Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1994 Spumingin Ertu búinn að fá vinnu í sumar? Guðný Tryggvavdóttir: Nei, ég ætla til Egilsstaða og vera hjá ömmu. Hugrún Helgadóttir: Ekki ennþá. Kristrún Freysdóttir: Nei. Brimrún Björgúlfsdóttir: Nei, ég fer út í sumar. Óskar Logason: Nei, ég er ekki búinn að fá vinnu en ég ætla að sækja um í unglingavinnunni. Þröstur Svanbergsson: Ég ætla að sækja um í unglingavinnunni. Lesendur Tveir sjónvarpsþættir tæma götumar: Sönglagakeppnin og áramótaskaupið Sigurvegarar í síðustu söngvakeppni í Dyflinni. - Veðbankar og pólitík rugla menn í ríminu. Símamynd Reuter Halldór Sigurðsson skrifar: Það er ekki oft sem Ríkissjónvarpið nær að draga næstum alla þjóðina fram fyrir skjáinn. Það skeður þó tvisvar á ári og er þó Sjónvarpiö svo sem ekki ofarlega í huga landsmanna af þeim sökum, heldur efnið sem boðið er upp á. Eins og vera ber. - Annars vegar er um að ræða söng- lagakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva og svo náttúrlega áramóta- skaupið. Það merkilega við báða þessa sjón- varpsþætti er það að landsmenn segja fyrirfram að þeir búist svo sem ekki við miklu í þessum þáttum. En einhvem veginn er það svo að þetta er í þau fáu skipti sem göturnar, a.m.k. hér í Reykjavík, bókstaflega tæmast er þessir þættir hefjast. Og geri ég ráð fyrir að svo sé víðar um landið. ÁTVR lyftir sölutölum í hæð- ir sakir vinsælda söngvakeppninnar því sjónvarpsáhorfendur, margir hverjir, vilja ekki sitja edrú undir óhamingjunni sem yflr þá kann að dynja verði lag íslendinga neðar en t.d. í 16. sæti og heldur þykir ekki gott að fagna sigurlaginu vímulaus ef þannig myndi nú verkast. Og nú er söngvakeppninni lokið og íslendingar urðu í góðu meðallagi. En það er eins og oft áður að nú þarf að kenna einhverjum um að ekki fór betur. En er sanngjamt að skella skuldinni á breska og írska veð- banka? Bretar eru aldir upp við veð- mál um hvaðeina og mest til gam- ans. Við íslendingar treystum hins vegar á happdrætti og lottó og viljum því láta þau ganga eftir. En það er bara ekki eðli happdrætta - nema fyrir einn af þúsundi og ekki það. Hitt er svo annað mál, og þar er ég sammála Sigríði söngkonu, að keppni þessi er fyrir löngu orðin her- fang mangara og mafíósa sem spila á keppnina og kaupa atkvæði og selja sér til framdráttar. Og pólitík leikur þarna stórt hlutverk að sjálfsöðu. Smugan t.d. og krafan um veiðar í Barentshafi. - Eða hvers vegna gáfu Norðmenn ekki frændum sínum í norðurhöfum eitt einasta atkvæði? Barist um prímadonnuhlutverkin Kristján Sigurðsson skrifar: Það hefur nú komiö á daginn að það var óskynsamlega með tíma sinn fariö aö vera að gera sér vonir varð- andi hinn nýja lista vinstri manna í Reykjavík. Þrátt fyrir fógur orð um einingu og samstöðu er nú ljóst að R-listaflokkarnir hafa ekki komið sér saman um annað en að agnúast út í sjálfstæðisfólk í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gíslasóttir hafa báðar til- kynnt að þær verði „pólitískir verk- stjórar“ hins nýja lista og er þá kom- ið annað Alþýðubandalag en veriö hefur ef fulltrúar þess telja sig eiga að taka. við fyrirmælum frá öðrum flokkum. Kvennalistakonur hreykja sér af því að hafa hertekiö hina minnihlutaflokkana og að stefna Kvennalistans sé alls ráðandi á þeim fáu stöðum í málefnasamningi R- listaflokkanna, þar sem á annað borð eitthvað kemur fram. - Benda þær og réttilega á að R-listinn kynni sig sem lista kvenfrelsis. Það er alkunna að illa fer þegar tvær prímadonnur ætla að verða aðalstjörnur einnar leiksýningar. Menn geta velt því fyrir sér hvort björgulegt verði þegar þær eru orðn- ar fjórar; Sigrún Magnúsdóttir, Guð- rún Ögmundsdóttir, Ingibjörg Sólr- ún Gísladóttir og Guðrún Agústs- dóttir. Það er því ljóst að meirihluti R- listans yröi fljóít óstarfhæfur og þótt það yrði ýmsum þeim, er dreymir um sameiningu íslenskra sósíalsta, hollur skóli að horfa upp á hann molna niður er hætt við að Reykvík- ingum reyndust skólagjöldin orðin ansi há. Gangstéttahreinsun er vandaverk: Þyrlað upp ryki við Fellsmúla Sópað við Fellsmúlann. - Ekki nútímaleg vinnubrögð. Guðrún Mgnúsdóttir skrifar: Það er orðinn árviss atburður að borgin geri út hreinsunarfólk til að þrífa gangstéttar í borginni eftir vet- urinn. Sandur hefur safnast