Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 fFrá grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1988) fer fram í skólum borgarinnar miðviku- daginn 13. og fimmtudaginn 14. apríl 1994, kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma vegna nauðsynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu í skólunum. Utlönd Herteknu svæðin lokuð áfram: Sextíu þúsundum haldið frá vinnu Qkuskóli Islands Námskeið til undirbúnings auknum ökuréttindum hefjast 14. apríl. Innritun stendur yfir. Ökuskóli íslands M. Dugguvogi 2 - s. 683841 Geymið auglýsinguna Frá Skólaskrifstofu Reykjavíkur Staða svæðisfulltrúa í umferðarfræðslu Laust er til umsóknar starf svæðisfulltrúa í umferðar- fræðslu við grunnskóla Reykjavíkur. Leitað er eftir reyndum kennara í 50% starf sem á að hafa umsjón með umferðarfræðslu í grunnskólum, skipuleggja fundi með kennurum, foreldrum o.fl. og vinna að öðrum sérstökum viðfangsefnum sem lúta að því að efla umferðarfræðslu í skólum. Frekari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður kennslumáladeildar. Umsóknum skal skilað á Skólaskrifstofu Reykjavík- ur, Tjarnargötu 12, fyrir 20. apríl næstkomandi. BÍLAR fSSÆSÆSÆÆSÆSSMSÆÆSSÆÆSSSSSSSJ Aukablað BÍLAR 1994 Miðvikudaginn 20. apríl mun aukablað um bíla fylgja DV. í þessu aukablaði verður fjallað um nýja bíla af árgerð 1994 sem bílaumboðin koma til með að bjóða upp á. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að aug- lýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi sam- band við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsinga- deild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 14. apríl. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. Þverholti 11 105 Reykjavík Sími 91 632700 Símhréf 91 -632727 Hægrisinnaðir Israelsmenn mótmæla fyrir utan bústað Rabins forsætisráð- herra friðarviðræðum ísraelskra yfirvalda og PLO. Símamynd Reuter ísraelska stjómin ákvað í gær að halda herteknu svæðunum, Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu, lokuð- um í viku. Ýmislegt þykir benda til að það geti oröið lengi og að yfirvöld í ísrael stefni aö því að útiloka þá 60 þúsund Palestínumenn, sem sækja vinnu í ísrael, smátt og smátt. Ráða- menn í ísrael íhuga að ráða 20 þús- und erlenda verkamenn til vinnu í stað Palestínumannanna. ísraelsk yfirvöld lokuðu herteknu svæðunum á fimmtudaginn vegna óeirða þar. Bannið nær einnig til þeirra íbúa austurhluta Jerúsalem. Samgönguráðherra ísraels, Shul- amit Aloni, krafðist þess í gær að banninu yrði aflétt því annars gæti það leitt til hungursneyðar meðal Palestínumanna. „Við berum ábyrgð á efnahagsástandinu á herteknu svæðunum," sagði ráöherrann. Forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, kvaðst í gær ekki telja að lok- unin hefði áhrif á friðarviðræðurnar í Kaíró. ísraelskir fjölmiðlar sögðu að vel miðaði í viðræðunum en óvist að samkomulag yrði í höfn 13. apríl einsogstefntværiað. Reuter Deilt um eftirmann Hosokawa Samsteypustjórnin í Japan hóf í morgun viðræður á ný um væntan- legan eftirmann Morihiro Hosokawa forsætisráðherra sem sagði af sér embætti á fóstudaginn. Valdabarátta er nú hafin milii stjómarflokkanna átta. Tsutomu Hata utanríkisráöherra er talinn líklegur eförmaður Ho- sokawa en hann nýtur stuðnings tveggja flokka auk eigin flokks, Shin- seitoflokksins. Andstæðingar Hata óttast að leiðtogi Shinseitoflokksins, Ichiro Ozawa, noti tækifærið til að ná yfirráðum í stjóminni með því að mynda stóran íhaldsflokk. Ozawa átti stóran þátt í myndun samsteypustjómarinnar í ágúst síð- astliðnum. Ásamt Hata stóð hann fyrir uppreisn í Frjálslynda demó- krataflokknum eftir að flokksleiðtogi þeirra flæktist í fiármálahneyksli. Þeir stofnuðu Shinseitoflokkinn sem nú er valdamestur í samsteypu- Stjórninni. Reuter Shanghai: Andófsmaður beittw ofbeldi Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt Balladur forsætisráðherra fyrir að sýna ekki hörð viðbrögð við handtökum andófsmanna á meðan á heimsókn hans stóð í Shanghai. Simamynd Reuter Edouard Balladur, forsætisráö- herra Frakklands, sætti í gær gagn- rýni franskra stjómmálamanna vegna linkindar hans í sambandi við handtöku kínverskra andófsmanna á meðan heimsókn hans í Kína stóð yfir. Balladur tjáði fréttamönnum á leið heim í gærkvöldi að frönsk yfir- völd gætu ekki látið deilur um mann- réttindi hafa áhrif á stefnu sína í ut- anríkismálum. Sagði forsætisráð- herrann að Frakkland yrði að taka upp samskipti við stærsta land í heimi. Þekktur andófsmaður í Shanghai, Wang Fuchen, sem lögreglan hand- tók um helgina, greindi frá því í morgun að hann hefði orðið fyrir árás þriggja manna í gær sem hefðu bariö hann og reynt að kyrkja hann. Annar andófsmaður í Shanghai, Bao Ge, sem einnig var handtekinn á meðan Balladur var í heimsókn, sagði í morgun að hann ætlaði að mynda ný mannréttindasamtök. Eitt af fyrstu málum samtakanna yrði að mótmæla ofbeldinu gegn Wang. Balladur bað um skýringu á hand- tökum Wangs og Baos og kvaðst ánægður með það svar sem hann fékk, nefnilega að ekki væri um formlega handtöku að ræða. Andófs- mönnunum var báöum sleppt eftir aöBalladurfórfráShanghai. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.