Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Merming________________________________________________________ íslenska leikhúsinu boðið í leikför til Þýskalands með Býr íslendingur hér? Boðið að sýna á þeim slóðum þar sem leikritið gerist Pétur Einarsson leikur Leif Muller i Býr íslendingur hér? og Halldór Björns- son lækni hans. í byrjun vetrar frumsýndi íslenska leikhúsið leikritið Býr íslendingur hér? en verkið er leikgerð Þórarins Eyflörð eftir samnefndri bók Garðars Sverrissonar. Vakti sýningin verð- skuldaöa athygh og góðar viðtökur og eru sýningar að hefjast aftur í Tjamarbíói. í verkinu segir frá Leifi Muller sem varð innlyksa í Noregi þegar Þjóð- verjar hemámu landið. Þegar hann ætlaði að flýja yfir til Svíþjóðar og reyna að komast þaðan heim til ís- lands var hann svikinn í hendur Gestapó. Leifur var fyrst látinn dvelja í fangelsi í Ósló, áður en hann var sendur í útrýmingarbúðir í Þýskalandi. Þar gekk Leifur í gegn- um einhverja mestu þolraun sem ís- lendingur hefur lifað. Nýlega barst íslenska leikhúsinu boð um að fara með sýninguna til Þýskalands. Að boðinu stendur safn- ið í Sachsenhausen, en þar vom út- rýmingarbúðimar sem Leifi Muiler var haldið í. Bandamenn frelsuðu búöimar í apríl 1945 og er íslenska leikhúsinu boðið að taka þátt í af- mælishátíðinni til að minnast frels- unarinnar. Einnig er verið að vinna að því að sýningin fari til Berlínar og annarra fyrrverandi útrýmingar- búða. Hlutverkin í leikritinu em aðeins tvö, Pétur Einarsson leikur Leif Muller og Halldór Bjömsson leikur lækni hans. Leikstjóri er Þórarinn Eyfjörð. Þar sem Tjarnarbíó er mjög ásetið nú í byrjun árs verða aðeins örfáar sýningar á leikritinu og er sú fyrsta á laugardagskvöld. -HK Hvernig túlka tólf karlkyns listamenn karl- ímyndina? Karlmenn, hvemig upplifa þeir sig í nútímasamfélagi með breytt- um kröfum, hver er hin nýja karl- ímynd og verðum viö vör við hana í myndhst nútímans? Þessum spumingmn er velt upp á sýningu tólf íslenskra karlkyns hstamanna sem koma til með að túlka karl- ímyndina á sýningu sem opnuð verður í Gerðubergi. Sýning þessi er eins konar bróð- ursýning sýningar á Mokka í nóv- ember síðasthðnum um kven- ímyndina, en að auki tengist sýn- ingin aukinni umræðu um breytt kynhlutverk sem hefur vaknað í ýmsum Evrópulöndum og hér á landi í nýútkominni skýrslu félags- málaráðuneytisins um málefni og félagslega stöðu íslenskra karla. Verður forvitnhegt að sjá hvemig hinir tólf hstamenn túlka karl- ímyndina, en umræða um hana hefur ekki átt upp á pallboröið hjá karlmönnunum sjálfum og þó kvenréttindabaráttan hafi verið í einhverjum skilgreiningartilraun- um með karlímyndina, þá hefur það gerst algerlega út frá forsend- um kvenna en margt bendir til þess að breytinga sé að vænta og ætti sýningin íGerðubergi að hreyfa við umræðum um karhmyndina, en nýlega var karhmyndinni einnig velt upp á yfirborðið með útkomu bókarinnar Karlafræðarinn sem hefur undirtitihnn Karlmenn und- ir beltisstað. Hefur sú bók vakið athygli að undanfómu. Listamennimir tólf sem taka þátt í að túlka karlímyndina, hver á sinn persónulega hátt, em: Bragi Ásgeirsson, Hannes Sigurðsson, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hlynur Hahson, ívar Valgarðsson, Magnús Kjartansson, Magnús Þór Jónsson, Óskar Jónas- son, Sigurður Guðmundsson, Sverrir Ólafsson og Þorvaldur Þor- steinsson. Auk þessara hstamanna taka þátt í sýningunni nýútskrifað- ir myndhstarmenn og myndhstar- nemar í Myndhsta- og handíða- skóla íslands. Verk þeirra felst í framlagi í einn dag frá hverjum og einum og tekur verkið því ýmsum breytingum á sýningartímanum. -HK Ingi R. Helgason, formaöur stjómar Samtaka um Tónlistarhús. Nýrformaður Samtaka um Tónlistarhús Á fundi fuhtrúaráðs Samtaka um Tónhstarhús, sem haldinn var fyrir stuttu, var kosin ný stjóm og einnig nýr formaður. Valgeir Guðjónsson, sem gegnt hefur formannsstöðu um nokkurra ára skeið, gaf ekki kost á sér sem formaður og var Ingi R. Helgason, stjómarformaður