Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. JÚLf 1994 Fréttir 32 ára eyðnismitaður maður ákærður fyiir að nauðga 15 ára pilti: Samkynhneigður sýkn- aður af nauðgunarákæru - fram kom að pilturinn vildi kæra efdr að hann frétti um smit ákærða Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði í gær 32 ára karlmann af ákæru um að hafa haft samræði við 15 ára pilt sem svaf ölvunarsvefni á heimili hans í júlí á síðasta ári. Ákærði er með einkennalaust eyðnismit en þannig er hann augljóslega talinn hafa stofnað lífi piltsins í háska. Dómurinn átaldi rannsóknaraðila að ýmsu leyti vegna málsins. Pilturinn var 15 ára þegar hann kom til RLR ásamt skyldmenni sínu og kærði framangreindan mann fyrir að hafa þröngvaö sér til samræðis á heimih hans en þar hafði verið hald- ið hommasamkvæmi. Pilturinn kvaðst hafa farið á veitingahúsið á Laugavegi 22 fyrr um kvöidið. Pilturinn kvaðst hafa fundið til mikiUa áfengisáhrifa og síðan lagst til svefns í svefnherbergi ákærða. Eftir það hefði hann vaknað a.m.k. tvivegis upp við að ákærði var að reyna að koma fram vilja sínum við hann og þá búinn að færa hann úr fótum að neðan. Kæranda har ekki saman viö frá- sögn ákærða, sem alltaf var sjálfum sér samkæmur, og reyndar ekki að öllu leyti við framburð félaga síns. Kærandi kvaðst vera tvíkyn- hneigður og hafa haft samneyti við karlmenn um það leyti sem meint nauðgun átti sér stað. Hann hefði leynt skyldmenni sín því að hann hefði samneyti við „hýra“ menn. Fram kom í máh félaga piltsins aö kærandi hefði ekki sýnt nein ein- kenni þess að honum hefði veriö nauðgað fyrst í stað eftir meintan verknað. En þegar hann heföi sagt honum frá því að ákæröi væri smit- aður af eyðni hefði hann hins vegar orðið órólegur og ætlað aö kæra. Fagmönnum, sem komu aö máhnu, bar saman um að andlegt ástand kæranda hefði verulega beöið hnekki vegna þessa máls, t.a.m. vegna þeirr- ar spennu sem myndaðist þegar sýni var tekið til að kanna hvort hann hefði smitast af umræddum manni. Sýnið reyndist neikvætt. Ekki Uggur fyrir ennþá hvort ákæruvaldið áfrýj- ar málinu til Hæstaréttar. Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Reykjavik: Ölvun og erill í miðborginni Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt vegna ölvunaróspekta í mið- borginni. Samkvæmt upplýsingum DV í morgun var m.a. talið að frum- sýning á Hárinu og tívolí, sem sett hefur verið upp við Miðbakkann, hefði haft þau áhrif að bæjarlífið var ekki eins rólegt og ætla mætti. Gangandi vegfarandi fótbrotnaöi um klukkan hálfellefu í gærkvöldi þegar hann varð fyrir bíl við Geirs- götu. Átökin á Stöð 2: Meirihluti höfðarsaka- mál og minni- hlutikærirJón - einnig barist um Sýn í gær var boðað til hluthafafundar í íslenska útvarpsfélaginu þann 13. júlí næstkomandi þar sem fulltrúar meirihluta stjórnar munu fara fram á heimild fundarins til að höfða saka- og skaðabótamál gegn fyrrverandi stjórnarmeirihluta, þeim Ingimundi Sigfússyni, Ásgeiri Bolla Kristins- syni, Stefáni Gunnarssyni og Jó- hanni Óla Guðmundssyni. Málið verður höfðað vegna starfsloka- samnings Páls Magnússonar, fyrr- verandi sjónvarpsstjóra, og sölu á hlutabréfum Stöðvar 2 í Sýn sem meirihlutinn telur að hafi skaðað fyrirtækiö. Fundur þessi verður haldinn að- eins degi fyrir boðaðan stjómarfund í Sýn þar sem einnig má búast við miklum átökum fylkinganna tveggja. Minnihlutinn viU stefna að aðskiln- aði Sýnar frá Stöð 2. Þriðji fundurinn verður svo síöar í þessum mánuði en fyrrverandi stjómarmeirihluti ráðgerir að svara fyrir sig á hluthafafundi þar sem þeir ætla að kæra meint innherjavið- skipti Jóns Ólafssonar í Skífunni síð- an hann keypti hlut í íslenska út- varpsfélaginu. Samantekt á viðskipt- um Jóns og fyrirtækja hans við Stöð 2 var gerð áriö 1992 að beiðni nokk- urra þáverandi stjómarmanna en hún var aldrei birt. Nú hyggjast menn dusta rykið af skjölunum. Stærsta málið sem upp kom þá, er samkvæmt heimildum DV, kaup Jóns á hlutaþréfum fyrir margar milljónir sem hann greiddi fyrir með bíómyndum. Jónas R. Jónsson, þá- verandi dagskrárstjóri, mun hafa veriö neyddur til að kaupa bíómynd- imar. „Þaö er mjög fallegt hér á landi. Ég fór til Þingvalla og að Geysi og Gullfossi. Það var stórkostleg sjón og mjög athyglisverð ferð þangað. