Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 1. JÚLl 1994 33 Fréttir Afmæli Sem betur fer eru ekki allar laxar lystarlausir á þessu sumri en veiðimenn hafa orðið verulega varir við þetta í nokkrum veiðiám. DV-mynd Lárus Karl Lystarleysi: Laxarnir tregir að taka agnið Eitt virðast veiðimenn vera sam- mála um þessa dagana í nokkuð mörgum veiðiám þar sem fiskur er kominn í þónokkrum mæli: lystar- leysi hans á agn veiðimanna er ótrú- lega mikiö. „Það er fiskur héma í fossinum en hann tekur alls ekki, lítur bara ekki við neinu, sama hvað við bjóðum honum,“ sagði veiðimaður við Ell- iðaámar í gærkveldi. „Laxamir voru bara á fleygiferð upp ána en htu ekki við neinu - það var eitthvað sem stressaði þá,“ sagði Bjarni Júlíusson á bökkum Norður- ár. „Það em komnir 88 laxar á land en veiðin er ekki nógu góð, fiskurinn tekur svo Ula fluguna og maðkinn hjá veiöimönnunum," sagði Ragna Kristjánsdóttir í veiðihúsinu við Lambhaga við Laxá í Leirársveit í gærkveldi. „Veiðimenn sem eru við veiðar núna hafa fengið 10 laxa á einum degi og fiskur er að ganga á hverju flóði. En veiðimenn kunna ekki skýr- ingu á þvi hvers vegna hann er svona tregur. í Laxfossi er mikið af fiski og í Eyrarfossi hafa veiðst laxar. Stærsti laxinn ennþá er 19 pund,“ sagði Ragna ennfremur. DV heyrði þetta hjá fleiri í gær, hvað svo sem veldur þessu áhuga- leysi núna. Reyndar á laxinn ekkert að éta þegar hann kemur í ámar en í gegnum árin hefur hann tekið svikalaust hjá veiðimönnum. Hann er þó ekki aö hætta því með tíð og tíma? Það væri synd. Fjórar milljónir í söfnun Rauða krossins Nýlega færði Þorgeir Baldursson, for- stjóri prentsmiðjunnar Odda, Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra RKÍ, 250.000 króna ávísun í söfnunina „Þau eru á þínum vegum" sem er í þann mund að ljúka hjá Rauða krossi íslands. Alls hafa safnast um fjórar milljónir króna í söfnuninni sem hófst fyrir rúmum mán- uði. Félag eldri borgara í Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað í fé- lagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 20.30. Þöll og félagar leika fyrir dansi. Húsið öllum opið. EdithValborg Þorsteinsdóttir Edith Valborg Þorsteinsdóttir, Skarðshhð 12F, Akureyri, er sjötug ídag. Starfsferill Edith fæddist í Kristiansund í Noregi og ólst þar upp th sjö ára aldurs og síðan að Syðrahóh í Eyja- firði. Hún lauk almennri skóla- göngu og hefur, auk húsmóðurstarf- anna, sinnt ýmsum störfum um ævina, s.s. stundað barnagæslu á heimilum og starfað við sjúkrahús á Akureyri. Þá hefur hún starfað við Niðursuðuverksmiðju K. J. & Co og hjá Strýtu hf. í tæpan aldarfjórð- ung. Fjölskylda Sambýhsmaður Edithar var Jón G. Stefánsson frá Hólkoti í Hörgárd- alsemlést7.12.1956. Böm Edithar og Jóns eru Stefán Karl, f. 18.9.1946, búsettur að Hofi í Svarfaðardal; Anna Mary, f. 4.7. 1948, búsett að Melsíðu á Akureyri; Þorsteinn, f. 31.5.1952, búsettur í Steinahlíð á Akureyri; Sólveig Björk, f. 17.1.1954, búsett á Dalvík. Maöur Edithar er Albert Sigurðs- Edith Valborg Þorsteinsdóttir. son, f. 24.8.1916, sonur Sigurðar Þórðarsonar og Þóreyjar Alberts- dótturáísafirði. Börn Edithar og Alberts eru Þórey Helga, f. 18.3.1960, búsett á Akur- eyri; JÓn, f. 31.5.1961, búsettur á Steinhólum í Eyjafirði. Systkini Edithar eru María, búsett að Kotströnd í Árnessýslu; Karla Aníta, búsett í Smárahhö á Akur- eyri; Karl Kristján, látinn. Foreldrar Edithar voru Þorsteinn Þorleifsson frá Ytri-Tjömum í Eyja- firði og Anna Jóhanna Knutset frá Kristiansund í Noregi. Tilkyimingar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Starfsemin í Fjölskyldu- og húsdýragarö- inum er komin á fullan skriö. Nýtt leik- tæki, svo nefndur köngulóarvefur, hefur