Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 4. MAI 1994 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 33 íþróttir íþróttir Ryan Giggs flytur frá mömmu og pabba: Ástf angnar stúlkur hringja dyrabjöllunni á öllum tímum Breskir íjölmlölar hafa greint frá því undanfama daga að einn efni- legasti knattspymumaðurinn í ensku knattspyrnunni, Ryari Giggs í Manchester United, hafi ekki stundlegan frið fyrir æstum stúlk- um sem þrá þaö heitast að nálgast átrúnaðargoðið. Æstar snótimar hafa hangið lon og don í nágrenni heimilis foreldra Giggs en hann býr enn í foreldra- húsum, 21 árs að aldri. I mörgum tilvikum virðist það nægja stúlk- unum aö sjá Giggs úr fjarlægð eftir langa bið og margar þeirra hafa laumað ástarbréfum inn um bréfal- úguna. Samkvæmt frásögnum bre- skra blaða hefur foreldrum Giggs vart orðið svefnsamt um nætur og nú er svo komið að Giggs hefur íjárfest í íbúðarhúsi og hyggst flytja frá foreldrum sínum á næstu dögum. Af ástarmálum knattspymu- mannsins er annars það að frétta að hann hefur unnið að því hörðum höndum undanfamar vikur að vinna hug og hjarta glæsilegrar sýningarstúlku. Var hún treg í taumi til að byrja með en sam- kvæmt frásögnum breskra blaða em þau nú ástfangin upp fyrir haus. fólkinu í Englandi. PeterNilsson þjálfarVíking Peter Nilsson frá Svíþjóð hefur verið ráðinn þjálfari Víkinga í borðtennis fyrir næsta keppnis- tímabil og mun hann jafnframt keppa fyrir þeirra hönd. Nilsson þjálfaði og lék með KR í vetur. Víkingurvann deildabikarinn A-lið Víkings sigraði B-lið Vík- ings, 4-3, í úrshtaleik í deildabik- arkeppni Borðtennissambands íslands á mánudaginn. Guð- mundur E. Stephensen, Ingólfur Ingólfsson og Kristján Jónasson skipuðu sigurliðið. Schmeichel ervonbetri Líkurnar á að Peter Schmeichel geti varið mark Manchester Un- ited í úrslitaleik ensku bikar- keppninnar hafa aukist til muna. Læknir danska landshðsins sagði í gær að meiðslin væru ekki al- varleg og Schmeichel gæti byrjað að æfa innan viku. RekinnfráDallas Quinn Buckner var í gær rek- inn sem þjálfari NBA-Uðsins Dallas Mavericks og kemur víst fáum á óvart. Þá eru þijú Uð í deUdinni þjálfaralaus sem stend- ur, LA Lakers þar sem Magic er hættur og Wes Unseld er hættur hjá Washington Bullets. ChrisWebber bestur Chris Webber, sem leikur meö Golden State Warriors, var í gær kosinn nýUði ársins í NBA-defld- inni. Webber hlaut 53 atkvæði af 101. Anfernee Hardaway hjá Or- lando Magic varö annar með 47 atkvæði og Jamal Mashbum hjá DaUas fékk 1 atkvæði. Knattspyrnuúrslit Enska knattspyrnan Leeds - Sheff Wed 2-2 Oldham - Sheff Utd 1-1 QPR-WestHam 0-0 1. deild Bamsley - MillwaU 0-1 Charlton - Bristol City 3-1 Grimsby - Nott Forest 0-0 Leicester - Bolton 1-1 Luton - WBA 3-2 Wolves - Sunderland 1-1 Þýskaland Bayem Munchen - Numberg .5-0 Skotland Hibemian - Rangers........1-0 Motherwell - Dundee Utd...1-2 Raith - Aberdeen..........0-2 Holland Ajax - FC Groningen.......0-2 Feyenoord - PSV Eindhoven...2-l Portúgal Porto - Sporting..........2-0 Víkingar með aðra höndina á bronsinu - eftir sigur á Selfyssingum í ruglleik, 33-34 Sveinn Helgascm, DV, Selfbssi; Kæruleysi og mgl einkenndi fyrsta leik Selfoss og Víkings um 3. sætið í 1. deUdinni í handbolta á Selfossi í gærkvöldi. Leikmenn tóku þó á síð- ustu mínútumar og Víkingar höfðu betur, 33-34. