Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 37 Finnskglerlist í Rádhúsinu Um helgina lýkur í Ráðhúsi Reykjavíkur sýningu á finnskri glerlist sem sett var upp í tilefni 50 ára lýðveldishátíðar íslend- inga. Finnland er þekkt um allan heim fyrir frumlega og listræna glerhönmm og hafa glerlista- Sýningar menn þar í landi gegnt mikilvægu hlutverki í finnskri menningu og iðnaði og hefur verið kappkostað að listamenn og hönnuðir gætu jöfnum höndum unnið að hönn- un nytjahluta til íjöldafram- leiðslu sem og einstakra list- rænna verka. Á sýningunni í Ráðhúsinu, sem nefnist Ný finnsk glerlist, hafa verið valin verk eftir nokkra af þekktustu glerhönnuðum Finnlands nú, meðal þeirra eru Oiva Toikka, Kerttu Nurminen, Heikki Orvala, Maija Myllymáki og Markku Salo. Klukkur eru búnar til í mörgum stærðum. Stærstu klukkur heimsins Erfitt er að segja til um hver er stærsta klukka í heimi, þær geta verið þaö misjafhar að gerð að erfitt er að segja að einhver ein sé stærst. Tvær klukkur sem hér verða nefndar eru samt áhtn- ar stærstar. Stjörnuklukkan í St. Pétursdómkirkjunni í Beauvais í Frakklandi, sem smíðuð var á árunum 1865-1868, er gerð úr 90.000 hlutum og er 12,1 m á hæð og 6,09 m á breidd. í Washington er tímamælir sem hangir yfir fimm hæðum í miðgarði stórhýs- is. Tímamælirinn er knúinn af tölvu og skeikar um minna en Blessuðveröldin 1/100 úr sekúndu og vegur tvö tonn. Hann er lýstur upp af 122 m löngum neonlögnum og í honum eru 460 m raflagnir af ýmsu tagi. Varist steinkast í helgarferðinni Nú eru að fara í hönd mestu ferða- helgar landsmanna og þúsundir fara af mölinni í sveitasæluna til að Ijalda eða í sumarbústaðinn. Þetta er einn- Færðávegum ig sá tími sem vegagerðarmenn eru hvað fjölmennastir við vinnu sína á þjóðvegum, við að laga vegi og leggja nýja klæðningu. Ný klæðning orsak- ar steinkast og getur þá viðkvæmt lakk farið illa. Það er því hollast fyr- ir alla bílstjóra að taka mark á hraða- takmörkunum og fara varlega um vegi sem eru grófir en þó nokkuð er um slíkt á þjóðvegum landsins um þessar mimdir. i 03 Hálka og snjór @ Vegavlnna-aögðt 0 Öxulþungatakmarkanir mtun#it _________________________________________________1 SSSól or sem fyrri heigar á ferö- inni og leikur hljómsveitin 1 tveim- ur landshlutum. í kvöld verður hljómsveitín i nágrenni Reykjavík- ur þar sem SSSól veröur stærsta númerið á Woodstocktónleikunum OivwX t tX t llal l.l X og er það vel við hæfi þar sem meðlimir hljómsveitarinnar hafa ailtaf haft í hávegum frelsi og bræðralag. Á morgun fer SSSól vestur til ísa- íjarðar á vængjum einhverrar dísa Flugleiða en Isafjörður er fæðing- arbær söngvarans Helga Bjöms- sonar. Á ísaflrði mun SSSól ieika fyrir dansi í Sjalianum. Fyrir þá sem vilja vita meira um ferðir hljómsveitarinnar má geta að ura næstu helgi verður hún i Sjallanum SSSÓI hefur verið á þeysireið um landið það sem af er sumri. á Akureyri og Ýdölum í Aðaldai og helgina þar á eftir í Félagsheimil- inu Dalvík og Miðgarði í Skaga- firði. Hítarvatn: Vatnableikja og urriði Hítarvatn er stórt vatn eöa um það bfi 7,6 ferkílómetrar að flatarmáli og mjög díúpt. Hítarvatn er á mörkum Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og Umhverfi rennur Hítará úr vatninu. í vatninu getur verið ágæt veiöi og þar veiðist vatnableikja og urriði. Besta veiði- tímabihð í vatninu er frá 15. júní til 31. ágúst. Margir leggja leið sína í Hítarvatn enda er eins og áður sagði vatnið mjög stórt og hægt að veiða á mörg- um