Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 31 Sviðsljós Konumar úr Hestamannafélaginu Andvara gerðu ser dagamun a fostu- dagskvöldið þegar þær riðu til móts við konurnar úr Hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði. Reiðleiðin lá í gegnum Heiðmörkina og endaði svo í félagsheimil Andvara þar sem veittar voru veitingar og slegið var á létta strengi. Á myndinni sjást þær Ingibjörg Harðardóttir, Andrea Guðna- dóttir, Inga María, Edda Erlendsdóttir, Gréta Boða Og Margrét Oðins- dóttir. Þær eru allar í Hestamannafélaginu Andvara nema Inga María sem er í Sörla. Hinn vinsæli Bogomil Font er nú kominn frá Bandarikjunum þar sem hann hefur dvalið að undanfórnu. Af því tilefni hélt hann stórdansleik í Perlunni sl. föstudagskvöld ásamt hljómsveit sinni. Þessi skemmtilegi tónlistarmaður olli áhorfendum ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn enda engum líkur. í hringiðu helgarinnar Þessi myndarlegi hópur vakti mikla athygli á Laugaveginum á laugar- daginn þegar hann kynnti atriði úr söngleiknum Cabarett. Hóurinn er frá Söngsmiðjunni í Reykjavík sem er um þessar mundir að setja upp sýningu með brotum úr hinum og þessum söngleikjum í Tjarnarbíói. Þessi uppákoma var aðeins ein af mörgum sem verslunarmenn á Lauga- veginum stóðu fyrir á svokölluðum löngum laugardegi. Starfsmenn og aðstandendur fyrirtækisins Einars Farestveit fögnuðu 30 ára afmæli fyrirtækisins nú um helgina. Á myndinni sjást stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins Einar Farestveit, kona hans Guðrún Farestveit, Arthur Farestveit framkvæmdastjóri, Hákon Einar Farest- veit verslunarstjóri, Edda Farestveit snyrtifræðingur og Gerda Farest- veit fóstra. Menning Juliette Binoche í hlutverki ekkjunnar ungu. Háskólabíó - Blár: ★ V2 Þyngra en tárum taki Pólski kvikmyndaleikstjórinn Krzyszstof Kieslowski er svo hrifinn af frönsku byltingunni og einkunnarorð- um hennar um frelsi, jafnrétti og bræöralag og franska þjóðfánanum þrílita að hann ákvað að gera þrjár kvik- myndir sem kenndar eru við fánalitina, hinn bláa, hinn hvíta og hinn rauða, og fjalla um fyrrnefnd ein- kunnarorð. Háskólabíó sýnir nú þá fyrstu í röðinni, þessa um bláa litinn og frelsið. Blár, eins og myndin heitir, er líklega það sem Kan- inn mundi kalla „dæmigerða evrópska mynd“, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að hún sé af þeirri gerðinni sem kemur óorði á evópska kvikmyndagerð, svo upphafin og tilgerðarleg er hún á allan hátt, án þess að segja manni nokkuð nýrri eða merkilegri sann- indi en aðrar í raun jafn ómerkilegar myndir en sem eru þó kannski ekki í jafn miklum þykjustuleik. Það er ekki nóg að láta aðalleikkonuna vera með fýlusvip nánast myndina út í gegn og láta aðra leikara tala út og suður, helst þunglyndislega og mónótónt, til aö úr verði eitthvert listaverk. Að vísu hefur aðal- persónan Julie (Binoche) svo sem enga ástæðu til að vera brosmild. í upphafi myndar missir hún jú eigin- mann sinn og fimm ára dóttur í bílslysi en kemst sjálf að mestu heO á líkama úr brakinu. Hún ákveður að segja skihð við fortíðina, setur sveitasetrið sitt á sölu og flytur í litla íbúð í fjölbýlishúsi í París. En fortíðin sækir á hana í ýmsum myndum, í líki tónverks sem maðurinn hennar heitinn, eitthvert mesta tónskáld sinnar kynslóðar, var að semja í tilefni sameiningar Evrópu, í gervi þunglyndislegs aðstoðar- manns tónskáldsins sem hefur alltaf elskað Julie á laun. Og þar kemur að unga konan verður að takast á við lífið, hún veröur að horfast í augu við sjálfa sig, taka við stjórninni, sem hún og gerir. Og endir mynd- arinnar hefði sómt sér vel í hvaða eldhúsróman sem er eða Familie Joumal eða Hjemmet. Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson Víst er þetta ákaflega falleg mynd að öllu ytra útliti, uppfull af skemmtilegum vinklum og missymbólískum skotum og fallegri tónlist, en það vantar alla dramat- ík, allt líf í persónurnar, einhveija spennu sem gerir það að verkum að mann langar til að horfa á það sem fram fer á hvíta tjaldinu. Það er hægt að ímynda sér að þama hefði verið hægt að búa til áhugaverða mynd en það tókst ekki, því miður. Kannski takast hinir lit- irnir betur. Blár (Trois Couleurs: Bleu). Handrlt: Krzysztof Kleslowskl og Krzysztof Pieslewicz. Leikstjóri: Krzysztof Kieslowski. Leikendur: Juliette Binoche, Benoit Regent o.fl. MODELSAMTOKIN Skemmtilegt og þroskandi námskeið fyrir ungar stúlkur 13-16 áraog 17 ára og eldri. Sviðsframkoma, ganga, snyrting, hárgreiðsla og framkoma. Myndatökur- pósur. Helgarnámskeið - kennt fjórar helgar. í lokin verður tískusýning og afhent viðurkenningaskjöl. Upplýsingar í síma 643340 eða 37878 milli kl. 17-19. Munið gjafakortin Unnur Arngrímsdóttir. K L Æ Ð N I N G MARMOROC STEINKLÆÐNING A L U C O L I C ÁLKLÆÐNING C A P E PLÖTUKLÆÐNING VERKVER Síðumúla 27, 108 Reykjovik • 7T 811544 • Fox 811545 rn -A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.