Alþýðublaðið - 28.07.1921, Page 1

Alþýðublaðið - 28.07.1921, Page 1
Oefið út af AlþýðuðokkHnm 1921 Fimtudaginn 28 júlí. 171 tölubl. Togaraeigenðurnir og alþýðan. Hvað eru togaraeigendurnir ís- lenzku annað en sníkjudýr, sem lifa á okkar þjóðfélagslíkama f Á öilum tímum lifa þeir við gnótt allra gaeða, sem sjómenn og aðrir verkamenn hafa íært þeitíi upp í hendurnar. Sjálfir hafa þeir aldrei nema að litlu leyti unnið fyrir því. Þeir aftur á móti, sem hitann og þungann hafa af vinnunni á togurunum — sjómenn og aðrir alþýðumenn hafa aldrei nóg af öðru era því, sem aílra brýnust nauðsyn er á til þess að geta framfleytt lífinu, og ærið oft verða þeir líka að þola skort á því. Þegar góðu árin voru hér og togaraútgerðin gekk sem bezt, rökuðu eigendur togaranna saman stórfé. — Það var fyrst og íremst arðurinn af vinnu sjómanna og verkamanna. Togaraeigendurnir höfðu gróðann, verkamennirnir fengu ekki 'nema það sem þeir nauðsynlegast þurftu með. Nú eru góðu árin Iiðin og tog- araútgerðin er ekki eins arðvæn- 3eg eins og áður. Hvað gera tog- araeigendurnir þá? Þeir leggja togurunum upp og hætta að reka sjávarútveginn. Aldrei hefir það komið berar í Ijós, að togara• útgerðin — einn af álitlegustu atvinnuvegum íslendinga — er og hejir verið rekinn til hagsmuna fyrir örfáa menn, sem gera kröfu til þess, að verkaiýðurinn þræli fyrir sultarlaun, þegar þeim sýnist, en kasta honum út á kaldan klak ann þegar þeir óttast að ekki sé hægt að græða á vinnu hans. Nú álíta þeir hepþilegast fyrir sig, að láta togarana ekki starfa, og eru sem óðast að leggja þeim npp. Var ríkinu heimilað að ganga i samtals 2 milj. króna ábyrgð íyrir eina 10 togara til þess að þeir gætu iegið aðgerðalausir í sumarf Reynslan er þessi,' að togara- eigendurnir eru ekki einasta sníkju dýr á almenningi, þegar þeir láta skipin fiska, heldur einnig þegar þau liggja aðgerðalaus. Þeir iáta ríkissjóð hiaupa undir bagga með sér — sameiginlegan fjársjóð al mennings ■— Og til þess að ríkið geti verið til taks að halda við þessum óþörfu mönnum, leggur það háa tolia á nauðsynlegustu vörur, sem almenningur getur ó- mögulega án verið. Uadir öllum kriagumstæðum reynist það svo, að alþýðan verður að halda spe- kúlöntunum uppi Togaraeigendurnir standa alþýð- unni því ávah meira og minna fyrir þrifum. Hagsmunir þeirra eru ósamrýmánlegir almennings- heill. Afleiðingin verður sú, að alþýð- an gerir kröfu til þess að gerður verði endi á þá ósvinnu að fá- mennur flokkur manna hafi tog araútgerðina í sínum höndum til þess að geta svæh undir sig meira og minna af því, sem sjómenn og verkamenn vinna fyrir. Alþýðan gerir kröfu tii þess að ríkið taki togarana f sfnar hendur og reki þá fyrir almenningsfé með almenningsheíll fyrir augum Krafan er því réttœætari sem það er nú sýnilegt orðið að ef nokkuð b'æs á mótí leggjast tog- araeigendurnir á ríkissjóðinn. Almenningur getur ekki þolað það að einstakir menn noti ríkis- sjóðinn til spekulationa fyrir sig. Og ef ríkið á annað borð verð- ur að leggja fram fé tii stuðnings atvinnuveginum, hví skyidi það þá ekki taka hann alveg í sínar hend- ur, reka hann i umboði þjóðfé lagsins sem heildar og láta það hafa af honum bæði gróðann þeg ar um hann er að ræða — engu síður en skaðann. Togaraútgerðina má ekki stöðva. Slfkt tiltæki er bein tilraun til þess að leiða hina sárustu neyð ef ekki fullkomið hungur yfir. sæg af fjöi- skyldum hér í Reykjavík. En togaraútgerðin og aðrir slfk- ir atvinnuvegir mega ekki vera framvegis f höndum einstakra maana, sem, eins og nú er áþreif aniega sannað — reka þá með það eitt fyrir augum sð græða sjálfir og hika ekiti við að gera fjölda verkamanna atvinnulausa, ef þeim virðist að það megi verða til þess að bjarga þeim gróða sem þeir hafa áður híotið af vinnu þessara sömu verkamanna. Svo ótrygga aðstöðu getur verkalýðurinn ckki sætt sig við. Slfkt ranglæti getur alþýðan ekki unað við. Þess vegna krefst hún þess, að ríkið taki í taumana — að framleiðslugógnin og auðlind* irnar verði teknar hið allra bráð- asta til þjóðnýtingar. Að þrjóskast við því, að taka tillit til svo réttmætrar kröfu, getur ekkí leitt til annars en að alþýðan sannfærist um, að þing og stjórn séu henni mótsnúin og að hún þvf verði að taka tii sinna eigin ráða fyr eða síðar tii þess að bjarga. þeim sem verst eru settir. Þúfnabaninn. Stórvirkt jarðyrkjutæki. Sigurður Sigurðsson forseti Bún- aðarfélagsins hefir komið því stór- virki í framkvæmd, að hingað hefir verið flutt frá Svfþjóð iand búnaðarvél mikil, hin stærsta sem mokkurn tfman hefir verið til iandsins fiutt. Ferlfkan þetta er fuilar 7 smálestir og vinnur bæði fljótt og vel að þvf, að bylta sundur jörðinni og gera hana rennislétta. Fá ár eru siðan farið var að fiytja vél þessa frá Þýzkalandi, þar sem húa er fundin upp, end- urbætt og smfðuð, t. d. kom fyrsta vélin til Danmerkur í fyrra, svo

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.