Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. ímynd landbúnaðaríns Þegar moldviðrinu vegna uppsagnar Arthúrs Björg- vins Bollasonar slotar má riija það upp að orsök þess máls er sú mynd af íslenskum landbúnaði sem dregin hefur verið upp í Ríkissjónvarpinu. Arthúr Björgvin skrifar bréf til formanns Stéttarsambands bænda til að koma því á framfæri að starfsmenn Sjónvarpsins hafi mestu skömm á „einhliða áróðri“ í svokölluðum heim- ildamyndum og þáttagerð um landbúnaðinn. Hvað sem líður skoðunum starfsmanna Sjónvarpsins þá er hitt rétt að mjög hefur hallað á bændastéttina í þeim dagskrám sem unnar hafa verið innan Sjónvarps- ins um stöðu landbúnaðarins, hlutverk hans í gegnum tíðina og það kerfisbákn sem landbúnaðurinn er hlekkj- aður í. Ríkisútvarpið er stofnun allra landsmanna. Þar skal gætt óhlutdrægni. Bændur geta með réttu gert þá kröfu til þessarar stofnunar og starfsmanna hennar að þeir njóti að minnsta kosti sannmælis og sjónvarpsskjárinn sé ekki notaður til að affiytja þann atvinnuveg með því að höggva sífellt í sama knérunn. Það eru gagnrýniverð vinnubrögð og jafnvel þeir sem vilja breyta landbúnaðar- stefnunni skilja það og viðurkenna að bændur og for- s varsmenn þeirra eiga að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Að þessu leyti á gagnrýni Arthúrs Björgvins rétt á sér. Ríkissjónvarpið hefur farið ofiari. Bændur mega einnig vita það að þeir eiga fleiri hauka í horni heldur en Arthúr Björgvin og skoðanabræður hans innan Sjónvarpsins. Sú gagnrýni, sem oftast er sett fram gagnvart landbúnaðarkerfmu, stafar ekki af óvild í garð bænda. Hún er málefiialeg andstaða við það fyrir- komulag sem ríkir varðandi landbúnaðarframleiðsluna. Bændur njóta vemdaðrar einokunar sem kostar neyt- endur og skattborgara milljarða króna og engum þarf að koma á óvart þótt það kerfi og það fjármagn standi í einhveijum. Allt báknið, styrkimir og nú síðast bamalegar deilur um innflutning á kalkúnafótum, kjuklingabringum og soðnu svínakjöti skaða ímynd landbúnaðarins og gera illt verra fyrir bændur. Þessi óumbeðna hagsmunagæsla stjómvalda er landbúnaðinum ekki til framdráttar. Það er þess vegna af hinu góða þegar ráðunautar land- búnaðarins setjast nú á rökstóla og ræða ímynd landbún- aðarins. í stað þess að sjá óvini á hverju götuhomi og í hverju skúmaskoti eiga þeir sem að landbúnaðarmálum vinna að líta í eigin barm og átta sig á að það kerfi sem þeir hafa ánetjast er þeirra versti óvinur. Með því að koma til móts við neytendur, slaka á klónni og bjóða auknu frjálsræði heim mun bændastéttin öðlast meiri skilning og verða betur í stakk búin til að mæta samkeppni og fjölbreytni í atvinnurekstrinum. Þá mun ekki standa á öðrum landsmönnum að veita þeim stuðn- ing í samkeppni við erlenda framleiðslu. Vandi bænda er sá að þeir hafa verið þrælar kerfis- ins. Þeir hafa alist upp við ofvemd og ofstjóm. Þeir hafa sig hvergi mátt hræra. Með því að varpa af sér okinu er enginn vafi á því að íslenska bændastéttin getur spjarað sig eins og aðrar stéttir. Það hafa bændur sýnt í gegnum aldimar að þeir em harðduglegir og útsjónarsamir við ræktun lands og búsmala og auðvitað hafa þeir hlutverki að gegna í ís- lensku samfélagi. Nú sem áður. ímynd bænda og ímynd landbúnaðarins er góð ef bændur fá frið og frelsi til að rækta sinn eigin garð. Ellert B. Schram „Aflabrestur á heimaslóð og verðfall hafa gripið okkar mikilvægasta atvinnuveg kverkataki," segir m.a. i grein Árna Ragnars. Fæddir í gær? Nýlokið er umræðu á Alþingi um atvinnuástandið. Eftir hana er öll- um sem á hlýddu ljósara en fyrr að stefna ríkisstjómarinnar horfir til heilla en stjómarandstaðan hef- ur lítið fram að færa. Vissulega hefur atvinnuleysi aukist, því miður, og úr því þarf að bæta. En er ástandið verra en í grannlöndunum? Nei - betra. Er atvinnuástandið í dag afleiðing ákvarðana ríkisstjómar á síðustu vikum - eða er orsaka að leita í úrræðaleysi síðustu ríkisstjómar? Það skyldi þó aldrei vera að erfið- leika skipasmíða hafi gætt fyrir kosningar - og þá þegar stefnt í gríðarlegan verkefnaskort og hrun? Jú - mikið rétt! Svavar Gestsson sagði að stefna núverandi ríkisstjómar væri að leggja skipasmíðaiðnað okkar í rúst. Hann var ráöherra í síðustu ríkisstjóm en hefur aldrei getað sýnt fram á að hún hafi nokkum skapaðan hlut gert til að bæta sam- keppnisstöðu innlendra skipa- smíða. Stjómvöld hafa einfaldlega ekkert gert í nærfellt áratug til að bregðast við vaxandi ríkisstyrkjum og niðurgreiðslum erlendra ríkja - fyrr en nú fyrir fáeinum vikum. En hann man ekki svo langt aftur ekki heldur samflokksmenn hans og framsóknarmenn sem fóra með forsæti síðustu ríkisstjórnar. Þeir eru kannski fæddir í gær? Forsjárhyggjumenn og einangrunarfíklar Af orðum stjómarandstæðinga er ljóst aö þar fara sanntrúaðir for- sjárhyggjumenn og einangrunarf- íklar. Gersneyddir skilningi á að- stæðum okkar íslendinga halda þeir því fram að eftirspurn eftir vinnuafli veröi búin til í ráðuneyt- um eða á Alþingi. Líkt og fyrr var sagt um skoðana- bræður þeirra hafa þeir ekkert lært og engu gleymt. Halda að við getum einangrast frá umheiminum, þurf- um ekki að búa við þau verð sem fást fyrir afurðir okkar - en getum Kjallarinn Árni Ragnar Árnason alþingism. Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi leikið að þau séu hærri. Halda að í ráðuneytum séu allir hugmynda- smiðir þjóðarinnar samankomnir en í atvinnulífinu aðeins hug- myndasnautt og frumkvæðislaust vinnuafl - „stóri bróðir“ verði að sjá fyrir öllu. Starfsskilyrði atvinnulífsins bætt Atvinnuástand okkar er ávallt háð fiskisæld og verðmætum af- urða á mörkuðum viðskiptaland- anna. Þorskafli okkar hefur aldrei verið minni. Markaðsverð ræðst af víxláhrifum framboðs og eftir- spurnar. Langvarandi samdráttur í efnahag umheimsins hefur skert lífskjör og minnkað eftirspum. Stóraukinn þorskafli í Barentshafi hefur aukið framboð á mikilvæg- ustu mörkuðum okkar. Aflabrest- ur á heimaslóö og verðfall hafa gripið okkar mikilvægasta at- vinnuveg kverkataki. Stefna og ráöstafanir ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar hafa verið fólgnar í því að bæta starfsskilyrði atvinnulífsins. Ekki í ríkis- atvinnurekstri, ekki í úthlutunar- aðgerðum né smáskammtalækn- ingum, ekki í efnahags-deyfilyfja- sprautum. Skattar á atvinnustarf- semi hafa veriö stórlækkaðir. Með hófsömum afskiptum af áhrifaöfl- um verðlags og efnahagskerfisins er verðbólga nú mjög lág og vextir hafa lækkað verulega. Efnahags- legur stöðugleiki er með því sem best þekkist. Á grundvelh þessa árangurs get- ur atvinnuiifið, fyrirtækin rétt úr kútnum, tekist á við ný og aukin viðfangsefni og við erlenda 'keppi- nauta. Evrópska efnahagssvæðið styrkir mjög samkeppnisstöðu ís- lenskra fýíirtækja í Evrópu og býð- ur ný sóknarfæri. Þegar áhrifa þessa fer að gæta mun atvinnulífiö styrkjast og eftirspurn eftir vinnu- afli vaxa á ný. Til að efla þá við- leitni og greiða götu framfara hafa fjárveitingar til vísinda, rannsókna og þróunar verið auknar og ísland gerst aðili aö slíkum verkefnum Evrópusambandsins. Stjómvöld hafa gert sitt með löggjöf, skatta- lækkunum og fiárveitingum til al- mennra verkefna og samningum við önnur ríki. Árni Ragnar Árnason „Evrópska efnahagssvæðið styrkir mjög samkeppnisaðstöðu íslenskra fyr- irtækja í Evropu og býður ný sóknar- færi. Þegar áhrifa þessa fer að gæta mun atvinnulífið styrkjast og eftir- spurn eftir vinnuafli vaxa á ný.“ Skoðanir aimarra Vinnufriður í landbúnaðarmálum „Deila sú, sem staðiö hefur á milli sfiórnarflokk- anna um forræði á innflutningi landbúnaöarafurða, hefur staðið nær ár, og mönnum er í fersku minni þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra sendi þingið heim í maí á síðasta ári, áður en þingviljinn hafði komið fram í þessu máli. Sú ákvörðun er vegna þess að upplausn var í sfiómarflokkunum í málinu... Vonandi kemst á vinnufriður í landbúnaðarmálun- um á næstu mánuðum, en þann tíma þarf að nýta vel til stefnumótunar í landbúnaðarmálum á breið- um grundvelli." Úr forystugrein Tímans 5. febr. (Jppsveifla vestanhafs vekur bjartsýni „Þótt viö íslendingar munum enn um sinn búa við miklar takmarkanir á þorskveiðum og þótt vandi sjávarútvegsfyrirtækja og annarra fyrirtækja sé gríðarlegur og þar með taphætta bankanna, er efna- hagsstaðan í Bandaríkjunum með þeim hætti, að hlýtur að vekja bjartsýni hér. Morgunblaðiö hefur margsinnis bent á það á undanfómum ámm, að efna- hagsleg uppsveifla vestan hafs sé ein af forsendunum fyrir því, að við náum okkur á strik. Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 6. febr. Innflutningsbann „Það er lýsandi fyrir ástandið á sfiómarheimilinu þegar kemur að landbúnaðarmálum, að þessi stefnu- mörkun felst ekki í framtíðarsýn um hvemig bezt er að undirbúa íslenskan landbúnað fyrir sam- keppni, sem hann mun mæta vegna alþjóðasamninga sem íslendingar hafa gert. Eftir rúmlega vikulangt rifrildi, sem varð að kalla forsætisráðherra til að leysa, felst stefnumörkunin í því að áfram verði í ellefu mánuði bannað að flyfia inn kjöt, mjólk, egg og aðrar hefðbundnar landbúnaðaraftirðir.“ Úr forystugrein Pressunnar 3. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.