Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 36
Forsætisráðherra útilokar ekki lagasetningu til lausnar sjómannadeilunni: Lög breyta engu ef samstaðan heldur „Ég mótmæli því harölega að sett verði lþg sera banni verkfall sjómanna. Ég bendi líka á að laga- setning leysir ekki þessa deilu ef samstaða sjómanna heldur,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmannasambandsins, í samtali við DV 1 morgun. Hér á hann viö að um hver áramót þarf að lögskrá áhafhir á skip. Nú er enginn sjó- maöur, sem er í verkfalli, lögskráð- ur. Þess vegna er enginn þeirra skráður né ráðinn á nokkurt skip og þess vegna þvinga lög menn ekki um borö í skipin gegn vilja sínum. Davíö Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við DV í morgun, fyrir fund sem hamr og Þorsteinn Pálsson áttu með útvegsmönnum, að í ljósi þess hve deilan hefur stað- iö lengi kæmi allt til greina, líka lagasetning, til að leysa hana. En með hvaða liætti nákvæmlega það yrði vildi hann ekki tjá sig um. Þorsteinn Pálsson vildi ekki segja neitt fyrir fundmn. Ráðgerður var síöan annar fundur með ríkissátta- semjara og sjómönnum í dag. Guöjón A. Kristjánsson sagðist tilbúinn að ræða um lagasetningu sem kæmi í veg fyrir að sjómcnn tækju þátt í kvótabraski og sem styrkti lagalegan grunn þeirra. Aðspuröur hvort samningar væru komnir í óleysanlegan hnút sagði Guðjón: „Þegar útvegsmenn virðast hafa það á tilfmningunni að sett verði lög til að leysa deiluna þá er ekki von að hægt sé að semja. Þeir feng- ust ekki til að leysa eitt einasta atr- iði í deilunni, Þeir virtust treysta því að ef þeir segðu nei við öllu nógu lengi yrði deilan leyst með lögmn. Þetta eru svívirðileg vinnu- brögð," sagði Guðjón A. Kristjáns- son. „Það er ekki að okkar ósk að far- ið er að tala um lagasetningu, Þaö eru þvert á móti uppi alvarlegar grunsemdir um að sjómannafor- ystan hafi treyst á það að vera skor- in niður úr snörunni með lagasetn- higu. Hún hafi ekki þorað aö horf- ast i augu við aö leysa deiluna með samningum en treyst á að stjórn- völd myndu leysa hana frá því. Ástæðan fyrir því að við erum að fara á fund ráðherra er einfaldlega að gefa þeim skýrslu um stöðu málsins,," sagði Þórariim V. Þórar- insson, formaöur VSÍ, i morgun. -S.dór/kaa FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994. Sjómamafundurinn: Eyfirðingar komast ekki Kristjánsson, DV, Akureyri: Um 50 sjómenn úr Eyjafiröi, sem mættir voru á skrifstofu Sjómanna- félags Eyjafjarðar í morgun og ætl- uðu í bifreiö til Reykjavikur á sjó- mannafundinn þar í dag, komust ekki vegna ófæröar á Öxnadalsheiði. Um 200 sjómenn í Eyjafirði mættu á fund á Akureyri í gærkvöldi þar sem staöa samningamálanna var kynnt og málin rædd. Það sem ein- kenndi fundinn var mikil samstaða og var skorað á samninganefnd sjó- manna aö hvika í engu frá ýtrustu kröfum sínum í viðræðunum við út- vegsmenn. Veðrið á Öxnadalsheiðinni í morg- un var þess eðlis að ekki var hægt Uð hefja mokstur þar. Á heiðinni var stór flutningabíll sem valt út af veg- inum í gærkvöldi nærri Bakkasels- brekku. Meiðsli urðu engin í því óhappi. Veðriðámorgun: Hæg norðaust- anátt Á morgun verður fremur hæg norðaustanátt á landinu. Smáél á annesjum vestan-, norðan- og austanlands en bjartviðri sunn- anlands. LOKI VarZhírínovski ekki boðið? ÞREFALDUR 1. vinningur Bretland: Björk komin í 5. sæti Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Debut, hefur átt góðu gengi að fagna á breska breiðskífulistanum undan- famar vikur. Hún er á stöðugri upp- leið, var í 14. sæti listans fyrir hálfum mánuði, 8. sæti fyrir einni viku og er nú í 5. sæti listans. Enginn íslensk- ur listamaður hefur áður komist svo háttáerlendumvinsældalistum. -ÍS - Sjá nánar á bls. 20 Akureyri: Matvöru- markaðurinn Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: Allt bendir til þess að matvöru- verslunin Matvörumarkaðurinn á Akureyri verði gjaldþrota í dag en versluninni hefur verið neitað um framlengingu greiðslustöðvunar og kröfur gerðar um gjaldþrotameðferð. Skuldir Matvörumarkaðarins nema um 100 milljónum króna og eru kröfuhafar flestir á Akureyri, stærst er Heildverslun Valgarðs Stefáns- sonar með rúmlega 20 milljónir króna. Kröfur Akureyrarbæjar og Landsbanka íslands á hendur versl- uninni nema 13 milljónum frá hvor- ■am aðila. Bergvík náðist út ínótt Bill Clinton Bandarlkjaforseti er kominn til Moskvu og i morgun tók Borís Jeltsín Russlandsforseti á móti honum í sal heilags Georgs i Kreml. Clinton sagði aö Bandaríkjamenn yrðu að hjálpa Rússum við að skilja kosti frjálsra viðskipta en annars munu forsetarnir einkum ræða hermál og heimspólitík. - Sjá nánar á bls. 9. Símamynd Reuter Emil Thorarensen, DV, F.skifirði: „Það tókst mjög vel að ná Bergvík- inni af strandstaðnum. Skipið bók- staflega þaut út enda var mikið brim sem hjálpaði verulega til,“ sagði Magnús Guðjónsson, skipverji á varðskipinu Tý, í samtali viíV DV snemma í morgun. Varðskipinu Tý tókst að ná Bergvík VE af strandstað í Vaðlavík um hálffjögurleytið í nótt. Meiningin var að draga skipið til Neskaupstaðar en vegna veðurs var hætt við það. Menn vildu ekki taka neina áhættu og því var haldið til næstu hafnar, á Eskifirði. Tók sigl- ingin þangað um tvær klukkustundir og voru skipin komin til hafnar um áttaleytið i morgun. Hvorki aðal- né ljósavél Bergvíkur var í gangi en skipið hefur legið á strandstað í nokkrar vikur. Farið verður með skipið í slipp á Neskaup- staðþegarveðurleyfir. -hlh Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskri Á Á. ' .Á. ■ s. 814757 HRINGRÁS ENDURVINNSLA Kaupum kapla og rafmagnsvír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.