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrir- rúmi og Utið gert að því að spUa vörn. „Við höfum hug á að fara í Evrópu- keppnina en það var erfitt að rífa sig upp eftir tapið gegn Haukum. Ég lofa hins vegar toppleik hjá okkur á fimmtudaginn og hvet Víkinga tíl að mæta. Við ætlum að kveðja með sigri,“ sagði Birgir Sigurðsson, besti maður Víkings í leiknum. Leikur Uðanna var aldrei risnúkUl og leUtmenn virtust hafa Htinn áhuga á því sem þeir vora að gera lengst af. Nánast var hægt að tala um sirk- us á köflum og mörkin voru sum hver skrautleg. „Okkur gekk iUa að halda einbeit- ingunni og menn em ennþá að jafna sig eftir tapið á móti Val og vonbrigö- in yfir því að komast ekki áfram. Vissulega er spennandi að fara í Evr- ópukeppnina fyrir okkur leikmenn og við ætlum að koma með þriðja leikinn hingaö á Selfoss," sagði Sig- uijón Bjamason sem átti góða spretti fyrir Selfoss og barðist vel að vanda. Jón Þórir gerði einnig laglega hluti í hominu og HaUgrímur í markinu en aðrir léku undir getu. í heild var leikurinn afspymuslak- ur og sæti í Evrópukeppninni virtist ekki heflla leikmenn. Stjómarmenn handknattleiksdeilda félaganna em ef tíl vfll heldur ekkert of spenntir yfir því dæmi. Þannig sitja Selfyss- ingar uppi með yfir mUljón króna tap eftir þátttöku sína í Evrópukeppni bikarhafa í vetur. Dómarar leiksins, þeir Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijónsson, voru nokkuð í sviðsljósinu í lokin og nokkrir dóma þeirra vom vægast sagt umdeildir en í heUd dæmdu þeir þokkalega. Bestu menn liðanna í gær. Sigurjón Bjarnason, Selfossi, til vinstri og Birgir Sigurðsson, Víkingi Selfoss (17) 33 Víkingur (15) 34 4-1, 8-6, 11-9, 15-12, 16-14, 07-15), 20-17, 24-20, 25-26, 28-30, 31-31, 33-34. Mörk Selfoss: Siguijón Bjama- son 9, Jón Þórir Jónsson 7, Gú- staf Bjamason 6, Sigurður Sveinsson 5/3, Einar Gunnar Sig- urðsson 5, Einar Guðmundsson 1. /: Varin skot: Hallgrímur Jónas- son 14, Gísli FeUx Bjarnason 3. Mörk Víkings: Bírgir Sigurðs- son 12, Bjarki Sigurðsson 8/4, Sla- visa Cviovic 7, Kristján Agústs- son 2, Ingi Þór Guðmundsson 2, Hinrik Bjarnason 1, Gunnar Gunnarsson 1, Friöleifur Frið- leifsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 3. Magnús Ingi Stefánsson 10. Brottvísanir: Selfass 12 mín., Víkingur 10 min. Dómarar; Guðjón L. Sigurösson og Hákon Siguijónsson. Áhorfendur: Um 200 og UtU stemmning. Maður leiksins: Birgh- Sigurðs- Kvennalandsliðið leikur við Skota á mánudaginn - þrír nýliöar valdir í hópinn Logi Olafsson, landsUðsþjálfari kvenna í knattspymu, Uefur vaUð 16 leikmenn sem leika vináttu- landsleik gegn Skotum ytra þann 9. maí. Þrír nýUöar em í Uðinu, Magnea Guðlaugsdóttir, ÍA, Sig- fríður Sophusdóttir, UBK, og Katr- ín Jónsdóttir, UBK. Katrín er að- eins 16 ára gömul og er yngsti leik- maður íslenska kvennalandsliðs- ins