verið tekið í notkun í garöinum og nýtur mikilla vinsælda hjá fólki á öllum aldri. Um helgina veröa spennandi busldagar, tjömin undirlögð þrautabrautum til safaríleikja og Reykjavíkurlestin á ferð- inni. Garðurinn er opinn alla daga kl. 10-21. Allt í veiðiferðina Mlkið úrval aff nýjum vörum LAUGAVEGI 178, SIMAR 16770 - 814455, FAX 813751 Jónína Jóhannsdóttir Jónína Jóhannsdóttir sölumaður, Bláhömram 19, Reykjavík, verður sextugámorgun. Fluguveiöi: Margir vilja læra listina „Það er ahtaf verið að kenna flugu- köstin, það vilja svo margir læra þessa hst,“ sagði Öm Hjálmarsson í versluninni Veiðivon en þeir félagar héldu fyrir stuttu námskeið og mættu 14 galvaskir veiðimenn, bæði l konur og karlar. DV-mynd Ævar Hattadagur á Café Torgi Sunnudaginn 3. júlí kl. 15. Hattasýning, tónlist og uppákomur. Mætiö öli með hatta. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Göngu-Hrólfar fara í sína venjulegu göngu kl. 10 á laugardagsmorgun, 2. júli. 9. júlí verður farið með Akraborginni upp á Akranes og dvahð þar fram eftir degi, meðal annars skoðað byggðasafniö og dvalarheimilið Höfði. Tónleikar Tónleikar í Langholtskirkju Hollenskur rakarastofukór, Hvalborgar- hljómar, og karlakórinn Þrestir halda Reykjavik. Á tónleikunum flytur Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikarar, ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara, létt klassísk verk. Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju David Titterington, einn þekktasti orgel- leikari Breta, heldur nk. sunnudagskvöld fyrstu einleikstónleikana í Hallgríms- kirkju í röð átta tónleika sem verða aha sunnudaga í júh og ágúst kl. 20.30. Tapað firndið Gullhringur tapaðist í Kópavogssundlaug 14 karata gullhringur með stórri perlu tapaðist í Kópavogssundlaug 28. júní sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 51228. Fundarlaun. Starfsferill Jónína fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Háteigsveginn. Hún lauk barna- og gagnfræðaprófi og stundaði síðan nám við Húsmæðra- skólann að Laugalandi í Eyjafirði 1952-53. Jónina starfaði lengi ásamt eigin- manni sínum við eigin atvinnu- rekstur í húsgagnaframleiðslu en hún hefur undanfarin ár verið sölu- maður hjá heildversluninni Árseh. Fjölskylda Jónína giftist 6.11.1954 Úlfari Guð- jónssyni, f. 9.10.1931, húsgagna- bólstrara. Hann er sonur Guðjóns Kr. Þorgeirssonar og Ingibjargar Úlfarsdóttur. Böm Jónínu og Úlfars era Jóhann Úlfarsson, f. 27.1.1955, starfsmaður Flugleiða, búsettur í Reykjavík, kvæntur Hahdóru Viðarsdóttur og eru börn þeirra Sindri, f. 21.11.1985, Jónína Ósk, f. 21.12.1988, og Örvar, f. 30.3.1992; LogiÚlfarsson, f. 1.1. 1957, framkvæmdastjóri íslensks markaðar hf„ búsettur í Njarðvík, kvæntur Brynju Vermundsdóttur og era synir þeirra Bjarki, f. 3.7. 1978, Breki, f. 10.5.1982, og Boði, f. tónleika í Langholtskirkju 1 kvöld, 1. júh, kl. 20.30. Flaututónleikar Laugardaginn 2. júh kl. 16 verða haldnir kammertónleikar í Norræna húsinu í Jónina Jóhannsdóttir. 29.6.1988; Úlfar Úlfarsson, f. 5.1. 1963, d. 3.3.1991, eri dóttir hans er Sigríður Vilma Úlfarsdóttir, f. 2.9. 1983; IngibjörgÚlfarsdóttir, f. 12.6. 1972, háskólanemi í foreldrahúsum. Systkini Jónínu: Eysteinn R. Jó- hannsson, f. 23.5.1933, d. 13.5.1973 og eru böm hans þrjú; Guörún Jó- hannsdóttir, f. 13.5.1941, d. 17.2.1994, og era börn hennar tvö. Foreldrar Jónínu voru Jóhann Eiríksson, f. 25.10.1993, d. 29.9.1985, ættfræðingur og starfsmaður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, og Helga Björnsdóttir, f. 3.9.1908, d. 4.3.1993, húsmóðir. Jónína tekur á móti gestum að Síðumúla 11,2. hæð, fóstudaginn 1.7. kl 18.00-20.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.