Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 11. APRIL 1994
11
?
Fréttir
Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2
Sími: 67 48 48 Opið laugardag 10-17
Þorleifur Ingólfsson, útvegsbóndi í Skagafírði:
Betraútlit
með veiðar á
grásleppunni
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki:
„Miðað við árstíma lítur þetta
ágætlega út svo framarlega sem
menn komast til að vitja um. Það
eru bölvaðar ógæftir og ég hef ekki
einu sinni komist til að fara í fyrstu
lögn hjá mér. Það eru um 40-50
grásleppur í neti og mér heyrist að
þetta sé svona svipað fyrir öllu
Norðurlandi. Sem sagt betra útlit
en síðasta vor enda var þá mjög
léleg vertíð,“ sagði Þorleifur Ing-
ólfsson, útvegsbóndi á Þorbjargar-
stöðum í Skefilsstaðahreppi í
Skagafirði, í samtali við DV.
Þorleifur, sem hefur ásamt syni
sínum fengiö fimm tunnur á þess-
um tveimur dagstundum sem þeir
hafa komist á sjó, segir að gráslepp-
an lítí mjög vel út.
„Mér sýnist ástandið í náttúrunni
og lífríkinu til sjávarins vera þann-
ig að grásleppan hrygni með fyrra
fallinu núna. Vertíðin gætí því ver-
ið búin um miðjan maí. Þvi ríður
á að gæftimar lagist. Mér sýnist
þetta vera mjög svipað og á minni
fyrstu vertíð, fyrir sjö árum. Hún
byijaði svona en síðan var ekkert
að fá nema hrygndar grásleppur
um 20. maí,“ sagði Þorleifur.
Verð á grásleppuhrognum er gott
um þessar mundir. Rúmlega 50
þúsund krónur greiddar fyrir
tunnuna. Það er heldur betra en í
fyrra. Þá var líka vöntun á hrogn-
um og sökum þess að síðasta vertíð
brást hefur eftirspumin aukist enn
frekar.
Jónas Kristjánsson bilstjóri, Hrönn Káradóttir, formaður Slysavarnadeildar
kvenna, og Guðmundur Salómonsson við nýja bilinn.
Húsavík:
Björgunarsveitin fær bíl
Jöhannes Sigurjónsson, DV, Húsavítc
Björgunarsveitin Garðar á Húsa-
vík hefur fest kaup á nýrri bifreið
fyrir starfsemina. Bíllinn er af gerö-
inni Ford Econoline, splunkunýr,
árgerð 1994, og sá fyrsti sinnar teg-
undar sem kemur tÚ landsins. Þetta
er þriðji bíllinn sem sveitín eignast
og allir hafa þeir verið sömu tegund-
ar. Kaupverð bílsins er um 4,2 millj-
ónir.
Bíllinn kom tíl landsins um áramót
en hefur verið syðra vegna breytinga
á honum hjá Bílabúð Benna. Hann
er mjög vel tækjum búinn og á stór-
um vetrardekkjum, þannig að það á
að vera hægt að komast á honum við
mun erfiðari aðstæður en fyrri bílar
Garðars komust.
Aíkoma Marels:
Ellefu pró-
senta
minni
hagnaður
- þrátt fyrir veltuaukningu
Marel hf. skilaði ríflega 18 millj-
óna króna hagnaði á síðasta ári
sem er um 3,2% af tekjum. Þetta
er verri afkoma en árið áður þeg-
ar hagnaðurinn nam 20,5 milljón-
um og 4,6% af tekjum, eða sam-
dráttur um 11 prósent milli ára.
Á síðasta ári var lögð áhersla á
aukna markaðssókn til þess að
ná þeim markmiðum sem sett
höfðu verið árið áður, þ.e. að tvö-
falda veltu Marels á þremur til
fimm árum. Árið 1992 voru
rekstrartekjumar um 444 millj-
ónir króna og jukust rnn nær
þriðjung á síðasta ári í 562 millj-
ónir. Áætlanir fyrirtækisins í ár
gera ráð fyrir 15% aukningu á
tekjum þannig að í árslok 1994
ættu þær að nema um 650 millj-
ónum króna. Nálgast þá mark-
miðin um tvöfoldun á veltu.
Heildareignir Marels í árslok
1993 voru rúmar 400 milljónir
króna sem er 43% aukning frá
fyrra ári. Skuldimar vom 246
milljónir, eða 74% meiri en árið
1992. Eigið fé í árslok var 156
milljónir og eiginfjárlilutfallið
39%, nokkm minna en árið 1992
þegar það var 50%.
Starfsmenn Marels em um 70,
eða 22 fleiri en fyrir ári. Hjá dótt-
urfyrirtækjum erlendis störfuðu
5 manns.
Á aðalfundi fyrirtækisins 14.
apríl nk. verður lagt til að greiða
hluthöfum 6% arð og að hlutafé
verði aukið um aUt að 20 milljón-
irkróna. -bjb