Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 13 Sviðsljós E yfellskar fj allkonur bjóða til sín gestum Þau Halldóra í Selkoti og séra Halldór sóknarprestur i Holti skemmtu sér hið besta og stilltu sér upp til myndatöku. Jón Þórðaison, DV, Rangárþingi; Það var líf og f]ör á Skógum undir Eyjaíjöllum laugardagskvöld eitt fyrir skömmu en þá hélt kvenfélag- ið Fjallkonan í Austur-Eyjafjalla- hreppi svokallað kvenfélagsheim- boð í félagsheimiiinu þar. Heimboð- in eru orðin fastur liður í skemmt- analífi Sunnlendinga og skiptast kvenfélögin á um að bjóða heim. Gestir Fjailkvenna að þessu sinni voru kvenfélagskonur úr vestan- verðri Rangárvallasýslu, svo og konur úr kvenfélagi Villingaholts- hrepps í Ámessýslu og að sjálfsögðu fengu makarnir að vera með. Eyfellingar tóku á móti gestum sínum með hlaðborði þar sem ýmislegt góðgæti var á boðstólum. Þar má nefna hrauð, sem bakað er úr korni sem ræktað er á ökrum eyfellskra hænda. Skemmtiatriði sem ekki voru af verri endanum voru heimagerð og mátti af þeim ráða að félagslífið er í miklum blóma undir Eyjaljöllum. Á hreinlætisvörukynningu þar sem ýmiss konar furðulegt dót var á boðstólum, en þetta var eitt af skemmtiatriðunum hjá kvenfélagskonunum. Á léttu kaffispjalli, Sævar Jónsson á Hellu, séra Sig- urður Jónsson í Odda, Drífa Hjartardóttir á Keldum og Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. Hobbit hjá Fjölbrauta- skóla Breiöholts Góður leikandi ríkti meðal leik- enda Fiölbrautaskóla Breiðholts er frumsýning á verki þeirra, Hobbit eftir J.R.R. Tolkien, stóð yfir. Þar mátti sjá hinar ýmsu kynjaverur, svo sem dverga, tröll, galdrakarla, ófreskjur og ekki má gleyma aöal- persónunni, Bilbo Baggins. 35 manns standa að sýningunni, þar af eru 15 leikarar: Daníel Stefáns- son, Óh Róbert Nurdin Ómarsson, Róbert Michael ONÞeill, Trausti Skúlason, Sólrún Ágústsdóttir, Sól- rún Húnfjörð Káradóttir, Ingibjörg E. Garðarsdóttir, Lena Viderö, Að- albjörg Helgadóttir, Bertha Kristín Óskarsdóttir, Sandra Hauksdóttir, Julie Victoria Castros, Ómar Örn Hauksson, Lilja Guðmundsdóttir og Jón Páll Jónsson. Til sölu þessi einstaki bíll árg. 1992, ek. 23.000 km, rauður, vél 2,0 I cc, sjálfsk., sjálfvirk hraðastilling, vökvastýri, samlæsing, rafdr. rúður, rafstillanlegir speglar, rafdrifin sóllúga, rafdr. loftnet, útvarp og segulb. Álfelgur, ABS-bremsu- kerfi, vetrardekk fylgja. Reyklaus bíll og einn eig- andi. Verö kr. 1.890.000, góð kjör, greiðslusam- komulag, skipti möguleg á ódýrari bíl. Til sýnis hjá Brimborg hf., Faxafeni 8, sími 685870. 13 da?a aukaferð til á staðgreiðsluverði frá 39.955 1 fyrir 2 fullorðna og 2 börn. Vegna gífurlegrar eftirspurnar verður aukaferð til sólskinsparadísarinnar Mallorca þann 26. maí. Verðið er mjög hagstætt. Þannig kostar aðeins 39.955 kr. fyrir 4 manna fjölskyldu til Cala d'Or. Staðgreiðsluverð þangað fyrir 2 fullorðna í íbúð er 49.090 kr. Innifalið I þessu verði erflug, gisting í 12 næturá Playa Ferrera, aksturtil og fráflugvelli erlendis, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld. ,1 SamviiiiiiilerúirLaiiás!/ii Reykjavík: Austurstraeti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbróf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sðgu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Símbréf 91 - 655355 Ketlavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Slmbréf 93 -1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96-1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.