Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Fréttir Borist á banaspjótum við áberandi málefnafátækt - Magnús Gunnarsson gæti skotist í fyrsta sætið Barátta sjálfstæðismanna um fyrsta sæti á lista flokksins i bæjarstjórnarkosningunum er hörð og erfitt er að sjá fyrir úrslitin. Prófkjörsbaráttan hjá sjálfstæð- ismönnum í Hafnarfirði er nú í al- gleymingi enda baráttan um fyrsta sætið tvísýn og hörð og segja marg- ir að borist sé á banaspjótum í Firð- inum. Á þessari stundu er erfitt að spá um hvernig fer í prófkjörinu enda kemur það í ljós á sunnudags- kvöldið. Margir hallast að þeirri skoðun að Magnús Gunnarsson, aðalbókari hjá Hval hf. og formað- ur stjómar fulltrúaráðsins, græði á ósætti bæjarfulltrúanna Jóhanns G. Bergþórssonar, forsljóra Hag- virkis-Kletts, og Þorgils Óttars Mathiesens, forstöðumanns hjá ís- landsbanka, og fái flest atkvæði í fyrsta sætiö þó að brugðiö geti til beggja vona þessa daga sem eftir eru fram að prófkjöri. Svo virðist sem Jóhann G. Berg- þórsson hafi átt í nokkru and- streymi aö undaníömu og virðist fyrirtækið vera honum fjötur um fót í prófkjörsbaráttunni. Sjálf- stæðismenn í Hafnarfirði telja óheppilegt að forystumaður flokks- ins sé tengdur svo stóru fyrirtæki sem eigi jafnmikið undir meirihlut- anum og raun ber vitni og óttast að flokkurinn komi til með að eiga erfitt uppdráttar í bæjarstjómar- kosningunum í vor verði Jóhann í fyrsta sætinu. Jóhann hefur verið miili tannanna á fólki að undan- fomu vegna fjárhagserfiðleika Hagvirkis-Kletts þó að virðing sé borin fyrir honum og hann talinn gallharður og fylginn sér. Ekki telst honum þó til tekna hversu samn- ingalipur hann hefur verið við kratana og hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum. Áhrifavald Mathiesenanna Bæjarfulltrúahópur sjálfstæðis- manna hefur verið sundraður und- anfarið ár vegna togstreitunnar milli Jóhanns G. Bergþórssonar og Þorgils Óttars Mathiesens. Sam- starfserfiðleikamir hafa verið miklir, sérstaklega síðustu mán- uði, og er nú svo komið að Þorgils Óttar og Mathiesen-veldið hefur boðið sig fram gegn Jóhanni í fyrsta sætið á listanum. Ekki er víst að Mathiesenamir hafi erindi sem erfiði því að margir Hafnfirð- ingar eru þreyttir á áhrifum þeirra. Margir teíja að höfuðpaurinn á bak við framboð Þorgfis Óttars sé ætt- arhöfðinginn Matthías Á. Mathies- en og að hin víðfræga „kosninga- maskína Mathiesenanna" sé búin að vinna vel og lengi á bak við tjöld- in. Þorgils Óttar Mathiesen hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í fjögur ár og þykir full- ungur og reynslulítill til að taka að sér forystuna í flokknum. Hann nýtur þess að vera vel þekktur inn- an íþróttahreyfingarinnar þó að FH-atkvæðin skiptist milli hans og Jóhanns G. Bergþórssonar. Þorgils Óttar þykir duglegur og vinnusam- ur en helsti þungur og alvömgefinn í atkvæöaveiöum sem þessum. Tal- ið er að Haukamaðurinn Magnús Gunnarsson græði á öllu saman því að hann siglir milli skers og báru og deilir Hauka-atkvæðumun ekki með öðram. Ellert Borgar í annað sæti Erfitt er að segja til um hveijir koma til með að raða sér í fjögur til fimm efstu sætin á listanum. Margir segja að keppinautamir þrír keppi aðeins um fyrsta sætið og komi varla til með að fá mörg atkvæði í önnur sæti. Líkur era á að Ellert Borgar Þorvaldsson haldi öðra sætinu á listanum þrátt fyrir stuðning sinn við Jóhann G. Berg- þórsson enda hefur hann unnið vel á tímabilinu og heldur vaxið í áliti en hitt. Þá spá sumir því að Þorgils Óttar lendi í þriðja eða fjóröa sæti og Jóhann G. í sætinu þar á eftir þó að hugsanlegt sé aö sumir reyni Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir að koma til hans skilaboðum með því að setja hann í níunda sætið. Ekki era miklar líkur á því að konur lendi í neinu af efstu sætun- um en þó er hugsanlegt að Valgerði Sigurðardóttur með Mathiesenana á bak við sig og Ragnheiði Krist- jánsdóttur takist að næla sér í fjórða til sjötta sæti. Þá er óvissu- þáttur varðandi framboð Magnús- ar Kjartanssonar hljómlistar- manns en Magnús virðist