa til raf- lostsmeðferðar sem reynist vel í mörgum tilfellum. Yfirleitt er hægt að hjálpa þessum sjúklingum og þeir geta náð ágætri heilsu á ný en meðan á þunglyndinu stendur em þeir í bráðri lífshættu. Heilsugæslulæknirinn í Borgar- nesi hefði sennilegast lagt Egil inn á geödeild ef ættingjamir hefðu leit- að aðstoðar vegna þessa aldna, drykkfellda og þunglynda skálds. Enginn veit hvort geðlyf hefðu reynst jafnvel og Sonartorrek. fLeikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360 Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770 Eingöngu í-50% starf e.h. á leikskólana: Hálsakot v/Hálsasel, s. 77275 Seljáborg v/Tungusel, s. 76680 Þá vantar starfsmann með sérmenntun í 50% stuðn- ingsstarf e.h. á leikskólann: Holtaborg v/Sólheima, s. 31440. Nánari upplýsingargefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. PRENTARAR ATHUGIÐ Til sölu AGFA Studio Set 2000 plus (Postskrift filmusetningarvél) METROSPEED Framköllunarvél, 76 cm ESKOFOT - 263 U 66x80 kóperingarammi fyrir filmur og plötur LJÓSABORÐ ELITE 86x130 cm FRAMKÖLLUNARVÉL Fyrir samlokur A3 Á sama stað óskast keypt Macintosh Qadra 950 ERENT ÞJONUSTAN Upplýsingar í síma 687760 Bygging íbúðarhúsnæðis á Blönduósi og Húsavík Innkaupastofnun ríkisins, f.h. félagsmálaráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í byggingu íbúðarhúsa á Blönduósi og Húsavík. Skúlabraut 22, Blönduósi. Útboðsnr. 4007/3. Brúttóflatarmál hússins er um 272 m2. Brúttórúmmál hússins er um 1.008 m3. Húsið er á einni hæð, byggt úr steinsteypu og klætt að utan. Verkið tekur til allrar vinnu við gröft, lagnir, uppsteypu, smíði og frágang hússins að utan sem innan, ásamt frágangi lóðar. Verkið skal hefjast nú í haust og skal því vera að fullu lokið 15. ágúst 1994. Lóðafrágangi skal lokið eigi síðar en 1. júlí 1994. Tilboðum skal skila fyrir kl. 10.00 þriðjudaginn 19. október 1993 á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð kl. 11.00 þann sama dag. Pálsgarður 2, Húsavík. Útboðsnr. 4008/3. Brúttóflatarmál hússins er um 272 m2. Brúttórúmmál hússins er um 1.008 m3. Húsið er á einni hæð, byggt úr steinsteypu og klætt að utan. Verkið tekur til allrar vinnu við gröft, lagnir, uppsteypu, smíði og frágang hússins að utan sem innan, ásamt frágangi lóðar. Verkið skal hefjast nú f haust og skal þvi vera að fullu lokið 15. ágúst 1994. Lóðafrágangi skal lokið eigi síðar en 1. júli 1994. Tilþoðum skal skilað fyrir kl. 10.00, þriðjudaginn 19. októþer 1993, á skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð kl. 11.30 þann sama dag í viðurvist viðstaddra bjóðenda. Útboðsgögn verða seld í ofangreind útboð á skrifstofu Innkaupa- stofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með mánudegin- um 4. október 1993 kl. 13.00 á kr. 12.450 með virðisaukaskatti. Il\Il\lKAUPASTOFl\!Ul\l RÍKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.