Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1994 15 Fjárlög til langs tíma í nágrannaríkjum okkar hafa á umliönum árum veriö settar fram áætlanir um horfur í ríkisfjármál- um til nokkurra ára. Þær hafa nýst stjórnvöldum til aö marka stefnu til lengri tíma. Markviss áætlun í ríkisfjármálum, sem byggö er á trúveröugum aðgeröum, stuðlar að lágum vöxtum og stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrr á þessu ári hófst vinna í fj ármálaráðuneytinu viö gerð áætlunar til næstu fjög- urra ára. Lögö hefur veriö fram skýrsla um málið í ríkisstjórn, þar sem borin eru saman tvö dæmi um þróun ríkisfjármála á næstu árum og áhrif skoöuö á aðra þætti efna- hagsmála. Við gerð skýrslunnar var haft samráð við Þjóðhagsstofn- un og Seðlabanka. Lægri vextir örva fjárfestingu Þrátt fyrir verulegan samdrátt í efnahagslífinu undanfarin ár hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar náð umtalsverðum árangri. Verðbólga er nú lægri en meðaltal OECD- ríkjanna og vextir hafa lækkað verulega en það skilar sér í aukft- um fjárfestingum. Fyrirtæki nota nú tækifæriö og bjóða m.a. út skuldabréf á almennum markaði. Féð, sem tekið er að láni, er síðan notað til frekari uppbyggingar á starfseminni, tækjakaupa o.s.frv. Með sama hætti hafa nýbyggingar aukist verulega eða um 70% fyrstu fimm mánuði þessa árs miðað við síðasta ár. Þá aukningu má m.a. þakka lægri vöxtum. Ríkisfjármálin hafa gegnt lykil- hlutverki í stjórn efnahagsmál- anna. Þau voru notuð til að ná raunhæfum kjarasamningum sem eru undirstaða þess stöðugleika sem við búum nú við. Skattar á fyrirtæki hafa lækkað og skatt- byrði tekjulægstu hópanna einnig, um leið og útgjöld til fjárfestingar og viðhalds hafa verið aukin til að skapa atvinnu til skamms tíma. Ríkisstjórnin ákvað þannig að slaka á markmiðinu um hailalaus fjárlög á mestu erfiðleikaárunum til að greiða fyrir kjarasamningum, stuðla að stöðugu verðlagi og auka atvinnu. Nú þegar örlar á betri tíð verða kjarasamningar hins vegar aö eiga sér stað á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins og án verulegs kostnaðar fyrir ríkissjóð. Það er ekki verjandi til lengdar, KjáUarinn Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og allra síst þegar horfur eru á hagvexti, að reikningurinn fyrir umframeyðslu dagsins í dag sé sendur á framtíðina. Það er skylda okkar að koma í veg fyrir að kom- andi kynslóðir greiði kostnaðinn af skuldasöfnun okkar. Hvers vegna áætlun um hallalausfjárlög? Nokkrar mikilvægar ástæður eru fyrir því að á næstu árum verði forgangsmál að ná jafnvægi í rík- isfjármálum. í fyrsta lagi er Ijóst að opinberir aöilar geta vart gengið lengra í skuldasöfnun erlendis. í öðru lagi eru ekki líkur á því að sjávarafli muni aukast til muna á næstunni og því er afar mikilvægt að treysta rekstrarskilyrði annarra greina. Þar skipta lágir vextir miklu máli. í þriðja lagi má benda á að útgjöld ríkissjóös munu hækka umtalsvert á næstu árum og áratug- mn vegna hlutfallslegrar fjölgunar lífeyrisþegar. Loks má benda á að markviss áætlun um útgjaldalækk- un styrkir trú á efnahagslífið og efnahagsstjómina. Eftir erfiðleika- tíma er afar mikilvægt að sfjómvöld séu tilbúin að taka á ríkisfjármálun- um, þanmg að atvinnulífið fái trú- verðug skilaboð um áframhaldandi stöðugleika og festu. Atvinna og ríkisfjármál Því hefur verið haldið fram, meira að segja af ábyrgum stjórn- málamönnum, að