ætla sér aö ná langt þó að hann sé ekki allt- af tekinn alvarlega. Aðrir frambjóðendur era: Skarp- héðinn Orri Bjömsson háskóla- nemi, Kristinn Árnar Jóhannesson tæknifræðingur, Öm Tryggvi Johnsen verkfræðingur, Trausti Hólm Jónasson rafvirki, Jón Gest- ur Viggósson kerfisfræðingur, Gunnar Magnússon úrsmiður, Bergur Ólafsson rekstrarhagfræð- ingur, Ásdís Konráðs innkaupa- maður, Ólafur Þór Gunnarsson viðskiptafræðingur, Sigurður Ein- arsson arkitekt, Björk Pétursdóttir húsmóðir, Þórunn Sigþórsdóttir hagfræðingur, Ágúst Sindri Karls- son héraðsdómslögmaður, Gunnar Beinteinsson viðskiptafræðingur, Ólafur Torfason verkstjóri, Ami Sverrisson framkvæmdastjóri, Gissur Guðmundsson rannsóknar- lögreglumaður, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir húsmóðir og Þórður Rafn Stefánsson fulltrúi. Ný íþróttahús MáJefnafátækt hefur einkennt prófkjörsbaráttu sjálfstæðismanna að þessu sinni og er ef til vill reynsluleysi frambjóðendanna í fé- lagsmálum um að kenna. Mikið er um almennar yfirlýsingar um að byggja þurfi leikskóla eða ný íþróttahús og skyldar framkvæmd- ir en lítil umræða hefur verið um grandvallaratriðin, svo sem at- vinnumálin, húsnæðisekluna, sem fer hraðvaxandi í þessu ört stækk- andi bæjarfélagi, og uppbygging öldrunarþjónustu í bænum. Allt era þetta grandvallaratriði en reynslulitlir frambjóðendumir hafa gleymt sér í loforðum til íþróttafélaga í Hafnarfirði. Ríki í ríkinu Aðkomumönnum í Hafnarfirði kemur það spánskt fyrir sjónir hversu mikið ríki í ríkinu Spari- sjóöur Hafnarfjarðar er og hversu ríkan þátt Sparisjóðurinn virðist eiga í prófkjöri sjálfstæðismanna. Þannig telja ýmsir að Mathiesen- amir beiti Sparisjóðnum fyrir sig í baráttunni þó að það sé ekkert í líkingu við það sem áður var. Þá tengjast margir frambjóðend- anna Sparisjóðnum og Mathiesen- unum beint eða óbeint. Gunnar Beinteinsson frambjóðandi er for- stöðumaður Hagdeildar Spari- sjóðsins, Matthías Á. Mathiesen, faðir Þorgils Óttars er stjórnar- formaður Sparisjóðsins, Ámi Grét- ar Finnsson, einn aðalstuðnings- maður Jóhanns G. Bergþórssonar, er í stjóm sjóðsins og Mjöll Flosa- dóttir, kosningastjóri Ragnheiðar Kristjánsdóttur, er forstöðumaður Verðbréfaviðskipta Sparisjóðsins, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Auglýsingabæklingum . hefur rignt inn um bréfalúgumar hjá Hafnfirðingum aö undanfómu auk þess sem símalinumar hafa verið rauðglóandi. Margir frambjóðend- anna hafa opnað kosningaskrif- stofur „uppi á Hrauni" eins og kall- að er og hefur verið bryddað upp á ýmsum nýjungum í kosningabar- áttunni. Kosningabarátta Magnús- ar Kjartanssonar hefur vakið at- hygli fyrir fjör og frumlegheit en Magnús hyggst setja punktinn yfir i-ið með heljarmikilh prófkjörs- skemmtan á kaffihúsi í bænum rétt fyrir prófkjörið. Útifundur gegn atvinnuleysinu í dag: Prestar lýsa yfir stuðningi og ætla að mæta - vantar framkvæmdir en ekki tillögur, segir Snær Karlsson hjá VMSÍ „Margir prestar hafa haft samband við okkur, lýst yfir stuöningi og ætla að mæta á útifundinn í dag. Þeir segja okkur að til þeirra leiti stór hópur fólks sem ekki hefur atvinnu. Þetta fólk er örvæntingarfullt og kvíðið og sér allt svart framundan. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta á útifundinn og við skorum á alla fjölskylduna að mæta. Einnig skorum við á fólk að taka sér frí frá vinnu til styðja við bakið á þeim sem era atvinnulausir. At- vinnuleysið er mál okkar allra,“ sagði Snær Karlsson hjá Verka- mannasambandinu í samtali við DV í gær. Aðspurður hvort fundurinn myndi leggja fram einhverjar sérstakar til- lögur til úrbóta sagði Snær að það vantaði ekki tillögur. „Það vantar framkvæmdir. Það er til bunki af tillögum til úrbóta frá verkalýðshreyfingunni frá því í við- ræðunum við ríkisstjórnina í vor. Ríkisstjómin á að þekkja þær tillög- ur,“ sagði Snær. Fundurinn á Austurvelli hefst klukkan 16.00. Ræðumenn verða þau Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður Lands- sambands verslunarmanna. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.