Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 33 Beið í 10 klukkustundir hjá látnum eiginmanni sínum við ömurlegar aðstaeður eftir vélsleðaslys: Hjálpar mér mikið að talaum atbxu'ðinn - segir Guðbjörg Stefánsdóttir sem nú jafnar sig eftir hörmulega lífsreynslu fyrir 2 vikum Pétur Pétuisson, DV, Isafirði: „Fyrst ég fór ekki um leið og hann dó þá var ég ákveðin í að þrauka eins lengi og ég gæti barnanna minna vegna og annarra. Ég gerði allt sem ég gat til að halda á mér hita því ég blotnaði í ánni og snjór- inn var mjög blautur. Eftir því sem leið á daginn kólnaði meira og meira en eins og ég segi þá varð ég aldrei hrædd þannig að ég hef fengið einhvern trúarlegan kraft,“ segir Guðbjörg Stefánsdóttir sem bjargaðist eftir að hún lenti í vél- sleðaslysi á milli Skálavíkur og Bolungarvíkur fyrir tveimur vik- um. Þegar slysið varð var hún á vélsleða með manni sínum, Gunn- ari Leóssyni, og lést hann sam- stundis. Guðbjörg þurfti hins vegar að bíða í um 10 tíma, með brákaðan lærlegg, skorin á hendi og með áverka á fótum og höfði, við ömur- legar aðstæður, og maður hennar látinn við hlið hennar. Gunnar og Guðbjörg höfðu verið i sumarbústaö sínum í Skálavík ásamt öðrum hjónum sem höfðu verið í sínum bústað. Þau höfðu ætlað í samfloti heim á sunnudag- inn en samferðakona þeirra varð lasin og vinafólk þeirra ákvað því að fara um morguninn þá 15 kíló- metra leið sem er á milli Skálavík- ur og Bolungarvíkur. „Ég þakka Guðs kralti lífgjöfina. Ég get ekki þakkað öðrum hana. Hann hefur ekki ætlað mér að deyja núna heldur ætlað mér að lifa einhver ár í viðbót.“ DV-myndir Gunnar V. Andrésson Útför Gunnars heitins Leóssonar fór fram í Hólskirkju í Bolungarvík siðastliðinn miðvikudag. Var mikið fjöl- menni við athöfnina sem var útvarpað í ráðhúsið þar sem kirkjan rúmaði ekki nema hluta þeirra sem vildu fylgja Gunnari heitnum til grafar. Gunnar og Guðbjörg lögðu svo af stað heimleiðis rétt fyrir klukkan 12 á hádegi. Yfirleitt er hægt að fara leiðina úr Skálavík til Bolung- arvíkur á innan við 15 mínútum en í þetta skiptið var færðin mjög slæm. Mjög blint var og blautur kafaldsnjór. Gunnar hafði kvartað undan því að sleðinn væri erfiður í stýri en þau voru á dráttarsleða, sem er frekar þungur, og með kerrusleða aftan í honum. Þau stoppuðu því til að ganga úr skugga um hvort eitthvað væri að en svo var ekki. í lausu lofti „Við héldum því áfram þarna en ég fann að það var erfitt fyrir Gunnar að stjórna sleðanum," heldur Guðbjörg áfram. „Hann leit- aði alltaf niður á við en viö ókum í halla. Eins og ég segi var skyggn- ið ekkert. Svo fann ég allt í einu að við vorum í lausu lofti. Það var svo dimmt að við sáum ekki hvert við fórum en ég bara fann að við duttum niður. Við höfðum keyrt beint í hættuna og niður í holu sem var opin.