Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
39
Fréttir
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, afhendir Jim Sills heiðursskjal. DV-mynd Ægir Már
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Gunnars Guðmundssonar hf.,
Landsbanka Islands og Gjaldheimtunnar á Seltjarnarnesi fer fram opinbert
uppboð á neðangreindu lausafé og hefst bað í sal sýslumannsembættisins
á 2. hæð að Skógarhlíð 6 fimmtudaginn 20. janúar 1994 kl. 10.30 og
verður fram haldið þar sem lausaféð er sem selja skal.
Þrjár bílalyftur, þar af tvær tveggja pósta, tal. eign Bílgrips hf., 4. nótablakk-
ir og ein vírapressa, tal. eign Netagerðar Alfreðs - Aggva hf„ byggingarkr-
ani af gerðinni Lindenby og flekamót, tal. eign Nýbýla hf„ kjúklingafóðurvél-
ar, tal. eign Stefáns Más Stefánssonar.
Greiðsla við hamarshögg.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshald-
ara eða gjaldkera.
SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK
"N
UTSALAN
hefst á morgun í Kringlunni — er áfram
i fullum gangi á Laugavegi 89.
30-70% afsláttur
r Barnafataverslun
„Þið sýnduð
ótrúlegt
hugrekki“
- áhafnir bandarísku þyrlnanna heiðraöar
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
„Björgunarþyrla okkar varð að
hverfa frá vegna þess hve lítil hún
er, hún hafði ekki nógu mikið afl til
að standast veðrið. Það var erfið
ákvörðun fyrir áhöfnina. Þið tókuð
mikla áhættu þegar þið björguðuð 6
mönnum af dráttarbátnum, sýnduð
ótrúiegt hugrekki. Flestir eru á því
að það hafi verið ofurmannlegt sem
þið gerðuð," sagði Hafsteinn Haf-
steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, þegar hann afhenti áhöfn
bandarísku björgunarþyrlnanna
viðurkenningu fyrir hið stórkostlega
björgunarafrek í Vaðlavík.
Athöfnin fór fram á Keflavíkur-
flugvelli í gær. Einnig barst sím-
skeyti frá Jóni Baldvin Hannibals-
syni utanríkisráðherra þar sem hann
þakkaði sveitinni fyrir frábært
björgunarafrek.
„Þetta er stórkostlegt afrek sem þið
sýnduð og verður lengi í minnum
haft. Þið lögðuð líf ykkar í hættu,
sýnduð miklu meira en ætlast er til
og sýnduð mikið hugrekki við þessa
hættulega björgunaraðgerð,- var
efni skeytisins. Einnig barst sveitinni
símskeyti frá Slysavarnasveitinni
Þorbirni í Grindavík.
_____________Aímæli
Kristín
Herbertsdóttir
Kristín Herbertsdóttir skrifstofu-
maður, Vesturgötu 25, Keflavík, er
flmmtugídag.
Fjölskylda
Kristín er fædd í Hafnarfirði en
ólst upp á Gullberastöðum í Lundar-
reykjardal.
Kristín giftist 26.12.1987 seinni
manni sínum, Kristni ísaksen, f.
13.10.1937, húsverði. Fyrri maöur
Kristínar: Karl K. Arason, f. 11.2.
1939.
Böm Kristínar og Karls: Þor-
steinn, f. 25.2.1963; Ásgerður Hrönn,
f. 25.1.1968.
Hálfsystkini Kristínar: Guðrún
Sveinsdóttir; Magnús Sveinsson;
Hulda Sveinsdóttir; Samúel Sveins-
son, látinn.
Foreldrar Kristínar: Herbert
Crowe, látinn, og Hildur Hulda Þor-
finnsdóttir, látin. Uppeldisforeldrar
Kristínar: Þorsteinn Kristleifsson
Kristín Herbertsdóttir.
og Kristín Vigfúsdóttir, þau eru
bæöilátin.
Kristín tekur á móti gestum laug-
ardaginn 15. janúar í Iðnsveinafé-
lagshúsi Keflavíkur í Tjarnargötu 7
kl. 19.
2- 3 ára
3- 4 ára
5-6 ára
7-9 ára
Kennarar:
SóUy Jóbannjdóttir
Ááta Ólafádóltir
Valdút Guðmundádóttir
Hrefna Hallgrínwdóttir
Skemmtilegur dans,
þjálfun í líkams-
burði, skilningur á
tónlist, jafnvægis-
æfingar, léttar
fimleikaæfingar,
hreyfiþroski,
hollar teygjur og
nauðsynleg liðkun
líkamans.
13. vikna byrjenda-
og framhalds-
námskeið.
:V\
DANSSTUDÍO
sóleyjar^______
- ná.Su. framfm óefta/
Emjjateigi 1
Símar 687701
og 687801
Börnin eiga
það be.ita jkilið