Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Page 13
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 13 Neytendur Hagkaups- og Bónusverslanimar famar að selja olíu: Bónus útilokar ekki bensínsölu - hræðumst ekki aukna samkeppni, segir forstjóri Skeljungs „Við útilokum alls ekki að við fór- um út í sölu á bensíni. Bensínmark- aðurinn gefur ákveðið svigrúm. Það er ekki sanngjamt að Reykvíkingar. borgi það sama fyrir bensínið og fólk- ið í Neskaupstað, þ.e. að Reykvíking- ar borgi fyrir flutninginn þangað. Þetta mál er í alvarlegri athugun hjá okkur,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannes- son, framkvæmdastjóri Bónuss, í sámtali við DV. Gífurleg samkeppni ríkir nú í sölu á olíu eftir að Hagkaup og Bónus hófu að selja hana í verslunum sín- um. Hagkaup reið á vaðið og bauð fjölþykktarolíu frá Texaco og Pennzoil í Bandaríkjunum 40% ódýr- ari en olíufélögin og Bónus sigldi í kjölfarið og bauð Mobil super olíu á 20% lægra verði en Hagkaup. „Viö sáum þarna möguleika á að bjóða ódýrari vöru og slógum til,“ sagði Jón Ásgeir. 0,946 lítrar af ol- íunni í Bónusi kosta 129 kr. þegar olían í Hagkaupi, sem seld er í 0,970 lítra umbúðum, kostar 155 kr. Lítr- inn af sams konar olíu og fæst í Hag- kaupi kostar 222 kr. hjá Esso, 285 kr. hjá Skeljungi og 290 kr. hjá Olis. „Við höfum einnig hafið sölu á VD40 ryðvamarefni og seljum 350 300 250 200 ~r 150 100 50 - - ■ Hvað kostar olíulítrinn? Bónus Hagkaup Esso Skeljungur Olís 500 Hvað kostar ryðvarnarefni? Bónus Olís Skeljungur Esso Tvær matvöruverslanir, Hagkaup og Bónus, bjóða nú olíufélögunum birginn með því að selja smurolíu, ryðvarnarefni og rúðuvökva. DV-mynd BG ml af því á 189 kr. þegar Esso selur sama magn á 483 krónur, eða rúm- lega 60% dýrara,“ sagði Jón Ásgeir. Efnið er bæði ryðleysir og ryðvari og má nota á bíla, vélar og tæki. í meðfylgjandi grafi sýnum við verðmuninn á ohu og ryðvamarefni. Þar sem ryðvamarefnið fékkst ekki í réttri umbúðastærð hjá Ohs um- reiknuðum við magnið til að fá sam- bærilega tölu en þar fékkst það að- eins í 255 ml umbúöum á 300 kr. Hræðumst ekki samkeppni „Ég er ekki hræddur við þessa sam- keppni, þetta er okkar fag,“ sagði Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs, í samtah við DV. Aðspurður hvort álagningin væri ekki alltof há hjá olíufélögunum fyrst hægt væri að fara svona niður í verði sagði hann svo ekki vera. „Þessar verslan- ir em e.t.v. að selja olíu á 1-2 stöðum. Ohufélögin eru með bensínstöðvar úti um allt land. Því fylgir kostnað- ur. Einnig eru þau með stóran lager og þjónusta viðskiptavini sína með vöruna. Því fylgir einnig mikill kostnaður að farga olíunni. Ég er ekki viss um að þessir ágætu nýju samkeppnisaðilar okkar hafi hugsað út í það,“ sagöi Kristinn. Einar Benediktsson, forstjóri Ohs, sagðist ekkert hafa um þetta að segja þar sem hér ríkti frjáls samkeppni. „Við vitum hins vegar ekki hvort hér er um sambærilega vöra að ræða eða hver verðmyndunarforsenda þess- ara aðila er. Þeir eru e.t.v. að tala um mjög takmarkað magn og litla dreifingu.“ Geir Magnússon, for- stjóri Esso, taldi þetta ekkert nýtt. „Ohufélagið hafði smurolíu á brús- um til sölu í Miklagarði árum saman við htinn árangur og ef þú ferð inn á smurstöð frá okkur nú færðu sam- bærilega ohu á 136 kr. htrann, setta á bíhnn." Enginn forstjóranna treysti sér til að svara því hvort þessi aukna samkeppni myndi leiða til lækkunar á þeirra ohuverði. Það yrði skoðað næstu daga. -ingo 10-10 sendir heim Við fengum þau svör í 10-10 verslununum í Hraunbæ og Norðurbrún fyrir skömmu að þær byðu ekki upp á heimsend- ingarþjónustu. Forráðamenn þessara verslana hringdu og vildu leiðrétta þetta. „Við tökum við pöntunum allan daginn og keyrum vörarnar yfirleitt út á milh klukkan 16 og 17. Ef ein- hverjum liggur á fær hann vör- una strax,“ sagði Ólafur viö Norðurbrún. Ásta í Hraunbæ sagðist taka við pöntunum í síma og vera að keyra út af og til allan daginn. „Við tökum 260 krónur fyrir en þetta er ekki mikið not- aö." Matarskatts- lækkunin skilar sér í nýjasta hefti Vinnunnar, tíma- ríti ASÍ, segir að lækkun matar- skattsins um áramót hafi skilað sér í lækkuðu vöraverði eins og til var ætlast. Til þess benda verðkannanir sem gerðar voru í janúar og útreikningar Hagstof- unnar á framfærsluvísitölunni sem er 3,8% lægri nú en í nóv- ember. Miðað var við að lækkun á matarskattinum skilaði 4,5% lækkun á matarverði. Aðeins var kannað verð á þeim vörum sem virðisaukaskatturinn var lækk- aður á um áramótin en á móti þeirri lækkun komu í einhveijum tilfellum hækkuð vörugjöld. Gos í ferm- inguna Til okkar hringdi kona sem vildi vara fólk viö sem hefur hug á að halda fermingarveisluna á hóteh og kaupa þar kaffimeðlæt- ið. „Ég áttaði mig ekki á því þegar ég keypti kaffihlaðborð fyrir 70 manns á hóteli hér í bænum aö gosið væri ekki innífalið í verð- inu, Seinna fékk ég 20 þúsund króna reikning sendan heim fyrir gosinu því hvert glas kostaði 100 krónur aukalega.“ Konunni fannst þetta ósann- gjarnt þar sem þetta hefði ekki verið tekið fram þegar hún pant- aði í veisluna. „Þama er verið að koma aftan að fólki. Það bættist töluvert viö þá upphæð sem ég reiknaði með að greiða.“ -ingo Athugasemd við frétt Stöðvar 2 Vegna fréttar Stöðvar 2 í 19:19 á þriðjudag um ohuinnflutning og sölu Hagkaups á ohu frá Pennzoil vill umboðsaðih Pennzoil, Ingvar Örn Karlsson, taka eftirfarandi fram: „Þar var staðhæft að olían yrði 30-40% ódýrari en ohufélögin bjóða sömu ohu á. Það er ekki rétt, við bjóð- um hana á 146 krónur lítrann en Hagkaup býður 0,946 lítra á 147 krón- ur. Þannig að við bjóðum upp á meira magn í brúsa ódýrara en Hagkaup. Stefna okkar hefur verið sú að bjóða ódýrari þjónustu og ohu en olíufélög- in. Við höfum boðið 30-40% ódýrari smurþjónustu en olíufélögin hafa boðið.“ -ingo 1 og bólstraður skrifborðsstóll fyrir börn og unglinga á aðeins kr. Húsgagnahöllin BILDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVHC - SIMI 91-681199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.