“ Holan sem hún talar um er hátt í átta metra djúp og-aðeins nokk- urra metra breið. Þrjár hliöar hennar eru þverhníptar en aflíð- andi brekka á eina hliðina. Eftir botni hennar rennur á sem er vatnslítil á veturna. „Þegar ég kom tO sjálfrar mín stóð ég í ánni og var fóst á milli vélsleðans og aftanísleðans, með fæturna í ánni. Ég fann undireins mikið til. Gunnar var dálítið í burtu en mér tókst að ná í fótinn á honum. Það fyrsta sem ég man eftir að ég gerði var að taka í fótinn á honum, hrista hann til og kalla og kaila. En fótur- inn var máttlaus og hinn fóturinn var niðri í ánni. Mér fannst ég svo föst fyrst að ég hélt að mér tækist ekki að komast upp. Nú veit ég að Guð hefur gefið mér kraft til þess að forða mér frá því að fá sjokk og verða hrædd þannig að mér tókst í rólegheitum að koma mér upp úr ánni og mjaka mér upp á rassinum. Svo gat ég skriðið eftir árbakkan- um til Gunnars. Hann var í vél- sleðagalla og hettan hafði falhð yfir andlitið á honum. Ég náði að rétta út höndina og taka hettuna frá and- litinu og sá strax að hann var dá- inn. Það voru öll dauðamerki kom- in á hann. Þá vissi ég að ég gat ekkert gert fyrir hann og setti hett- una aftur yfir höfuðið á honum. Hjálmurinn hans lá úti í ánni,“ seg- ir Guðbjörg. Gunnar heitinn var vanur úti- veru og hafði farið þessa leið mjög oft, þekkti hana reyndar eins og lófann á sér. Um tíma var hann formaður björgunarsveitarinnar í Bolungarvík og að sögn vina og eiginkonu mjög varkár. Hins vegar voru aðstæður mjög slæmar þegar slysið átti sér stað. „Ég hugsaði um að ég yrði að komast á fætur og fara til byggða og ná í hjálp. Ég gat hins vegar ekki stigið í fæturna þannig að ég varð að skríða. Þegar ég var komin upp gat ég gert byrgi sem ég gat staðið við og ætlaði að reyna að standa í fótinn. Ég fann að það gaf eitthvað eftir í mjöðminni og fótur- inn var eitthvað svo laus þannig að ég datt út á hhð. Þá er það búið, hugsaði ég. Ég velti því fyrir mér hvemig ég gæti komist áfram en sá að það var ekki hægt. Eina hugs- unin var hvernig ég gæti haldið líf- inu í sjálfri mér,“ segir Guðbjörg. Ömurlegar aðstæður Eins og fyrr sagði voru aðstæður ömurlegar á slysstað - Guðbjörg slösuð, maður hennar látinn, hún blaut og rennblaut slyddan gaf henni engin grið. Hún vonaðist til þess að vinafólk hennar myndi sakna hennar fljótlega þótt það hefði komið fyrir áður að hún og Gunnar hefðu lengt dvöl sína í Skálavík án þess að láta vita af sér. Þau áttu þar tvo sumarbústaði og unnu að uppbyggingu þess þriðja sem var gamalt eyðibýli. Hafði Gunnar varið til þess flestum fri- stundum sínum seinustu árin. Guðbjörg segir að þetta hafi verið draumahúsið þeirra og var þetta fyrsta nóttin sem þau sváfu þar og jafnframt síðasta nóttin sem Gunn- ar lifði. „Ég reyndi að gera mér stærra byrgi þannig að ég gæti legið undir eins konar skjólvegg. Ég velti mér til og frá og sópaði að mér snjó í þeim tilgangi. Við þetta dundaði ég eftir því sem ég gat. Síðan var ég að berja mér og hossa mér til hita eins og ég gat því ekki gat ég stað- ið. Ég gat hins vegar hreyft mig á fjórum fótum. Um klukkan flmm var ég orðin svo syfjuð og skrýtin að ég ákvað að syngja. Það var bara ósjálfrátt sem ég byrjaði að syngja Jesú bróð- ir besti og síðan einhveijar vísur. Svo hélt ég áfram að stækka byrgið mitt eins og ég gat. Klukkan varð 6 og 7 og alltaf var ég að hlusta eft- ir sleðum. Einhvern tímann um daginn skreið ég aftur ofan í holuna til að fullvissa mig um að Gunnar væri látinn. Ég vildi ekki trúa þvi þó að ég vissi það.