Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Side 5
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 5 Fréttir Keflavíkurflugvöllur: Jón Baldvin veitir krötum nýstörf Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráöherra hefur hagrætt og flutt til starfsmenn í tollinum á Keflavík- urflugvelh til aö geta komið tveimur alþýðuflokksmönnum í stöður yfir- tollvarða á þessum síðustu sparnað- ar- og niðurskurðartímum. Þanrdg hefur utanríkisráðherra búið til stöðu aðaldeildarstjóra og fjölgað deildarstjórum úr tveimur í þrjá, allt vegna þess að utanríkisráðherra hef- ur ekki getað gert upp á milli alþýðu- flokksmannanna tveggja. Samkvæmt nýjustu tilfærslum ut- anríkisráðherra í tollinum á Kefla- víkurflugvelh fer Gottskálk Ólafsson úr stöðu deildarstjóra í stöðu aðal- deildarstjóra og Einar Birgir Ey- mundsson fer úr stöðu yfirtollvarðar í deildarstjórastarf. Þegar Sigfús Kristjánsson yflrtollvörður fór á eft- irlaun í \for voru tvær stöður yfirtoll- varða lausar. Þannig tókst Jóni Bald- vini að finna stöður fyrir hðsmenn sína. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal starfsmanna í tolhnum á Kefiavíkurflugvelli þar sem augljóst þykir að ofangreindar breytingar hafi ákveðinn kostnað í fór með sér á þessum niðurskurðar- og sparnað- artímum. Starfsmenn óttast að gripið verði th uppsagna til að ná endum saman. Þorgeir Þorsteinsson, sýslumaður á Keflavíkurfiugvelh, segir að mannabreytingarnar í tohinum hafi ekki verið gerðar samkvæmt sinni tillögu. Hann segist fá minni fjárveit- ingu samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu en samkvæmt fjárlögum í fyrra og við því verði að bregðast, til dæm- is með fækkun starfsmanna eða öðr- um niðurskurði. -GHS/Ægir Már Viðurkenm Um helgina veittu íslenskir ungtemplarar lögreglpmönnum í Breiðholtsstöð viðurkenningarskjöld fyrir baráttu þeirra gegn vímuefnaneyslu ungs fólks. Ungtemplarar gátu þess við afhendinguna að einnig bæri að lita á viður- kenninguna sem þakklæti fyrir það starf sem aðrir lögreglumenn hefðu unnið á þessum vettvangi. Á myndinni má sjá lögreglumennina í Breið- holti, Einar Ásbjörnsson og Arnþór Heimi Bjarnason. Fyrir aftan þá standa Ómar Smári Ármannsson, yfirmaður forvarnadeildar lögreglunnar, og Böðvar Bragason lögreglustjóri. Auk þeirra eru á myndinni ungtemplarar sem færðu lögreglumönnunum viðurkenningarskjöldinn. DV-mynd Sveinn Ríkisstjórnin samþykkir stef nu í vísindastörf um Ríkisstjómin hefur samþykkt að stofnað verði eitt ráð, Vísinda- og tækniráð, sem taki við breyttu hlut- verki núverandi Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins. Frumvarp um nýja ráðið verður lagt fyrir Al- þingi í haust. Stofnun nýja ráðsins er höur í vísinda- og tæknistefnu rík- isstjórnarinnar sem hrint verður í framkvæmd á næstu misserum. í skýrslu sérfræðinganefndar OECD, Efnahagssamvinnu- og þró- unarstofnunarinnar, sem gerð var að beiðni Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra, kom fram gagnrýni á fyrirkomulag yfirstjómar rannsókna- og þróunarmála hér á landi. Þar segir að í raun sé engin samræmd stefna sem stýri því hvernig mannafli og íjármagn nýtist í rannsókna- og þróunarstarfsemi hér á landi. Að sögn Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra verða ijár- framlög til vísinda- og tæknistarf- semi aukin jafnframt því sem gerðar verða auknar kröfur um gæði og ár- angur í starfi. Gert er ráð fyrir að hluti af tekjum af sölu ríkisfyrir- tækja verði nýttur í þágu rannsókna og vísinda. Samstarfshópi ráðuneyta verður fahð að fjalla um vísinda- og tæknimál í tengslum við gerð íjár- laga. Ríkisstjórnin leggur meðal annars áherslu á að stofnaðar verði tíma- bundnar stöður rannsóknaprófess- ora án kennsluskyldu, að rann- sóknatengt framhaldsnám verði eflt og að skilyrði atvinnulífsins til að þátttöku í markvissri vísinda- og tæknistarfsemiverðiaukin. -IBS Borgarráð átelur heilbrigðisráðherra Borgarráð samþykkti í fyrradag bókun þar sem Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra er átalinn fyrir vinnubrögð gagnvart Reykjavíkurborg varðandi tihögu um að sveitarfélög yfirtaki rekstur leikskóla Ríkisspítalanna, eUa verði leikskólum lokað. Bent er á að rekst- ur leikskóla sjúkrahúsanna hafi aldrei tengst umræðunni um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. -GHS OM-BUÐIN Grensásvegi 14 -sími 68-11-90 Opið laugardag kl. 10-14 Hjá okkur eru gömlu tœkin mikils virði, t.d. þegar keypt er nýtt Sony stereo sjónvarp tökum við gamla tœkið sem r u Jb—i.L... u u u J i—nkróna innborgun, og þá skiptir engu máli hvort tœkið sé í lagi, það eina sem skiptir máli er eitt sjónvarp upp í sjónvarp. ■Hi—Black Trinitron hágœða skjár. Nicam stereo. fslenskt textavarp. ásamt fjölmörgum tengimöguleikum s.s. 2 scart-tengi. tengi fyrir myndbandsvél aö framan. Super VtHS tengi. einnig aðgengileg og fullkomin fjarstýring. tceki sem atvinnumenn mcela með SONY KVX-2963 Afborg.verð. utborgun gamla tækið samtals kr. MUN, Dœmi um afborgunarverð 30 mán. MUNALÁN ca. ki BRAUTARHOLTI & K-RINGLU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.