fyrir viða eftir sandburð ofan í hálku sem plagar gangandi vegfarendur á vet- uma. Það er því þarft verk að hreinsa götur og gangstéttar. En þetta er vandasamt verk og ekki á færi allra að annast þetta. Nú veit ég ekki hveijir þeir eru í raun sem annast verkið, hvort það eru starfsmenn borgarinnar eða svokallaðir verk- takar. Er mér næst að halda að þeir séu úr síöar nefnda hópnum. Þaö var í síðustu viku að mér varð starsýnt á mann á véltæki hér viö Fellsmúlann og var að því er virtist að hreinsa eina gangstéttina. Þetta vom ekki nokkur vinnubrögð því tækið sem notað var til hreinsunar- innar þyrlaði jafnframt upp ryki í allar áttir. Ég hef séð annars konar ; tæki vinna þetta verk og tekur það ryk og sand beint upp í þar til gerða skúffu og við það hverfur allt ryk um leið og hreinsað er. - Mér fannst upplagt að kalla á mann sem ég þekki til að taka mynd af þessum vinnu- brögðum og sendi hana hér með til að sanna mál mitt. - Ég vona að þessi tækni verði ekki frekar viðhöfð í borginni við gatna- eða gangstétta- hreinsun. í lokin vil ég minnast á enn eitt atriði þessu viðkomandi. Það er að senda götusóparabíla ekki til hreins- unar í íbúöarhverfum um helgar því þá em allir bílar í stæðum sínum svo sóparabíllinn kemst ekki að. Hins vegar er aðkoman öll auðveldari á virkum dögum. Gangstéttar ættu hins vegar að vera auðar aðkomu alla daga. Stærri nautum slátrað Diðrik Jóhannsson skrifar: í grein í DV hinn 9. april sl. segir frá því aö slátrað hafi verið stærsta nautgrip sem komiö hafi í íslenskt sláturhús. Nautið frá Þverlæk er þó ekki það stærsta. - í Borgamesi var 5. júlí 1971 slátraö nautinu Fjölni VllO og vó failið af honum 455 kg eöa 67 kg meira. - Á þessum ámm var slátrað frá Nautastöð Búnaðarfé- lags íslands á Hvanneyri a.m.k. 7 nautum, sem lögðu sig á 400 kg. Og í sláturhúsi Einangmnar- stöðvarinnar í Hrísey var fall 9 nauta meira ennautsins frá Þver- læk. Ólafur E. Stefánsson, þáver- andi nautgriparæktarráðunaut- ur Búnaðarfélags íslands, segir í 4. skýrslu um Nautastöð Búnað- arfélags íslands að fall Fjölnis sé það þyngsta hér á landi sem hon- um er kunnugt um. Fárastútí reykingar Ólafur Sigurjónsson hringdi: Mikið held ég að margir hafi verið sammála lienni Guðrúnu Helgadóttur, alþingismanni og rithöfundi, þegar hún í sjón- varpsviötali í Dagsljósi nýlega viðraði skoðanir sínar gagnvart þeim sem leggja ofurkapp á reyk- ingabann og fárast út í alla sem ekki taka því vel. - Guðrún tók einfaldlega dæmi úr daglega lif- inu, dæmi sem aliir skildu. Auð- vitað er ekki nema sjálfsagt fyrir þá sem ekki vilja reykja að hætta því en þeir sömu hafa engan rétt til að firra aðra þeirri ánægju sem þeir hafa af að reykja. Fyrsta'maíf Hafnarfirði! Á.K. hringdi: Lítið þótti mér fara fyrir hátíða- höldum 1. mai í Firðinum miðað við það sera við áttum að venjast hér áður. Sérstaka athygli mína vakti að eini stjórnmálaílokkur- inn sem gerði baráttu launþega einhver skil að þessu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn. Ég leit þar inn og átti orð við þá um atvinnu- ástandið og bæjarmálin. - Fyrr heíði ég átt von á að sjá einhverja tilburði í þessa veru frá þeim flokkum sem löngum hafa talið sig málsvara launþega, en ég varð ekki var viö nein fundahöld á vegum þeirra í tilefiii dagsins. Vonandi veit framtak sjálfstæðis- manna á markvissara ástand í atvinnumálum Hafnarfjarðar. EnnerþeimNix- onefstíhuga Gunnar Sigurðsson skrifar: Ég las bréf frá Sigurði Einars- syni í DV mánud. 2. mai þar sem réttilega var bent á hve sumir fjölmiðlar hafa mikla áráttu til að ófrægja Nixon heitinn, fyrrv. forseta. Eg heyröi einmitt i morg- unútvarpi i morgun (2. maí) að enn er verið að gera sér mat úr viðhöfn ameriskra fjölnúðla við lát forsetans. Þaö var morgun- pistilshöfundur RÚV vestra sem talaði frá eigin brjósti, en afar rangt var það mat hans. Stjórnlausum- ferðájöklum Ásgeir hringdi: Mér er alls ekki orðið sama að heyra um tíð slys uppi á jöklum og hálendi íslands. Varla líður svo vika að ekki sé eitt eða fleiri óhöpp í umferð sleða og jeppa sem þar eru í notkun. - Eg tel tímabært að láta þetta fólk, sem þarna ekur sér til skemmtunar, sæta lögum og reglu rétt eins og aðra akandi vítt og breitt um landiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.