samdráttur rík- isútgjalda leiði óhjákvæmilega til atvinnuleysis. Þetta er alrangt þeg- ar til lengri tíma er litið. Með því að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum á nokkmm árum er stuðlað að stöð- ugleika, tiltrúin í efnahagslífmu styrkist og vextir haldast lágir. Þannig aukum við landsframleiðsl- una, atvinnutekjur og kaupmátt. Jafnframt verður atvinnuleysi minna. AUt þetta er staðfest í fyrr- greindri skýrslu. - Ríkisstjóminni hefur tekist að ná árangri á erfiðleikatímum en gera þarf betur. Ef ekki verður gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum mun hallinn tvöfaldast á næstu fjórum árum. Jafnframt munu skuldir ríkisins aukast um þriðj- img. Ef staðið verður að málum eins og lagt er til í skýrslu fjármála- ráðuneytisins næst hins vegar jafn- vægi í ríkisbúskapnum árið 1998 og skuldasöfnun ríkisins er stöðv- uð. Á undanfómum erfiðleikaárum hefur hallinn á ríkissjóði árlega numið svipaöri fjárhæð og sívax- andi vaxtagreiöslur vegna skulda- söfnunar ríkisins, m.a. frá þeim tima þegar þjóðin bjó við betri kjör. Þess vegna ber brýna nauðsyn til að nota uppsveifluna í efnahagslíf- inu á næstu ámm til aö ná jafn- vægi í ríkisfjármálum og koma þannig í veg fyrir að þjóðin í dag þrengi að möguleikum komandi kynslóða. Friðrik Sophusson „Með því að ná jafnvægi í ríkisbú- skapnum á nokkrum árum er stuðlað að stöðugleika, tiltrúin í efnahagslífinu styrkist og vextir haldast lágir. Þannig aukum við landsframleiðsluna, at- vinnutekjur og kaupmátt.“ „Það er skylda okkar að koma í veg fyrir að komandi kynslóðir greiði kostnaðinn af skuldasöfnun okkar,“ segir fjármálaráðherra meðal annars í greininni. Norræn samvinna Á síðasta sumri var birt niður- staða úr könnun um afstöðu manna til norrænnar samvdnnu. Mikill hluti manna vissi htið hvemig henni væri háttað og taldi hana lítils virði. Allstór hópur taldi tengsl vdð önnur ríki, svo sem Bandaríkin, jafn mikils eða meira vdrði. Norrænt samstarf á villigötum? Margt bendir til þess að ýmsar brotalamir séu á norrænu sam- starfi. Öll samvdnna, sem gengur út á það að reyna að græða sem mest á öðrum, er dauðadæmd. Fyr- ir nokkru birtist frétt um að íslend- ingar fengju margfalda þá upphæð úr norrænum kvdkmyndasjóði sem þeir lögðu í hann. Þetta þótti snjallt en er í raun siðlaus hugsunarhátt- ur. Norrænt fiskveiðibandalag Vandi norrænnar samvdnnu er ekki síst stjómunarvandi. Norr- æna ráðið gerir ráð fyrir samráði ríkjanna en engum úrskurðaraðila ef í odda skerst. Fyrir löngu hefði mátt setja fiskveiðar á Norðurlönd- Kjallaiinn ll Páll Skúlason lögfræðingur um undir sameiginlega stjóm. Eftir heimsstyijöldina síðari mynduðu Frakkar og Þjóðveijar Kola- og stálsambandið ásamt öðrum. Þetta vora mikilvægar atvinnugreinar og hagsmunum ríkjanna betur borgiö með því að þeim væri stjóm- að sameiginlega en af hveiju ríki fyrir sig. Þannig hefðum vdð átt að mynda norrænt fiskveiðibandalag með nágrönnum okkar. Þáttur einstaklinga Norrænni samvinnu má skipta í tvennt, ytri og innri samvinnu. Ytri samvdnnan byggist á því að þjóð- imar standi sem mest saman á al- þjóðavettvangi. Innri samvdnnan, sem m.a. felst í sameiginlegum vinnumarkaði í gagnkvæmum aö- gangi að skólum, félagslegri aðstoð og tryggingum, svo að eitthvað sé nefnt, hlýtur að vera forsenda hinnar ytri. En þessi samvinna er ekki aðeins á vegum Norðurlanda- ráðs. Einstaklingar, sveitarfélög