Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Útlönd Fatlaða stúlkan Elke J. nýtur samúðar Þjóðverja eftir árás nýnasista: Þú sleppur ekki f rá okkur lifandi næst - sagði snoðinkollurinn sem skar hakakrossinn í andlit hennar ósjálfbjarga „Þú sleppur ekki svona auðveld- lega frá okkur næst. Við komum aft- ur og þá verður það verra,“ sagði snoðinkollurinn sem risti haka- krossinn í kinn fatlaörar stúlku í Halle í austurhluta Þýskalands fyrr í vikunni. Stúklan, sem í fjölmiðlum er aðeins kölluð Elke J„ hefur sagt frá atvikum í viðtali við blað í Berlín og greint þar frá orðaskiptum sínumog nýnas- istanna þriggja sem réðust gegn henni ósjálfbjarga í hjólastól. Elke fór á almenningssalerni um 150 metra frá skóla sínum. Þar sátu ofbeldismennirnir fyrir henni og kröfðust þess aö hún hrópaði slagorð nasista gegn fötluðum. Hún neitaði og þá dró einn tilræðismanna upp hníf og risti hakakrossinn í vinstri kinn hennar. Merkið er um fjórir sentímetrar á hvem veg. Elke segist hafa hljóðað upp yfir sig þegar blóðið fossaði niður kinn hennar. Þá hótaöi sá sem hélt á hnífnum henni lífláti þegar þeir hefðu uppi á henni öðm sinni. Svo hlupu þremenningarnir á brott. Hakakrossinn á kinn Elke er (jórir sentimetrar á hverja hlið. Læknar segja Elke segir að Ulvirkjarnir hafi ver- að örið hverfi með tíð og tíma. Snoðinkollarnir, sem ristu merkið á stúlk- ið á unglingsaldri, sennilega milli 15 una, eru enn ófundnir þrátt fyrir mikla leit. Símamynd Reuter ára og tvítugs. Þeir voru aliir með krúnurökuð höfuð. Lögreglan hóf þegar víðtæka leit að ódæðismönn- unum en án árangurs enn sem kom- ið er. Talsmaður lögreglunnar segir að fjöldi fólks hafi hringt og gefið upp- lýsingar um menn sem hafi hugsan- lega verið þama að verki. Lögreglu- menn segja að góðar líkur séu á að þeir náist þótt leitin dragist á lang- inn. Þegar er búið að yfirheyra menn á 25 samkomustöðum nýnasista. Læknar segja að með tíð og tíma hverfi örið af kinn stúlkunnar. Hún muni þó bera merki árásarinnar næstu ár. Á undanförnum tveimur árum hafa nýnasistar veist að um 80 fötluð- um einstaklingum og veitt þeim áverka í mörgum tilvikum. Samtök fatlaðra hafa krafist aðgerða af hálfu stjórnvalda. Dómsmálaráðherrann lofar frumvarpi þar sem refsingar vegna líkamsmeiðinga verða þyngd- ar. í Þýskalandi nýtur Elke almennr- ar samúðar en aðförin að henni hefur vakið upp óþægilegar minningar um útrýmingarherferð nasista gegn fötl- uðumávaldatímaHitlers. Reuter , Jíefitrðu séð PRESSUNA ídag... ? “ stærri og betri fýriralla ffPRESSANgóðan daginn“. Nú færðu tvö blöð á verði eins, kynntu þér B-blaðið PRESSU-liðið hefur verið valið: yxiewtva 19 ÁSKRIFTARSÍMINN ER Ámi Páll Árnason Ámi M. Mathiesen Baldur Kristjánsson Davíð Þór Jónsson Einar Karl Haraldsson Einar Kárason Flnnur Ingólfsson Friðrika Benónýs Gu'nnar J. Ámason Gunnar Jóhann Birgisson Gunnar L.. Hjálmarsson Hallur Helgason • lllugi Jökulsson Indriði G. Þorsteinsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Jónas Sen Kolbrún Bergþórsdóttir Kristinn Jón Guðmundsson Magnús Ólafsson Margrét Elísabet Ólafsdóttir Mörður Árnason Ólafur Hannibalsson Óli Björn Kárason Þórunn Sveinbjarnardóttir Össur Skarphéðinsson Stuttar fréttir x>v Thatcherafþakkar Margaret Thatcher hefur hafn- að boði um að fara til Sarajevo. Fimm féllu í Sarajevo Fimm féllu í átökum i Sarajevo og SÞ íhuga möguleika á loffárás- um á Serba við tvö verndarsvæði. Ennþámeirastríö Izetbegovic Bosníuforseti sagði að stríöið í landinu mundi halda áfram >þar til Serbar hefðu skilaö öllu landi sem múslimar réðu áður en átök hóf- ust íyrir 21 mánuði. Króatariveginum Bosnískir Króatar tetja fram- gang matvælalestar SÞ. Lítið miðar Lítið hefur miöað í viðræðum ísraels og PLO um ágreining. AfturtilWashington Friðarviöræður araba og ísra- els hefjast hugsanlega aftur í Washington 24. janúar. BiH Clinton vill rannsókn Clinton vill að viðskipti lians í Arkansas verði rannsökuð vegna ásakana um sitthvað misjafnt. Þotur með sprengjur Herþotur uppreisnarmanna réðust á stjórnarherinn í Kabúl. Christopher og Kinverji Warren Chri- stopher, utan- ríkisráðlærra Bandaríkj- anna, hittir kínverskan starfsbróður, Qian Qichen, í Evrópu síðar í mánuðinum og ræðir mannrétt- indabrot. Vopnahlé fyrirskipað Salinas Mexikóforseti hefur fyrirskipað einhliða vopnahlé í bardögum við bændur. Ciampiferfrá Búist er við afsögn Ciampis, forsætisráðherra ítaliu, í dag. IRAgerúárás írskir skæruliðar hentu sprengju á lögreglusveit. Þyiia hrapar Þrettán fórust þegar þyrla með hermenn fórst í Perú. Frakkargefaloforð Frakkar hafa lofað Kínverjum að selja ekki vopn til Taívan. Gagnrýnir niðurskurð Norskur herforingi gagnrýnir niðurskurð á fé til varnarmála. Vinsældir Rehn aukast Elisabeth Rehn, forseta- frambjóðandi í Finnlandi, hef- ur lýst ánægju sinni með auknar vín- sældir en sam- kvæmt nýrri könnun nýtur hún stuðnings 18 prósenta kjósenda. Bankastjóri i steininn Fyrrum bankastjóri í Noregi var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tjársvik. Styðja Þjóðverja Bandaríkin styðja setu Þýska- lands i Öryggisráði SÞ. Reuter, FNB, NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.