Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 KEA er enn langt frá því að vera á hættusvæði - aö mati löggilts endurskoðanda þrátt fyrir 425 milljóna tap á tveimur árum „Auðvitað sýna þessir reikningar erfiðleika í rekstri. Þeir sýna að mínu mati of háan fjármagnskostnað hjá gamalgrónu fyrirtæki og að tyrir- tækið hefur tekið þátt í áhættusöm- um rekstri eins og vatnsútflutningi," segir löggiltiu- endurskoðandi sem hefur skoðað reikninga Kaupfélags Eyfirðinga sem lagðir voru fyrir að- alfund félagsins á dögunum. Þar kom fram tæplega 250 milljóna króna tap á rekstri KEA og hlut þess í tapi dótt- urfyrirtækja á síðasta ári og tapið er um 425 milljónir á tveimur síðustu árum. Menn hafa velt því fyrir sér í fram- haldi af þessu hvort stórveldið KEA gæti orðið eitt af næstu gjaldþrota- fyrirtækjunum á Akureyri en talið er að atvinnulífið þar megi ekki við fleiri stóráföllum. „Fyrirtækið er svo gífurlega mikUvægt fyrir Akur- eyrarhæ að það yrði einfaldlega ekki látið fara á hausinn. Ef til þess kæmi að sú staða blasti við myndi bærinn einfaldlega feUa niður gjöld og jafn- vel koma til aðstoðar á annan hátt,“ sagði annar viðmælandi DV. „Ann- ars er umræða um hugsanlegt gjald- þrot KEA aUs ekki tímabær að mínu mati, fyrirtækið er geysisterkt og ekki á hættusvæði," bætti þessi sami maður við. Eignir KEA umfram skuldir eru um 2,3 mUljarðar króna og viðmæl- andi DV sagði að hægt væri að setja dæmið upp á einfaldan hátt. „Ef KEA tapar 250 milljónum króna á ári tek- ur 9-10 ár að éta þetta eigið fé upp. Spumingunni um hvað fengist fyrir þessar eignir félagsins getur hins vegar enginn svarað." Tap KEA af eiginlegum rekstri á síðasta ári nam 51 miUjón króna en hlutdeUd KEA í tapi dótturfyrirtækj- anna varö um 196 miUjónir. „Sum þessara dótturfyrirtækja standa Ula og fari þau í gjaldþrot afskrifar KEA hlutafé sitt í þeim. Þá minnkar eigið fé KEA en tapreksturinn yrði líka úr sögunni. Þetta er miklu frekar spuming um hvað KEA stendur lengi í því að borga hlut sinn í tapi dótturfyrir- tækjanna eins og t.d. AKVA en KEA tapaði 130 milljónum á vatnsútflutn- ingsfyrirtækinu á síðasta ári. Megnið af þessu er vegna markaðssetningar í Bandaríkjunum og KEA-menn hta á það sem fjárfestingu. Gangi þetta dæmi ekki upp þá hafa þessir pening- ar þegar verið afskrifaðir. Eg held að það sé ekkert athugavert við að menn velti fyrir sér slæmri stöðu KEA sem er geysUega mikUvægt fyr- ir Akureyringa og reyndar afia Ey- firðinga en gjaldþrot þess er aUs ekki á næsta leiti,“ sagði viömælandi DV. Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri, KEA, er geysisterkt og ekki á hættusvæði þrátt fyrir umtalsvert tap félagsins og dótturfélaga. Þetta er mat löggiits endurskoðanda sem DV ræddi við. INGVELLIR Mosfells- heiöl Höfúöi svæöh Helllshelöi Þjóðhátíðin á Þingvöllum 17. júní: Einstef na verður um Mosfellsheiði Einstefna verður um Mosfells- heiði, frá Vesturlandsvegi að Kára- stööum, vegna hátíðarhalda á Þing- vöUum þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þetta gUdir frá Reykjavík að Þing- völlum kl. 8-12 um morguninn og frá ÞingvöUum til Reykjavíkur kl. 15-19 síðdegis. Vænta má að leiðin verði lokuð í um hálfa klukkustund þegar þjóðhöföingjar og aðrir gestir verða fluttir á milh. Suðurlandsvegurinn verður hins vegar opinn aUan tím- ann þannig að fólk getur komið og farið eftir eigin hentugleikum. Brátt verður hafist handa við að lagfæra gömul bUastæði á ÞingvöU- um. Tún og tjaldstæði verða afmörk- uð og notuð sem viðbótarbUastæði. Öryggisgæsla verður mikil. Lög- regluþjónar á hverjum gatnamótum, á vélhjólum og í þyrlu, tU að Uðka um fyrir umferðinni sem verður væntanlega þung. Búist er við að 30-80 þúsund manns sæki þjóðhátíðina á Þingvöllum. Þjóðhöföingjar Norðurlandanna koma hingað tU lands tU að taka þátt í hátíðarhöldunum. Þeir