frá upphafi. Eftirtaldir leikmenn sem Logi hefur vaUð halda út tU Skotlands: Sigríður Pálsdóttir.............KR Sigfríður Sophusdóttir........UBK Vanda Sigurgeirsdóttir........UBK Margrét Ólafsdóttir...........UBK KatrínJónsdóttir..............UBK Ásta B. Gunnlaugsdóttir.......UBK ÁsthUdur Helgadóttir...........KR Guðrún Kristjánsdóttir.........KR Guðlaug Jónsdóttir.............KR Helena Ólafsdóttir.............KR Guðrún Sæmundsdóttir..........Val Amey Magnúsdóttir.............Val Bryndís Valsdóttir............Val Auöur Skúladóttir......Stjömunni Ragna Lóa StefánsdóttirStjömunni Magnea Guðlaugsdóttir..........ÍA Lið Rússa 1 lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspymu ólöglegt? Níu Ukraínumenn í liði Rússlands Níi Úkraínumenn eru í 35 manna hópi sem Rússar fa vaUð tU undirbún- 'ings fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu í Bandaríkjunum. Einn þeirra er Vadim Temavskíj, sem leikur nú með Spartak Moskva í Rússlandi, en áður með Niva Ternopol í Úkraínu. Ef hann verður vaUnn í 22ja manna HM-hópinn, sem Rússar eiga að til- kynna Alþjóða knattspymusam- bandinu, FIFA, 3. júní, hyggjast Úkraínumenn kæra þá og krefjast þess að þeim verði vísað úr keppn- inni, eins og DV skýrði frá í gær. Þrír af níu hafa leikið með Úkraínu Af Úkraínumönnunum níu hafa að minnsta kosti þrír leikið opinbera landsleiki fyrir hönd Úkraínu, þeir Júrí Nikiforov, Akhrik Tsveiba og Hja Tsimbalar. Fjórir léku með rúss- neska landsliðinu í undankeppni HM, og auk þeirra Andrei Kantsj- elskis, hinn snjalh leikmaður Manc- hester United, og Vladimir Tatart- sjuk frá Slavia Prag, sem vhja ekki leika undir stjórn núverandi landsl- iðsþjálfara Rússa, Pavels Sadirin, og gefa ekki kost á sér í hópinn ásamt fleirum. Fimm Úkraínumenn léku gegn íslendingum Þá má geta þess að fimm Úkraínu- menn léku með rússneska landshð- inu gegn því íslenska í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í júní 1993. Það vom Onopko, Kantsjelskis, Tat- artsjuk, Juran og Ledjakhov. Úkraínumennimir í 35 manna hópnum em eftirtaldir: Júrí Nikiforov, Spartak Moskva, Rússlandi. Vadim Temavskíj, Spartak Moskva, Rússlandi. Ilja Tsimbalar, Spartak Moskva, Rússlandi. Viktor Onopko, Spartak Moskva, Rússlandi. ígor Ledjakhov, Spartak Moskva, Rússlandi. Júrí Kovtun, Dinamo Moskva, Rússlandi. Akhrik Tsveiba, Osaka Gamba, Japan. Sergei Juran, Benfica, Portúgal. Oleg Salenko, Logrones, Spáni. Úkraínumenn ósáttir er Rússar fengu sæti á HM Auk þeirra em að minnsta kosti tveir leikmenn frá öðrum fyrrum lýðveld- um Sovétríkjanna í hópnum, þeir Sergei Mandreko frá Tadjikistan (sem Úkraínumenn telja reyndar sinn mann líka) og Andrei Piatnitski frá Úzbekistan. Rússum var úthlutað sæti fyrrum Sovétríkjanna í undankeppni heims- meistaramótsins og Úkraínumenn áttu erfitt með að sætta sig við það, enda áttu þeir lengi vel kjarnann úr sovéska landsliðinu. Margir af snjöU- ustu knattspyrnumönnum Úkraínu ákváöu að leika fyrir Rússlands hönd í undankeppninni þar sem það var eini möguleiki þeirra tU að leika í HM í Bandaríkjunum 