Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 Droplaugarstaðir heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Hjúkrunarfræðinga vantar á hjúkrunardeild í 80% dagvaktir og á vistdeild í 60% dagvaktir. Einnig vant- ar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 13 og 16 alla daga. Frá Skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Skóla- skrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. apríl nk., kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur sem flytjast til Reykja- víkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og ungl- ingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofangreind- um tíma. Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk þarf ekki að innrita. Nú er búið að draga í litasam- keppni Krakkaklúbbsins - Lit- aðu myndina. Hér birtast nöfn þeirra 30 heppnu lista- manna sem fá að gjöf ann- að hvort myndbandið íþróttir frá öllum hliðum eða Skúbí dú, glefsur úr hundalífi, sem gefin eru út af fjölskyldunnar. Elsa I. Egilsdóttir - Bústaðavegi 52 - 108 Reykjavík Ásta HrönnGuðmannsdóttir-Dverghamri36-900 Vestmannaeyjum Svanlaug Ósk Ágústsdóttir - Oddabraut 1 - 815 Þorlákshöfn Viðar Ingason - Norðurbyggð 7-815 Þorlákshöfn Inga Sjöfn Sverrisdóttir - Álftarima 1 - 800 Selfossi Hafsteinn Már Hafsteinsson - Trönuhjalla 1 - 200 Kópavogi Guðmundur F. Magnússon - Hagamel 16 - 301 Akranesi Sandra Ósk Egilsdóttir - Spóahólum 18-111 Reykjavík Erla Júlía - Hlíðarvegi 22 - 200 Kópavogi Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir - Engihjalla 9, hæð 7a - 200 Kópavogi Oddur E. Friðriksson - Hamrahlíð 23 - 105 Reykjavík Rán Flygenring - Fýlshólum 9-111 Reykjavík Stefán og Brynjólfur Jónssynir - Stakkhömrum 2 - Reykjavík Ármann Sverrisson - Álftarima 1 - 800 Selfossi Sóley Guðríður Friðsteinsdóttir - Kvíabala 6 - 520 Drangsnesi Sigurlín Ellý Sigvaldadóttir - Krummahólum 4 4c — 111 Reykjavík Svava og Ingunn - Sundlaugavegi 10-105 Reykjavík Tanja Dögg Arnardóttir - Fellsmúla 2-108 Reykjavík Þröstur Leó Jóhannsson - Greniteigi 17 - 230 Keflavík Hrefna Þórey Kristbjörnsdóttir - Mánatröð 12 - 700 Egilsstöðum Linda Dögg Þorbergsdóttir - Hafraholti 16 - 400 isafirði Thelma - Hlíðarbraut 14 - 540 Blönduósi Anton Rúnarsson - Frostafold 6-110 Reykjavík Þorsteinn - Signýjarstöðum - 311 Borgarnesi Elfa Ýr Hafsteinsdóttir - Trönuhjalla 1 - 200 Kópavogi Gunnlaugur Þorsteinsson - Skarðshlíð 28b - 603 Akureyri Tanja Dögg - Funafold 10-112 Reykjavík Tinna Freysdóttir - Alfholti 56c - 220 Hafnarfirði Hans Róbert Hlynsson - Hraunbraut 45 - 200 Kópavogi Víðir Valberg Guðmundsson - Hólatúni 10 - 550 Sauðárkróki Við óskum vinningshöfum hjartanlega til hamingju og þökkum öllum krökkum kærlega fyrir þátttökuna. Vinningarnir verða sendir í pósti á næstu dögum. Fréttir DV-mynd Jóhannes Hreppshús vígt í Aðaldal á 100 ára af mæli hreppsins Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavik; Formleg vígsla á nýju og glæsilegu húsi í Aöaldal, sem byggt var yfir starfsemi Slökkviliðs Aöaldæla, Hjálparsveit skáta og