Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 5 Fréttir Jón Steinar um málarekstur vegna verklagsreglna tryggingafélaganna: Oheppilegt en eðlilegar skýringar á drættinum - aöalatriðið að bætur fáist samkvæmt réttum mælikvarða „Þaö eru að hluta til eðlilegar skýr- ingar á þeim langa tíma sem það tek-' ur að afgreiða þessi mál í saman- burði við opinber mál. Það er nú reynt við Héraðsdóm Reykjavíkur að hraða opinberu málunum og það er í sjálfu sér til fyrirmyndar. Hins vegar er það alveg rétt að mörg þess- ara slysamála hafa tekið mjög langan tíma,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður. Frá því snemma á árinu 1992 hafa einstaklingar rekið mál á hendur tryggingafélögunum. Ástæðan er sú að í nóvember 1991 tóku tryggingafé- lögin upp nýjar verklagsreglur sem kveða á um uppgjör bóta vegna lík- amstjóns. Ef bótaþegi sættir sig hins vegar ekki við þessa afgreiðslu svara tryggingafélögin því til að hann skuh bíða í 3 ár og sanna síðan að hann hafi orðið fyrir því tjóni sem örorku- tjónsútreikningar segja til um. Þegar hafa nokkrir dómar gengið í málum sem þessum og hafa flestir þeirra fallið tjónþolum í vil. Rekstur einkamála gengur þannig fyrir sig að gefin er út stefna og mál- ið þingfest í kjölfarið. Að því búnu fær stefndi um tveggja mánaða frest til að skrifa greinargerð um máhð. Síðan fer máhð um þremur mánuð- um eftir þingfestingu í úthlutun til dómara. Þá er ekkert að vanbúnaði að reka máhð og flytja það og dæma það. „í þessum málaflokki hafa vátrygg- ingafélögin mótmælt því aö hefö- bundið örorkumat sé nægilega góöur mælikvarði á fjárhagslegt tjón. Þá hafa þau beðið um dómkvaðningu matsmanna, sem eru lögfræðingur og læknir, til að meta örorku tjón- þola og afleiðingar fyrir vinnuhæfni hans. Það er óneitanlega þannig að mál taka langan tíma ef matsmenn eru kvaddir til. Þetta hefur verið mýgrútur af málum, sami hópur sem hefur verið dómkvaddur í þetta og það hefur tekið marga mánuði að fá slíkar matsgerðir. Fyrst og fremst hefur þetta tafið málsmeðferðina,“ segir Jón Steinar. Hann segir að auðvitað sé þessi dráttur óheppilegur en þetta sé ásættanlegt því verið sé að reka mál- in eftir settum reglum. „Aðalatriðið fyrir tjónþolann er að fá sínar bætm- ákveðnar samkvæmt réttum mæh- kvarða en vissulega er bagalegt ef það tekur allt of langan tíma. Þetta er þó kannski ekki jafn langur frest- ur og við efra stigið ef dómum er áfrýjað. Þá byrjar nú fyrst biötími sem fer í ekki neitt. Vegna þess að éftir að mál er tilbúið í Hæstarétti líður hálft þriðja ár þar til það fæst flutt," segir Jón Steinar. -PP Fjöldi manns var i góðu veðri í Skálafelli um helgina og mynduðust stund- um biðraðir við skíðalyfturnar. DV-mynd ÞÖK Sakamál þriggja útlendinga afgreidd á 2-3 vikmn: Gæsluvardhaldstími og þjóðerni skipta máli - segir Friðgeir Bjömsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur „Við reynum aö taka tillit til þess að þegar útlendingar eiga í hlut eru þeir hér yfirleitt á hótelum og ekki í sínu heimalandi. Þess vegna er reynt að hraða afgreiðslu þeirra mála. Einnig ber að lita til þess að gæslu- varðhald Hohendingsins, sem var dæmdur fyrir skömmu, rann út sama dag. Yfirleitt er reynt að dæma í málum áður en gæsluvarðhald rennur út. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða útlendinga eða íslend- inga. Ef það tekst ekki þarf annað hvort að framlengja gæsluvarðhald- ið, setja sakboming í farbann eða sleppa honum," segir Friðgeir Bjömsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavikur. Nýverið hefur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málum þriggja útlendinga sem hafa verið teknir með fikniefni. Athygli vekur að að- eins hafa liðið um tvær til þrjár vik- ur frá þvi þeir hafa verið handteknir þar til dómur gengur í máh þeirra. í að minnsta kosti tveimur málanna gekk dómur sama dag og málin vom þingfest. Friðgeir segir einnig að það auð- veldi mjög meöferð þessara mála að hægt sé að ganga aö sakbomingum vísum á einum stað. Oft þurfi að leita að ákærðum mönniun úti um aht land til að færa þá fyrir dóminn. -PP FYRIRTÆKIASALAN \/A DCI A Síðumúli 15 • PállBergsson VAKjLA Simi812262 • Fax812539 Skyndibitastaður í Kringlunni 8-12 til sölu af sérstökum ástæðum. Gott tækifæri fyrir matargerðarfólk. Upplýsingar á skrifstofu okkar, Síðumúla 15, á skrifstofutíma. markt TOPP 40 I HVERRI VIKU íslenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stöðu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakviö athyglisveröa flytjendur og lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli kl. 16 og 19 er staöa laganha 40 svo t.' '5 kynnt á ný og þau endurflutt. y 60TT UTVARPI /. Bylgjunnar c _ YFirumsjón og handrit eru I hóndum Ágústs Héóinssonar, framkvaemd I hóndum starfsföiks DV en tæknivinnsla fyrir Otvarp er unnin af Þorsteinl Asgeirssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.