Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrír hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. _____________________________________________________ Ritstjórn - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Símí 632700 Frjálst,6háð dagblað FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994. Harður árekstur: Tvennt á slysadeild Tveir bílar skullu saman í Skip- holti á sjöunda tímanum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að flytja þurfti ökumenn beggja bílanna, konu og karl, á slysadeild. Báðir bílarnir voru fluttir af vettvangi með dráttarbíl. Óhappið varð þannig að annar bíl- anna ók út af bílaplani í veg fyrir hinn með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum á slysa- deild fékk annar ökumannanna að fara heim að skoðun lokinni en hinn var lagður inn yfir nótt til eftirlits vegnahöfuðhöggs. -pp Staðnir aðverki Næturvöröur hjá ullarvörufyrir- tækinu ístex handsamaði innbrots- þjóf hjá fyrirtækinu í nótt. Þjófamir voru tveir á ferð, annar 27 ára og hinn 21 árs, og komst annar þeirra undan á hlaupum. Hann var hand- tekinn stuttu seinna þegar lögregla kom á vettvang. Báðir gista þeir nú fangageymslur. Annar þeirra hefur margoft komið viðsögulögreglu. -pp Sjómaður fyrirborð Sjómann á sjötugsaldri, Kristin Finnsson, tók út af smábát þegar hann var við veiðar um 12 mílur út af Akranesi á þriðjudag. Kristinn flæktist í netatrossu og var það félagi hans, Símon Símonar- son, sem bjargaði honum um borð en Kristni gekk erflðlega að komast úr sjónum. Þeir félagar sigldu til lands þar sem Kristinn gekkst undir læknisskoöun og fékk hann aö fara heimaðhennilokinni. -pp Steingrímur Njálsson: Fundinn Lögreglan í Reykjavík fann í gær- kvöldi Steingrím Njálsson. Leit hófst að Steingrími í kjölfar þess að hann mætti ekki í réttarhald vegna ákæru í þjófnaðar- og ölvunarakstursmáli sem Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur til meðferðar gegn honum. Steingrímur fannst í húsi við Suð- urlandsveg, austan Eliiðavatns. Höföu lögreglu borist vísbendingar um að þar væri hann að finna. Hann gisti fangageymslu í morgun. _pp TogararaUið haL&iað: Kemur a ovart hvemikiðeraf tveggja ára þorski Togararall Hafrannsóknastofn- unar er nú hálfhað. Það hófst á fimmtudag í síðustu viku ogstend- ur í um það bil tvær vikur, að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Haf- rannsóknastofnunar. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk frá þremur af þossum fimm togurum í rallinu, kemur þaö mest á óvart hve mikið hefur orðið vart við tveggja ára þorsk út af Norðurlandi, Eins og flestir muna var talið aö nýliðun ársins 1992 heíði verið mjög léleg. Þetta gæti bent til annars. Einnig verður mik- ið vart við eins árs þorsk á svæð- inu. Það kemur ekki á óvart þar sem nýliðunin í fyrra var sögð betri en í meðallagi. Sjómenn, sem hafa verið á mið- um út af Norðurlandi og DV ræddi við í gær, segja að ástand sjávar sé mjög gott á þessum uppeldisstöðv- um þorksins. Sjórinn hefur verið um fjögurra gráða heitur að undan- fömu og mikið æti í honum. Útkoman það sem af er á Aust- fjarðamiðum er sögð góð, betri en menn áttu von á. Aftur á móti hef- ur útkoman á Breiðafirði verið lak- ari en búist var við. Menn áttu von á góðri útkomu þar vegna þess hve afli vertíðarbáta á svæðinu hefur verið og er enn góður. Það hefur stundum verið gagnrýnt, varðandi togararallið, að fara með botntroll í Breiöaflörðinri í mars. Þá sé fisk- urinn uppi en liggi ekki við botn auk þess sem bátaflotinn leggi net sín á bestu