Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 Fréttir_________________________________________________________________________________pv Fáfnir hf. á Þingeyri kominn í þrot: Stöðvist Fáf nir missa 120 manns vinnu sína eða uppistaða vinnuafls á Þingeyri - ekkert hægt að selja nema hætta rekstri . Togarar Fáfnis, Sléttanes og Framnes, við bryggju á Þingeyri meðan allt lék i lyndi. Nú virðist allt komið í þrot og Framnesið hefur þegar verið selt. Minni myndin er frá Þingeyri. DV-mynd Reynir „Við munum ekki selja neinar eignir. Við höfum á undanfórnum árum gengið í gegnum alla hagræð- ingu sem hægt er og það er ekkert hægt að selja nema að hætta rekstri,“ segir Magnús Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Fáfnis h/f á Þingeyri. Fáfnir, sem fékk greiðslustöðvun í gær, hefur átt í langvarandi rekstrarerfiðleikum. Hámarki náðu erfiðleikamir á síðasta ári þegar Kaupfélag Dýrfirðinga ásamt dótturfyrirtækjum tapaði 130 millj- ónum af reglulegri starfsemi. Heildarskuldir fyrirtækjanna námu í árslok 1,075 miljörðum. Eignir á móti voru samkvæmt árs- reikningi metnar á 950 milljónir. Eigið fé fyrirtækjanna var neik- vætt um rúmlega 40 milljónir. Fáfnir h/f er dótturfyrirtæki Kaupfélags Dýrfirðinga sem var stofnað árið 1919. Kaupfélag Dýr- firðinga var talið öflugt og gott fyr- irtæki og stóð vel fyrstu 60 árin. Byggt of stórt frystihús Rekja má erfiðleika fyrirtækisins til ársins 1980 þegar fyrirtækið byggði frystihús sem átti að afkasta allt að 10 þúsund tonnum á ári. Þessi bygging var réttlætt á þeim forsendum að þá átti fyrirtækið einn togara, Framnes, og ákveðið var að láta smíða annan. Sá togari, Sléttanes, var afhentur Þingeyring- um 1983. Á þessum tíma var ekki óeðlilegt að áætla allt að 5 þúsund tonna ársafla á togara, að megin- uppistöðu þorsk. Áætlanir fyrir- tækisins í því ljósi kunna því að vera skiljanlegar. 1984, þegar kvótakerfi var tekið upp við fisk- veiðar, má segja að fyrstu ský hafi dregið fyrir sólu í rekstri fyrirtæk- isins. Strax var ljóst að væntingar um 10 þúsund tonna ársafla voru óraunhæfar og á fyrstu árum kvótakerfisins var ljóst að afli skip- anna mundi dragast verulega sam- an. Fyrirtækið, sem þá var rekið í nafni Kaupfélags Dýrfirðinga, var orðið mjög skuldsett, bæði vegna hins nýja frystihúss svo og Slétta- ness sem var smíðað á Akureyri og reyndist mjög dýrt. Togari seldur í nóvember 1988 greinir DV frá því að Fáfnir h/f eigi í viöræðum við Útgerðarfélag Bílddæhnga um stofnun nýs hlutafélags um rekstur togarans Framness. í þeim viðræð- um var gert ráð fyrir að Fáfnir ætti rúm 50 prósent í félaginu. Þetta voru fyrstu merki þess að félagið vildi selja eignir til að létta á skuld- um. Þessar viðræður leiddu ekki til niðurstöðu en 1989 er helmingur í Framnesi seldur til íshúsfélags ísfirðinga og sameiginlegt útgerö- arfélag Þingeyringa og Isfirðinga, Amarnúpur h/f, lítur dagsins ljós. Sama ár yfirtekur Fáfnir h/f rekst- ur frystihússins. Þar með var rekstur Fáfnis farinn að spanna bæöi útgerð og vinnslu. Kaupfélag Dýrfirðinga var þar með eignar- haldsfélag auk þess að sinna versl- unarrekstri. Þessar skipulags- breytingar voru gerðar með það að markmiði að hljóta náð fyrir aug- um Atvinnutryggingasjóðs og Hlutafjársjóðs sem höfðu það hlut- verk aö endurreisa sjávarútvegs- fyrirtæki sem áttu í erfiðleikum. 405 milljónir úr sjóöum í frétt í DV frá nóvember 1990 Fréttaljós kemur fram að Fáfnir h/f hafi feng- ið samanlagt 405 milljónir króna úr sjóðunum tveimur eða um 460 milljónir króna á núvirði þannig að endurskipulagningin, sem var skilyrði fyrir aðstoð, hefur verið metin góð og gild. í fréttum frá þessum tíma kemur fram að Hluta- fjársjóður hafi keypt hlutabréf fyr- ir 52 milljónir þannig að lán At- vinnutryggingasjóðs hefur sam- kvæmt því verið 353 milljónir. í ársbyrjun 1990 keypti Fáfnir h/f „kvótabát", Narfa ÁR, en slíkir bátar eru ekki keyptir nema með það fyrir augum að færa af þeim veiðiheimildir til annarra skipa. Veiöiheimildir bátsins, 400 þorskí- gildi, voru