“ Guðbjörg segir að tíminn hafi lið- ið löturhægt og áfram hafi fennt yfir hana. Henni hafi verið orðið mjög kalt og verið lögst fyrir en reynt af og til að stækka byrgið til að halda á sér hita. Byrgið hlóð hún úr snjóboltum og var það orðið tæplega eins metra hátt og U-laga þegar hún fannst. Kallaði á hjálp „Ég var orðin svo dofm og slæm í skrokknum og fætinum að ég gat ekki einu sinni legið. Um klukkan 9 um kvöldið heyrði ég í vélsleða. Það fyrsta sem ég gerði var að kalla á hjálp. Ég heyrði sleðann fara fyr- ir og koma til baka,“ segir Guð- björg. Hún viðurkennir að hún hafi ver- ið orðin dálítið vondauf þá því aftur biafi hún heyrt vélsleðahljóð en það fjarlægst eins og í fyrra skiptið. „Ég hugsaði með mér að þetta væri þá allt í lagi, mér væri þá ætlað að deyja þarna hjá honum. En mér fannst það óréttlátt, bam- anna vegna, að ég þyrfti líka að fara. Einnig vegna þess að ég hafði sloppið úr slysinu en væri síðan ætlað að deyja úr kulda. Mér fannst það hart og ákvað að reyna allt sem ég gæti til að halda á mér hita. Skjálftinn var orðinn svo mikill að ég hafði ekki stjórn á höndunum. Ég bara lá þarna skjálfandi og var hætt að sjá á klukkuna. Það var orðið dimmt en skyndilega sá ég svo ljós allt í kringum mig,“ segir Guðbjörg. Þegar hún fannst var lík- amshiti hennar kominn niður í 34 gráður og að sögn lækna hefði hún ekki lifað lengur en í klukkustund, í mesta lagi tvær, við óbreyttar aðstæður. „Þegar sleðarnir komu sá ég ljós- geislana fyrst og hugsaði að ég yrði að láta þá sjá mig. Ég reyndi að rísa upp og rétti upp höndina. Sleðaröðin kom niður að mér og það var yndisleg tilfinning." Að sögn lækna gróa líkamleg sár Guðbjargar á sex vikum. Kunnugir telja hana hafa sloppið ótrúlega lít- ið slasaða. Viðmælendur DV sögðu hana enga venjulega konu enda ekki á allra færi að sleppa lifandi úr þrekraun þeirri sem hún upp- lifði. Hún hefur þó ekki ennþá jafn- að sig andlega og gerir það vart í bráð. Sjálf segist hún líklega ekki enn hafa áttað sig á hvað gerðist en það komi fyrr eða seinna og þá fái hún útrás. Hún segir að hún og Gunnar hafi átt samleið í nær 4 áratugi og eign- ast 4 böm á þeim tíma. Þau hafi verið mjög samhent og það hafi bundið þau enn nánari böndum. Missirinn var því mikill, eða eins og hún segir sjálf: „Við vorum allt- af saman í öllu, ekki síst í Skála- vík.“ Hún segir líðan sína misjafna en það hjálpi sér mikið að geta tal- að um atburðinn og hugsað um hann. Fólk sýni sér skilning og hlusti á sig. Aðspurð hveijum hún þakki líf sitt segir Guðbjörg: „Ég þakka Guðs krafti lífgjöfina. Ég get ekki þakkað öðmm hana. Hann hefur ekki ætlað mér að deyja núna heldur ætlað mér að lifa einhver ár í viðbót. Honum hefur þótt nóg að taka manninn minn. Minn tími er ekki kominn. Ég þakka líka öllum þeim sem leit- uðu mín og þá sérstaklega því fólki sem fór að óttast um okkur og lét vita að við værum ekki komin fram.