Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. MAI1994 15 Stjórnmál og fyrirtæki Stefnuskrár allra íslenskra stjórn- málaflokka eru grundvallaðar á lýðræðisskipulagi. Á landsfundum stjórnmálaflokka eru gerðar sam- þykktir um alla helstu rekstrar- þætti opinberrar stjórnsýslu, efna- hags- og atvinnumál o.fl. Oft reyn- ist erfitt að heimfæra ályktanir og samþykktir landsfunda við stefnu- skrár flokkanna. Hvatann vantar Enginn flokkur hefur þó á seinni árum fjarlægst meira sín stefnumál en Sjálfstæðisflokkurinn sem kennir sig nú við einhverja óskil- greinda og handahófskennda frjálshyggjustefnu. Það sem ein- kennir öðru fremur þessa stefnu eða stefnuleysi eru lítt ígrundaðar skammtíma fjárhags- og fram- kvæmdaáætlanir á afmörkuðum sviðum efnahagsmála. Frjáls samkeppni og einkafram- tak á að vera einhver allsheijar lausn efnahagsmála. En hvemig hefur til tekist að skapa það efna- hagslega umhverfi sem til þarf? Er samkeppnisstaða eðlileg og er fjár- magsfyrirgreiðsla fyrirtækja á jafn- réttisgrundvelli? Rekstur fyrir- tækja einkennist öðru fremur af póhtískri lánafyrirgreiðslu og litlu eigin fé. Áhætta eigin fjármuna er því sáralítil og má með sanni segja að eigendur flestra stærri fyrir- tækja séu að höndla með fjármuni almennings. Sá hvati sem á að hggja að baki einkarekstri að fara vel með eigið fé, er því ekki til staðar. Undirheimahagkerfi Áætlanagerð langflestra fyrirtækja er ábótavant og eiga lánastofnanir þar mesta sök á. Þegar skyggnst er á bak við fjármálaafskipti póhtíkusa í bankastjómum og öðrum lánastofn- unum má viða rekja slóð einkageir- ans til persónlegrar fyrirgreiðslu vina og ættingja. Tugmilljarða afskriftir þessara Kjallariim Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri lánastofnana em oft skýr dæmi um þessa óreiðu og spilhngu. Það er reyndar með óhkindum í lýðræðis- ríki að það skuli ekki fyrir löngu hafa farið fram opinber rannsókn á lánum til óærðbærra fyrirtækja og einstakhnga. Tilfærsla og und- anskot fjármuna fyrir gjaldþrot er landskunn staðreynd sem dómsyf- irvöld láta afskiptalaus. Er það kannski siðlaus og ljót ályktun að ætla að þingmenn og aðrir póhtískt skipaðir bankastjómarmenn vilji njóta sérstakrar „friðhelgi" svo þeir geti skáskotið sér fram hjá réttvísinni? Þetta dulbúna hálfop- inbera undirheimahagkerfi virðist hafa góð vaxtar- og verndarskilyrði innan veggja hinnar óskilgreindu frjálshyggju. Stefna Sjálfstæðisflokks í sjávar- útvegsmálum er ljóslifandi dæmi um þessa þróun. Kvótin fer sífeht á færri útvaldar hendur, byggða- röskun og atvinnuleysi fylgir í kjöl- farið. Olíu- og tryggingarfélög eru líka augljós dæmi um einokun og samtryggingu verðlags. Um þessa hagsmuni stendur fijálshyggjan vörð, hún verður því ekki skilgreind sem boðberi einka- framtaksins, heldur þröng og af- mörkuð hagsmuna- og fyrir- greiðslustefna sem þjóðin á að hafna bæði í komandi sveitar- stjórnar- og alþingiskosningum. Kristján Pétursson „Áhætta eigin Qármuna er því sáralítil og má meö sanni segja að eigendur flestra stærri fyrirtækja séu að höndla með fjármuni almennings.“ Barnaskapur borgar- stjórans þæga Fyrir skömmu varð undirritaður þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja opinn fund í Háskólabíói þar sem þau ræddust við, verðandi borgar- stjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og maðurinn sem kann að vera þægur á réttum tíma, að eigin sögn, og er þess vegna bráðabirgðaborg- arstjóri, Árni Sigfússon. Þessi þriðji borgarstjóri sjálf- stæðismanna á yfirstandandi kjör- tímabili hafði merkan boðskap að færa væntanlegum kjósendum; nefnilega um festu og stöðugleika Flokksins! Fólk sperrti eyrun því þama talaði frambjóðandi Flokks- ins sem í fáti skipti út bæði sitjandi borgarstjóra og stórum hluta fram- boðslistans vegna niðurstöðu skoð- anakönnunar. Sannkallaður afturbataflokkur Borgarstjórinn þægi tjáði sig af myndugleik um stefnufestu Flokksins sem fyrir aðeins tveimur árum hélt ráðstefnur um einka- væðingu en lofar nú uppbyggingu félagslegrar þjónustu, Flokksins sem nú boðar útrýmingarherferð á hendur biðhstum á leikskóla eftir að hafa horft upp á þá árum sam- an, Flokksins sem skuldsetti borg- arbúa til að byggja yfir skrif- finnana þegar atvinnuleysi vofði yfir ungu fólki í borginni en hefur nú séð að sér og lofar atvinnubóta- vinnu. Þriðji borgarstjóri kjörtímabils- KjaUariim Arnar Guðmundsson námsmaður ins heldur líklega að fólk sé tilbúið til aö trúa honum enda leiðir hann sannkahaðan afturbataflokk. Eftir áratuga valdsmennsku í borginni sáu sjálfstæðismenn ljósið. En ef einhver skyldi nú glepjast th þess að kjósa Flokkinn nýja