Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Síða 33
MÁNUDAGUR 11. APRlL 1994
Leikhópurinn sem leikles verk
Jökuls Jakobssonar.
Leiklestur á
Herbergi 213
Leikritið Herbergi 213 eða Pétur
Mandólín eftir Jökul Jakobsson
verður leiklesið í Leikhúskjallar-
anum í kvöld. Þessi flutningur er
númer tvö í leiklestrarröð Þjóð-
leikhússins sem efnt var tíl í
minningu þessa merka leikskálds
Leikhús
en Jökull hefði orðið sextugur á
þessu leikári. í Herbergi 213 eru
persónur Jökuls einfaldar og
farsakenndar - tákngervingar
ákveðinna manngerða sem tengir
verkið við absúrdleikhúsið. Móð-
ir, eiginkona, ástkona, dóttir,
systir glepja aðkomumann inn í
þau hlutverk sem sérhver þeirra
þarfnast og þráir. En ekkert er
eins og það sýnist. Flytjendur eru
Anna Kristín Amgrímsson, Guð-
rún S. Gísladóttir, Guðrún Steph-
ensen, Jón St. Kristjánsson, Ólaf-
ía Hrönn Jónsdóttír og Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir. Leiklestur-
inn hefst kl. 20.30.
Auður Svanhvít Sigurðardóttir,
fatahönnuður og hattagerðar-
kona.
Hattareru
í sókn
Auður Svanhvít Sigurðardóttir,
fatahönnuður og hattagerðar-
kona, er heimavinnandi tveggja
bama móðir. „Þar sem ég er með
tvö böm heima hef ég reynt að
vinna með heimilisstörfunum og
vinn nánast eingöngu eftir pönt-
unum. Ég geri aðallega tvenns
konar hatta. Annars vegar eru
mjúkir hattar sem eru saumaðir
eftir sniðum, þetta em hattar sem
margir nota um þessar mundir
og em ódýrir í búðum. Ég er nú
samt ekki í þessum ódýra bransa
en geri hattana eftír vissum fag-
Glæta dagsins
reglum. Síðan geri ég hefðbundna
hatta sem em nokkuð stífir og
úr sérstökum hattaefnum, flóka,
stráum og fleira. Þá kemur einnig
fyrir að ég sauma úr fyrirfram
ákveðnum efnum sem passa við
ákveðnar flíkur. Kúnninn kemur
með efni sem er eins og kjólhnn
og vill fá allt í stQ.
Notkun á höttum hefur auk-
ist,“ segir Auður „Það era aðal-
lega þessir ódým hattar sem em
mikið keyptir um þessar mund-
ir.“ Auöur sagði aðspurð að hún
fengist við sitthvað annað: „Ég
sauma til dæmis brúöarkjóla og
dragtir og eiginlega það sem til
fellur en ég er meira í kvenfatn-
aði en herrafatnaði.“
Auður sagði að hún hefði haft
alveg nóg að gera miðað við þann
tíma sem hún hefði til að sinna
starfinu.
-HK
Færðá
vegum
Verið er að opna veginn um Stein-
grímsfjarðarheiði en hann er nú
jeppafær. Þá opnast Breiðadalsheiði
Umferðin
í dag. Annars era vegir á landinu
yfirleitt greiðfærir en nokkur hálka
er víöa, má þar nefna á Holtavörðu-
heiði, Þrengslavegi, Óseyri - Selfoss,
Hveragerði-Þjórsá, Svínavatn,
Laugarvatn, á Skálholtsvegi, Sauðár-
krókur-Hofsós og Hofsós - Siglu-
flörður.
EO Hðlka og snjór ® Vegavinna-aðgát S Öxulþungatakmarkanir
OSS’5'*” Ifl" -
Borgarleikhúsið:
Bubbi og KK halda tón-
leika til styrktar atvinnu-
lausum í Borgarleikhúsinu
í kvöld. Tónleikar þessir
marka tímamót því þetta er
í fyrsta sinn sem þeir spila
Skemmtanir
saman á stórtónleikum.
Gestír mega eiga von á því
að heyra sameiginlega laga-
smíð þeirra félaga því þeir
hafa hist reglulega síðustu
ár til að semja, spila og
skemmta sér. Fyrir utan
sameiginleg lög eiga þeir
hvor um sig nóg af efni tíl
aö spila í kvöld og Bubbi
ætlar að frumflytja nokkur
nýlög.
