Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 Utlönd Kapparnir úr Rolling Stones eru langt frá því að vera hættir því þeir tilkynntu nýlega að þeir ætluðu að hefja hljómleikaför um heiminn. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir i Washington 1. ágúst. Símamynd Reuter Hollenska stjómin tapaði þriðjungi þingmanna sinna: Hollendingar vilja aðra sljóm og aðra stef nu Samsteypustjórn Kristilegra demókrata og Verkamannaflokksins í Hollandi tapaöi einum þriöja sæta sinna á þingi landsins í kosningun- um í gær. Ekki er þó talið útilokaö aö flokkunum takist aö fara áfram með völdin með fulltingi þriðja flokksins, sennilega hins vinstrisinn- aöa D66. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöð- um fékk Verkamannaflokkurinn flesta þingmenn, eða 37, en kristileg- ur fengu 34 þingsæti. Flokkana vant- ar því fimm sæti upp á hreinan meirihluta í neðri deild þingsins þar sem sitja 150 menn. Endanleg úrslit verða kunn einhvem tíma í dag en ekki var talið líklegt aö þau yrðu önnur. Hinn íhaldssami flokkur frjáls- lyndra og D66 unnu mikið á. Frjáls- lyndir fengu 31 mann kjörinn en D66 24. Þá juku öfgamenn til hægri fylgi sitt og tveir flokkar eftirlaunaþega fengu samtals sjö þingsæti. „Þessi ríkisstjórn fékk ótrúlega út- reið hjá kjósendum," sagði Frits Bol- kenstein, leiðtogi fijálslyndra. „Hin pólitísku skilaboö eru skýr: Hollend- ingar vilja aöra stjóm, aðra stefnu." í kosningunum 1989 fengu kristi- legir 54 sæti, Verkamannaflokkurinn 49, frjálslyndir 22 og D66 12 sæti. Ýmsar skýringar eru á lofti um fylgishrun Kristilegra demókrata, svo sem ótti almennings við atvinnu- leysi, óánægja manna með pólitíska kerfið. Þá er talið að sú ákvörðun Ruud Lubbers forsætisráðherra um bjóða sig ekki fram eigi þar einnig hlut aö máli. Lubbers ætlar sér að keppa um stöðu forseta fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins sem Jacques Delors gegnir nú. Reuter Frændþjóðir vilja styrkja samstarfíð Marita Pet- ersen, lögmað- ur Færeyja, er nýkomin heim úr opinberri heimsókn til Grænlands þar sem einhugur var um að styrkja samstarfið milli frænd- þjóðanna tveggja. Petersen reyndi að afla verk- efna fyrir færeyskan byggingar- iðnað sem hún telur búa yflr reynslu sem geti komiö Græn- lendingum til góða. Ekki fékk hún þó nein loforð þar um. Áformaö er að byggja sjö ftug- brautir á Grænlandi á þessum áratug en Grænlendingar vilja að innlend fyrirtæki sjái um gerð þeirra að svo miklu leyti sem það er hægt. Blýlausa bensín- IðofanáíEvr- ópusambandinu Notkun blýlauss bensíns innan Evrópusambandsins hefuraukist svo að undanfórnu aö notkun þess er nú í fyrsta skipti orðin meiri en notkun gamaldags blý- bensíns. Samkvæmt upplýsingum frá hagstofu ESB voru 53,3 prósent alls bensíns, sem notað var innan ESB í fyrra, blýlaust bensín. Árið 1992 var hlutfall þess 47,1 prósent og 1991 40,7 prósent. Fyrir átta árum nam notkun blýlauss bensíns aðeins einu pró- senti af heildarbensínbrennslu sambandsrikjanna. Þjóðverjar eru grænastir ailra, með 88,7 prósent blýlaust á heimamarkaöi. Górillugarði lok- aðvegnaátak- annaíRúanda Stjórnvöld í Úganda hafa lokað íjallaþjóðgarðinum Mgahinga þar sem fágætar fjallagórillur hafast viö og var þaö gert af ótta viö að styrjaldarátökin í ná- grannaríkinu Rúanda stofnuðu lifi ferðamanna í voða. „Við erum búnir að loka Mga- hinga þjóðgaröinum fyrir ferða- mönnum vegna þeirra eigin ör- yggis. Líkurnar á því að bardag- amir berist inn í garðinn eru mjög miklar," sagði embættis- maður þjóðgarða Uganda. Lokun garðsins kemur sér afar illa fyrir Úganda sem rukkar feröamenn um sjö þúsund króna gjald fyrir að fylgjast með górill- unum í þokuslæðum Qallaskóg- anna. Dómarivísarfrá kæruáhendur Nicholson Niðurstöður nýrra rannsókna: Mikil aukning á húðkrabba - læknar vara fólk við óhóflegum sólböðum Myndirafber- brjósta prins- essutilsölu Spænsk fréttastofa býð- ur nú til sölu myndir aí' Dí- önu prinsessu sem teknar yoru af henni þegar hún lá berbrjóstaí sól- baði á Malaga á Spáni í síðustu viku. Það voru tveir spænskir Ijósmyndarar sem bókuðu sig inn á sama