eru Karl Gústaf Svíakonungur og SUvia drottning, norsku konungshjónin Haraldur og Sonja, Margrét Dana- drottning og Hinrik drottningarmað- ur, Martti Ahtisaari, forseti Finn- lands, og eiginkona hans, Eeva. Einnig er búiö að bjóða fulltrúum ríkisstjórna utan Norðurlandanna. í dag mælir Dagfari Of beldi að handan Það er ekki lengur tahð öruggt að vera á ferU í miðbæ Reykjavíkur aö næturþeh. Allavega ekki um helgar. Þar ganga ofbeldismenn ljósum logum og ráöast með bar- smíðum, spörkum og hrúfstungum að saklausum vegfarendum. Óþjóðalýðurinn fer jafnvel um í flokkum og til að mæta slíkum hópum þarf sveit fílelfdra lögreglu- manna. Þess vegna er fóUd ráðlagt að halda sig heima ef það vill ekki verða fyrir Ukamsárásum. Að vísu er alltaf eitthvað um slagsmál í heimahúsum þegar hjónum eða ættingjum lendir saman yfir því á hvora sjónvarpsstöðina á að horfa eða þegar deilt er um hvort kjósa eigi Áma eða Ingibjörgu. En svona almennt hefur fólk verið tahð nokkuö óhult í heimahúsum. Nú er hins vegar komið á daginn aö það er falskt öryggi að telja sig óhultan heima fyrir. Það er sama hversu rammbyggilega menn hafa búið um sig. Það skiptir ekki máU hversu margir slagbrandar em fyr- ir hurðum eða hversu öflugt þjófa- vamarkerfi er sett upp. Ofbeldis- menn úr öðrum heimi ganga ljós- um logum í parhúsi í Bústaða- hverfinu og sæta færis að murka lífið úr heimfiisfólkinu. DV flutti fréttir af máUnu í gær og húsbónd- inn lýsir atganginum í samtaU við hlaðið: „Vemrnar valda okkur sjóntrufl- unum, hjartslætti, andþrengslum og kuldaköstum fýrir utan óþæg- indin að finna til nálægðar þeirra," er haft eftir heimiUsföðumum. Og ekki er aUt búið enn því maðurinn segir að ráðist hafi verið á konu sína, kaðall settur um háls henni og hert að. Sjálfur hefur hann feng- ið bmnasár undan reipi sem notað var á hann. Húsbóndinn í Bústaðahverfinu sem segist vera „næmur og sterk- ur“ hefur taUð upp í tólf vemr þama inni í einu. Það segir sig sjálft að þau hjónin mega sín ekki mikils gegn slíku draugagengi. Enda kemur fram að þau hjónin mgga til í rúminu aUa nóttina og það segir sig sjálft að fólk sem er upp úr því vaxið að láta mgga sér í svefn kann Ula við svona hátta- lag. En raggið er svo sem saklaust miðaö við þessar tilraunir tU að kyrkja frúna með kaðU. Það stoðar Utt aö hringja í lög- regluna og kæra árásir sem þessar. Laganna verðir eiga fuUt í fangi með að hafa hemfi á venjulegu of- beldi en standa ráðþrota gagnvart ofbeldi að handan. Sem betur fer eigum við íslendingar hins vegar fleiri miðla en nokkur önnur þjóð miðað við fólksfjölda. Húsbóndinn í Bústaðahverfi segir enda í frétt DV að þau hjón hafi ákveðið aö kaUa til starfandi miðU. Sá mun eflaust ráðast ótrauður tU atlögu viö þessar ofbeldisverur úr öðmm heimi. Raunar er þetta mál langt frá því að vera einsdæmi því af og til fréttist af ofbeldisfullum draug- um hingað og þangað um landið. Því virðist vera full þörf á sér- hæföri sveit lögreglumiðla sem hafi þann starfa að koma öndum yfir ofbeldisdrauga. Það er líka eðlUegt að með sívaxandi fjölda miðla komi tíl ákveðin sérhæfing. Sumir gætu þá annast ofbeldisseggi að handan, aðrir sinnt árulýsing- um og enn aðrir verið í þessu venjubundna miðladjobbi varð- andi móttöku skUaboða að handan. Svo em það lækningamiðlar, reik- unarmiðlar óg heUunarmiðlar svo ekki sé minnst á fjölmiöla. Miðla- starfsemin er orðin mikUl bisness og því hggur beint við að varðmiöl- ar fari að auglýsa þjónustu sína. Vonandi tekst Bústaðadraugun- um ekki að ragga hjónunum út úr húsi eða kyrKja frúna með kaðlin- um áður en miðilhnn nær vopnum sínum. En þetta dæmi sýnir okkur að það er aldrei of varlega fariö. Þaö er ekki nóg að forðast miðbæ- inn um helgar heldur verður fólk líka að vanda vahð á húsdraugun- um. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.