Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 41 Sviðsljós Ástfanginn af myndavélinni Spænski leikarinn Antonio Banderas hefur leikið í fjölmörg ár en er nú loks að slá í gegn í Banda- ríkjunum og þá um leið um allan heim. Hann hefur nýlokið við að leika í myndunum Philadelphia og Húsi andanna (The House of the Spirits) og er nú að vinna að þeirri þriðju sem er hin margumtalaða Interview with the Vampire. Antonio hefur hka hlotið mikið umtal og athygli sökum úthtsins. Dæmi um það er umsögn mótleik- ara hans í Philadelphia, Tom Hanks, þar sem hann segir frá því að hann hafi líklega verið öfundað- ur af 95% kvenna um allan heim og ca 22% karla fyrir að fá tæki- færi til að dansa vangadans við Antonio. Antonio vakti fyrst á sér athygli fyrir þær fimm myndir sem hann lék í undir stjóm Spánverjans Pedro Almodóvar. Þar á meðal vora Konur á harmi taugaáfalls (Women on the Verge of a Nervous Breakdown) og Tie Me up! Tie Me down! Hann hætti síðan viö að leika í sjöttu mynd Pedros, High Heels, til að reyna fyrir sér í Banda- ríkjunum. Myndin var The Mambo Kings, en þrátt fyrir þann metnað sem var lögð í hana náði hún ekki þeim vinsældum sem við var búist. Þegar Antonio tók að sér hlut- verkið í Mambo Kings talaði hann varla orð í ensku. Hann var samt ráðinn og settur á mánaðar ensku- námskeið í New York þar sem skólafélagar hans vora franskir og japanskir viðskiptajöfrar. Þó að Mambo Kings næði ekki tilætluðum vinsældum vakti hún athygh bandarískra leikstjóra á Antonio. Honum buðust margvís- leg hlutverk, þar á meðal aðalhlut- verkið í Bram Stoker’s Dracula, sem þó áendanum féll honum ekki í skaut. í staðinn lék hann eitt af aðalhlutverkunum í Húsi andanna sem gerð er eftir samnefndri sögu Isabel AUende og leikstýrt af ósk- arsverðlaunahafanum Bille Aug- ust og Philadelphia þar sem hann leikur Miguel, elskhuga Tom Hanks, sem er sýktur af eyðni. Antonio Banderas kunni varla orð í ensku 1989 þegar hann tók að ser hlutverkið í The Mambo Kings en hefur varla undan að leika i Holly- wood-myndum nú. Antonio lítur ekki á sjálfan sig sem stórstjörnu, hann er fyrst og fremst leikari sem er ástfanginn af myndavélinni og góðu handriti. Hann segist ekki sækjast eftir límó- sínum og ríkidæmi, ef einhver hringdi í hann frá Indlandi með gott handrit þá myndi hann pakka saman og fara þangað. Tónleikar KK-bandið á Blúsbarnum KK-bandið heldur tónleika á Blúsbarnum í kvöld. Það leikur lög af nýja diskinum í bland við gamalt. Tónleikarnir hefjast um kl. 22. 40 sýning á Elínu Helenu í kvöld, 13. janúar, verðurfertugastasýn- ing á leikritinu Elín Helena eftir Áma Ibsen, uppselt hefur verið á svo til allar sýningar. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi verkið í byrjun október á litla svið- inu í Borgarleikhúsinu. Enn eru eftir nokkrar sýningar á Elinu Helgu og verða næstu sýningar 14. og 15. janúar. Tilkyimingar Félag eldri borgara í Kópavogi Kvöldvaka í kvöld kl. 20.30 að Fannborg 8 (Gjábakka). Blandaður kór, söngvinir og konur úr Kópavogi syngja og margt fleira. Húsið öllum opið. Breiðfirðingafélagið Þorrahátíð 22. jan. nk. Afhending miða verður í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 16. janúar frá kl. 13-15 og miðvikudag 19. jan. kl. 18-20. Upplýsingar í síma 74997, Sigríður, og 11961, Sæunn. Félag eldri borgara í Reykjavík Bridgekeppni, tvímenningur kl. 13 í dag í Risinu. Leikritiö Margt býr í þokunni sýnt í Risinu miðvikudaga og laugardaga kl. 16 og sunnudaga kl. 20.30. Miðar á skrifstofu og við inngang. Nýjar bækur Bækur frá íslenska kiljuklúbbnum íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Sól í Norður- mýri, píslarsaga úr austurbæ eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Megas. Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Leynihringurinn, spennusaga eftir enska rithöfundinn Michael Dibdin og Jólaóratorían eftir sænska rithöfund- inn Göran Tunström. K J A RTA N Ól-A/SNÖH ,UNAR§ÉÉ Hundrað ára verslun í Vík I Mýrdal Verslunarsaga Vestur-Skaftfellinga, þriðja bindi, eftir Kjartan Ólafsson, fv. ritstjóra, er komið út. Útgefandi er Vest- ur-Skaftafellssýsla. Er þetta lokabindi verksins sem fjallar ítarlega um verslun Vestur-Skaftfellinga. Bókin verður send í póstkröfu til áskrifenda, einnig er hægt að vitja hennar hjá Björgvini Símonar- syni, Skeiðarvogi 29, Rvk. s. 681827. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið Sími 11200 Smíðaverkstæðið kl. 20.30. BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Frumsýning fös. 21. jan., mið. 26. jan., fim. 27. jan. Sýning er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20. SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén Frumsýning iau. 15. jan., uppselt, sud. 16.jan.,föd. 21.|an. Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning er hafin. Stóra sviðið kl. 20.00 MÁVURINN eftir Anton Tsjékhof 7. sýn. lau. 15. jan., nokkur sæti laus, 8. sýn. sun. 23 jan., 9. sýn. sun. 30. jan. ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller Fös. 14. jan., fáein sæti laus., fim. 20. jan.,fös. 21. jan. KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon j kvöld, uppselt, lau. 22. jan., fös. 28. jan. Ath. Fáar sýningar eftir. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Lau. 15. jan. kl. 14.00, fáein sæti laus, sun. 16. jan. kl. 14.00, fáein sæti laus, sud. 23. jan., fáein sæti laus, lau. 29. jan. kl. 13.00. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum vlrka daga frá kl. 10. Græna linan 99 61 60. Leikfélag Akureyrar *mww mi/ .MaKaSAGA... Höfundur leikrita, laga og söngtexta: Ármann Guðmundsson, Sævar Slgur- geirsson og ÞorgeirTryggvason Leikstjórn: Hlin Agnarsdóttir Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórs- son Lýsing: Ingvar Björnsson Leikendur: Saga Jónsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigur- þór Albert Heimisson, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Skúli Gautason, Sigurveig Jónsdóttir, Sigurður Hallmarsson, Dofri Hermannsson og Oddur Bjarni Þorkels- son. Undirleikari: Reynir Schiöth Föstud. 14. jan.kl. 20.30. Laugard. 15. jan. kl. 20.30. Miðasalan er opin alla virka kl. 14-18 og fram að sýn. sýningardaga. Sunnud. ki. 13-15. Símsvari tekur við pöntunum utan af- greiðslutima. Simi 24073. Greiðslukortaþjónusta. EVALUNA Eva Luna eftir Kjartan Ragnarsson og ÓskarJónasson 4. sýn. fimd. 13. jan., blá kort gilda, uppselt. 5. sýn. sund. 16. jan., gul kort gilda, uppselt. 6. sýn. fimd. 20. jan., græn kort gilda, fáein sæti laus. 7. sýn. föd. 21. jan., hvit kort gilda, uppselt. 8. sýn. sund. 23. jan., brún kort gilda, upp- selt. Fim. 27. jan., fös. 28. jan., uppselt, sun. 30. jan. Stóra svið kl. 20.00. SPANSKFLUGAN eftir Arnold og Bach 35. sýn. föstud. 14. jan., laugard. 15. jan. Fáarsýningareftir. Stóra sviðið kl. 14.00 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sunnud. 16. jan. sunnud. 23. jan., næstsið- asta sýning. 60. sýn. sunnud. 30. jan. síð- asta sýning. Litla sviðið kl. 20.00. ELÍN HELENA eftir Árna Ibsen 40.sýn. fimmtud. 13. jan., föstud. 14. jan., laugard. 15. jan. Ath.l Ekki er hægt að hleypa gestum inn i salinn eftir að sýning er hafin. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miöapöntunum i sima 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús. fSLENSKA ÓPERAN __iini É VGENÍ ÖNEGÍN eftir Pjotr I. Tsjajkovski Texti eftir Púshkín í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Sýning laugardaginn 15. janúar kl. 20. Laugardaglnn 22. janúar kl. 20. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega. Sýningardaga til kl. 20. SÍM111475- GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. Nýtt kortatimabil! Munið gjafakortin okkar LEIKFÉLAG MOSEELLSSVEITAR „PETTA REDDASTT i Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ Kjötfarsi meöeinum sálmi eftir Jón St. Kristjánsson. 3. sýn. fös. 14. jan., uppselt, 4. sýn. sunnud. 16. jan. kl. 20.30. Miðapantanir i sima 667786 allan sólarhringinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.