Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
17
Fréttir
Sólheimadettan leyst á fyrsta sáttafundi biskups:
Vistmönnum tryggð
óskert þjónusta
- þrýstingur innan fulltrúaráðs Sólheima um að stjómin fari frá
„Það er mikill léttir að þessi deila
skuli afstaðin. Sólheimar hafa verið
sá lundur sem kirkjan hefur helst
viljað hlúa að og því hefur deilan
lagst þungt á alla sem annt er um
staðinn. Þessi beygur, sem hefur
búið í brjósti margra heimilismanna,
var óþolandi. Við reyndum því aö
vinna hratt að lausn málsins og það
tókst,“ segir Ólafur Skúlason biskup.
Ágreiningurinn um Sólheima
leystist á fyrsta fundinum sem Ólaf-
ur hélt með með fulltrúum félags-
málaráðuneytis og nefndar, sem full-
trúaráö Sólheima skipaði í síðustu
viku. Fundurinn fór fram á Biskups-
stofu í gærmorgun og stóð yfir í rúm-
ar þrjár klukkustundir.
Undir samkomulgið skrifuðu auk
biskups þau Vilhjálmur Þ. Vii-
hjálmsson, Margrét Frímannsdóttir
og Ásta R. Jóhannesdóttir fyrir hönd
fulltúaráðsins og þeir Bragi Guð-
brandsson og Sturlaugur Tómasson
fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins.
Samkomulagið felur í sér að fjár-
framlög til Sólheima verði að
óbreyttu ekki hækkuð nema í ljós
komi fjárvöntun í lok ársins. Þá verð-
ur ekki gengið frá þjónustusamningi
milli félagsmálaráðuneytisins og Sól-
heima fyrr en fram hefur farið mat
á þjónustuþörfinni. Halda á uppi
óskertri þjónustustarfsemi á staðn-
um og fela Ríkisendurskoðun úttekt
á tilteknum rekstrarkostnaði.
Samkvæmt heimildum DV ríkir
mikil reiði í garð stjórnar Sólheima
innan fulltrúaráðs Sólheima vegna
þeirrar hörku sem hljóp í viðræður
við stjórnvöld fyrir jól. Hótunin um
útburð heimilisfólksins fór fyrir
brjóstið á mörgum og margir eru
þeirrar skoðunar að stjórnin hafi
brotið trúnað á fulltrúaráðinu með
því að leyna sáttatilboði félagsráð-
herra á fundi ráðsins í síðustu viku.
Fullvíst þykir að á næsta fulltrúa-
ráðsfundi, sem haldinn verður í vor,
komi fram krafa um að stjórn Sól-
heima fari frá. Slík krafa var orðuð
á fundi ráðsins í síðustu viku en
henni ekki fylgt eftir. Innan stjóm-
kerfisins hefur komið til tals að fram
fari stjórnsýsluleg úttekt á starfsem-
inni.
Ólafur Skúlason segist ekki taka
afstöðu til áframhaldandi setu nú-
verandi stjórnar enda sé þaö mál
fulltrúaráðsins. Hann kveöst hins
vegar ætla að ræða stöðu Sólheima
gagnvart kirkjunni á fundi kirkju-
ráðsíbyrjunnæstuviku. -kaa
Umferðarátak lögreglunnar:
Númer klippt af bílum trassanna
Þeir sem vanræktu að færa bíla
sína til skoðunar á árinu 1993 munu
eiga von á því að skráningarnúmer
verði klippt af bifreiðum þeirra. í
sameiginlegu umferðarátaki lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, Sel-
fossi og Suðurnesjum mun verða
lögð sérstök áhersla á það næstu
daga að fjarlægja númer bifreiða sem
ekki hafa fullnægt þessum skilyrð-
um og í þeim tilvikum að telja megi
líklegt að ástand ökutækis þyki veru-
lega ábótavant.
I þvi sambandi verður ljósa- og
dekkjabúnaður bifreiða sérstaklega
skoðaður. Samkvæmt umferðarlög-
um er lögreglumönnum heimilt hve-
nær sem er að stöðva ökutæki og
kanna ástand þess.
-ÍS
Allir muna eftir Aromatic,
vinsælustu kaffikönnunni á
markaðnum.
Moccamaster frá Techni-Vorm
er verðugur arftaki.
MOCCAMASTER
- glæsileg og traust kaffikanna
Fæst í næstu
raftæKjaversiun_
UMBOÐS OG HEI.LRVERStúN:
SÍMI 91-24020 >AX 91-623145
Hallarmúla • Kringlunni • Austurstræti
Rýmingarsala
á notuðum bílum!
Allt að 50% afsláttur
Allir bílar afgreiddir með útvarpi og á snjódekkjum
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633
Krókhálsi 3, Sími 676833
Opið virka daga 10-18, laug. 12-16
Bílaumboðið hf. Bílasalan Krókhálsi,
Oldsmobile Calais 1985, alvö-
rubíll m/öllu, ek. 73 þús. m. Kr.
650.000. Tilboðsverð kr.
490.000.
Renault Clio RN 1992, ek. 18
þús. Kr. 730.000. Tilboðsverð
kr. 650.000.
Nissan Micra 1987, ek. 94 þús.,
sóllúga o.fl. Kr. 330.000. Til-
boðsverð kr. 270.000.
Honda Prelude 1985, ek. 97
þús., sóllúga o.fl. Kr. 530.000.
Tilboðsverð kr. 430.000.
BMW 728 1979, ek. 163 þús.,
sóllúga o.fl. Kr. 190.000. Tilboð
kr. 150.000.
Subaru Legacy 1990, ek. 93
þús., rafdr. rúður, speglar o.fl.
Verð kr. 1.230.000. Tilboðs-
verð kr. 1.090.000.
MMC Lancer 1989, ek. 92 þús.
Kr. 700.000. Tilboðsverð kr.
630.000.
Volvo 740 GL 1987, ek. 105
þús., sjálfsk., samlæsingar. Kr.
970.000. Tilboðsverð kr.
770.000.
MMC Colt GLX 1988, ek. 80
þús. Kr. 530.000. Tilboðsverð
kr. 480.000.
Visa og Euro raðgreiðslur
Tegund Árgerð Stgr. Tilbverð
Peugeot205XL 1987 320.000 260.000
MMC Galant GLS 1986 420.000 320.000
Renault 11A 1988 450.000 350.000
Lada station 1991 410.000 310.000
BMW316 1988 880.000 790.000
Daihatsu Charade SE 1990 660.000 600.000
Toyota Corolla 1987 360.000 290.000
Daihatsu Charade 1991 720.000 590.000
Daihatsu Charade 1990 650.000 590.000
Daihatsu Charade 1988 430.000 380.000
Lada Sport 1989 400.000 330.000
VWGolfGTI 1989 1 .150.000 990.000
I
Skuldabréf til allt að 36 mánaða