Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 9. APRlL 1994 21 Tökur á sjónvarpsþáttunum „Skandinavia!'' langt komnar: Gaman að sj á landið sitt með útlendum augum - segir Valgeir Guðjónsson „Þetta er hreint ævintýri því það er svo gaman að sjá landið sitt með út- lendum augum. Þarna eru á ferðinni toppmenn í kvikmyndagerð sem hrífast af öðru en við höldum að muni hrífa þá. Erindi þeirra hingað að þessu sinni var að ná vetrarmynd- um. Það var eins og við manninn mælt, snjór var nógur og við fengum dásamlega fallega sólardaga. Það hefur hvílt mikið lán yfir þessum tökum því að við höfum verið fund- vís á gott efni og veðrið hefur leikið viö okkur.“ Þetta sagði Valgeir Guðjónsson þegar DV spurði hann um ferðir bandarískra kvikmyndatökumanna, sem voru hér á landi nýverið til að festa á filmu það markvert sem fyrir augu bar. Hópurinn vinnur að gerð sjónvarpsþátta um Norðurlöndin fimm sem hlotið hafa heitið „Skand- inavia!“. Þeir verða sýndir á PBS (Public Broadcasting Service) sjón- varpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Þetta er net 300 stöðva, sem nær yfir öU Bandaríkin og alla þéttbýlustu staði Kanada að auki. Þættimir verða sýndir á svæði sem um 300 milljónir fólks byggja. Þeir verða lík- lega 15 talsins og hver þeirra verður sýndur 3-4 sinnum á öUum stöðvun- um. Þegar aUt kemur saman verður því um að ræða 12-15 þúsund sýning- ar á þáttunum. Gert er ráð fyrir að ísland sé með fimmta hluta og er um að ræða samfellda sýningu, eingöngu á íslandsefni, í 40 sólarhringa. Kynnir þáttanna mun ekki spiUa fyrir vinsældum þeirra. Hann er Walter Cronkite, einn frægasti sjón- varpsmaður Bandaríkjanna. Hann er löngu löggilt gamalmenni, 77 ára, en er feiknarlega eftirsóttur og vísar níu verkefnum af hverjum tíu frá sér, að sögn Valgeirs. Furðuspurningar Aðspurður um tilurð þessara þátta sagði Valgeir að þar væri á ferðinni svolítið skondin saga. Þegar banda- rísk kona, sem starfaði sem ráðgjafi í ferðaiðnaðinum í Danmörku, sneri heim til Bandaríkjanna, fór hún að fá aUs kyns furðuspurningar um Norðurlöndin. Hún fékk þá hug- mynd að svara þeim með stórvirkum hætti. Henni og þeim sem með henni vinna tókst það sem hefur verið reynt áður en ekki gengið, að koma slíkri þáttagerð af stað. Og það sem meira er, nú sér fyrir endann á gerð þeirra. Valgeir á stóran hlut að þáttagerð- inni því að hann er framleiðandi á íslandi, auk þess sem hann sér um tónhstina. „Þetta atvikaðist þannig að ég hafði samband við þetta fólk til að athuga hvort það gæti notað tónlist eftir mig,“ sagði hann. „Við Eyþór Gunn- arsson erum að gera tónlist á banda- rískum samningi og mér datt í hug að þetta gæti verið vettvangur tU að koma þeirri tónUst á framfæri. Þeir voru að leita að einhverjum fil að halda utan um verkið hér heima. Þegar ég var búinn að segja þeim hvað ég hefði fengist við og hverju ég hefði komið nálægt þá fannst þeim aö ég hlyti að vera maðurinn. Ég hreppti því bæði hnossin." Þrungið viðfangsefnum Hópurinn hefur nú að mestu lokið tökum á hinum Norðurlöndunum, en á eftir að vinna talsvert hér. Hann hefur farið víða um land. Mikið hefur verið tekið í Reykjavík og nágrenni. farið var austur í Vík, á ÞingvelU, í Borgarfjörð, norður í Skagafjörð, að Mývatni, að Kleifarvatni, svo eitt- hvað sé nefnt. Síðan bíða ýmsir stað- ir og viðfangsefni vors og sumars. „Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að ísland væri svona þrungið af við- fangsefnum," sagði Valgeir. „En mér sýnist að með hæfilegri hlutdrægni þá túlki ég það sem svo að þeim þyki hvergi hetra að vera en hér.“ Við Norðurá i Borgarfirði. Það var víða komið við á ferðum bandaríska hópsins um landið. Hér er Valgeir staddur á þaki Perlunnar ásamt einum kvikmyndatökumannanna. Við tökur að Varmalæk i Skagafirði. Milli tveggja myndatökumanna standa hjónin Sólveig Einarsdóttir og Björn Sveinsson ásamt þrem sonum sínum. Gert er ráð fyrir að kvikmynda- tökumennimir komi einu sinni eða tvisvar enn nú í sumarbyijun. Tök- um mun ljúka upp úr mánaðamótum júní-júU ef áætlanir standast. „Ef allt heldur sem horfir munu þættirnir verða frumsýndir upp úr jólum, sem mér er sagt að sé ákjósan- legasti tími til að sýna slíkt efni. All- ar stöðvarnar munu sýna þá á mis- munandi tíma og það verður gert heilmikið í kringum þær sýningar til að vekja athygli á efninu. Það má því búast við að þetta hafi í fór með sér ómælda landkynningu," sagði Val- geir. „Þarna er ekki verið að bregða upp glansmynd af þessum löndum, en heldur ekki að toga fram neitt neikvætt. í þessum þáttum er verið að reyna að fanga þessar þjóðir eins ogþærkomafyrir." -JSS FERÐIR ALLA MÁNUDAGA Auglýsingar og upplýsingar um allt það helsta sem er á boðstólum í ferðamöguleikum innanlands sem utan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.