1994. ísland með á HM í fótbolta? ■ _ m ■ ■ _ ■■■■■■■■ Hvaða afleiðingar hefði það fyrir íslandsmótið í knattspyrau ef íslenska landsUð- inu byðist skyndilega sæti í úrsUtum heimsmeistarakeppninnar í Bandaríkjunum, ems og Úkraínumenn telja að gæti gerst? Heimsmeistarakeppnin tekur heilan mánuö og þær þjóðir sem eru með keppnis- tímabil sitt á sumrin, Noregur, Svíþjóð og Rússland, gera langt hlé á keppni í efstu deild á meðan.;v Hér á íslandi er tímabihð aðeins rúmir fjórir mánuðir og því mjög erfitt um vik með að gera langt hlé á 1. deildarkeppninni á þeim tim%„Ef svo ólíklega vildi til að það yrði að veruleika að ísland léki í úrslitum heimsmeistai-akeppnínnar þá yrði vel hægt að hagræða 1. deUdar keppninni í samræmi við það,“ sagði Geir Þorsteinsson, starfsmaður mótanefndar KSÍ, í samtali við DV. „Riðlakeppnín í Bandaríkjunum stendur yfir í 15 daga, ísland kæmist varla lengra en það og það era ekki spilaðar nema þrjár umferðir hér heima á meðan. Ég býst við því aö okkur tækist að þétta mótið í staöinn, spUa leiki með styttra millibih ef þessi staða kæmi upp,“ sagði Geir. Frjálsar íþróttir: Landsliðsþjálf ari Breta með námskeið á íslandi Bruce Longden, einn af landsliðsþjálfurum Breta og einn virtasti þjálf- ari heims, verður leiðbeinandi á námskeiði fyrir fijálsíþróttaþjálfara og keppnisfólk í íþróttamiðstöð ÍSÍ um næstu helgi. Longden er aðalþjálfari SaUy GunneU, heimsmethafa, heimsmeistara og ólympíumeistara í 400 metra grindahlaupi kvenna, og hann þjálfaði Daley Thompson, fyrrum heimsmethafa og ólympíumeistara í tugþraut, á sínum tíma. Koma Bmce Longden til íslands er því hvalreki á íjörur íslenskra fijálsíþróttamanna og ekki síður íslenskra þjálfara. Námskeiðiö hefst klukkan 20 á fostudagskvöldið og þátttöku þarf að tilkynna til FRÍ í síma 685525. Sex atvinnumenn hefja leikinn gegn Brasilíu - sem hefst hálfri stundu eftir miðnætti í nótt í Brasilíu Laust eftir miðnættið í nótt rennur upp stór stund fyrir íslenska knattspymu þeg- ar ísland mætir BrasiHu, frægustu knatt- spymuþjóö heims, í vináttulandsleik í borginni FlorianópóUs. Leikurinn hefst klukkan 00.35 að íslenskum tíma og er sá fyrsti gegn landsUði frá Suður-Ameríku. Það verða sex atvinnumenn í byijunarl- iði íslands. Ásgeir EUasson landsUðsþjálf- ari tilkynnti byijunarhð íslands í gær- kvöldi og það er skipað eftirtöldum leik- mönnum: Markvörður Birkir Kristinsson, Fram Varnarmenn: Rúnar Kristinsson, KR 24 37 DaðfDervic, KR 6 Kristján Jónsson, Bodö/Glimt 28 Ólafur Þórðarson, Akranesi 54 Miðjumenn: Sigurður Jónsson, AJtranesi 28 Hlynur Stefánsson, Örebro 12 Þorvaldur Örlygsson, Stoke City.... 30 Arnór Guðjohnsen, Örebro...........52 Arnar Gunnlaugsson, Feyenoord...... 