og fyrirtæki nafa margvíslega sam- vdnnu sín á milli. Norræna félagið hefur unnið töluvert starf á svdði ferðamála og fræðslumála. Það ætti að veita Norræna félaginu fjárstuðning svo það gæti brotið ísinn á fleiri svdðum. Svona áhuga- mannafélög era grasrótin sem ann- ar gróður sprettur af. Akureyringar hafa reynt að stofna dótturfyrirtæki í Þýskalandi til þess að stunda úthafsveiðar. Sú tilraun vdrðist ekki hafa heppnast. Hvers vegna ekki að taka höndum saman við Norðmenn og fleiri Norðurlandaþjóðir sem standa einna fremst í heiminum á þessu svdði? Þá myndum vdð þar að auki standa sterkar gagnvart umheim- inum. Páll Skúlason „Margt bendir til þess aö ýmsar brota lamir séu á norrænu samstarfi. Öll samvinna, sem gengur út á það að reyna að græða sem mest á öðrum, er dauðadæmd.“ Geturverðbólga verið of lítil? „Það er margt sem bendir til þess að hófleg verðbólga, 1-3 prósent, sé það sem skynsamlegt sé að stefna að en ekki engin verð- bólga. Flest lönd sem á annaö borð haía sett sér verðlagsmarkmið í tölum miða við að halda verðbólgunni á bilinu eitt til þrjú prósent á ári. Aðstæður í efftahagslífinu eru síbreytilegar og því er nauðsyn- legt að raunlaun og launahlutföll geti breyst. Hófleg verðbólga stuðlar að slikum sveigjanleika. í öðru lagi getur hófleg verðbólga aukið aðlögimarhæfni efftahags- lífsins almennt; þaö er einfald- lega svo að veröhlutfóll breytast greiðlegar við verðbólgu en við enga verðbólgu. Veröbólga virð- ist því geta þjónað þeim tilgangi að vera eins konar smurning á gangverk efftahagsstarfseminn- ar. Það getur líka veriö skynsam- legt, við vissar aðstæður, aö hafa neikvæða raunvexti á skamm- tímamarkaði. Það er ekki hægt ef verðbólgaer engin. í þriðja lagi felur lág veröbólga í sér ákveðið svdgrúm til að breyta raungengi gjaldmiðla án þess að breyta nafngengi þeirra. Slikar raun- gengisbreytingar geta verið skynsamlegar ef efnahagsþróun er mismunandi milli landa. Þannig getur veriö æskilegt fyrir land sem hreppir andbyr að stuðla aö lækkun raungengis í þvi skyni aö treystá viöskipta- jöfnuð og bæta samkeppnisstöðu sína.“ Nei „Það gctur verið að það henti í lönd- um eins og Bandaríkjun- um og Bret- landi aö hafa smáverð- bólgu en ckki hér á íslandi. Menn tala um að nokkur verðbólga gefi sveigjanleika en það gerist ekki í verðtryggðu þjóöfélagi eins og hér. Verðbólga upp á 1-3 prósent myndi þýða 1-3 prósent hærri vexti, hærri greiðslubyrði, hærri skuldir og svo framvegis. Áður en farið er út i vangaveit- ur um aö það sé gott að hafa vdsst verðbólgustig bendi ég á að það gengur ekki upp í Ijósi þess að hér er allt verðtryggt nema laun- in. Við eram með svo miklar viðmiðanir tengdar verðbólgunni og þá er ég aö tala um vísitölum- ar. Viö verðum fyrst að afftema aUt sem heitir sjálfvirk verð- trygging. Minnst hefur verið á að hófieg verðbólga geti virkað sem góður sveigjanleiki fyrir hagkerfiö, ein- hvers konar smuraing. Það er talað um að erfitt sé að lækka ; verðlag beint og hófleg verðbólga geti smurt allt saman. Það gengur bara ekki upp því sjálfvirka visi- töiutryggingin kippir öllu úr sambandi. Við þurfum fyrst að losa okkur út úr verðbóigúhugs- uninni með því að sýna fram á að það sé engin verðbólga fyrir hendi og síöan afiiema vísitölu- tengingarnar.“ Gylfi Arnbjömsson, hagfræöingur ASÍ. Þorsfeinn Ólafs, forstööumaður Samvinnubréfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.