Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 11 Nemendasýning Dansskóla Dagný- ar Bjarkar danskennara fór fram á Hótel Sögu á sunnudag. Sýndar voru allar greinar skólans, s.s. lat- in-standard dansar og rokk. Veitt voru verðlaun fyrir bestu dansara innan skólans og hlaut Helga Guð- rún Högnadóttir titilinn besta dansdaman og Einar Þór Sigur- geirsson besti dansherrann. Gunnar Kvaran sellóleikari kom fram á íjórðu og síðustu einleikstónleikum Gerðubergs í vetur. Á tónleikunum voru bæði einleiksverkin samin fyrir selló og verk samin bæði fyrir selló og píanó. Gísli Magnússon spilaði á píanó. Walter Jónsson, Pála H. Jónsdóttir, Helga Hobbs, móðir Gunnars, og Evelyn Þóra Hobbs komu á tónleikana og voru mjög ánægð. Fagrir tónar svifu um Langholtskirkju laugardaginn 30. apríl síðastliðinn en þá hélt Kór Langholtskirkju tónleika þar sem flutt var efnisskrá vænt- anlegrar tónleikaferðar til Suður-Englands í júní. Oddný Thorsteinsson og Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup, létu vel af tónleikunum. Með þeim á myndinni er meðlimur kórsins Gunnlaug Þorvaldsdóttir. Margur er knár þó hann sé smár, það sannast á ljósmyndasýningu barna í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Hans Petersen og Gerðuberg stóðu fyrir ljósmyndanámskeiði fyrir böm á aldrinum 9-12 ára og er sýningin afrakstur námskeiðsins. Þór öm Sigvaldason er upprennandi ljósmynd- ari, hann hefur frá unga aldri haft gaman af að taka myndir. Hér stend- ur hann við mynd sína „Óbyggð kirkja“. Á laugardagskvöldið var hélt skemmtinefnd ÁTVR (Átthagafélag Vest- manneyinga á Reykjavíkursvæðinu) ball að vestmannaeyskum hætti í húsi AKÓGES í Sigtúni 3 í Reykjavík. Hanna Björk Reynisdóttir, Vignir Sigurðsson, Óli Back og Addi Yellow létu sig ekki vanta í samsöng kvölds- ins og þöndu raddböndin í hraustlegum söng. Þau Eyjólfur Bjarni Alfreðsson, Axel Jóhannesson, Bryndís Pétursdóttir og Gunnar Kristinn Hilmarsson höfðu um margt að tala og riíja upp á fóstudagskvöldið en þá héldu fyrrverandi nemendur Réttarholtsskóla, árgerð 1963, upp á 15 ára útskriftarafmæli árgangsins í Víkingasal Hóteí Loftleiða. Margir og margt hefur breyst á liðnum árum og þurfti því oft að leggja höfuðið í bleyti til að rifja upp gömlu góðu árin. mari(t TOPP 40 I HVERRI VIKU íslenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir'jón Axel Ólafsson stöðu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakvið athyglisverða flytjendur og lög þeirra. Á BylgjQnni, laugardaga milli kl. 16 og 19 er staða laganna 40 svo ^ - j kynnt á ný og þau endurflutt. GOTT UTVARP! ÍSLENSKI USTINN er unninn I samvlnnu DV, Bylgjunnar og CocæCola á Islandi. Mlkill IJöldi fólks tekur þátt I aö velja ÍSLENSKA USTANN I hverri viku. Yfirumsjðn og handrit eru I hðndum Ágústs Héöinssonar, framkvæmd í höndum starfsfölks DV en tæknivinnsla fyrtr útvarp er unnin af Þorsteinl Ásgeirssyni. Sviðsljós Úr hringiðu helgarinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.