hótel og prinsessan og þeim tókst að ná af henni um 30 myndum þar sem hún lá I sól- baði. Evrópsk fréttastofa hefur boðist til að borga um hundrað milljónir fyrir eir.karétt á birt- ingu myndanna. Ðíana er sögð vera yflr síg reið vegna myndanna en hún hefur oftsinnis sagt að hún sé búin að fá sig fullsadda á ágengum ljós- myndurum. Hafameiri áhyggjuraf kjarnorku Konur hafa meiri áhyggjur af vandamálum sem stafa af kjarn- orku en karlmenn samkvæmt nýrri könnun sem gerð var í Jap- an, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Konur hugsa meira um kom- andi kynslóöir, heilsumál, og hin mannlegu mál,“ sagði Collette Lewiner, einn af yfirmönnum fyrirtækis á sviði kjarnorku í Frakklandi. Samkvæmt könnuninni sögðu 51% japanskra karlmanna aö kjarnorka væri mikilvæg orka fyrir landið miðað við 44% kvenna. I Frakklandi svöruöu 46% þessu játandi miðað við 61% karlmanna. Niðurstöðurnar voru svipaöir í hinum löndunum. 14árastrákur drapföður kær- ustuslnnar Fjórtán ára gamall drengur í Nagasaki í Japan drap fóður kær- ustu sinnar með því að stinga hann til bana eftir að faðirinn hafði skipað parinu að slíta sam- bandinu. „Ég varö bijálaður þegar herra Nakama sagðist vera andvígur sambandinu. Ég hélt að við gæt- um verið saman ef ég myndi drepa hann,“ sagði drengurinn. Drengurinn lét ekki nægja að drepa bara föðurinn heldur stakk hann einnig eldabuskuna hans. Ekki fylgir sögunni hvemig dóttirin tók athæfi kærasta síns en hún var úti að labba með hundinn sinn þegar þetta geröist. Hefurákveðið aðgiftasigá næstaári Leikkonan j Whoopi Gold- berg tilkynnti í bandaríska I viötaisþættin- um Larry King Alive fyrir skömmu að hún ætlaði að gifta sig á næsta ári. Tilvonandi eiginmaður hennar heitir Lyle Trachtenberg, og starfar hjá verkalýðssamtökum. Goldberg sagði að Trachten- berg væri venjulegur maður sem ynni venjulega vinnu frá 9-5 alla virka daga. „Ég hef aldrei fariö út með þannig manni. Hann er traustur og öruggur," sagði Gold- berg um leið og hún sýndi trúlof- unarhringinnstolL Reuter Dómari í Los Angeles hefur vísað frá ákæru fyrir skemmdarverk oglíkamsárásá hendur kvik- myndaleikar- anum Jack Nicholson sem braut framrúðu bíls nokkurs með golfkylfu í fe- brúar síðastliðnum. Frávisun dómarans byggðist á því að Nicholson og maðurinn sem átti bílinn hefðu náð sáttum og þvi væri ekki tiiefni til aö höfða sakamál á hendur leikar- anum. Saksóknari í málinu mót- mælti hástöfum. Ekki er vitaö hversu háar bæt- urnarvoru. Reuter Húðkrabbamein á háu stigi hefur aukist mjög mikiö á síðustu árum og af því tilefni hafa húðlæknar og heil- brigðisyfirvöld í Bandaríkjunum sameinast í átaki um að hvetja fólk til að varast að vera mikið í sóhnni og stunda sólböðin í hófi. „Húðkrabbamein er algengasta krabbameinið í heiminum og það er gífurlegt heilbrigðisvandamál," sagði dr. Höward Koh frá læknahá- skólanum í Boston á ráðstefnu þar sem átakið var kynnt. Læknarnir ráðleggja fólki að vera meö hatta og sólskyggni og nota sól- aráburð og varast aö vera í sóhnni þegar hún er hvaö sterkust. Þá segja þeir að ferðir á sólbaðsstofur og alls kyns tilbúin sólarbrúnka auki lík- umar á krabbameini og valdi auk þess hrukkum. „Rannsóknir sýna að fólk er minna Húðkrabbamein hefur aukist gífur- lega á síðustu árum og er ástæðan m.a. óhófleg sólböð og alls kyns til- búin brúnka. í sólbaði nú á dögum og það gerir sér grein fyrir hættunni á húðkrabba- meini,“ sagði dr. Peyton Weary sem er forseti bandarískrar akademíu um húðsjúkdómafræði. „Þrátt fyrir það eru enn margir sem sóla sig reglu- lega og stunda sólbaðsstofumar af miklum krafti. Það eru þeir aðilar sem hafa enn ekki áttað sig á því að það er ekki neitt sem heitir öruggir útfjólubláir geislar." Kannanir sýna að það muni koma upp milljón eða fleiri ný tilfelh af húðkrabba í Bandaríkjunum á þessu ári en það er mun meira en reiknað hafði verið með. Tahð er að einn af hveijum sex Ameríkönum eigi eftir að fá einhveija tegund húðkrabba einhvern tíma á ævinni og svipaðar tölur hafa komið frá Ástralíu og öðr- um löndum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.