og áferðarfallega, hveiju er viðkom- andi að greiða atkvæði sitt? Hverjir skyldu nú verða borgarstjórar? Ætli félagshyggjuáherslurnar verði endingarbetri en einkavæð- ingaráfomiin? Hvort æth verði nú ofan á á morgun í dagvistar- og skólamálum, stefna síöustu ára- tuga eða nýja kosningastefnan? Lítil huggun Auðvitað finnst borgarstjóranum þæga og fylgismönnum hans ekk- ert vit í að setja þetta svona fram. Borgarstjórinn þægi lagði th dæm- is á það mikla áherslu á að kosn- ingastefnuskráin nýja væri í beinu framhaldi af störfum hans síðustu árin. I því sambandi fór borgar- stjórinn með þulu af fjárveitingum sem samþykktar hafa verið á síð- ustu dögum. Hann nefndi hka aö borgin hafi reist dagheimhi og leik- skóla. Eftir að hafa hlustað á þessa tölu gat maöur ekki annað en velt því fyrir sér hvort borgarstjórinn þægi væri virkhega að ætlast th þess að fá sérstakar þakkir fyrir að veija peningum borgarbúa í þá þjónustu sem þeir eiga rétt á?. Spurningarnar eru hvort nóg var að gert og hvort verið var að veija peningum borgarbúa í þá hluti sem mest þörf var fyrir á hveijum tíma. Og þeim spurningum verður því miður að svara neitandi. Þegar talið barst að fjárhagsstöðu borgarinnar varðist borgarstjórinn þægi með tilvísun til þess að þótt hver Reykvíkingur hafi nú verið skuldsettur upp á 90 þúsund þá standi sum önnur sveitarfélög verr. Skyldi ég eiga að þakka Flokknum gamla fyrir þetta? Þegar búið er að bruðla með fé Reykvíkinga svo að borgin er nú verr í stakk búin th að takast á við vaxandi atvinnu- leysi, þá er það líth huggun að bráðabirgðaborgarstjórinn hefði hugsanlega getaö komist yfir að skuldsetja okkur enn dýpra. Það er komin fram krafa um breytingar frá borgarbúum og þær verða að vera róttækari en bráðabirgða- borgarstjóri með bráðabirgöa- stefnuskrá. Arnar Guðmundsson — „Ætli félagshyggjuáherslurnar verði endingarbetri en einkavæðingaráform- in. Hvort skyldi nú verða ofan á á morgun 1 dagvistar- og skólamálum, stefna síðustu áratuga eða nýja kosn- ingastefnan?“ Tillögurþingmanna um hrefnuveiðar Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður. „Um þessa tilíögu hef ég allt mjög gott aö segja, hún er spor í rétta átt. Þingmenn úr öllum fiokkum standa að henni. Þeir hafa gert sér greinfyrirþví að þetta mál varðar beinlínis sjálfstæöi okkar. Erum við full- valda þjóð og ráöum við yfir mið- unum í kringum okkur? Aðstandendur tillögunnar sjá fyrir sér lifkeöjuna og sjálfstæði okkar semþjóðar. Éger sammála því að við getum ekki gengið í Alþjóða hvalveiðiráðið aö svo stöddu, að minnsta kosti meðan ráðið hefur ekki breytt afstöðu sinni. Alþjóða hvalveiöiráðiö var stofnað á sínum tíma til aö stjórna veiðum en breyttist síðan í algert friöunarráð þar sem öfga- menn ráða. Það sem hefur gerst upp á síökastið lofar þó góðu. Sidney Holt vísindamaður, sem hefur verið algerlega á móti hval- veiðum, hefur umpólast. Hann segir aö með hagsmuni hvalanna í huga voni hann að grænfriðung- ar beri gæfu th að samþykkja veiðar. Gerir þeir það ekki gangi bæði Japanar og Norðmenn úi* ráðinu, allt verður stjórnlaust og enginn fær ráðiö við neitt. Það er mikið meira en nóg af hrefnu i sjónum. Það er sama við hvem maður talar, ég fæ alls staðar fréttir af hrefnu. Við höf- um alltaf sagt að það sé óþarfi að óttast að ekki sé nóg af hrefnu i sjónum enda væri það skrítinn veiöimaður sem vildi eyðheggja atvinnumöguleika sína.“ lenda markaði „Þrátt fyrir slíkt harðn- eskjulijaita- lag íslensku þjóðarinnar aðnærútílok- að viröist að hiðja hval- anna eða ann- arra dýra griða þá ætti hin sama Magnús H. Skarp- héðinsson hvala- vlnur. harðbijósta þjóð mjög að forðast að rassskeha sjálfa sig með því aö hefja takmarkaöar veiðar eða yfirhöfuð veiða hrefnu í sumar. Færi svo óskynsamlega kæmi fljótlega að þvi að fiskafurðir okkar yrðu ; nær óseljanlegur varningur í þeim hluta hins sið- aða heims sem eiim getur borgað hátt vei-ð fyrir þær, verö sem heldur uppi því neyslusamfélagi sem langflestir islendingar eru sammála um að ómissandi sé. Því er tillaga þessarar hvala- nefiidar andlegu öldunganna á Alþingi um hvalveiðar í sumar stórhættulegur svanasöngur sem enginn ósfurlaöur maður tekur mark á. Nema sá lúnn saini vilji fyrir aha muni losna við flesta helstu fiskmarkaöi þjóðarinar Það eru aöeíns örfáir en hávær- ir hagsmunagaisluaðiiar. með Konráð Eggertsson hrefnuveiði- mann í broddi fylkingar, sem kyijað hafa þeiman „byrjum aft- ur“ söng í sífellu. Legg ég th að hent verði um tveim mhjónum króna í hvern þeirra svo þeir þegi og taki upp aðra iðju en að rústa markaöi okkar erlendis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.