Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Side 15
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 15 Menningarþjóðgarðar „Víða veit enginn hvernig náttúran liti út ef fólk hefði ekki sett mark sitt á hana, byggt hús, girðingar og vegi, ræktað land og dýr.“ í þúsund ár liföu íslendingar á frumstæöum fiskveiöum og land- búnaði. Enn má sjá hógvær um- merki þeirra lífshátta en þau eru nú óðum aö hverfa. Iðnaðarþjóðfé- lagið mótar náttúru og þjóðlíf á ís- landi. Verndun minja og náttúru Siðir hverfa, vinnubrögð, hlutir og landslag, annað kemur í staðinn. Hraðar breytingar skapa rótleysi. Fólk bregst við til að vernda það sem er að glatast. í kjölfar nútíma- lífshátta var farið að safna fomum minjum og friða sérstök land- svæði, sakir söguhelgi eða fegurð- ar, svo að komandi kynslóðir fengju notið þeirra. Þingvellir eru dæmigerðir fyrir svæði í hinum vestræna heimi sem fyrst voru tekin frá til að minna á forna frægð og gömul gildi. Þar minnir landið á stóratburði í sögu þjóðarinnar. Minjar um daglegt líf, strit og sigra almúgamannsins, er annars staðar að finna. Verndun menningarminja og náttúru breyttist. Stakur hlutur sem enginn veit hvernig var notað- ur er lítils virði. Hús segir aðeins hálfa sögu ef búið er að taka það úr eða umbylta umhverfinu sem það var byggt inn í. Á byggðasöfn- um má bregða upp leiftri af því hvemig fólk lifði í umhverfinu og starfaði með munina sem verið er að varðveita. Fyrstu þjóðgarðarnir vom frið- lýstir svo að fólk gæti komið þang- að um ókomna tíð og notið nátt- úrufegurðar. Þannig er um Skafta- feli og Jökulsárgljúfur. Síðar kom í ljós mikilvægi friðlýstra svæða til að varðveita vistkerfi og stórar náttúrulegar heildir þeirra. Friðlýst svæði sýna hvemig nátt- úran er og hagar sér þar sem mað- urinn hefur lítt mótaö hana. Þetta hlutverk verður æ mikilvægara. Þau eru líka kennslumiðstöðvar þar sem er reynt að móta um- gengni fólks og viðhorf til náttúr- unnar allrar, auka viröingu og lítil- læti. KjaUazinn Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur Maður og náttúra Maðurinn er hluti náttúrunnar og hefur mótað hana frá ómunatíð, mislengi þó og mismikið eftir lönd- um. Víða veit enginn hvernig nátt- úran liti út ef fólk hefði ekki sett mark sitt á hana, byggt hús, girð- ingar og vegi, ræktað land og dýr. Þjóðir sem varla eiga ósnortinn landskika leggja áherslu á að varð- veita búsetulandslag. Það sýnir ekki aðeins náttúru heldur gefur til kynna hvemig maðurinn hefur lifað í náttúrunni, nýtt hana og verndað. Ummerki um líf forfeðra okkar og mæðra víkja nú óðfluga fyrir raski nútíma lífshátta. Á sama tíma eru menn að átta sig á að þeir þurfa að læra ýmislegt af gengnum kynslóðum um viðhorf, verklag og störf. íslendingar hafa enn ekki tekið frá neitt svæði þar sem samþætt er vemdun náttúm og fornra minja um daglegt líf almúgafólks. Stofna ætti sinnhvorn þjóögarðinn um at- vinnuvegina tvo sem héldu lífi í þjóðinni í þúsund ár. Núlifandi kynslóð getur tekið frá svæði sem eru mótuð af ævagöml- um lífsháttum en tiltölulega lítið röskuö af iðnvæöingu og nútíma ræktun. Þessi svæði gætu verið horfin þegar næsta kynslóð tekur við landinu og með þeim möguleik- ar á að túlka á sannfærandi hátt fyrir komandi kynslóðum lífsbar- áttu manns í náttúru fyrstu 1000 ár íslandsbyggðar. Sigrún Helgadóttir „Þingvellir eru dæmigerðir fyrir svæði í hinum vestræna heimi sem fyrst voru tekin frá til að minna á forna frægð og gömul gildi.