Jónatan,
Þessi myndarlegi drengur, sem
heitir Jónatan Hróbjartsson, kom
í helminn 4. apríl kl. 20.35. Hann
var við fæðingu 3782 grömm og
mældist 54 sentímetralangur. Jón-
atan er bam Valgerðar Jóhannes-
dóttur og Hróbjarts Jónatanssonar.
Hann á tvö systkini, Viktoríu og
Jóhannes.
Tom Hanks í hlutverki sínu í
Philadelphia.
Tom Hanks
fékk óskarinn
Stjömubíó hefur hafiö sýningar
á myndinni Philadelphia sem er
nýjasta kvikmynd leikstjórans
Jonathans Demme sem þekktast-
ur er fyrir að hafa leikstýrt
myndinni Lömbin þagna (The
Silence of the Lambs). Aðalhlut-
verkið leikur Tom Hanks, lög-
fræðing sem sagt er upp þegar
vinnuveitendur hans komast að
því að hann er með eyðni. Hann
hefur fengið mikið lof fyrir leik
sinn í myndinni og fékk óskars-
verðlaunin eftirsóttu á dögunum.
Hanks er búinn að leika í mörg-
Bíóíkvöld
um kvikmyndum á nokkrum
árum en tiltölulega stutt er síðan
frægðarsól hans fór að skína. Það
var kvikmyndin Big sem gerði
hann að einum eftirsóttasta leik-
aranum. Meðal annarra eftir-
minmlegra mynda sem hann hef-
ur leikið í má nefna Sleepless in
Seattle, The League of Their
Own, Punchline og Tumer and
Hooch.
Nýjar myndir
Stjömubíó: Philadelphia
Háskólabíó: Blár
Háskólabíó: Lith Búdda
Laugarásbíó: Tompstone
Bíóborgin: Sister Act n
Saga-bíó: Rokna-Túh
Regnboginn: Lævís leikur
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 90.
11. april 1994 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 72,320 72,540 71,680
Pund 106.620 106,940 107,250
Kan. dollar 52,170 52,380 52,220 -
Dönsk kr. 10,8070 10,8510 10,8850
Norsk kr. 9,7690 9,8080 9,8440
Sænsk kr. 9,1990 9,2360 9,0870
Fi. mark 13,1560 13,2090 12,9380
Fra. franki 12,3730 12,4230 12,5210
Belg. franki 2,0519 2.0601 2,0792
Sviss. franki 50,2000 50,4000 50,3500
Holl. gyllini 37,6800 37,8300 38,1100
Þýskt mark 42,3300 42,4500 42,8700
it. líra 0,04468 0,04490 0,04376
Aust. sch. 6,0110 6,0410 6,0920
Port. escudo 0,4154 0,4174 0,4151
Spá. peseti 0,5228 0,5254 0.5221
Jap. yen 0,69310 0,69520 0,68370
irsktpund 102.710 103,220 103,420
SDR 101,04000 101,55000 100,90000
ECU 81,8700 82,2000 82,6400
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Krossgátan
y Z 5 ■ r~ r (o r*
? 1 r
10 II
ll 13 !T"
IS- !(p
17- \8
ío J F'
Lárétt: 1 ylgja, 7 ranglaeti, 8 vesöl, 10
garmur, 12 sting, 13 fylu, 15 forma, 16
hress, 17 fljótt, 18 fiskur, 20 durtur, 21
leiðsla
Lóðrétt: 1 ídýfa, 2 gangflötur, 3 óhreinu,
4 bleyta, 5 hanga, 6 fáskiptinn, 9 fullið,
11 rispa, 14 látin, 15 samskipti, 16 vafi,
19 haf.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 fráleit, 8 líðan, 9 lá, 10 akur, 11
glæ, 13 tyrfin, 16 ara, 18 alin, 19 óð, 20
snæða, 22 lakara
Lóðrétt: 1 flata, 2 rík, 3 áður, 4 larfana,
5 engil, 6 ill, 7 tá, 12 æmar, 14 yröát tb
niða, 17 ask, 19 ól, 21 ær.