“ Útfor Gunnars heitins fór fram í Hólskirkju í Bolungarvík síðastlið- inn miðvikudag. Henni hafði verið frestað einn dag vegna veðurs. Mátti sjá fána blakta í hálfa stöng við fjölda húsa í þorpinu og rúmaði kirkjan ekki alla þá sem fylgja vildu Gunnari til grafar og var því brugðið á þaö ráð að útvarpa jarð- arforinni og kom fólk saman í ráð- húsinu og hlýddi á útfórina. Bolvíkingar: Mæta tíðum banaslys- um með áfallahjálp Pétur Pétursson, DV, ísafirði: Andlát Gunnars Leóssonar er 8. bana- slysið í Bolungarvík á 6 árum. í ekki stærra bæjarfélagi þar sem tæplega 1200 manns búa hefur hvert slys mikil áhrif á mannlífið. Frændskapur og kunnings- skapur á milli Bolvíkinga er mikill og eru þaö líklega fáir sem ekki hafa kynnst ástvinamissi á sviplegan hátt á staðnum. Það var í mars 1988 sem hrina bana- slysa reið yfir bæjarfélagið þegar tveir menn fórust í snjóflóði á Óshlíðarvegi og rúmlega tveimur árum seinna fórust tveir menn af línubáti í ísafjarðardjúpi. Annar þeirra sem lést í því slysi var reyndar bróðir Gunnars heitins. Ekki var liðið ár þegar enn einn maður fórst er bátur, sem hann var á, rakst á togara við Bolungarvík. Ári seinna létust tveir ungir menn, sem störfuðu í björgunar- sveitinni á staðnum, er bíll þeirra lenti í sjónum við Óshlíð. „Við erum búnir að missa héma allt að tvo menn á ári í nokkuð mörg ár,“ segir Jón K. Guðbjartsson, fyrrverandi formaður björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungarvík. „Það er allt of mikið fyr- ir ekki stærra en tæplega 1200 manna byggðarlag. Þetta eru líka svo voveifleg slys. Þetta er sárt, þarna er um að ræða ungt fólk og fólk á besta aldri sem er svo skylt okkur. Um tíma held ég að margir hér í bænum hafi verið það sem ég kalla hálfbarðir vegna þessara slysa. Ég held að fólk hafi verið dálitið smeykt því þetta var meira en eðlilegt mátti teljast. Til dæmis má búast við að þrír til fimm í sveitinni séu mjög tengdir þeim sem leitað er að.“ „Þegar menn sem starfa með björgun- arsveitum þurfa sífellt að vera að leita félaga og ættingja tekur það mikið á. Það sama gildir raunar um leit að týndu fólki yfirleitt. Við þessar aðstæður hætta menn að starfa með -sveitunum. Forráðamenn þeirra sætta sig oft við þetta en málið er að þá er skilað brot- inni persónu út í samfélagið aftur," seg- ir Jón. Merki vanlíðunar „Eftir slysið í nóvember 1991 sáum við að menn voru orðnir ansi togaðir og þreyttir héma. Það var farið að bera á ýmsum merkjum vanlíðunar hjá fólki og sérstaklega þeim sem unnu að björg- unarstörfum," segir Ágúst Oddsson, héraðslæknir Vestíjarða, sem hefur að- setur í Bolungarvík. Starfsfélagi hans á Flateyri benti honum á tvo menn, Rú- dolf Ádolfsson geðhjúkmnarfræðing og Sigmund Sigfússon geðlækni, sem héldu svokölluð „debriefmg-námskeið", þ.e. áfallanámskeið eða upprifjunar- fundi. „Með því að hitta þá gátum við losað okkur við 2 til 4 ára vandamál. Síðan hefur okkur gengið miklu betur og getað talað hver við annan. Við skynjum að tilfinningar em partur af tilverunni," segir Jón Hugmyndin aö áfallahjálp er gömul en þetta form hennar er upprunnið í Noregi en Norðmenn þróuðu hana eftir að þeir höfðu orðið fyrir nokkrum stóráfóllum. Hún byggist á því að ræða máhn og er skipt í þrjú stig. Menn sem starfa að ákveðinni leit hittast á fundi og stýrir hópstjóri fund- inum. Markmiðið er að fá alla til að tjá sig um björgunaraðgerðina og farið er yfir atburðarásina. Á næsta stigi er fariö í gegnum hvað menn