“ Skrítinn leiðari um vel- heppnaða einkavæðingu Miðvikudaginn 6. apríl birtist í DV leiðari undir fyrirsögninni: „Skrítin einkavæðing." Tilefni leið- arans er sala ríkisins á hlut sínum í SR-mjöli hf. og Þormóði ramma hf. og þær grunsemdir höfundarins „að ríkisstjórnin geri ekki greinar- mun á einkavæðingu og einkavina- væðingu". í leiðaranum er að fmna rangfærslur eða misskilning sem full ástæða er til að leiðrétta. Leitaðtil helstu verðbréfafyrirtækja í leiðaranum er staðreyndum um SR-mjöl hf. og Þormóð ramma hf. ruglað saman. Þannig er t.d. stað- hæft að arður til nýrra eigenda í Þormóði rammi hf. sé sex og hálf milljón, en hið rétta er 4,7 milijón- ir, sbr. þriggja dálka fyrirsögn dag- inn áður í DV. í leiðaranum er fullyrt aö hluta- bréf ríkisins hafl ekki verið boðin út og gefið í skyn að mjög óeðlilega hafi verið staðið að sölunni. Hið rétta er að sala ríkisins á hlut sín- um í Þormóði ramma hf. tókst í alla staði mjög vel enda staðið að sölunni eins og best verður á kosið. Hlutabréfin voru ekki aöeins bööin út, heldur var almenningi gefmn forkaupsréttur að bréfunum. Leitað var til helstu verðbréfafyr- irtækja og Handsal hf. síðan valið til þess að annast söluna. Handsal hf. lagði mat á söluverðmæti bréf- KjaUaiinn Steingrímur Ari Arason aðstoðarmaður fjármálaráðherra anna og tók saman vandaða sölu- lýsingu á Þormóöi ramma hf. í framhaldi af því var sala á 16,6% hlut ríkisins að nafnverði 48 m.kr. samþykkt og að sölugengið skyldi vera 1,85 (söluverðmætið tæpar 89 m.kr.). Kynningarfundur Tæpri viku áður en sala bréfanna hófst var salan auglýst og birt frétt um hana í dagblööum. Fyrstu tvær vikumar eða fram til 1. mars var sala til hvers aðila takmörkuð við 250 þús. kr. að nafnverði. Þannig fengu einstaklingar og smærri fjár- festar ákveðinn forgang. Á sama tíma hélt Handsal hf. kynningar- fundi fyrir lífeyrissjóði og aðra stærri aðila. Þrátt fyrir kynningarstarfsemina gekk salan fyrsta mánuðinn hægt. Ein ástæðan var örugglega sú að á sama tíma bauð annað veröbréfa- fyrirtæki bréf í Þormóði ramma hf. til sölu á genginu 1,80. Um miðjan mars harst Handsali hf. síðan kauptilboð í öll bréfm sem þá voru óseld og hljóðaði það upp á 86 m.kr. staðgreitt. Handsal hf. lagði ein- dregiö til að gengið yrði að þessu boði og var salan samþykkt í kjöl- farið. Kaupandinn var Grandi hf., traust og öflugt sjávarútvegsfyrir- tæki í Reykjavik. Salan var ákveðin í samræmi við mótaðar sölureglur og þátttöku Granda hf. í starfsemi Þormóðs ramma hf. hefur verið vel tekið. Aukið samstarf fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinni er eitt og sér fagnaöar- efni, auk þess sem fosvarsmenn beggja fyrirtækjanna lýstu strax yfir að aukið samstarf væri báðum fyrirtækjunum til hagsbóta. Það er í raun óskiljanlegt hvað leiðarhöfundi DV gekk til með því að strá fræjum tortryggni vegna umræddrar sölu, bæöi í garð ríkis- ins sem seljanda og Granda hf. sem kaupanda. Þetta er þeim mun ein- kennilegra þar sem DV var með frétt um söluna daginn áður og blaðamaður hafði haft tækifæri til að kynna sér máliö og afla nauð- synlegra upplýsinga fyrir ritstjór- ann og leiðarhöfundinn. Vonandi líður ekki á löngu þar til annar leið- ari birtist og þá t.d. undir eftirfar- andi fyrirsögn: Velheppnuð einka- væðing - salan á hlut ríkisins í Þormóði ramma til eftirbreytni. Steingrímur Ari Arason „Handsal hf. lagði eindregið til að geng- ið yrði að þessu boði og var salan sam- þykkt í kjölfarið. Kaupandinn var Grandi tíf., traust og öflugt sjávarút- vegsfyrirtæki í Reykjavík.