Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 Fréttir Ungir sjálfstæöismenn þreyttir á stj ómarsamstarfi með krötum: Löngu tímabært að kanna annað stjórnarsamstarf - húsaleigubætur og stöðuveitingar krata urðu til að fylla mælinn „Menn eru í stjómmálum vegna hugsjóna. Innan okkar raöa gætir mikillar gremju vegna þess hversu langt Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið til að koma til móts við jafnað- arstefnu Alþýðuflokksins. Okkar stefnumál hafa orðið undir og því eiga menn að íhuga hvort ekki bjóö- ist betri valkostir í stjórnarsam- starfi. Við höfum sveigt of mikið af leið í mikilvægum málum til þess eins að halda friðinn," segir Guð- laugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna hefur sent frá sér harðoröa ályktun í garð Alþýðuflokksins þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er hvött til að skoða aðra möguleika á stjórnarsamstarfi. Friðurinn á stjórnarheimilinu er sagður of dýru verði keyptur. Þá er þingflokkurinn hvattur til að sjá sig um hönd og hafna þeirri félagshyggju sem frum- varp um húsaleigubætur boðar. Að sögn Guðlaugs hafa ýmis mál tengd Alþýðuflokknum valdið pirr- ingi innan SUS. í því sambandi bend- ir hann sérstaklega á stöðuveitingar Alþýðuflokksins og nú síðast frum- varp Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra um húsaleigubætur. Guðlaugur segir fyrirséð að upp- taka húsaleigubóta muni hafa skað- leg áhrif á leigumarkaðinn, húsa- leiga muni hækka og skattsvik auk- ast. Nær væri að fella niður skatt af leigutekjum sem ótvírætt muni koma leigjendum betur. Því hafi SUS séð sig knúið til að álykta um stjóm- arsamstarfið núna. „Frumvarp þetta og framkvæmd þess gengur þvert á stefnu Sjálfstæð- isflokksins og mun engum verða að gagni nema þeim sem trúa því að meiri ríkisafskipti tryggi betra þjóð- félag. Stjóm SUS lýsir furðu sinni á því að frumvarpið skuli vera sam- þykkt af ríkisstjóm sem Sjálfstæðis- flokkurinn á aðild að. Kjósendur hafa hingað til getað treyst því að Sjálfstæðisflokkurinn berðist hat- ramlega gegn málflutningi af þessum toga,“ segir meðal annars í ályktun stjórnar ungra sjálfstæðismanna. Valgerður Steinunn Friðriksdóttir, sem er elst íslendinga, varð 105 ára í gær og fagnaði því ásamt skyldfólki sínu, vinum og sambýlisfólki á dvalarheimilinu Hlið á Akureyri. Þegar vegleg afmælisterta hafði verið á borð borin fyrir sambýlisfólk Valgerðar stillti starfsfólk heimilisins sér upp og söng afmælissönginn afmælisbarninu til heið- urs og klappaði henni lof í lófa í tilefni þessa merka áfanga. DV-mynd gk Lagaleg hlið kynlifsmálsins 1 Kópavogi: Málið teygjanlegt og loðið í tíma og rúmi - segir Sigurður Helgi Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Bætt lánafyrir- greiðslavið íslenskan skipa- smíðaiðnað „Ég lít svo á að það séu sameigin- legir hagsmunir útgerðar og iðnaðar að viðhalda þessari atvinnustarfsemi í landinu. Þessi bætta lánafyrir- greiösla til íslensks skipasmíðaiðn- aðar er veruleg breyting sem mun örva viðgerðir og endurbætur hér á landi. Þetta er enn einn þátturinn í því starfi að treysta innlendar skipa- smíðar í sessi,“ segir Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra. Sjávarútvegsráðherra og iðnaöar- ráðherra hafa undanfarnar vikur átt í viðræðum við Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð í því skyni að finna leið- ir til að örva skipasmíðaviðgerðir innanlands. Niðurstaða þessara viö- ræöna var kynnt í ríkisstjóminni í gærmorgun. Af hálfu Fiskveiðasjóðs hefur verið fallist á ýmsar breytingar á útlána- reglum til meiri háttar viðgerða og endurbóta á fiskiskipum. Reglugerð- arbreyting hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt nýju regluninn verður gengið úr skugga um að innlendra tilboða hafi verið aflað áður en lánað er úr sjóðnum. Lánshlutfallið vegna verkefna innanlands hækkar úr 65 prósent í 70 prósent en helst óbreytt vegna verkefna erlendis. Lán til inn- lendra verkefna verða afborgunar- laus fyrstu tvö árin og lánstíminn verður lengdur um tvö ár. Auk þessa hefur Iðnlánasjóður ákveðið að bjóða lán vegna innlendra endurbóta og viðhaldsverkefna í skipaiðnaði úr útflutningslánasjóði. Lánsupphæðin getur numið allt aö 20 prósentum af samningsupphæð gegn viðhlítandi tryggingum. Máliðekkií höndumhús- næðisnefndar Kristján Haraldsson, fram- kvæmdastjóri húsnæðisnefndar Kópavogs, segir aö nefndin sem slík hafi ekki tök á að aðhafast neitt í máli kvennanna sem neyddust til að flytja út úr íbúðum sínum í bænum vegna „óhljóðanna“ í nágrönnum sínum. Um sé að ræða eignarhús- næði og búið sé að aíhenda fólkinu