Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Síða 3
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Fréttir
3
Framlög til sjúkrastöðva SÁÁ skorin niður um 15 milljónir:
Hættum að geta
meðhöndlað fðlk
svo bindindið haldi
- segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ:
„Þaö alvarlega er að síðustu tvö
árin hefur verið skorið mest niður á
virkum meðferðarstofnunum fyrir
áfengissjúklinga. 30 milljóna niður-
skurður hjá okkur kostar 30 vistrými
eða meira en 400 áfengismeðferðir á
ári sem er tvöfalt meira en með-
höndlað er á Vífilsstöðum. Framlög
til okkar voru skorin niður um 15
milljónir í ár og því varð að loka Vík
um mitt ár. Ef framlögin eru skert
um 15 milljónir til viðbótar getum
við engan veginn haldið Staðarfelli
opnu allt næsta ár, við neyðumst þá
til að loka því í byijun aprO. Þetta
veit heilbrigðisráðherra og þetta vita
skrifíinnamir í ráðuneytinu og þetta
vita þingmenn Vesturlands. Guð-
mundur Árni hefur lofað okkur að
hann ætli að lagfæra þetta,“ sagði
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir
sjukrastöðvar SÁÁ.
í fjárlögum næsta árs er boðaður 8
prósenta niðurskurður á fjárfram-
lögum til sjúkrastöðva SÁÁ, úr 185,9
milljónum í 170,6. Vegna niðurskurð-
arins á þessu ári hefur sjúkrastöð
SÁÁ að Vík verið lokuð frá 1. júlí til
þess eins að halda mætti sjúkrastöð-
inni að Staðarfelli opinni. Miðað við
að boðaður niðurskurður nái fram
að ganga verður Staðarfelli lokað í
lok mars á næsta ári. Þá verða ein-
ungis sjúkrastöðvamar Vogur og
Vík í gangi, auk göngudeilda í
Reykjavík og á Akureyri.
„Þegar niðurskurður á stofnunum,
sem hafa með áfengissjúklinga að
gera, er skoðaður kemur í ljós að
verið er að framfylgja áætlun sem fór
af stað fyrir þremur ámm. Síðan
hefur niðurskurðinum ekki linnt.
Það er ekki hægt að skilja þetta öðm-
vísi en að ráðamenn telji að þessi
starfsemi hafi verið of mikil. I dag
getur SÁÁ annaö skyndiþjónustu
ágætlega en með boðuðum niður-
skurði hættir sjúkrastöðin að geta
meðhöndlað fólk þannig að bindindið
haldist til frambúðar. Það er aðal-
vandinn, “ sagði Þórarinn. -hlh
Miðvikudag - Fimmtudaq - Föstudag - Lauqardag
6.-9. oktober
: !
/maaaas
kynnir Kringlukast
IFJORADAGA
j[om(Ju iKringlubst
Gorouæyintyraiefa 200 kaup
Yfir 3l tuþpðípyjumyörpi |
Mpnau eftirjftora-afslætti |
Aoeins pessa liora daga ^WAÍ,s
KRINGWN
Afgreiðslutími Krínglunnar.
Mánudaga til fimmtudaga 10 -18.30
föstudaga 10 - 19,
laugardaga 10 - 16.
........