Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 32
_ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsíngar - Áskrift - Preifing: Sími 832700 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 4. MAi 1994. Tekinn með tæpt kíló - afhassi Lögreglan lagöi hald á tæplega kíló af hassi í morgun. Það var klukkan hálfíimm í morg- un sem lögreglan handtók 35 ára gamlan mann sem oft hefur komið áður við sögu fikniefnamála. Maðurinn kom til landsins í gær frá Amsterdam og var gerð leit á honum við komuna til landsins. Eng- in efni fundust á honum þá og var tekin sú ákvörðun að veita honum eftirför þar sem óvíst var hvort hann hefði verið einn á ferð. Hann var svo handtekinn í morgun á mótum Vest- urlandsvegar og Höfðabakka þar sem hann var farþegi í leigubíl. Leit ^gr gerð á manninum, með hans samþykki, en hann svo fluttur á lög- reglustöð þar sem ítarlegri leit fór fram. Innanklæða á honum fannst tæplega kíló af hassi. Maðurinn veitti enga mótspymu og situr hann nú í haldi en fíkniefnadeild yfirheyrir hann í dag. Utanríkismálanefnd: Guðmundurtekur * sætiSteingríms Guðmundur Bjarnason tekur sæti Steingríms Hermannssonar í utan- ríkismálanefnd. Að sögn Páls Péturs- sonar, þingflokksformanns Fram- sóknarflokksins, á hann ekki von á breyttri áherslu framsóknarmanna í Evrópumálum innan nefndarinnar. „Mér dettur það ekki í hug. Stefna Framsóknarflokksins í þessum mál- um hefur ekkert breyst. Hugleiðing- ar Halldórs Ásgrímssonar eru nokk- ur nýlunda en fela ekki í sér afstöðu- breytingu hjá flokknum,1' segir Páli. Starfsmenn SVR hf.: » ViljageraSVRað opinberufyrirtæki Þrír starfsmenn SVR hf. hafa skrif- að borgarráöi Reykjavíkur bréf þar sem óskað er eftir því að SVR hf. verði lagt niður og fyrirtækið gert að opinberu fyrirtæki á ný. Bréfið var lagt fram í borgarráði í gær og er borgarráð ekki búið að taka af- stöðu til erindisins. í bréfinu segir að starfsmenn SVR hf. hafi áhyggjur af starfsöryggi sínu. Starfsmenn SVR hf. séu að nýju orðnir borgarstarfsmenn með þeim réttindum sem því fylgir þó að rekstrarform fyrirtækisins sé öðru- jj&si en borgarstofnana. Ákjósanlegt virðist að stíga skrefið til fulls og breyta fyrirtækinu í borgarstofnun. LOKI Þá ættu menn ekki að velkj- ast lengur í vafa um hverjir eru í framboði í Reykjavík! Alþingi ákvarði um framtíð hvalveiða „Ég geri ráð fyrir því að ég muni landsinsáalþjóöavettvangi.Nefnd- nauðsynleg forsenda fyrir hval- undirbúa tillögugerð fyrir Alþingi in legst gegn því að ísland óski inn- veiðum enda nægi samráð um það næsta haust á grundvelli þessarar göngu í Alþjóöa hvalveiðiráðið. innan NAMCO. skýrslu. Hún er mjög mikilvægt Fulltrúar allra flokka áttu sæti í „Ástæðan fyrir því að við fórum skref fram á við þar sem fulltrúar nefndinni og urðu þeir sammála úr ráðinu var sú að það braut al- allra þingflokka hafa sameinast um um niöurstöðuna. þjóða hvalveiðisáttmálann og virti grundvallaratriöi varðandi upp- Þorsteinnsegirljóstaðekkiverði ekki samþykktir Rió-ráðstefhunn- töku hvalveiöa á nýjan leik,“ segir hægt aö hefja hrefhuveiðar í sum- ar um sjálfbæra nýtingu auðlinda Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ar. Aiþingi verði fyrst að leggja hafsins. Ef það verður viðhorfs- ráðherra. blessun sína yfir veiöamar. „Það breyting innan