Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 Stuttar fréttir Óeirðiraukast Óeirðir milli Suður- og Norður- Jemen aukast og líklegt þykir aö landið eigi eftir að skiptast í tvennt. Viijafríð SÞ segja að Serbar og múslímar séu sammála um að þörf sé á vopnahléi til aö binda enda á stríöið í Bosnlu. Ódæðtsverk á Haítí Clinton Bandarikjafor- seti segir að ný alda ódmðis- verka á Haítí neyði hann til að hugleiða hernaðaríhlut- un Bandaríkja- manna á staðnum ef leiötogar neita að koma á lýðræði. Krefjast aukins lýðræðis Mannréttindasamtök í Mar- okkó kreíjast þess að yfirvöld komi á auknu lýöræði í landinu og hætti aö stjórna fjölmiðlum. Réttirfriðarhönd Clinton ætlar að rétta N-Kóreu- mönnum friðarhönd ef þeir lofa að framleiða ekki kjamorku- vopn. Skutuniðurherþotu Hersveitir frá N-Jemen, sem eru staddar í S-Jemen, skutu nið- ur herþotu sem flaug yfir búðir þeirra. Aukin aðstoð til S-Afríku Clinton segist ætla að tvöfalda fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna til S-Afríku. Ræðstáíran Rithöfundur- inn Salman Rushdie, sem hefur vcrið i felum vegna bókarskrifa, sagði nýlega að í íran væri ein grimmasta og ómannúðlegasta sljórn sem nú væri uppi. HugiAfrðcu Yflrmenn ílugfélaga í Afríku segja enn langt í land með að bæta flugsamgöngur i landinu. Mannréttindi Clinton segir aö Kína eigi enn eftir aö bæta mannréttindin áður en tekið verður á samníngum um viðskiptí landanna á milli. Hundruðsaknað Hundruð manna er saknað eftir fárviörið sem gekk yfir Bangla- dess. 130 manns fórust og sjö þús- und slösuöust. Andstæðingar Stjómarandstööuflokkur í Za- ire ætlar að sniðganga þingið þar tíl tekið verði tillit til frambjóð- anda til forsætisræðaherraemb- ættisins. Frumraun Berlusconis Frumraun Beriusconis á sviði alþjóða- stjómmála var í gær þegar hann ræddi við forsætisráð- herra Japans, Tsutomo Hata, sem var i opinberri heimsókn á Ítalíu. Þeir ræddust viö í 45 mín- útur og fór vel á með þeim. Svipuhöggum fækkað Yfirvöld í Singapore ætla að fækka svipuhöggum bandaríska unglingsins úr sex i fjögur. Kaffrverð hækkar Verð á kafli hefur hækkaö um 5%. Reuter Utlönd Yasser Arafat, leiðtogi Palestinumanna, gægist inn í forláta Mercedes Benz 300 SL Coupe, árgerð 1954, sem er til sýnis á Mercedes Benz safninu í Stuttgart í Þýskalandi. Arafat heimsótti safnið í fyrradag en í morgun beið hans öllu mikilvægara verk sem var undirritun sjálfsstjórnarsamnings Palestínumanna og ísraels. Simamynd Reuter Arafat og Rabin ýttu ágreiningsmálum til hliðar á næturfundi: Undirrituðu samning um sjálfsstjórn PLO - þúsund palestínskir fangar látnir lausir 1 dag Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, og Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, skrifuðu undir sögulegt samkomulag um takmark- aöa sjálfsstjórn til handa Palestínu- mönnum á Gaza og í Jeríkó með viö- höfn í Kaíró í morgun. Leiðtogarnir áttu meö sér sex klukkustunda langan fund í gær- kvöldi og nótt þar sem þeir ákváðu að ýta þeim ágreiningsmálum sem eftir væru til hhðar. „Við erum búnir að klára allt og í dag skrifum við undir,“ sagði Nabil Shaath, samningamaður Palestínu- manna, við fréttamenn. „Við fengum ekki allt sem við vildum en þetta er þó byrjunin." Shaath sagði að ákveðið hefði verið að fresta umræðum um helsta ásteytingarsteininn, sem er stærð Jeríkósvæðisins sem PLO fær. Uri Dromi, samningamaður ísra- ela, sagði að stjórn sín hefði boðist til að stækka Jeríkósvæðið sem Palestínumenn fá úr 56 ferkílómetr- um í 62 ferkílómetra. Arafat hafði krafist helmingi meira en hann mun flytja höfuðstöðvar sínar frá Túnis til Jeríkó. Dromi sagði að ísraelsmenn heíöu einnig hafnað því að einkennis- klæddir palestínskir lögregluþjónar væru á Allenbybrúnni milli Jeríkó og Jórdaníu. Bæði málin verða tekin upp síðar. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Hosni Mu- barak Egyptalandsforseti tóku þátt í hluta viðræðnanna í forsetahöllinni í gær til aö ýta á eftir samkomulagi. Samkomulag þeirra Arafats og Rabins í gærkvöldi batt enda á get- gátur manna um aö deiluaðilum tæk- ist ekki standa viö loforð um að und- irrita sjálfsstjórnarsamninginn i dag. ísraelsmenn hafa heitið því aö flytja hermenn sína á brott frá Gaza og Jeríkó innan 21 dags. ísraelsmenn sögöu í morgun aö þeir ætluðu að leysa úr haldi palest- ínska fanga samhhða undirritun- inni. Heimildarmenn meðal Palest- ínumanna sögöu að þúsund fóngum yröi gefiö frelsi. Sex hundruð og fimmtíu þeirra eru frá Gaza og hinir frá herteknu svæöunum á vestur- bakkanum. „Fangar veröa látnir lausir um leið og samkomulag er í höfn,“ sagöi heimildarmaöur innan ísraelska hersins í morgun. Reuter Kjörstjóm S-Afriku rannsakar: Zúlúmenn sakaðir um kosningasvindl Konur og börn frá Rúanda i flóttamannabúóum í Tanzaníu þangað sem 250 þúsund manns flúðu undan stríðsátökum. Símamynd Reuter Sívaxandi grimmd í Rúanda: Morðingjarnir elta hina lifandi uppi Yfirkjörstjórn í Suður-Afríku, sem annaöist framkvæmd kosninganna í síðustu viku, rannsakar nú hvort ásakanir Afríska þjóðarráðsins um víðtækt kosningasvindl Inkatha- hreyfingar zúlúmanna eigi við ein- hver rök að styðjast. Buthelezi og félagar hans i flokki zúlúmanna eru nú undir smásjá kjörstjórnar. Símamynd Reuter „Afríska þjóðarráðið hefur stað- hæft að umfangsmikiö kosninga- svindl hafi átt sér stað í KwaZúlú- Natal. Við erum að rannsaka mál- ið,“ sagði Pieter Cronje, talsmaður kjörstjórnarinnar, í samtali viö Reuters-fréttastofuna. Cronje sagði að ásakanir þessar væru cdvarlegri en aðrar af svipuð- um toga að undanfömu þar sem svindlið, sem sagt er að hafi átt sér stað, gæti breytt niöurstöðum kosn- inganna. „Ég kann ekki aö skýra frá ásökun- unum í smáatriöum en þjóðarráðið staöhæfir að ekki hafi verið allt með felldu í nokkrum kjörkössum og innihaldi þeirra,“ sagði Cronje. Hann sagði aö umdeildir kjörseölar væru ekki með í aðaltalningunni. Talsmenn Inkathahreyfingarinnar vildu ekki tjá sig um ásakanir þjóðar- ráðsins að svo stöddu. Starfsmenn þjóöarráðsins segja að átt hafi verið við kjörkassa sem komu frá þeim svæðum utan borg- anna þar sem zúlúmenn hafa tögl og hagldir. „Þaö voru kassar sem voru þannig fylltir að okkur grunar aö einhver hafi sett atkvæðaseðla í þá á óeölilegan hátt,“ sagði Bheki Cele, starfsmaðurþjóðarráðsins. Reuter Ekkert'lát er á voöaverkum í Afr- íkuríkinu Rúanda þar sem morðingj- ar elta uppi þá sem hafa lifað af hörmungarnar með sívaxandi grimmd. Þeir láta beiöni erlendra ríkja um að binda enda á ofbeldið sem vind um eyru þjóta. Hundruð stjórnarhermanna og annarra sveita, sem m.a. eru vopnað- ar handsprengjum og hnífum, komu í veg fyrir að þrjú hundruð óbreyttir borgarar gætu flúið höfuðborgina Kigah um borð í bílum Sameinuðu þjóðanna. Þá skýrði Alþjóða Rauði krossinn frá því að 21 bami hefði verið slátrað á munaðarleysingjaheimili í suður- hluta landsins á sunnudag og þrettán sjálfboðahðum á vegum samtakanna hefðu beðið sömu örlög. Tahö er aö um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í morðöldunni sem hefur gengið yfir Rúanda aö undanförnu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.