Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Qupperneq 28
40 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Menning __________________________________ Dómnefndir hafa verið skipaðar vegna Menningarverðlauna DV: Verðlaun í sjö listqreinum Undirbúningur er á fullu þessa dag- ana vegna Menningarverðlauna DV sem afhent verða á Hótel Holti fimmtudaginn 24. febrúar. Verðlaun eru veitt í sjö listgreinum: bókmennt- um, myndlist, tónUst, leikUst, kvik- myndum, byggingarUst og Usthönn- un. Fljótlega efdr áramót var farið að huga að skipun þriggja manna dóm- nefnda en þær eru skipaðar gagnrýn- endum DV1 umræddum listgreinum, fuUtrúum Ustamanna, svo og áhuga- fólki um Ustir. Það er góðum og gfid- um nefndarmönnum að þakka að ávaUt hefur tekist vel til við að velja verðlaunahafa og er engin ástæða tíl að æfia annað en að vel takist í þetta skipti. í ár verða verðlaunin afhent í sextánda skipti og hafa engin sam- bærileg menningarverðlaun á ís- landi orðiö svona langlíf. Hér á eftir fer Usti yfir þá sem skipa dómnefnd- ir í ár: Bókmenntir: GísU Sigurðsson bók- menntafræðingur, bókmenntagagn- rýnandi DV, Jón Karl Helgason bók- menntafræðingur og Vigdís Gríms- dóttir rithöfundur. Leiklist: Auður Eydal, leikUstar- gagnrýnandi DV, Signý Pálsdóttir, fyrrverandi leikhússtjóri, og Gunnar Gunnarsson rithöfundur. TónUst: Finnur Torfi Stefánsson tónskáld, tónfistargagnrýnandi DV, GísU Magnússon píanóleikari og Sig- urður Stefánsson hagfræðingur. Myndlist: Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Ólafur EngUbertsson, myndfistargagnrýnandi DV, og Edda Jónsdóttir myndlistarmaður. Byggingarlist: Pétur Armannsson, arkitekt og arkitektúrsagnfræðing- ur, Steve Christer arkitekt og sr. Gunnar Kristjánsson. Kvikmyndir: HUmar Karlsson blaðamaður, kvikmyndagagnrýn- andi DV, Baldur Hjaltason fram- kvæmdastjóri og Árni Þorsteinsson ritstjóri. Listhönnun: EyjóUur Pálsson hönnuður, Torfi Jónsson hönnuður og Kolbrún Björgólfsdóttir leirUstar- maöur. -HK Bókmenntir Gísli Sigurðsson. Jón Karl Helgason. Vigdís Grímsdóttir. Leiklist Auður Eydal. Signý Pálsdóttir. Gunnar Gunnarsson. Tónlist FinnurTorfi Stefánsson. Gísli Magnússon. Sigurður Stefánsson. Myndlist Byggingarlist Aðalsteinn Ingólfsson. Ólafur Engilbertsson. Edda Jónsdóttir. Pétur Armannsson. Steve Christer. Gunnar Kristjánsson. Kvikmyndir Listhönnun Hilmar Karlsson. Baldur Hjaltason. Árni Þórarinsson. Eyjólfur Pálsson. Torfi Jónsson. Kolbrún Björgúlfsdóttir. íslenski dansflokkurinn: Lambros Lambrou setur upp eigin ballett Lambros Lambrou á æfingu með dönsurum íslenska dansflokksins. Góður gestur er um þessar mundir hjá íslenska dansflokknum. Er það Lambros Lambrou, listdansstjóri hjá Ballet Austin í Texas, sem hingað er kominn til að setja uppp eigin ball- ett, Adieu, sem sýndurverður í Þjóð- leikhúsinu í febrúar. Á þessari sýn- ingu verða einnig flutt þrjú önnur verk eftir þau Auði Bjarnadóttur, Maríu Gísladóttur og Stephen Mills. Lambros Lamb'rou er ættaður frá Kýpur en býr í