Vá- tryggingafélags íslands, kosinn formaður og Ólafur B. Thors vara- formaður. Aðrir sem kosnir vom í stjóm em: Bjöm Th. Ámason, Elfa Björk Gunnarsdóttir, Erlendur Ein- arsson, Jón Þórarinsson, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson og Vemharður Linn- et. Erindreki samtakanna er Þórhah- ur Vilhjálmsson. Með nýju ári hefur færst mikiö fjör í sýningar á myndlist og voru margar sýningar opnaöar um síöustu helgi, þar á meðal þrjár á Kjarvalsstöðum. Hinn kunni myndlistarmaður Magnús Kjartansson sýnir verk sem fjalla um pislarsöguna, verk sem þegar hafa vakið athygli og Finnbogi Pétursson sýnir hljóðskúlptúra. Þriðji sýningaraðilinn er Geoffrey Hendricks sem varð einn af meðlimum Fluxus-hreyfingarinnar í Bandarikjunum og Evrópu á miðjum sjöunda áratugnum og hefur haldiö tryggð viö þann félagsskap siðan og er hann einn af þekktustu listamönnum sem kenna sig við hreyf- inguna. Á sýningu hans á Kjarvalsstööum eru mörg málverk af himnl sem eru, þegar betur er gáð, hluti af víðara samhengi. Á myndinni litur Hendricks upp eftir einni himnamyndröö sinni. DV-mynd ÞÖK Fastur liöur á Kjarvalsstöðum undanfarin misseri hefur verið sýning á ljóðum og hefur þetta form mælst vel fyrir. Áhorfendur og lesendur þurfa ekki að hafa mikiö fyrir lestrinum á Kjarvals- stöðum en því er öðruvísi farið með ljóö Þorsteins Joö Vhhjálms- sonar, útvarpsmanns og Ijóð- skálds, sem sundlaugargestum í sundlauginni í Laugardal verður boðið upp á frá og með næsta laugardegi. Lióðinu Djúpt. Djúpt verður'komið fyrir á glergluggum undir vatnsborðinu í djúpu laug- inni þannig að gestir þurfa að draga andann djúpt og kafa th aö komast í snertingu við ljóðið. Heimsklúbbur Heimsklúbbur Ingólfs gerir ráð fyrir um milijón króna framlagi th menningar en samkvæmt sér- stakri skipulagsskrá rennur hagnaður af Heimsklúbbnum, aö frádregnum launum og rekstrar- gjöldum, 1 Listasjóð Heims- klúbbsins til styrktar og viður- kenningar á frábærum árangri i listflutningi og hstsköpun eöa th örvunar listsköpunar eða örvun- ar hststarfsemi sem líkleg er til afreka á sviði íslensks þjóölífs. Þegar hefur mestu af fénu verið ráðstafað til hljóðfærakaupa, í námsstyrk og útgáfustyrk. Meðal þeirra sem styrk hafa hlotið eru orgelsjóður Hallgrímskirkju, fiðlusjóðiu- Sigrúnar Eðvalds- dóttur og Kammersveit Reykja- víkur. Nína Margrétfékk styrkúr ntinningarsjóði Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari fékk úthlutað 250 þúsund króna styrk úr Minning- arsjóði Gunnars Thoroddsen en úthlutaö var úr honum í áttunda sinn. Nína Margrét hefur iokið einleikaraprófi frá Tónhstarskói- anum í Reykjavík. Hún hefur lok- ið prófum frá tónhstarskólum í London og New York og hlaut á þessu ári styrk frá Helena Rubin- stein Foundation th doktorsnáms í píanóleik við aty University of New York. Nina Margrét vinnur meðal annars að rannsóknum á þróun píanóleiks á íslands. Hún hefur oit komið fram opinberlega á tónleikum að undanfórnu, bæði her heima og erlendis, og ávaht hlotið góða dóma. JanErícGustafs- sonleikurmeð Sinfóníunni Tónleikar í Rauöri áskriftarröð verða í kvöld á vegum Sinfóníu- hljómsveitar íslands en rauð tón- leikaröð merkir að frægur ein- leikari leikur með hljómsveitinm og í þetta sinn er það Jan Erik Gustafsson sellóleikari, ungur og mjög efiirsóttur. Hann var aðeins sextán ára þegar hann vann þriðju verðlaun í samkeppninni Young Musician of the Year og hafa síðan streymt th hans thboð frá helstu hljórasveitum heims. Síðasta afrek hans á hstabraut- inni var að vinna önnur verðlaun í Leonard Rose keppninni í Was- hington síðastliöið sumar og opn- aði það honum flestar dyr í bandarísku tónhstarhfi. Gustafs- son leikur einleik i tveimur verk- um, Kol Nidrei eftir Max Bruch og Rókókóthbrigðum eftir Tsjajkovskíj. Þess má geta að fyrsta verkið á efnisskránni er Ys og þys eftir Þorkel Sigur- bjömsson sem hann samdi i sam- keppni um stutt verk th flutnings á Listahátíð í Reykjavík 1970.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.