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað en það er alveg öruggt að ég kem hingað aftur,“ sagði Gordon Getty í samtali við DV í gær. Getty stoppaði hér í einn dag en hann var að koma frá Þýskalandi á leið til Bandarikjanna á einkaþotu fjölskyldu sinnar. Getty-fjölskyldan er ein sú auðugasta í Bandarikjunum. Eins og sjá má notaðist Getty viö glæsibifreið meðan hann dvaldi hérlendis. DV-mynd Ægir Már Varaformaðnr stjómar Stöðvar 2 eftir New York-ferð: Trúnaðarmál hvort rætt var við verðbréfasala - segjast stefna á stækkun Stöðvar 2 Jón Ólafsson, Sigurður G. Guð- jónsson, Símon Á. Gunnarsson og Sigurjón Sighvatsson, allir úr meirihlutahópi hluthafa í íslenska útvarpsfélaginu, hittust í New York sl. þriðjudag og miðvikudag og ræddu við ýmis verðbréfafyrirtæki þar í borg, meðal annars við full- trúa Oppenheimer en sá aðili segist hafa kaupendur að allt að 80% hlutafjár í Stöð 2. Meirihlutamenn segjast hins vegar hafa tilkynnt Oppenheimer að þeir hefðu ekki áhuga á að selja bréfin og sama svar hafi þeir gefiö breskum aðila sem staddur var hérlendis í gær og vildi kaupa bréf í stöðinni. í samtali við DV sagði Símon Á. Gunnarsson, varaformaður stjóm- ar íslenska útvarpsfélagsins og fulltrúi Sigurjóns Sighvatssonar í stjórninni, aö tilgangur ferðarinn- ar heföi fyrst og fremst verið að hitta Sigurjón og ræða framtið fyr- irtækisins. Hann sagöi það trúnað- armál hvort rætt hafi verið viö hugsanlega hlutabréfakaupendur eða verðbréfasala. Hins vegar væri þaö ekki leyndarmál að þeir hefðu hitt Guðmund Franklín Jónsson að máli en hann er sjálfstætt starfandi verðbréfasali í New York. Áhrifamikill stjómarmaður úr meirihlutanum, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði við DV í gær að þeir væm ekki aö selja bréf sín í Stöð 2. „Við áttum viðræður við Oppen- heimer fyrirtækið sem bauðst til að selja fyrir okkur. Við sögðum þeim afdráttarlaust að við mynd- um ekki selja. Við höfum hins veg- ar átt í viðræðum við önnur verð- bréfafyrirtæki varðandi fjármögn- un á framtíðaráformum sem við erum að fara út í, útvíkkun og stækkun fyrirtækisins. Það var okkar erindi í New York.“ Hann vildi ekki segja hver þessi framtíö- aráform væm. Sigmjón Sighvatsson, stærsti hluthafinn í íslenska útvarpsfélag- inu, lét hafa það eftir sér í fjölmiðl- um í gærkvöld að ekki stæði til að selja hlutabréf meirihlutans. Stuttar fréttir Minni sala á kjötí Sala kjöts í maí síðastliðnum dróst saman um 4,4% miðað við sama tíma í fyrra en framleiðslan jókst um 12%. Síöustu 12 mánuð- ina hefur framleiðsla kíndakjöts minnkað um 3,8 prósent og salan dregist saman um 0,3%. NýttíþrMtafélag Sex félög í Keflavík hafa stofnað íþrótta- og ungmennafélagið Keflavik. Markmiðið er aö styrkja innviöi íþróttahreyfmg- arinnar í bænum. RÚV greindi frá þessu. GjöfuKaflaár Síðasta ár var annað mesta afla- ár íslandssögunnar. Þá veiddust rúmlega 1700 þúsund tonn af fiskl Verðmæti aflans upp úr sjó var í meðallagi. Sjónvarpið greindi frá þessu. Aukin bjórsala Bjórsala jókst um 26% á fyrri hluta ársins miðað viö sama tíma i fyrra. Sala brennivíns minnkaöi um 24%. I alkóhólitrum talið varð um 5% söluaukning. Gffurlegurhalli Útgjöld Reykjavíkur urðu 2.700 milljónir umfram skatttekjur á siöasta ári. Það jafngildir því að ríkisstjóöur væri rekinn meö 27 milljarða halla. Sjónvarpið greindi frá þessu. Plönturnardafna Plöntur hafa vaxiö um tugi sentímetra í sumar. Samkvæmt Tímanum er þaö veðurblíðunni að undanfómu aö þakka. Fyrirspurn frá borginni Nefhd á vegum Reykjavíkur- borgar sendi i gær fyrirspum til dómsmálaráðuneytisins um hvort breyta eigi Hæstaréttar- húsinu komi til þess að þvi verði fundinn nýr staöur. Reytingsveiði hefur verið á Ioðnumiðunum að undanfómu. Skv. Morgunblaðinu em um 40 þúsund tonn af loðnu komin á land. íathugunaðhætta Sterklega kemur til greina aö Útgerðarfélag Akureyrar dragi sig út úr rekstri útgerðar í Þýska- landi. Búist er við ákvörðun í næstu viku. RÚV greindi frá þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.