Bandaríkjunum. Hann hefur undanfarin ár gegnt stöðu listdansstjóra við Ballet Aust- in. Hann hefur getið sér gott orð sem dansahöfundur og samið fjölda ball- etta. Adieu var saminn fyrir nokkr- um árum og hefur veriö sýndur víða, meðal annars í Kanada og Ástralíu. Verkið er fyrir sex dansara við tón- list eftir Chopin, Börbru Streisand, Franz Smith og MascagnU -HK mann Magnússon i hlutverkum sinum. Út úrmyrkrinu hefurvíðafarið Út úr myrkrinu er leiksýning sem vakið hefur athygli að und- anfórnu. Þar er fjallað um stórt vandamál í nútímaþjóðfélagi, eyöni, og fordóma þá sem sjúk- dómnum tengjast. Hefúr leiksýn- ingunni verið vel tekið en frum- sýning var í byrjun október i Norræna húsinu. Síðan hefur verið farið með sýninguna á vinnustaði og í skóla. Meðal þeirra staða sem heimsóttir hafa verið eru Akranes, Húsavík, Bakkafjöröur, Þórshöfn, Vopna- fjörður, Hvammstangi, Sauöár- krókur og Akureyri. Höfundur verksins og leikstjóri er Valgeir Skagfiörö. Leikarar eru Ingrid Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Steinn Ármann Magnússon. Sýningum lýkur um mánaðamót. Gleðigjaf- arnirásvið Leikrit Neils Simon hafa sum hver verið sett á svið í leikhúsum borgarinnar og virðast íslending- ar kunna vel að meta húmor Sim- ons sem er eitt vinsælasta leik- ritaskáld Bandaríkjanna. Nú standa yfir æfingar á Gleðigjöf- unum á vegum LR og og verður frumsýnt á stóra sviði Borgar- leikhússins í febrúar. Fjallar leik- ritið um tvo gamanleikara og skemmtikrafta sem komnir eru á efri ár. Um þýðingu og staöfærslu á leikritinu sá Gísli Rúnar Jóns- son og er hann einnig leikstjóri verksins. Aðalhlutverkin leika hinir snjöllu leikarar Árni Tryggvason og Bessi Bjamason. Æfingarhafnará Óperudraugnum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Út frá þeirri hefð, sem hefur skapast hjá Leikfélagi Akiu’eyrar að enda leikárið með söngva- verki, er ekki brugðið aö þessu sinni. Nú eru hafnar æfingar á Óperudraugnum eftir Ken Hill með söngperlum úr ýmsum fræg- um óperum eftir Offenbach, Doiúzetti, Verdi, Gounod, Weber og Mozart í þessu verki er mikið óperuspaug með dularfullu ívafi og ást og afbrýði er ekki langt undan. Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri. í hlutverkum leiks- ins er valinn maöur í hverju rúmi og má nefna Bergþór Pálsson, Mörtu G. Halldórsdóttir, Ragnar Daviðsson, Má Magnússon, Á- gústu Sigrúnu Ágústsdóttir, Mic- hael Jón Clarke, Aðalstein Berg- dal, Þráin Karlsson o.fl. Frum- sýning verður í lok mars. Útskríftamemar með Sinf óníunni Sigrún Grendal Jóhannesdóttir píanóleikari og Pálína Ámadóttir fiöluleikari leika með Sinfón- íuhljómsveit islands á tónleikum í kvöld í Háskólabíói. Em þetta burtfararprófstónleikar beggja Sigrún leikur einleik í konsert fyrir hljómsveit og píanó eftir Ravei og Pálína einleik i konsert fyrir hljómsveit og fiölu eftir Pag- anini. Sígrún og Pálina hafa báö- ar stundað nám í Tónlistarskó- lanum í Reykjavík. Stjómandi verður Bernharður Wilklnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.