Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Skólinn og atvinnuleysið Aílt frá því aö heimsstyijöldin síðari skapaöi atvinnu- byltingu á Islandi hefur atvinnuleysi verið nánast óþekkt fýrirbæri hér á landi. Þvert á móti hefur vandamálið verið í því fólgið að íslendingar hafa mátt þurfa vrnna tvöfaldan vinnudag með tilheyrandi eftirvinnu. Ekki var það í sjálfii sér eftirsóknarvert ástand, hvorki fyrir ein- staklinginn sem stritaði myrkranna á milli né heldur þjóðfélagið í heild. Þenslan á vinnumarkaðnum skapaði launaskrið og kynti undir verðbólgu. En það er önnur saga. Undanfarin ár hefur íslenska þjóðin upplifað andstæð- una, atvinnuleysið. Það er skammt öfganna á milli, enda er meðalhófið best í þessu sem öðru. Samkvæmt opinberum skýrslum eru sex til sjö þúsund manns án atvinnu í sumar. Það er há tala hjá ekki fjöl- mennari þjóð. Því er ekki að leyna að í seinni tíð gætir nokkurrar uppgjafar við að draga úr atvinnuleysinu. Þrátt fyrir fögur loforð í sveitarsfjómarkosningunum 1 vor láta aðgerðir á sér standa. Þúsundir manna ganga um atvinnulausar. Einkum á þéttbýlli stöðunum. Ástæðan er einföld. Það eru engar töfraformúlur til. Það er auðvitað hægt að efna til sérstakra átaka um stutt- an tíma en úr varanlegu atvinnuleysi verður ekki dregið nema með langtímaáætlunum, nýsköpun, hugmynda- flæði og traustri undirstöðu. Hér í blaðinu hefur áður verið bent á að tímabært sé að breyta skólakerfinu og gera það sveigjanlegra með hliðsjón af atvinnuástandinu. Hvaða vit er í því að ljúka öllum skólum á sama tíma og sleppa þúsundum náms- manna lausum á vinnumarkaðinn á sama tíma ár hvert? Hvers vegna ekki að láta kennslutímabilið standa í mis- munandi langan tírna og á mismunandi tímurn? Er það ekki orðið úrelt og óvinnandi að unglingar í framhalds- skólum og námsmenn á háskólastigi sækist allir eftír vinnu í sumarffíi og skapi sprengingu í atvinnuþörf? Núverandi ástand skapar erfiðleika, jafnt fyrir náms- mennina sjálfa sem og annað fólk í atvinnuleit. Árvisst framboð á vinnukraftí á hverju vori, sem þjóðfélagið verður að leysa, er nánast óviðráðanlegt. Ein lausnin er sú að laga skólakerfið að breyttum aðstæðum með auknum sveigjanleika í tíma og rúmi. Uppi í Háskóla hafa stúdentar sett á stofii nýsköpunar- sjóð sem styrkir og hvetur námsfólk til að koma atvinnu- hugmyndum á framfæri og vinna úr þeim. Þetta er ný- stárleg viðleitni og lofsverð og þar hefiir meðal annars kviknað hugmynd um svokölluð sumarmisseri. Hugsun- in á bak við sumarmisseiin er sú að atvinnulausum námsmönnum sé þannig gefinn kostur á að stunda nám yfir sumartímann. En þar til viðbótar er lagt til að aðrir hópar sem eru án atvinnu geti sömuleiðis sótt sumamám- skeið í Háskólanum til endurmenntunar eða framhalds- menntunar. Þetta er góð hugmynd sem háskólayfirvöld hafa tekið jákvætt undir. Stjómvöld eiga að ljá þeim hð og sumar- misseri í Háskólanum geta verið vísir að því sem koma skal í ffamhaldsskólunum. Breytingar af þessu tagi í skólakerfinu leysa ekki at- vinnuvandann en geta dreift honum og þar með dregið úr kúfunum. Á sínum tíma þóttí sjálfsagt að námsfólk tæki til hendinni í atvinnulífinu yfir háannatímann og atvinnuþátttaka þess væri nám í sjálfu sér. Þeir tímar era því miður liðnir og við verðum að laga okkur að breyttum aðstæðum. Unga fólkið gerir sér grein fyrir því. Ellert B. Schram „Menn áætla að allt að hálf milljón manna hafi síðan veriö myrt á skipulegan hátt i Ruanda,“ segir Gunnar Eyþórsson. - Fjöldi manna er einnig mikið slasaður og hér á myndinni er eitt fórnarlamb ástandsins. Blóðbletturá Mlð-Afríku Ruanda og Burundi eru í öllum aðalatriðum sama landið og var kallað Ruanda-Urundi meðan Belg- ar réðu þar í umboði Þjóðabanda- lagsins og Sameinuðu þjóðanna allt til 1962, þegar bæði fengu sjálfstæði og skiptust í tvö ríki. Tutsi og Hutu (Watussi og Bahutu) byggja bæði ríkin, sem eru lítil og ákaflega þétt- býl, hin þéttbýlustu í allri Afríku og rúma tæpast alla íbúana, sem eru 5 milljónir í Burundi og 7 í Ruanda. Það blóðbað sem nú stend- ur yfir er ekki hið fyrsta, stórfelld slátrun hefur blossað upp a.m.k. fimm sinnum á þessari öld. Þetta blóðbað er óskiljanlegt fyrir