“ UA1 Meoog Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins Hvað er betra? „Ég tel ó- skynsamlegt að leggja nið- ur Verðjöfn- unarsjóðinn fyrrengerðar hafa verið aðrar ráðstaf- aiúr sem jafn- að gætu sveifiur í þjóðarbú- skapnum. Frá sjónarmiði hag- stjórnar er i raun ekki umdeilt að sveiflujöfnun í sjávarútvegi sé æskileg við íslenskar aðstæður. Þetta er ekki síst mikilvægt nú í Ijósi þess hversu þýöingarmikið það er að nýta næstu uppsveiflu í þjóðarbúskapnum til að búa í haginn fyrir atvinnulífiö. Ef Verðjöfnunarsjóður verður lagður niður án þess að nokkuö komi í staðinn verður að beita öðrum hagstjómartækjum til sveiflujöfnunar. Þannig er td. líklegast að raungengi krónunn- ar hækki þegar að því kemur að þjóðhagsleg skilyrði batni á ný. Þá myndi þrengja að iðnaði og öðrum samkeppnisgreinum, s.s. feröaþjónustu, og jafnframt hyrfi mest af ábatanum í sjávarútvegi. Þegar svo aðstæður breyttust til hins verra heföi sjávarútvegur ekkert upp á að hlaupa og iðnað- ur væri í sárum. Þetta þekkja menn mætavel. Uppsveiflur hafa hvorki skilað sjávarútvegi né iðnaði betri fjár- hagsstöðu. Um þetta vitnar lítil arðsemi og að jafnaði rýr eígin- íjárstaöa fyrírtækja. Eina tækið sem nú er til staðar og vinnur sérstaklega gegn svona sveiflum er Veröjöfnunarsjóður. Menn eiga ekki að kasta honum á glæ fyrr en þeir hafa annað betra." Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar. Arangurslaus „Þótt hag- vísindin segi að skynsam- legt geti verið að hafa Verð- jöfnunarsjóð til þess að draga úr sveiflum i sjávarútvegi, hefur reynsl- an kennt okk- Þorsteinn Már Bald- wlnsson, framkv- stjóri Samherja. ur allt annað. í áratugi hafa til- raunir með verðjöfnunarsjóði skilað takmörkuöum árangri. Stjómvöld á hvetjum tíma hafa með inngripum í eldri sjóöi sýnt að það er ekki hægt að eiga pen- inga þannig í friöi. Þá hefur sjáv- arútvegurinn undanfarin misseri gengið i gegnum mikla niður- sveiflu og þeir peningar sem voru í sjóðnum skipt litlu. Ef markaðsverð afurða hækkar er skynsamlegra að láta sjávarút- veginn fá að njóta þess til að laga erfiða skuldastöðu í stað þess að setja tekjuaukann í skylduspam- að. Þannig undirbúum við okkur best til þess aö mæta ófyrirsjáan- legum áfóllum. Það er lítfl ástæða tfl að óttast kollsteypur þótt betur muni ára i framtíðinni. Kvótakerfið, frjáls verðlagning á fiski og stað- greiðslukerfi skatta eru mikil- vægir þættir sem koma í veg fyr* ir óvæntar stjómlausar sveiflur. Ég minni á þá miklu uppsveiflu sem nú hefur veriö í loðnuveiöum og -vinnslu. Þessi uppgangur hef- ur ekki leitt til kollsteypu og það mun ekki heldur gerast þótt fyr- irtæki sem stunda bolfiskveiðar og -vinnslu fái að ráöstafa hugs- anlegum tekjuauka í framtíðinni meö sama hætti og loönugeirinn gerirnú." -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.