íbúðimar. Konumar hafl skflað sín- um íbúðum. Kristján segist ekki sjá neina aðra leiö en lagaleiðina fyrir þær að fara eða þá íbúa sem eftir séu í húsinu, nema samkomulag náist. Aðspurður hvort konumar geti fengið úthlutað nýjum íbúðum frá húsnæðisnefndinni segir Kristján að þær verði aö sækja um upp á nýtt til að fá úr því skorið. Hins vegar telji hann, sem starfsmaður nefndarinn- ar, líklegt að þær fái úthlutað aftur í Ijósi fyrri atburða. „Ég hef nú verið í 16 tfl 17 ár í þess- um málaflokki og þetta er í fyrsta skipti sem mál tekur á sig þessa mynd,“ segir Sigurður Helgi Guð- jónsson, hæstaréttarlögmaður hjá Húseigendafélaginu, um mál sem mikið hefur verið fjallaö um í fjölm- iðlum og tengist hávaðasömu kynlífi tveggja einstaklinga í fjölbýlishúsi í Kópavogi. „Fjölbýhshúsalöggjöfin fjallar ekk- ert um kynlíf og kynlífsathafnir og gefur engar leiðbeiningar um hvað má og ekki má. Lögin segja aðeins að íbúar skuli gæta þess að valda öðrum ekki ónauðsynlegu ónæði og óþægindum. Það gildir um hvers kyns áreiti og þess vegna líka um svona kynlífsathafnir. Almenna reglan er sú að mönnum er frjálst að gera það sem þeir vilja í sínum íbúðum og þykir svona gagnlegt, gaman og gott. Þetta frelsi manna takmarkast hins vegar af rétti ann- arra til að njóta sinna eigna í friði án þess að blygðunarsemi þeirra sé meidd. Mörkin þarna á milli, mifli þess sem er leyfilegt og óleyfflegt, byggjast á þessu hagsmunamati milli tveggja sjónarmiða og eru afstæð í tíma og rúmi, eins og maður segir, og mörkin geta líka verið loðin og teygjanleg, eins og fleira í þessum efnum. Ef ónæðið keyrir um þver- bak, eins og þessar ólíkindalýsingar benda til og þetta afreksfólk vfll ekk- ert slá af þrátt fyrir áminningar eða aðvaranir þá segja íjölbýlishúsalögin að húsfélag geti krafist þess að við- komandi flytji úr húsinu," segir Sig- urður. Vottorð kynlífsfræðings Hann segir sönnunarbyrðina hvíla á húsfélaginu og hún sé mjög ströng í málum sem þessum. „Það þyrfti ef til vill í slíku máh að fá mat eða vottorö frá einhverjum kynlífsfræðingi um hvað tahst geti eðlilegt svona almennt séð, hversu oft, hvenær, með hvaða hljóðum og hvenær menn fari út fyrir normal mörk í svona efnum en menn hljóta hka að spyrja hvort hljóðeinangrun sé ábótavant í þessu húsi,“ segir Sig- urður. Hann segir ekki ljóst hver réttar- staða kvennanna, sem fluttu úr hús- inu, sé í þessu tfiviki. Þær hafi ein- faldlega gefist upp og farið sína leið án þess að reyna tfl hlítar að fá úr- lausn sinna mála. Máhð sjálft hefur vakið mikla at- hygh. í helgarblaði DV var viötal við konurnar sem fluttu úr íbúðum sín- um vegna ónæðisins þar sem þær sögðu farir sínar ekki sléttar. Rétt er þó að hafa í huga gamla sænska vísu, sem flallar um vanda þess að búa í fjölbýlishúsi: Á loftinu er kæti og khður þótt klukkan sé senn oröin tólf. Þá lýstur þanka niður að þak mitt sé annars gólf. Stuttar fréttir ÚthýstáLandakoti . Öllum röntgenlæknum Landa- kots hefur verið sagt upp starfs- aðstöðu sinni frá 1. júh, í tengsl- um viö sameiningu Borgarspítala og Landakots. RÚV gi'eindi frá þessu. Menningarborg Evrópu Borgarráð hefur ákveðið að sækjast eftir þvi að Reykjavík verði menningarborg Evrópu ár- ið 2000. Skipuð hefur verið nefnd í máhð sem leita mun eftir sam- starfi við ríkið um það. FJöldi nýrrakjósenda Um 17.200 mamis kjósa til sveit- arstjórnar í fyrsta sinn í vor. Alls verða á kjörskrá 186.377 á kosn- ingadaginn, 28. maí. Sóðar skaðabótaskyldir Umhverílsráðherra hefur lagt til að sá sem mengi eða spilli umhverfi af ásetningi eða gáleysi sé skaðabótaskyldur. RÚV greindi frá þessu. Menntamálaráðherra hefur staðfest útlánareglur LÍN fyrir næsta námsár. Frítekjumark námsmanna í lciguhúsnæði verð- ur 180 þúsund krónur en 140 þús- und hjá þeim sem búa heima. Lán vegnabóka-og efniskaupahækka um 33% og lán vegna ferðakostn- aðar hækka ura 10%. Hagkaup, BYKO og IKEA hafa hætt viö fyrirhugaðar byggingar- framkværadir í Smárahvamms- landi í Kópavogi. Samkvæmt MbL hefur Kópavogsbær keypt lóðina aftur á 80 mifljónir. Drukknlr á vélsleðum Algengt er að menn sem slasast á vélsleðum hafi verið drukknir við aksturinn. Samkvæmt RÚV eru dæmi um að sömu mennimir slasist aftur og aftur. Þrjátiu sektaðir Lögreglan hefur kært tæplega 30 ökumenn frá mánaðamótum fyrir að vanrækja aö taka nagla- dekkin undan bílum sínum í tíma. 2500 króna sekt liggur við broti sem þessu. Skógarhögg í Reykjavik Skóræktarfélag Reykjavíkur ætlar aö heija viðarvinnslu. Sam- kvæmt RÚV hefur verið keypt vél til aö saga viöinn í borð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.