Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Skemmdarverk í niðumíddri skemmu 1 Hafnarfirði: 5 Fréttir Verðmæt gögn úr dánar- búi Vilmundar eyðilögð Persónulegir munir Vilmundar heitins Gylfasonar liggja eins og hrá- viði út um allt á röku gólfi niður- níddrar vöruskemmu í Hafnafirði. Allar rúður skemmunnar eru brotn- ar og virðast unglingar hafa stytt sér stundir við að brjóta allt og bramla innandyra, þar á meðal dánarbú Vil- mundar. Bréf, póstkort, skjöl, ræður, blaða- úrklippur, fiölskyldumyndir og per- sónulegar hugleiðingar Vilmundar bggja innan um glerbrot eftir skemmdarvargana. Innanum eru bréf og skjöl sem stíluð eru á tengda- fóður Vilmundar, Bjarna heitinn Benediktsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Minningarkort um son Vilmundar, sem fórst í eldsvoða á Þingvöllum með afa sínum og ömmu 1970, liggja á gólfmu úttröðkuð, rifm og tætt. í vöruskemmunni var á árum áður starfrækt vélsmiðjan Börkur. Fyrir nokkru festi Páb G. Jónsson í Polar- is kaup á húsinu og þar hugðist hann stunda pökkun á vatni til útflutn- ings. Ekkert hefur hins vegar orðið af vatnsútflutningnum og skemman því staðið auð undanfarin misseri. Allar rúður hafa nú verið brotnar og hluti þaks er hruninn. Ljóst er að það mun kosta tugi mibjóna króna að endurbyggja vöru- skemmuna og lagfæra. Það tjón sem unniö hefur verið á dánarbúi Vil- mundar verður hins vegar ekki bætt. Heimildir um tvo merka stjórnmála- leiðtoga kunna enn fremur að hafa tapast. Þegar DV skýrði Þorsteini Gylfa- syni, bróður Vilmundar, frá ásig- komulagi dánarbúsins síðdegis í gær Qkuskóli Islands Skemmdarvargar hafa brotið og bramlað, tætt og rifið skjöl og persónulega muni úr dánarbúi Vilmundar Gylfasonar sem hefur verið í geymslu í Hafnar- firði. DV-mynd ÞÖK kvaðst hann ætla að ganga strax i vita hvernig dánarbúið hafnaði í mábð. Aðspurður kvaðst hann ekki vöruskemmunni. -kaa VerkfaU meinatækna: Starfsemi spítalanna hálf lömuð Starfsemi Landspítalans er hálflömuð vegna verkfalls meina- tækna. Abar blóðrannsóknir eru í lágmarki og er einungis bráðveikum og minniháttar aðgerðum sinnt. Starfsemi lyflækningadebdar og handlækningadeildar á Landspítal- anum bggur niðri en hjartaaögerðir eru gerðar samkvæmt áætlun. Bið- bstar lengjast sífellt. Jóhannes Pálmason, forstjóri Borgarspitalans, segir að ástandið þar sé erfitt og fari versnandi. Borg- arspítahnn á bráðavakt um helgina og veröur það prófsteinná starfsem- ina. Haldið verður áfram að sinna bráðaþjónustu enn um sinn. Engum deildum þefur verið lokað. -GHS Námskeiö til undirbúnings auknum ökuréttindum hefjast 14. apríl. Innritun stendur yfir. Ökuskóli íslands hf. Dugguvogi 2 - s. 683841 Geymið auglýsinguna eru ekki margir sem geta boðið jafn fullkomna eldhúsinnréttingu (og þá meinum við FULLKOMNA) fyrir þetta verð. Hvítlakkaðar hurðir. Ljósalistar og sýnilegar úthliðar úr beyki eða annarri viðartegund. KAM innréttingar eru alíslensk framleiðsla. Sjón er sögu ríkari. Líttu við í sýningarsal okkar, úrvalið kemur þér á óvart. METRO mögnuö verslun í mjódd Álfabakka 16 @ 670050

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.