Aðaldæla- hrepp, fór fram 19. mars. Hreppsbú- um og öðrum gestum var boðið að skoða húsið og þiggja veitingar og komu á annað hundrað manns. Það var fyrst rætt fyrir 10 árum að byggja yfir starfsemi slökkviliðs og hjálparsveitar en síðar var ákveðið að skrifstofa hreppsins yrði þar einn- ig. Framkvæmdirnar hófust 1991. Að sögn Dags Jóhannessonar í Haga, oddvita Aðaldælahrepps, vill svo skemmtilega til að Aðaldæla- hreppur á 100 ára afmæli, þannig að húsið er verðug afmæhsgjöf til hreppsbúa. Það var fyrir 100 árum sem Helgastaðahreppi, sem þá var, var skipt í tvennt, í Aöaldælahrepp og Reykdælahrepp. Grundarflörður: Loksins hægt að fá klippingu Kristín Ýr með fyrsta viðskiptavin sinn. DV-mynd Ingibjörg Ingibiörg PáJsdóttir, DV, Grundarfirði; Það segir sig sjálft að í 900 manna byggðarlagi er nauðsynlegt að hafa hárgreiðslustofu. í rúmlega eitt ár hafa Grundfirðingar verið án rakara eöa hágreiðslukonu á staðnum - þurft að leita annað eftir slíkri þjón- ustu eða beðið eftir því að einhver kæmi. En nú hefur ræst úr. Kristín Ýr Pálmarsdóttir opnaði nýlega sína eigin stofu, eða um leið og hún út- skrifaðist sem hárgreiðslusveinn. TurninníSkarði: Áfallalaus notkun í mörg ár - athugasemd frá Globus hf. Vegna viðtals sem birt var í DV þriðjudaginn 5. apríl síðastliðinn við ábúenduma í Skarði í Land- sveit, vegna óánægju þeirra með endingu heymetisturns sem fluttur var inn af Globus hf. á sínum tíma, vill fyrirtækiö koma eftirfarandi atriðum á framfæri: Turninn var reistur fyrir 10 árum og var í stöðugri notkun í a.m.k. 6 ár eftir að hann var reistur án þess að nokkrar athugasemdir væru gerðar við hann og ekki vitað til að neinar kvartanir væru yfir þeim heyafuröum sem úr honum komu nema síður væri. Turninn mun hins vegar hafa staðið ónotaður undanfarin 3-4 ár vegna nýrra heyskaparhátta á bænum sem m.a. munu stafa af því hve langt Skarðsbændur eru famir að sækja heyfeng sinn. Bygging af þeim toga sem hér um ræðir þarfn- ast að sjálfsögðu reglubundins við- halds og ekki síst ef hún stendur ónotuð um lengri tíma. Globus hf. er ókunnugt um hvort nauðsyn- legu viðhaldi hafi veriö sinnt á umræddu timabili. Vorið 1993 kviknaði í gömlum heyleifum sem í turninum vora. Þar sem tuminn er byggður úr málmi getur mikill hiti valdið þenslu og ghðnun á samskeytum, auk þess sem glerhúð sem á málm- inum er missir eiginleika sína. Þegar forráöamenn Globus hf. fréttu af brananum höfðu þeir sambcmd við ábúendur Skarðs og buðu ítrekað fram aðstoð sína við viðgerð og úrbætur eftir brunann. Umræddu boði og ítrekunum þar að lútandi var í raun aldrei svarað og turninn rifinn án vitundar Glo- bus hf. Umrætt boð um aðstoð byggðist hins vegar eingöngu á því hversu löng og ánægjuleg viðskipti Globus hf. hefur átt viö þá Skarðs- bændur um áratuga skeið. Að lokum vilja forráöamenn Glo- bus hf. lýsa yfir furðu sinni á því að fréttamenn blaðsins skuh ekki hafa haft neitt frumkvæöi aö því aö afla frekari upplýsinga um mál- ið frá sjónarhóh fyrirtækisins í umræddri frétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.