slóðina. Við fengum ekki upplýsingar um gang mála á norðaustursvæðinu né út af Suðurlandi. Það ber einnig að taka með í reikninginn að tog- ararallið er bara hálfnað og engar niðurstöður liggja því fyrir. Bráðabirgðaniðurstaðan úr tog- ararallinu mun liggja fyrir tveimur til þremur vikum eftir að því lýk- ur, að sögn Jakobs Jakobssonar, Það er ekki nema hluti þeirra upp- lýsinga sem stuðst er við þegar ráð- gjöf um veiðar næsta kvótaárs verður lögð fram. -S.dór Sögur eru þegar farnar að berast i smásagnasamkeppnina um íslandsævintýri Tígra sem Krakkaklúbbur DV stend- ur fyrir. Þátttakendur eiga að semja sögur um ferðalag Tígra, lukkudýrs Krakkaklúbbsins, um einhvern stað á íslandi og þau ævintýri sem hann lendir í, hámark þrjár blaðsíður. Allir sem verða með fá verðlaun, Tígrablýant og leikjabók krakkaklúbbsins. 50 sögur verða síðan valdar í sérstaka bók en dregiö verður meðal höfunda þeirra um vegleg verðlaun. Á myndinni eru tvær stúlkur að skrá sig í keppnina í Tígrahorninu i Kringlunni sem opið verður fram á laugardag. Skilafrestur í keppninni er til 23. apríl. DV-mynd Brynjar Gauti Frakkland: Opnað fyrir ferskfisk „Ég var að fá formlegt skeyti í hendur frá frönskum heilbrigðisyfir- völdum um að innflutningur á fersk- um fiski frá íslandi væri heimiiað- ur,“ sagði Elísabet Óskarsdóttir hjá Unipesche í Bolougne í Frakklandi í samtali við DV í morgun. Frá því á mánudag hefur óformlegt leyfi gilt fyrir innflutningi á ferskum fiski eða eins og Elísabet orðaði það: „Starfsmenn tofla- og heilbrigðiseft- irlits hafa bara lokað augunum þegar þeir hafa séð ferskan fisk.“ Innflutningur á frystum fiski er enn undir ströngu eftirhti Frakka, að sögn Níelsar Guðmundssonar hjá Icelandic Seafood í Bolougne. Níels sagði að þó kæmu hindranir misjafn- leganiðuráfyrirtækjum. -bjb Bræla hamlar loðnuveiðum „Það er bræla á miðunum og ekki útiit fyrir veður í dag til veiða. Flest skipin stefna nú á Faxaflóann og mörg eru á leiöinni þangað að aust- an. Torfan út af Suðurlandi er búin eða of dreifð og út af Vestfjörðum gefur svo sjaldan veður. ÆtU menn þjarki ekki í þessu fram að pásk- um,“ segir Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem í morgun var á leið í Faxaflóann eftir löndun á Seyð- isfirði. Um 100 þúsund tonn eru eftir af loðnukvóta íslendinga og önnur 100 þúsund tonn af kvóta Grænlendinga. Ekki er talið líklegt að það náist að veiða upp í grænlenska kvótann fyr- irvertíðarlok. -kaa Kópavogur: Bygging við Engihjalla endurskoðuð Bæjarstjórn Kópavogs hefur sam- þykkt aðalskipulag bæjarins 1992- 2012 þó að tillögu um byggingu versl- unarmiðstöðvar og íbúða fyrir aldr- aða á byggingarreit númer sex við Engihjalla hafi verið frestað. Tillagan verður endurskoðuð hjá bæjarskipulagi Kópavogs þar sem tæplega 700 af um 1200 íbúum höfðu skilað inn mótmælum áður en frest- ur rann út nýlega. Amór L. Pálsson bæjarfulltrúi og Sigurður Geirdal bæjarstjóri hafa lýst þvi yfir að endurskoðun tillög- unnar jafngildi því að ekki verði byggt á svæðinu. -GHS LOKI Má ekki láta þá prjóna í tugthúsinu? Veðriðámorgun: Víða skaf- renningur Á morgun gengur í nokkuð hvassa norðaustanátt. Snjókoma framan af degi á Suðaustur- og Austurlandi og einnig norðan- lands þegar líður á daginn. É1 á Vestfjörðum en suðvestan til verður þurrt. Skafrenningur víða um landið. Sums staðar frostlaust á suðausturhominu en annars 1-3 stiga frost. Veðrið í dag er á bls. 44 ÞREFALDUR1. vinningur Flexello Vagn- og húsgagnahjól Poiifeeti Suðurlandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.