Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 3 dv_____________________________________________________________________________________________Fréttir Hnakktösku með erfðasilfri var stolið á Miðhúsum: Silf ursjódurínn f annst ein- mitt þar sem mamma áði „Ég átti heima á Miðhúsum ferm- ingarárið mitt hjá foður mínum en mamma var dáin. Faðir minn sýndi mér oft hvar mamma geymdi hestinn á meðan hún fékk sér að drekka áður en hún lagði á Fjaröarheiði. Ég vissi nákvæmiega hvar hún áði og einmitt þar fannst silfursjóðurinn,“ segir Guðjón Einarsson Long. Guöjón er bróðir Mattheu Einarsdóttur Long sem Vísir talaði við á sínum tíma þegar silfursjóðurinn fannst við Mið- hús. DV rifjaöi upp það viðtal í fyrra- dag. „Þama var stór veggur úr torfi því túnið var girt af. Mamma var með hnakktösku sem var fost við söðul- inn hjá henni og var henni stohð með öllu saman. Þetta var ekki alveg ná- kvæmt sem fram kom í blaðinu í vik- unni. Mamma var að sækja silfrið norður í Stakfell en hún rekur ættir sínar þangað og erfði silfrið eftir ömmusystur sína. Miðhús voru án- ingarstaður og kom hún við þar áður en hún lagði á Fjarðarheiðina," segir Guðjón. Systur Guðjóns áttu einhver gögn sem hægt hefði verið að leggja fram máh þeirra th stuðnings en þær gerðu ekkert í máhnu á sínum tíma þar sem Matthea ver orðin veik þeg- ar sjóðurinn fannst. Systumar áttu nælur og ýmislegt annað og Guðjón - segir Guðjón E. Long, sonur eiganda silfursins i.ii.fojýjft.. DV-mynd Sveinn Guðjón Einarsson Long er sonur Jónínu Bjarnadóttur sem tapaði silfursjóði á Miðhúsum. fékk spón í tanngjöf. Hann gaf dóttur sinni silfurspóninn. „Það varð voðalegt vesen út af þessu á sínum tíma og var oft verið að minnast á þetta þegar ég var lít- ih. Á þeim ámm var ekkert verið að rannsaka svona mál og sýslumanni ekki blandað í máhð. Sá sem stal sjóðnum hefur líklega grafið töskuna inn í vegginn. Þegar sjóöurinn fannst talaði ég við Þór Magnússon þjóö- minjavörð og vhdi láta rannsaka þetta en hann sagði að þetta væri bara rugl því munimir, sem fundust við Miðhús, væru svo miklu eldri. Við vomm ekkert að sækjast eftir þessu peninganna vegna.“ Guðjón veit ekki hvernig muni sjóðurinn hafði að geyma. Guðný Þórarinsdóttir, dótturdóttir Jónínu Bjarnadóttur, sem tapaði shfrinu á Miðhúsum, segir að gullsmiður hafi verið í móðurætt sinni á 17. öld en ekki sé líklegt að hann hafi smíðað silfrið sem týndist. Samkvæmt rann- sóknum hennar hefur silfrið fylgt ættinni og átti móöir hennar upphlut og nælu sem upphaflega voru eyma- lokkar. Guðný stakk upp á því við blaðamann DV að spónn Guðjóns og silfur Mattheu væri borið saman við silfursjóðinn sem fannst á Miðhús- um. Dómur fallinn um skyldur húsfelaga: Gervihnattasjónvarp fyrir utan verksviðið Dómur hefur fahið í Héraðsdómi Reykjaness þar sem kveðið er á um að íbúar stigagangsins númer 22 við Kjarrhólma í Kópavogi þurfa ekki að greiða kostnað vegna gervihnatta- sjónvarps og annarra hluta sem falla „utan lögmæltra og venjubundinna viðfangsefna húsfélaga samkvæmt íjölbýlishúsalögum", eins og segir í dómnum, þó að ibúarnir séu dæmdir th að greiða helming kostnaðar vegna húseigendatryggingar, inn- heimtukostnaðar, reikningslegrar aðstoðar og annars sameiginlegs kostnaðar. Málarékstur hófst fyrir nokkmm ámm þegar íbúar að Kjarrhólma 22 tilkynntu stjóm húsfélags blokkar- lengjunnar númer 2-38 við Kjarr- hólma aö húsfélag stigagangsins númer 22 segði sig formlega úr félag- inu. íbúamir töldu meðal annars að húsfélag allrar lengjunnar færi út fyrir verksvið sitt varðandi glugga- þvott, uppsetningu gervihnattabún- aðar og viðgerð og klæöningu á lengj- unni. Sögðu íbúamir sig úr húsfélag- inu, neituðu að greiða húsfélags- gjöldin eftir úrsögnina og taka þátt í kostnaði vegna framkvæmda á veg- um húsfélagsins. „Menn deha um hvort þessar eða hinar framkvæmdir rúmist innan verksviðs húsfélagsins eða ekki en ég skal ekki dæma um það hvort þetta sé prófmál. Nýju lögin, sem taka ghdi um áramótin, eiga ekki við um þetta thvik. Þau taka skýrar af skarið um hverjar skyldurnar em og hver réttindin eru þannig aö þetta verður kannski ekkert vandamál eft- ir gildistöku laganna," segir Þor- steinn Einarsson, lögmaður húsfé- lags íbúanna í Kjarrhólma 2-38 í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness: Ekki hægt að fá dóma án samþykkis dómara Ekki er hægt aö fá dóma í einka- málum í Héraðsdómi Reykjaness nema með samþykki viðkomandi dómara. Dómstjóri getur gefið heim- hd th að afhenda dóminn í stað dóm- ara en ef bæði dómari og dómstjóri eru fjarverandi er ekki hægt að fá dóminn afhentan. Þær upplýsingar fengust hjá Héraðsdómi Reykjaness í gær að um formsatriöi væri að ræða því að dómurinn væri birtur í Hæstarétti ef málinu væri áfrýjað en þrátt fyrir það gat blaðamaður DV ekki fengið afrit af dómi án samþykk- is í gær. „Það er hægt að kaupa afrit af öh- um dómum. Dómar eru opinber gögn og það á ekki þurfa sérstök leyfi fyr- ir þeim. Ef um sérstaklega viðkvæm mál er að ræða eru dómamir bara meö bókstafi í stað nafna og kenni- talna,“ segir Arnfríður Einarsdóttir, fuhtrúi hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur. Ekki náðist í Ólöfu Pétursdóttur, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, eða Má Pétursson dómara í gær. Panasonic Panasonic 25" kr. 79.900.- stgr. Panasonic 28“ kr. 89.900.- stgr. INVAR MASK hógœða skjár sem gefur hnffskarpa mynd. Nicam stereo, 2 (2 wayjhátalarar. 50 stöðva minni. íslenskt textavarp ásamt fjölmörgum tengimöguleikum s.s. 2 scart-tengi. tengi fyrir myndbandsvél. Super VHS tengi. Aðgengileg og fullkomin fjarstýring með m.a. minni fyrir textavarpssfður JAPIS 3 BRAUTARHOLTI & KBINGLUNNI SÍMI 62 52 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.