Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Albert Guðmundsson Sú frétt barst út aö morgni fimmtudagsins 7. apríl aö Albert Guðmundsson heföi látist þann sama morgun. Þessi frétt barst eins og eldur í sinu um borg og bí enda enginn venjulegur maöur sem átti í hlut. Því miður reyndist hún á rökum reist og fráfall hans kom ekki aðeins sem reiðarslag. Þaö snerti alla. Þjóðin fann til þess að einn af hennar bestu sonum væri failinn í valinn. Albert Guðmundsson var ekki alira og í stjómmála- staríi og afskiptum sínum af þjóðlífinu hikaði hann ekki við að segja mönnum til syndanna eða koma til dyranna eins og hann var klæddur. Sú framganga var ekki til þess fallin að geðjast öllum. En samt var Albert þeirrar gerðar að þegar hann er á bak og burt er eins og ættvin- ur sé horfinn, eins og hljómur í stórum kór hafi þagnað, strengur brostið í þjóðarsálinni. Skýringin er augljós. Hvað svo sem Albert Guðmunds- son tók sér fyrir hendur þá máttu menn vita að þar fylgdi hugur máh, fólskvalaus atbeini drenglynds manns, ein- lægur ásetningur til að rétta lítilmagnanum hjálparhönd. Það slagorð Alberts að vera vinur litla mannsins var stundum haft í flimtingum. En Albert meinti það og stóð við það. Hann eyddi ótrúlegum tíma í mál þeirra einstakl- inga sem áttu ekkert sér til fulltingis nema neyð sína og vanda. Hann var óþreytandi að hlusta á hvem þann sem bar upp erindi sitt og hann leit á það sem hlutverk sitt að rétta hlut þeirra sem opinberir aðilar höfðu ýmist hundsað eða hafnað. Hann fór aldrei í manngreinarálit. í þessu lá styrkur Alberts sem stjórnmálamanns og manneskju. í krafti þessara eiginleika sinna naut hann ótrúlega mikils fjöldafylgis. Fólk fann að það átti hauk í homi. Að þessu leyti var Albert engum líkur og þegar saman fór ódrepandi dugnaður, geislandi lífskraftur og persónutöfrar var engum böndum komið á Albert Guð- mundsson. Hann var sjálfs sín herra og fyrir vikið var ferill hans brokkgengur en glæsilegur og afar litríkur. Hvort heldur í íþróttum, viðskiptum, stjómmálum eða þjónustustörfum erlendis var þessi maður eyland. En ekki þó meira eyland en svo að hann lét fátt fram hjá sér fara. Hann var alls staðar í þjóðlífinu og ef einhvem tímann hefur verið maður sem hefur sett svip sinn á samtíðina þá var það Albert Guðmundsson. Það var ekki óalgengt að heyra menn kveða upp dauða- dóma yfir Albert í pólitíkinni. Nú hafði hann gengið of langt, nú hafði hann sagt eina vitleysuna enn, nú átti hann að hafa brotið allar brýr að baki sér. En alltaf kom Albert standandi niður vegna þess að hann vissi lengra nefi sínu, hann fann hvemig hjarta almennings sló og hafði eðlislæga greind til að túlka hana. Um langt árabil var nærvera Alberts áþreifanleg í iðu samfélagsins, miðpunktur atburða, leikstjómandi og markaskorari, fyrirhði og foringi. Stundum var hann meira að segja sinn aðalandstæðingur sjálfur, þegar hann í ákafa sínum og dugnaöi tókst á við þær mörgu persón- ur og þau ótal hlutverk sem hann lék í kappleik lífsins. Það er af þessum ástæðum, þessu ótrúlega starfs- þreki, hinum margslungna persónuleika, sem þjóðin öll er snortin við fráfall hans. ísland er fátækara á eftir þegar slíkir menn falla frá. Þeir em ekki margir á okkar tímum og af núlifandi kynslóð sem hafa sveipað sig slík- um ljóma, sjarma og afköstum. Þeir em fáir sem fara í fótspor hans. Aðstandendum hans er vottuð innileg samúð. Ellert B. Schram INOW ON „Verslunareigendur erlendis segjast aldrei hafa komist í kynni viö aðra eins kaupendur, þeir kaupi bókstaf- lega allt,“ segir m.a. í grein Guðmundar. íslendingar, lélegir kaupendur? islendingar eru lélegir sölumenn er staðhæfing sem við heyrum iðu- lega og flestir trúa. Hvað veldur er ekki auðvelt að átta sig á. Það er eins og framleiðslan komi númer eitt og síðan förum við að huga að sölumálum, ef við gerum það yfir- höfuð. Eitthvað í skaphöfn íslend- inga veldur þessu. Getur verið að íslendingum þyki sölustörf annars flokks störf? Varan eigi aö selja sig sjálf ef hún er góð. Eða er hér um að ræða einhverja aldagamia arfð- leifö? Hitti maður íslending erlend- is er hann nær undantekningalaust að kaupa. Gefi maður sig á tal við útlending, sem er á ferðalagi, þá er hann nær undantekningalaust að selja, þaö er að segja ef hann er ekki bara að skemmta sér. Lélegir kaupendur Nú eru famar að