færðar á Sléttanes og báturinn seldur. Gera má ráö fyrir að kaupverð kvótans hafi verið um 72 milljónir króna. í niðurskurði á veiðiheimildum fyrirtækisins und- anfarin ár eru þessar veiðiheimild- ir horfnar og fjárfestingin sem slík ónýt. Peningarnir frá sjóðunum tveim- ur virðast hafa fært ákveðna ró yfir reksturinn og er tíöindalítið næstu tvö árin eða þar til kvisast út í febrúar 1992 að fyrirtækiö sé að íhuga að breyta Sléttanesi í frystitogara. „Virðist eina leiðin til að við verðum ekki jarðaðir lif- andi,“ sagði Kristján Eiríksson, þáverandi útgerðarstjóri Fáfnis, í samtali við DV, aðspurður hvort til stæði að breyta Sléttanesinu í frystitogara. Um haustið er gengið til samninga um að breyta skipinu í Póllandi. Skipinu var siglt út í desember sama ár og var áætlað að breytingin tæki um 4 mánuði og myndi kosta 185 milljónir sem stóöst í meginatriðum. Vafasamar breytingar á Sléttanesi Breytingin var aö hluta til fjár- mögnuð með hlutafj áraukningu þar sem Samvinnusjóður Útvegs- manna lagði í púkkið. Að öðru leyti lánaði Fiskveiðasjóður til breyting- anna. Samkvæmt heimildum DV var þaö viðhorf uppi innan sjóðsins að breytingin á skipinu væri vafa- söm, einkum vegna þess að vél skipsins var of htil þegar búið var að stækka það og bæta við orku- frekum búnaði svo sem frystitækj- um. Það var mat margra á þessum tíma að skipið mundi ekki skila þeim rekstrarplönum sem gerð voru af útgerðinni vegna þess hve vélarvana það er. Breytingin tók um 6 mánuði og kom skipið um mitt síðasta ár. Rekstur þess gekk afleitlega sem má að hluta rekja til þess að það fékk ekki fullvinnsluleyfi. Skýring- in getur þó, að mati þeirra sem til þekkja, alls ekki legið í því atriði einu heldur kom fleira til, svo sem galli í flotvörpu þeirri sem notuð er við veiðar á úthafskarfa. Sam- kvæmt áætlunum var gert ráð fyr- ir að skipið aflaði fyrir um 450 milljónir á ársgrundvelli en reynd- in hefur oröiö sú að skipið hefur ekki átt minnstu möguleika að nálgast þær væntingar. Nær væri að tala um aflaverðmæti á bilinu 200 til 300 milljónir. Það er ljóst að Sléttanesið hefur ekki orðið Fáfni h/f sá bjarghringur sem lagt var upp með þegar gengið var til breyt- inganna. Reksturinn í þrot í október sl. keypti íshúsfélag ís- firðinga Fáfni út úr Arnarnúpi. Þar með var Framnesið farið frá Þing- eyri og aðeins einn togari eftir hjá fyrirtækinu. Við þessa aðgerð voru bundnar þær vonir að þar með væri búið að létta af fyrirtækinu það miklum skuldum að það væri sjálfbært. Annað virðist komið á daginn og virðist reksturinn nú kominn í strand og háður velvilja lánardrottna til að færa niður skuldir. Það leikur enginn vafi á því að það verður Þingeyringum erfitt ef ekki næst að semja við lánar- drottna um niðurfærslu skulda. Fyrirtækið er langstærsti atvinnu- rekandinn á staönum og nánast eina fiskvinnslufyrirtækið á Þing- eyri. Gjaldþrot þess þýddi atvinnu- missi fyrir um 120 manns sem er uppistaðan af vinnandi fólki á staðnum. „Mér fannst þetta bara rosalega hana um að fjarlægja borðin þar skrftið því að það var talaö um að sem hún hefði ekki tilskilin leyfi. borðin væru fýrir en maður sér „Eigendur veitinga- og kaffihúsa borð fyrir utan sjoppur og fata- þurfa að fá sérstakt leyfi fyrir því hengi úti á götunum á Laugavegin- að vera með veitingar utandyra | um. Tröppurnar á húsinu héma alveg án tillits til þess hvort þeir . skaga út á gangstéttina og mér eru með vínveitingaleyfi eða ekki. fannst boröin ekki vera fyrir,“ seg- Veitingahúsaleyfi kostar 50 þúsund ir Herdís Húbert, eigandi kaffi- krónur en viöbótarleyfið kostar hússins Tíu dropa á Laugavegi. ekkert. Það er sótt um leyfi hingaö Herdís Húbert hafði nýlega þrjú og svo sendum við umsóknina til borö á gangstéttinni fyrir utan heiibrigðiseffirlitsíns og borgar- kaffiltúsiö Tiu dropa í þrjá daga nú innar til umsagnar,“ segir Signý nýiega en á þriðja degi hafði lög- Sen hjá Lögreglunni í Reykjavík. reglan samband við hana og bað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.