Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 íslenskur skiptinemi: Sjónvarps- - stjarna í Suður-Kóreu „Þetta voru hálfgeröir landkynn- ingarþættir þar sem dóttir mín lék túrista sem fer aö skoöa merkustu staðina í Suöur-Kóreu. Hún lét vel af því aö leika í þessum þáttum sem voru sýndir á besta tíma í kóreska ríkissjónvarpinu. Þaö er helst að hún kvarti yfir því að geta varla látið sjá sig úti á götu í Seoul. Fólk er alltaf aö glápa á hana og stoppa til að spjalla,“ sagöi Alfreð Þorsteinsson í samtali við DV. Dóttir Alfreðs, Lilja Dögg, er skipti- ^iemi í Suður-Kóreu og stundar nám í háskólanum í Seoul. Þegar gera átti kynningarþætti um landið vantaði útlending til að leika í þeim og varð LiljaDöggþáfyrirvalinu. -hlh ísafjörður: Hættuástandi aflétt í morgun Almannavarnanefnd ísafjarðar ákvað á fundi sínum í morgun aö aflétta hættuástandi á ísafirði og í Hnífsdal. „Sú veðurspá sem við unnum eftir í gær gekk sem betur fer ekki eftir. Við hjá Almannavarnanefnd viljum koma því á framfæri að við metum það við fólk að hafa farið að tilmæl- um okkar,“ sagði Ólafur Helgi Krist- insson, sýslumaður og formaður al- mannavarnanefndar á ísafirði í morgun. Kirkjubólshlíð var rudd í morgun og einnig var unnið að viðgerð á skemmdum sem urðu á rafmangs- línu út á flugvöll þegar flóðið féll síð- degis í gær. Ekki var enn ljóst hvort spennistöð, sem fór á kaf í flóðinu, -íiefði skemmst. Samkvæmt upplýsingum Flug- málastjórnar á ísafirði í morgun var enn rafmangslaust á ísafiröi á níunda tímanum í morgun og ekki búist við að rafmagn kæmist á fyrr en síðdegis. Hins vegar voru tvær vélar frá Flugleiðum lagðar af stað til ísafjarðar á níunda tímanum. -pp Meinatæknar: Ekkert þokast Ekkert þokaðist í samningaviöræð- um meinatækna og ríkisins á laugar- dag og hefur nýr fundur verið boðað- ur hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Edda Sóley Óskarsdóttir, for- maður Meinatæknafélagsins, segir að ekki sé búist viö miklum árangri afþeimfundi. -GHS LOKI Það hlýtur að vera gaman að benzastumlandið! Rögnvaldi Olafssyni (til hægri) tókst að bakka lögreglujeppanum upp i snjóflóðið þannig að billinn sneri ekki hliðinni í flóðið á veginum þegar það hreif bílinn með sér. Birgir Hilmarsson, t.v., segir að þegar hann sá flóðið koma niður hlíðina hafi það ekki verið þægilegasta tilfinning sem hann hafi upplifað. DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson Forsetinn fær Benz: Kostartæpar sex milljónir „Gamli bílhnn var orðinn mjög dýr í rekstri þannig að það var ekki umflúið að kaupa nýjan. Vonandi fáum við nýja bílinn fyrir miðjan júní því þeim gamla er ekki lengur treystandi,“ segir Sveinn Björnsson forsetaritari. Ríkiskaup hefur fest kaup á nýjum Mercedes Benz fyrir forsetaembætt- ið. Kaupverðið var 5.865.000 krónur. Nýi bíllinn leysir af hólmi 13 ára gamlan Cadillac. Auk nýja bílsins á embættið Cadhlac af árgerð 1990, gamlan jeppa og lítinn franskan fólksbíl. „Okkur barst fjöldi tilboða og það var erfitt að velja á milh tegunda. Það komu tilboð um bæði dýrari og ódýrari bíla. Við létum hins vegar skynsemisrök ráða því kaupverðið sem slíkt segir ekki allt. Það þarf líka að huga að viðhaldskostnaði næstu 15 árin og endursöluverðinu." Sveinn segir að á endanum hafi valið staðið milli Cadillac og Merce- des Benz. Af framangreindum ástæð- um hafi þýski bíUinn orðiö fyrir val- inu þrátt fyrir að hann sé um 400 þúsund krónum dýrari en sá amer- íski. -kaa Mikil læti er snj f lóðið lyfti bílnum segir Birgir - flóðið kom aftan á bílirm og ýtti honum út í flöru „Þegar búið var að ryðja fyrra flóðið af veginum vorum við þar að ræða við Odd Pétursson snjó- fióðaeftirlitsmann. Við vorum staddir um það bU á móts við miðj- una á fyrra flóðinu. Þá kaUar Odd- ur skyndUega aö það sé aö koma annað flóð. Hjartað fór á fuUt. Ég sá flóöiö uppi i hlíöinni. Þetta var ekki sú þægilegasta tilfinning sem ég hef upplifað," sagði Birgir HUm- arsson, 27 ára lögreglumaður á ísafirði, í samtaU við DV. Birgir og félagi hans, Rögnvaldur Ólafsson, 22 ára, komust Ufs af síð- degis í gær þegar talsvert breitt snjóflóð féU á veginn skammt frá Kirkjubæ innarlega í Skutulsfirði. Lögreglumennimir voru á Nissan Patrol bifreið aö kanna verksum- merki eftir flóð sem féll skömmu áður. Birgir sagði að þeir félagar heföu verið heppnir en hjartað hefði tekið aðsláhratt. „Þegar flóðið vár að koma keyrði Oddur af staö í átt inn að bænum en við snerum hins vegar út að flugveUi með okkar bU. Oddur slapp síðan með sinn bíl undan flóðmu en viö lentum í því miðju. Það var miklu breiðara en fyrra flóðið. Þetta geröist svo snöggt. Við leituðum bara að undankomuleið en fundum enga. Rögnvaldur náöi að snúa aftur- endanum á bílnum upp í flóðið. Það lamdist á bílnum og hann affelgað- ist á tveimur hjólum. Þetta voru heUmikil læti. Við vorum hrædd- astir um að rúðurnar myndu gefa sig en það gerðist sem betur fer ekki. BílUnn náði einhvern veginn að klóra sig upp þannig að hann var á yfirborðmu i flóðinu. Snjór- inn náði aldrei yfir bíhnn. En við lyftumst upp og þetta voru heljar- mikil læti. Ég héit mér en náði að kaUa í talstöðina til að tflkynna aö við hefðum lent í snjóflóði. Við vorum í beltum og bUUnn stöðvaðist réttur þannig að við horfðum niður í fjöru. Við stigum siðan út úr bíln- um min megin því það var ekki hægt að opna hurðina bflstjóra- megin. Þá var eins og þetta væri ekkert mál. Ég tilkynnti síðan að aUt væri í lagi hjá okkur," sagði Birgir. Birgir telur aö bíUinn hafi farið um 15 metra með snjóflóðinu. Hann sagði að ef Rögnvaldur hefði ekki náð að snúa afturenda bftsins upp í flóðið væru miklar líkur á að bUn- um hefði hvolft og endalokin orðið öðruvisl en raun bar vitni. -ÓTT Veöriðámorgun: Léttskýj- að syðra Á morgun verður norðvestan kaldi og él um norðanvert landið en þurrt og víða léttskýjað syðra. Hiti -2 til 4 stig. Veðrið 1 dag er á bls. 44 s. 814757 HRINGRÁS ENDURVINNSLA Tökum á móti brotajárni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.