heyrast þær raddir að fslendingar séu ekki bara lélegir sölumenn heldur hka lélegir kaupendur. Margar grínsögur kunnum við öll um innkaupaferðir landans til nágrannalandanna. Verslunareigendur erlendis segjast aldrei hafa komist í kynni við aöra eins kaupendur. Þeir kaupa bók- staflega allt. Passi flíkin ekki er hún keypt samt þó rétt númer fáist ekki. Erlent afgreiðslufólk verður að bregða sér afsíðis í skyndi til þess að gefa hlátrinum útrás líkt og þegar niðurgangur kallar menn miskunnarlaust á salemi. Og þess- ir íslensku undrakaupendur þrífa upp plastkort sín, greiða og rogast út með fangið fullt af plastpokum og pinklmn. Ekki er síður erfitt að skýra þetta fyrirbrigði í íslensku þjóöarsálinni en hitt með lélega sölumennsku. Þetta er vissulega verðugt verkefni fyrir sálfræðinga. Þyngra vegur þó ef rétt er að inn- kaup fyrirtækja og atvinnuvega séu ekki nægilega vönduð. Ekki er KjaHaiinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur langt síðan miklar deilur stóðu um innkaupsverð á matvörum erlendis frá. Skýrslur eftir skýrslur vora samdar um of hátt innkaupsverð. Innkaupsverð var jafnvel tahð svipað og verð út úr smásöluversl- un erlendis. íslendingar era sakaðir um að kynna sér markaöinn illa. Vöra- þekking er ekki síður mikils virði við innkaup en við sölu. Augljóst er að enginn getur selt vöra með árangri nema þekkja vel vöruna sem hann er að selja, sérstaklega á þetta við um flókinn búnað og ýmsa gæðavöra. Það sama verður uppi á teningn- um þegar um kaup er að ræða. Vönduð innkaup geta skihð milh hfs og dauða í fyrirtæki og fyrir þjóðarbúið era þau afar mikilvæg. Nú munu tíðkast meir og meir meðal ýmissa erlendra þjóða svo- nefnd mótkaup eða gagnkaup þeg- ar um mikil viðskipti er að ræða. íslendingar gætu vafahtið fært sér þá viðskiptahætti í nyt. Vandvirkni almennt Við framleiðsluna hugsa íslend- ingar gjaman meira um magn en gæði. Dálítið er þetta þó að breyt- ast. Eigi að síður hefur þetta háð okkur mjög. Sumir vilja rekja þetta til veiðimannaþjóðfélagsins. Skjót- fenginn gróði uppgripatímanna hafi mótaö skapferhð. Aö veiða sem mest á stuttum tíma án tilhts til gæða aflans, framleiða sem mest, hugsa um gæðin og sölumálin síð- ar. Óneitanlega er það umhugsunar- efni fyrir okkur íslendinga ef við sinnum illa sölumálum, kunnum iha að kaupa inn til landsins og heimilanna og sýnum oft á tíðum ekki nægjanlega vandvirkni við framleiðsluna. Skyldi vera kominn tími til þess að taka sér tak? Guðm. G. Þórarinsson „Nú munu tíðkast æ meir meðal ýmissa erlendra þjóða svonefnd mót- kaup eða gagnkaup þegar um mikil viðskipti er að ræða. Islendingar gætu vafalítið fært sér þá viðskiptahætti 1 nyt.“ Skodanir aruiarra ísland og Evrópa „Sú fuhyrðing ýmissa ráðamanna í stjómmálum og viðskiptamálum að fiskmarkaðir Evrópu lokist okkur ef við erum ekki tilbúnir að gangast undir stjómskipun Evrópusambandsins, fær ekki staðist. Voru þessir sömu menn þá að blekkja þjóðina, þegar þeir hvöttu til inngöngu í Evrópskt efnahagssvæði, meðan þaö mál var á döfinni, á þeirri forsendu að þá byðust viðtækar tollalækkanir á fiskafuröum?" Ingvar Gíslason, fyrrv. ráðhcrra, í Timanum 7. apríl Um frumvarp til lyfjalaga „Frjáls markaðsrekstur á vissulega rétt á sér í flestum verslunarviðskiptum en síður innan heil- brigðisgeirans. Ástæðan er einfaldlega sú að mark- aðsfærsla á vörunni lyf fehur ekki undir sama lög- mál og t.d. verslun með klæði, fæði, bifreiðir o.fl. í fyrra tilfelhnu eiga neytendur fáa valkosti vegna þekkingarleysis á vörunni og þeirrar staðreyndar að þriðji aðili, læknirinn, velur fyrir fólkið að miklu leyti. Áðhald neytenda sem er forsenda fyrir lágu verðlagi er ekki að öUu leyti til staðar. í síðara tilfeU- inu eiga neytendur valkosti vegna góðrar þekkingar á vörunum." Ólafur Ólafsson landlæknir í Mbl. 7. apríl. Töpuð útlán og afskriftir „Sjö ára efnahagslægð hefur leikið einstaklinga og fyrirtæki illa fjárhagslega. Þessir fjárhagserfið- leikar hafa valdið því að lánastofnanir hafa þurft að afskrifa háar fjárhæðir vegna tapaðra útlána undan- farin ár. Það hefur svo aftur orðið til þess að vextir era hærri en þeir ella þyrftu að vera og jafhframt hefur afkoma lánastofiiana verið óviðunandi." Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, í Alþýðubl. 8. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.