Alþýðublaðið - 27.07.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.07.1921, Blaðsíða 1
O-eílð út edt ^JLþýðvtfioldkuuim. 1921 Miðvikudaginn 27. jú!í. 170 tölubl, s Grein með þessari yfirskrift birt ¦ást í Verkamanninum. Er hún sprottin af þvf, að fátæklingur cinn sem komist hefir full illilega í klærnar á auðvaldinu kvartaði yfir því, að iila væri varið „spari íé fátæklinganna", að blað sem íengi styrk aí þeim flytti leirburðl Eítirfarandi kafli úr greininni er ágætur og orð í tíma talað; er hann tekinn hér upp vegna þess, að oss er kunnugt að alt of fáir verkamenn sem lesa Alþýðu- blaðið, lesa Verkamanninn. „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að meginhluti framieið- endanna, erfiðismannanna, neitar sér um Iífsþægindi, mentun og hverskonar annað, sem nauðsyn legt er andlegri og líkamlegri þroskun hvers manns, þó hann eigi réttmæta kröfu á hendur þjóð- féiaginu til að njóta fulls afrakstr- ar af þvf er hann framleiðir, og allir séu fæddir með saraa rétti til fullkomnunar og lifsgæða. Þetta sparifé lætur verkalyðurinn af hendi við tiltölulega fáa menn, auðmennina, sem þeir svo nota til óhófslifnaðar og til þess að vinna á móti viðreisnarmálum verkalýðs- ins. Þá er meginhluti allra skatta og tolla til hins opinbera spari peningar fátæklinganna. Þar sem auðvaldsstjórnir sitja að völdum — og það er víðast hvar í heim- inum — er fyrirkomulagið þann- ig, að alþjóðafénu er mestmegnis varið tii tildurs og til þess að hiaða undir peningamennina, ett fátækari stéttirnar látnar lifa og deyja drottni sfnum í þrældómi og niðurlægingu. Þetta gerist nú á þeim hærri sviðum og vfðtæk ari. En það þarf ekki að seilast svo langt til lokunnar. Ekki þarf annað en athuga á hvern hátt og hve óhyggilega al- menningur ávaxtar sparifé sitt — sparisjóðsfé — til að komast að raun um það, að fátæklingarnir eru enn ekki vaknaðir til umhugs- unar um það, hve mikið þeir pen- ingar gætu Iétt undir viðreisnar- starfsemi þjúðarinnar, ef rétt væri á haldið. Það er undantekningar- Iftið regla almennings, að ávaxta sparifé sitt í bönkunum. Það sama fé lána bankarnir út til stærri at- vinnurekenda, er stundum hagnast á því svo nemur margföldum vöxt um, er eigendurnir fá hjá bönk- unum. Þetta er dæmi út a( fyrir sig. Hitt hendir líka ekki sjaldan, að fésýslumennirnir tapa stórfé, bankarnir komast í klfpu og eru almenningi sama sem lokaðar búð ir. Viðskiftakreppan legst sem mara á þjóðina, atvinnuleysið dyn ur á og skorturinn tekur sér ból- festu í heimkynnum fátæklinganna. Spariféð, sem bankarnir hafa ávaxt- að verst af öllum stotnunum, ézt upp á örskömmum tíma og fá tæklingarnir standa ráðþrota uppi. Bankarnir eru lokaðir, getulausir og ófærir til að styðja hag sinna fyrverandi lánardrottna. Ef nú almenningur, fátækling- arnir, hefði á góðu árunum — þegar stórlaxarnir höfðu sparifé hans í veltunni og græddu stórfé — haft samtök um að nota „spari- peninga fátæklinganna" til að koma á fót atvinnuíyrirtækjum sem bættu og trygðu hag hans, væri hann betur búinn undir hörðu árin. Þyrfti ekki að éta spariféð fyrsta harðærisárið." €rlenð simskeyih Khöfn, 26. júlf. Æðsta ráðið % kemur saman 4, ágúst segir Par- ísarfregn. Upp-Sehlesfnmálin. Parfsarfregn hermir, að Eng- ; land stingi upp á þvl, að strax sé til bráðabirgða gert út um Upp Schlesíumálin, því með þvf verði komist hjá frekari heiflutn- ingum. Marokkonpphlaupin. Símað er frá Madrid, að af- staða Spánverja í Marokko versni. Upphlaupin virðast almenn meðal þjóðflokkanna. Ritskoðun fer fram á öllum skeytum. Litln-Asínstríðið. Fregnir frá þvf eru ósamhljóða, þó virðist miðher Grikkja sækja sigri hrósandi til austurs, en Tyrk- ir hrekja hægri fylkingararm þeirra norður á við. Dýrtíöin. Samkvæmt júiiblaði Hagtíðind- anna er dýrtíðin Iftið farin að réna ennþá. Þar gefur að Iíta skýrslu yfir smásöluverð f Rvfk f júlí þ. á. Vórurnar sem taldar eru eru flestar matvörur, 52 teg. af 58 tegundum, en auk þeirra er talin sápa og sódi, steinolfa og kol, sem allar hafa Iækkað heldur meira en matvörurnar, sem lækk- að, hafa mjög lítið upp á síðkást- ið. Sumar jafnvel hækkað, t. d. kjöt um 15% Brauð hefir lækk- að á sfðastl. ársfj. um 9%, en kórnvörur (11 teg.j ekki nema 3%, sykur hefir lækkað um 17%. Ef verðið; á öllum þeim vörum, sem yfirlitið tilgreinir, er talið 100 f júlfmánuði 1914 eða rétt áður en stríðið byrjaði, þá hefir það að meðaltali verið 448 f júíí 1920, 461 f október 1920, 384 í aprfl 1921 og 370 f júlf 1921. Hafa þá vörur þessar hækkað að með- altali um 270% síðan strfðið byrj- aði, en lækkað í verði um 170/0 siðan f fyrrasumar, um 20% síð- an í fyrrahaust og um 4% á sfð- astliðnum ársfjórðungi. Hér viðer þó athugandi, að nokkrar vörur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.