heyrðu í aðgerðinni og hvað þeir skynjuðu og sáu. Þannig er tryggt að menn viti hvað gerðist og að einhverjar tilfinningar séu ekki byggðar á mis- skilningi. „Þá er komið á þriðja stigið sem fjallar um tilfmningahlið áfallsins. Þá reynir á stjórnanda fundarins að fá alla sem sitja fundinn að tjá sig um tilfinningar sínar, það er hvernig þeim leið á staðnum, hvemig þeim leið á eftir og hvernig þeim líður á fundinum. Það er ekkert óeðlilegt að menn gráti eða stressist upp Hrina banaslysa hefur riðið yfir Bolungarvik. Jón K. Guðbjartsson, fyrrverandi for- maður björgunarsveitarinnar Ernis i Bolungarvík. Agúst Oddsson, héraðslæknir Vest- fjarða. eða jafnvel blóti. Þaö er allt leyfilegt því þetta eru eðlileg viðbrögð við miklu áreiti. Þetta er innibyrgt í mönnunum. Menn sjá þarna hluti sem þeir hafa aldr- ei séð áður. Sumir hafa aldrei séð lík, hvað þá illa útleikið lík eftir slys. Það situr óskaplega fast í mönnum. Fyrstu næturnar á eftir fá þeir gjarnan mar- tröð, geta ekki borðað og eru hálftauga- veiklaðir. Þetta em eðlileg viðbrögð við miklu áreiti. Fólk sem verður fyrir því þarf á hjálp að halda og þessi fundur er einmitt ætlaður til þess. Eftir svona fund má búast við því að einhveijum líði sérstaklega illa. Þá opn- ar maöur möguleika á að viðkomandi komi og tali við mann aftur. Jafnvel hvetur maður þennan aðila til að tala við vin sinn sem hann er vanur að tjá vanda sinn. Aðalatriðið er að menn „blási sig út“ en byrgi ekki vandann inni,“ segir Ágúst. Fleiri feta í fótsporin Jón segir að erindreki hjá Slysavama- félaginu hafi mikinn áhuga á þessu og nú hafi höfuðstöðvarnar í Reykjavík í hyggju að bjóða upp á þjónustu í líkingu við áfallahjálp ef sveitir þurfa á slíku að halda í kjölfar björgunaraðgerða. Til þessa hefur einungis verið boðið upp á skipulagða áfallahjálp fyrir björgunar- sveitir tvisvar áður: eftir sjóslys í Hornafiarðarósi og eftir sjóslys í Grindavík. Þess má einnig geta að björg- unarmenn á ísafirði, sem leituðu Krist- jáns Jónassonar sem fórst í snjóflóðinu í Tungudal síðastliðinn þriðjudag, ósk- uðu eftir að Ágúst Oddsson héldi fund með þeim og var það gert á miðvikudag. „Það eru fáir þættir forvarnarstarfs sem gætu gefið eins mikið, mér liggur við að segja í beinhörðum peningum, og áfallahjálp, ekki bara stundum held- ur nánast alltaf. Þjálfun manna til að starfrækja þetta tekur skamman tíma fyrir þá sem hafa grunn til að byggja á. Ef þetta er notað er hægt að koma í veg fyrir ákveðin sjúkdómseinkenni sem fólk fær sem ekki kemst yfir áfoll. Má þar nefna þunglyndi, svefnleysi, martröð og alkóhólisma. Fólk með þessi einkenni er það fólk sem situr í móttök- unni hjá læknunum og vill fá róandi lyf - fólk sem fær alls konar líkamleg ein- kenni og fer í gegnum fullt af rannsókn- um í sjúkrahúsum algjörlega að ástæðulausu. Þaö er sem sagt með lík- amleg einkenni en vandamálið situr í höfðinu. Ef tekst að snúa þessum einstakling- um af þessari braut þarf að gera það strax til að ná viðunandi árangri. Ef það tekst er búið að spara þjóöfélaginu gíf- urlega fiármuni og tryggja velliðan ein- staklingsins," segir Agúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.