stöðum. Þeim borgarbúum sem hafa hug á aö fá sér veiðileyfi er bent á Stangaveiðifélag Reykjavíkur og gildir veiðileyfið í allt vatnið. Stærsta klukkuskífan Þótt ekki sé vitað nákvæmlega hver er stærsta klukkan í heimin- um er vitað hvar stærsta klukku- skífan er. Hún er í blómaklukku sem Seiko framleiddi og sett var upp 1988 í Rósabyggingunni í borginni Hokkaido. Stóri vísir klukkunnar er 8,5 m að lengd. Hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir eina klukku er 500.000 pund. Þá upphæð greiddi British Muse- um fyrir hilluklukku sem smíðuð var af Thomas Tompion (1639- 1713). t f Þessi litla stúlka sem sefur vært á myndinni fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 25. júnf kl. 10.47. Hún reyndist vera 3250 grömm að þyngd og 50 sentímetra löng. Foreldar hennar eru Hrafn- hildur Kristjánsdóttir og Jóhannes Björnsson. Hún á einn bróður sem heitir Kristján. Einn gegn einum í Lögmáli leiks- ins. Körfubolta- stjama styttir sér leið Laugarásbíó sýnir um þessar mundir spennmnyndina Lögmál leiksins (Above the Rim). Myndin fjallar um körfubolta og lífið í kringum hann þar sem tekin er mikil áhætta þegar um er að ræða að vinna eða tapa. Aðalpersónan er Kyle Watson sem er hæfileika- ríkur leikmaður og æfir grimmt með skólaliðinu. Hann elur með sér draum um að einn góðan veð- urdag komist hann að hjá ein- hveiju liði í úrvalsdeild körfu- boltans. Það þarf aðeins að vekja nógu mikla athygli. Bíóíkvöld Mikið er um körfubolta í mynd- inni og eru margir leikaranna snjallir körfuboltamenn, meðal annars Duane Martin sem leikur aðalhlutverkið. Var hann stjama í háskólahði og var stuttan tíma í atvinnumennsku áður en hann sneri sér að leikhstinni. Aðrir leikarar eru Tupac Shakur og Marlon Wayams. Leiksljóri og handritshöfundur er JeflfPohack. Nýjar myndir Háskólabió: Veröld Waynes 2 Laugarásbíó: Lögmál leiksins Saga-bíó: Bændur í Beverly Hills BíóhöUin: Tómur tékki Stjörnubíó: Stúlkan mín 2 Bíóborgin: Blákaldur veruleiki Regnboginn: Gestirnir Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 159. 01. júlf 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 69,380 69.580 69,050 Pund 106,390 106,710 106.70& . Kan.dollar 50,220 50,420 49,840 Dönsk kr. 11,0070 11.0510 11,0950 Norsk kr. 9,9020 9,9420 9,9930 Sænsk kr. 8,8150 8,8500 9,0660 Fi. mark 12,8890 12.9400 13.1250 Fra. franki 12,6150 12,6660 12,7000 Belg. franki 2,0997 2,1081 2,1131 Sviss. franki 51,5200 51,7300 51,7200 Holl. gyllini 38,5600 38,7200 38,8000 Þýskt mark 43,2600 43.3900 43,5000 It. líra 0.04325 0.04347 0,04404 Aust. sch. 6,1490 6,1800 6,1850 Port. escudo 0,4198 0,4219 0.4232 Spá. peseti 0.5233 0,5259 0,5276 Jap.yen 0,70110 0.70320 0,68700 Irskt pund 104,750 105,270 105,380 SDR 100,21000 100,71000 99,89000 ECU 82.7100 83,0400 83,00000 Sfmsvari vegna gengisskrðningar 623270. Krossgátan ? zr~ 3 V- 5”“ TT~ wmm * 8 1 r r ir~ 11 rr t \b i? JF“ 14 Lárétt: 1 löngun, 5 mælir, 7 vaxa, 9 beita, 10 fljótar, 12 þreklaust, 14 hryggan, 16 vesölu, 17 súld, 18 stríöiö, 19 hreyfing. Lóðrétt: 1 féll, 2 grettur, 3 sviö, 4 þrep, 5 sjór, 6 hæö, 8 nefiö, 9 álfa, 10 óhreink- aöi, 13 kurteis, 15 umdæmi. Lausn.á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 lfija, 6 sa, 8 æða, 9 ólag, 10 snuö, 11 mun, 12 tafsamt, 15 um, 16 sókn, 18 Matti, 19 ís, 20 grét, 21 rak. Lóðrétt: 1 læstum, 2 iön, 3 lauf, 4 jófr sótt, 5 al, 6 saum, 7 agn, 11 makir, 13 amar, 14 tusk, 16 sté, 17 nia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.