ráðsins þá er ég Þingmannanefhd á vegum sjáv- hefur alltaf legið fyrir að Alþíngi fylgjandi því að þetta verði tekið til arútvegsráðherra hefur lagt til að þyrfti að taka formlega ákvörðun í endurskoðunar. En ég er sammála íslendingar hefji hvalveiöar á ný. þessumáli,“segirhann. Aðspurður því mati nefndarinnar að slík við- Fara beri þó með gát í veiðarnar útilokar Þorsteinn ekki að ísland horfsbreyting hafi ekki komið og gæta þurfi að heildarhagsmun- gerist á ný aðili að Alþjóða hval- fram.“ um íslands með tilliti til stöðu veiðiráðinu. Innganga sé þó ekki Þessir hressu strákar eru í Siglingaklúbbnum Siglunesi og voru við æfingar i Nauthólsvik. Þessir strákar eru vanir siglingum. Piltarnir heita Sveinn, Gunnar, Hafsteinn og Davíð. Námskeið fyrir áhugasama eru að hefjast og verða á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Námskeiðin standa fram i ágúst. Veðriðámorgun: Kaldi eða stinnings- kaldi Á morgun verður austankaldi eða stinningskaldi víðast hvar á landinu. Súld eða rigning verður um sunnan- og austanvert landið en annars þurrt að mestu. Hiti 2-3 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Umboðsmenn D-lista og R-lista, Sig- urbjörn Magnússon og Álfheiður Ingadóttir, koma af fundi yfirkjör- stjórnar í gær. Yfirkjörstjóm gagnrýnd: Óþarfa ýf ingar - segir Eiríkur Tómasson „Menn geta verið óánægðir með úrskurðinn en mér finnst ómaklegt að bera upp á okkur að við göngum erinda einstakra stjómmálaflokka. Ég vona að málið sé úr sögunni. Mér finnst þetta mál hafa verið óþarfi og óþarfa ýfingar af hálfu aðstandenda listanna beggja,“ segir Eiríkur Tóm- asson, fulltrúi minnihlutans í yfir- kjörstjóm. Yfirkjörstjóm í Reykjavík kvað í gær upp þann úrskurð að einungis listabókstafir framboðanna til borg- arstjórnar Reykjavíkur, D og R, verði notaðir í auglýsingum kjörstjórnar. Á kjörseðli verði tekið fram að D- listi sé borinn fram af Sjálfstæðis- flokki og R-listi af Alþýöubandalagi, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Kvennalista. Einar Öm Stefánsson, kosningastjóri R-listans, og Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Kvennalista, segja að með þessu sé verið að notayfirkjörstjórn í pólitísk- um tilgangi. Eldhúsdagur Eldhúsdagur verður á Alþingi í kvöld. Sjónvarpað og útvarpað verð- ur frá umræðunum sem hefjast klukkan 21. Röð flokka í öllum þrem- ur umferðunum er sú að Kvennalist- inn talar fyrstur, þá Sjálfstæðisflokk- ur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur en lestina rekur Framsóknarflokkur. í annarri umræðu skipta Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag ræðu- tímanum milli tveggja þingmanna. Eftir því sem næst verður komist munu þau Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson tala fyrir hönd Kvennalista, þeir Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Geir Haarde- fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Ólafur Ragnar Grimsson, Guðrún Helga- dóttir, Jóhann Ársælsson og Svavar Gestsson fyrir Alþýðubandalagið, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Gísli S. Einarsson og Gunnlaugur Stefánsson fyrir Al- þýöuflokkinn og þeir Halldór Ás- grímsson, Jón Kristjánsson og Guð- mundur Bjarnason fyrir Framsókn- arflokkinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.