7 Sóknarmaður: Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart.....13 Varamenn KristjánFinnbogason.KR..............2 ÞormóðurEgilsson.KR.................5 Amar Grétarsson, Breiðabliki.......17 SigursteninGíslason, Akranesi.......3 Bjarki Gunnlaugsson, Feyenoord......3 Það má búast við afar erfiðum leik fyrir íslenska Uðið og ljóst aö Brasihumenn vilja sýna heimamönnum aUt sitt besta. Þetta er fyrsti landsleikurinn sem háður er í Florianópóhs og síðasti leikur Brasil- íumanna á heimavelh fyrir heimsmeist- arakeppnina í Bandaríkjunum en síöan leika þeir við Hondúras og E1 Salvador í Kaliforníu og sækja Kanadamenn heim áður en keppnin hefst. Stórstjömumar Romario og Bebeto leika ekki með Brasihu en þrátt fyrir það er valinn maður í hverri stöðu. Ásgeir Elíasson á erfitt verkefni fyrir höndum. - yiir gegn Atlanta - Chicago áfram Miami Heaf, sem leikur nú í fyrsta skipti í úrslitakeppni NBA- deiidarinnar í körfuknattleik, náði i nótt undirtökunum í einvíginu við Atlanta með sigri á heimavelU sín- um, 90-86. Þar með er staðan 2-1 fyrir Miami og frammistaða Uðsins er mjög óvænt því aö Atlanta náöi besta árangrinum í Austurdeild- inni, en Miami þeim lakasta af þeim Uðum sem komust áfram. Fjórði leikurinn veröur einnig í Miami,;annaö kvöld, og þar getur heimaUðiö tryggt sér sæti í 8-liða úrsUtunum. Miami var með góða forystu en Atlanta minnkaði muninn í 87-36 rétt fyrir leikslok. Steve Smith skoraði síðan úr þremur vítaskot- um undir lokin og tryggði liði slnu sigur en hann skoraði 25 stig fyrir Miami. Glen Rice skoraði 19 og Rony Seikaly skoraði 12 stig og tók 20 fráköst. Craig Ehlo skoraði 20 stig fyrir Atlanta. Chicago áfram Chicago vann Cleveland í þriðja sinn í jafnmörgum leikjum, 92-95 eftir framlengingu í Cleveland, og er því komið í 8-liða úrsUt Það var Scottie Pippen sem gerði útslagiö fyrir meistarana i lokin on hann sköraði 23 stig :í leikrium og Tohi Kukoc 18. Nýhðinn Chris Mihs skoraði 25 stíg fyrir Cleveland og Mark Price 22. Cleveland lék án Brad Daugherty, Larry Nance og John Williams sem eru aUir meidd- Chicago hefur nú slegið Cleve- land út í úrslitakeppni deildarinnar fimm sinnum á sjö árum og mætir næst New York eða New Jersey. Portiand minnkaði muninn Portland náði að sigra Houston á UeimaveUi, 118-115, og minnkaði þar meö forystu Houston í 2-1. Portland var með átta stiga forystu undir loWn en Houston minnkaði hana í eitt stig og engu munaði að liöið tryggði sér sigur í lokin. Rod StricWand skoraöi 25 stig _. fyrir Portland og átti 15 stoðsend- ingar. Hakeem Olajuwon skoraði 36 stíg fyrir Houston og hefur þar með gert 108 stíg í þremur leikjum liðanna. Utah burstaði Spurs Utah náði undii’tökunum í einvíg- inu við San Antonio Spurs, 2-1, með yfirburöasigri á heimavelU, 105-72, og á heímaleik annaö kvöld til að tryggja sér áframhald í keppninni. Denms Rodman hjá San Antonio var í banni eftir að hafa verið rekinn út af í síðasta leik Uö- anna, og munaði um minna. Karl Malone skoraði 24 stigogtók 13 ífáköst fyrir Utah. Jeff Homacek skoraði 15 og John Stockton skor- aði 13 og áttí 12 stoðsendingar. David Robinson, stígakóngurdeild- arinnar, skoraði aðeins I6fyrirSan Antonio í leiknuin. Mookie Blaylock, bakvördur Attanta, reynir að komast framhjá Brian Shaw, bakverði Miami, í leik liðanna í nótt. Miami hafði betur og á nú góða möguleika á aö slá Atlanta út úr keppninni. Simamynd/Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.