utan- aðkomandi og minnir helst á það sem gerist í náttúrunni þegar of mörgum lifverum af einhveiju tagi er þröngvað saman á of htlu svæði. Skýringar Menn reyna að finna rökrænar skýringar á þessum hrannvígum en í raun er þetta fyrir utan alla póhtík. Þó ber að nefna mismuninn áHutuogTutsi. Frumbyggjar land- anna voru Pygmyar, dvergvaxinn þjóðflokkur, en Hutumenn komu að sunnan og settust þama að fýrir ævalöngu. A sextándu öld komu Tutsimenn að norðan og um aldir voru þeir yfirstétt, og eru á ýmsan hátt enn. Þeir eru frábrugðnir Hutu í úthti, óvenjulega hávaxið fólk með andhtsfah sem minnir á Ham- íta í Sómahu og Eþíópíu. Þeir voru hermenn og hirðingjar, en Hutu- menn hafa aha tíð stundað jarð- rækt. Tutsi eru í miklum minni- hluta, um 10 prósent í Ruanda og um 14 prósent í Burundi, en samt voru þeir allsráðandi í báðum lönd- um fram yfir 1970,1972 urðu stór- felld hrannvig í Burundi, sem áætl- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður að er aö hafi kostað yfir 250 þúsund mannshf, og eftir það hafa Hutu- menn farið þar með öh völd. Nú í október urðu aftur fjöldamorð í Burundi, eför að Tutsimenn myrtu forsetann, þótt htið hafi af þeim frést, og giskað er á að aht að 200 þúsund manns hafi þá verið myrt. Ástandið í báðum löndum er skelfi- legt og yfir 800 þúsund íbúar Ru- anda hafa flúið tii nágrannaland- anna. Frakkar Uppreisn gegn stjórn Hutumanna í Ruanda hefur geisað síðustu fimm ár, með stuðningi Uganda, og upp- reisnarmenn, sem eru undir stjóm Tutsi, ráða nú tveimur þriðju hlut- um Ruanda. Hrannvígin tengjast borgarastríðinu, en tilefni þeirra var að forsetar bæði Ruanda og Bumndi vora skotnir niður í sömu flugvélinni í apríl. Menn áætla að aUt að háif miUjón manna hafi síð- an verið myrt á skipulegan hátt 1 Ruanda (auk ótalinna þúsunda í Burundi) og á shk slátrun tæpast nokkum sinn líka. Umheimurinn getur htið gert, en Frakkar sýna þó ht. Það mæhst misjafnlega fýrir meðal Afríkumanna, enda em það Frakkar, sem hafa vopnað og þjálf- að heri Hutumanna bæði í Ruanda og Burundi. Tutsimenn telja íhlut- un þeirra stefnt gegn sér, og óvíst er að Frakkar fái miklu áorkað. Þeir frumkraftar sem þama geisa virðast of sterkir til að nokkrum fortölum verði við komið. Fyrri fjöldamorð á þessum slóðum hafa stöðvast af sjálfu sér án íhlutímar, og líklega fer nú á sömu lund, en Frakkar eiga þó heiður skilinn fyr- ir að reyna. Gunnar Eyþórsson „Nú í október urðu aftur fjöldamorð 1 Burundi, eftlr að Tutsimenn myrtu for- setann, þótt lítið hafi af þeim frést, og giskað er á að allt að 200 þúsund manns hafi þá verið myrt.“ Skoðanir annarra Yf irvinna og aukaþóknanir „Ein af ástæðum þess að ekki er hægt að bera saman launabreytingar opinberra starfsmanna og starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum, með þeim hætti sem ASÍ er að reyna aö gera, er sú að opinberir starfsmenn vinna á ákveönum töxtum en yfirvinna og aukaþóknanir em misjafnar milh ein- staklinga. Á almenna vinnumarkaðinum tíökast hins vegar yfirborganir í stórum stíl, ekki síst þegar eftir- sprnn eftir vinnuafli er meiri en framboðið." Friðrik Sophusson í Mbl. 30. júní. Annað ævintýri „Loðnan er afar mikilvægur fiskur fýrir atvinnu- lífið í sjávarplássum á Norðurlandi og nægir þar aö nefna Siglufjörð, Akureyri, Þórshöfn og Raufarhöfii. Hlutur loðnuverksmiðjanna á Norðurlandi af heild- arloðnuaflanum ræðst töluvert af sumarvertíðinni sem hefst nk. fóstudag. Síldarævintýrið virðist hafa fjarað út í bih en annað og ekki síðra ævintýri virð- ist fara í hönd.“ Úr forystugrein Dags 28. júni. Refsing þjóða „Það er í andstöðu við réttarvitund siðaðra þjóða að refsa heiium þjóðum, þjóðarbrotum eða ættbálk- um fýrir brot forystumanna þeirra. íbúum íraks er refsað fýrir það sem leiðtogum þeirra er gefið að sök. Haldið hefur verið uppi stríðsrekstri gagnvart írösku þjóðinni í fjögur ár. í landinu ríkja ekki lýð- réttindi og með aögerðum sínum em Sameinuðu þjóðimar að skerða réttíndi og lífskjör alþýðu lands- ins enn frekar. í Genfarsáttmálanum er lagt bann við stríðsaðgerðum sem bitna helst á óbreyttum borgumm. Úr forystugrein Timans 30. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.