Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 Neytendur DV Verðkönnun á filmum, framköllun og stækkun: Ódýrasta framköll- unin hj á Bónusi - 79% munur á hæsta og lægsta verði Mikill verðmunur er á framköllun filma milli verslana að því er fram kemur í könnun sem Samkeppnis- stofnun gerði á veröi á fllmum, fram- köllun og stækkun hjá fjölda versl- ana á höfuðborgarsvæðinu og þrem- ur verslunum á Akureyri. Dýrast var að framkalla 24 mynda filmu í búðum Filmuverðkönnun 24 mynda Kodak fllma 550 Lægsta Næstiægsta Framköllun og stækkun á 24 mynda Kodak filmu 699 Hæsta 1254 Lægsta Næstlægsta Hæsta Hans Petersens, 1254 kr., en ódýrast hjá framkölluninni fyrir Bónusversl- anir, Depluhólum 5, 699 kr. Tveir þættir hafa fyrst og fremst áhrif á verðið, annars vegar þar sem filmá er innifalin í verði og hins vegar tíminn sem framköllunin tekur. Þar sem filma var innifalin í verði var framköllun ódýrust hjá Sælgætis- og vídeóhöflinni, Garðabæ, 870 kr. Hjá Hans Petersen var boðið upp á af- sláttarkort. Framköllunin fyrir Bónusverslan- ir var með lægsta verðið á eftirtök- um, 145 kr. fyrir mynd sem er 13x18 sm. Hæsta verðið er hjá Ljósmynda- búðinni, Sunnuhlíð, Akureyri, og Pedrómyndum, Akureyri, 250 kr. Nokkur munur reyndist vera á hæsta og lægsta verði á filmum, eða 31%. Ódýrasta filman fékkst hjá Ex- press, Suðurlandsbraut 2, á 420 kr. en dýrust var hún hjá Sælgætis- og vídeóhöllinni, Garðabæ, á 550 kr. Rétt er að ítreka að hér er einungis um verðkönnun að ræða; hvorki er lagt mat á þjónustu fyrirtækjanna né gæði. í grafinu, sem fylgir fréttinni, eru sýnd dæmi um hæsta og lægsta verð- ið á filmu og á framköllun 24 mynda filmu. Erfitt að nota debetkort vegna fárra sölu- og þjónustuaðila: Þrýstingur neytenda er ekki nægur - segir Magnús Finnsson hjá Kaupmannasamtökunum Uppskriftasamkeppni: Eitthvað gott á grillið -skilafresturtilflmmtudags 14. júlí Næstu daga verður efnt til grill- uppskriftasamkeppni þar sem leitað er eftir fjölbreyttum, einföldum, flóknum og fábrotnum uppskriftum að einhveiju girnilegu á grillið. Má þá einu gflda hvort um er að ræða kjöt, grænmeti, fisk, ávexti eða brauð. Að samkeppninni standa auk DV, Nýir eftirlætisréttir, SS, Bylgjan, Ferðaþjónusta bænda, BUaleiga Ak- ureyrar og Shell. Tíu uppskriftir veröa verðlaunað- ar. í fyrstu verðlaun er bflaleigubíU í 7 daga, gisting hjá Ferðaþjónustu bænda í 7 daga með morgunveröi, gasgrUl og kjötvörur tfl ferðalagsins. 2.-3. verðlaun eru bílaleigubíll í 5 eða 3 daga, gisting hjá Ferðaþjónustu bænda í 5 eða 3 nætur með morgun- verði, gasgrill og kjötvörur til ferða- lagsins. 4.-5. verölaun eru kjötvörur tU ferðalagsins og kvöldverður á óvæntum stað. 6.-10. verðlaun eru bókaverðlaun frá Vöku-Helgafelli. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrú- um þeirra fyrirtækja sem að keppn- inni standa, velur vinningsuppskrift- irnar sem DV mun síðan birta. Það sem lesendur þurfa að gera er að senda frumsamda uppskrift til. Nýrra eftirlætisrétta „Grillsam- keppni" Síðumúla 6, 108 Reykjavík, fyrir fimmtudaginn 14. júií nk. Úr- slitin verða síðan kynnt 22. júh. „Það eru mörg stórfyrirtæki sem hafa ekki samið við kortafyrirtækin um notkun ennþá og það bendir til þess að þrýstingur neytenda sé ekki ýkja mikill á þessa tUteknu aðila. Það gefur augaleið að ef mjög margir neytendur notuðu kortin þá myndi fyrirtækjunum, sem gætu tekið við þeim, fjöiga i kjölfarið," sagði Magn- ús Finnsson hjá Kaupmannasamtök- unum þegar hann var inntur eftir hugsanlegum ástæðum þess að deb- etkorthöfum reynist síður en svo auðvelt að nota þau í verslunum. „Það hefur ekki orðið til þess að hvetja menn að upp hafa komið ýmis vandkvæði hjá bönkunum varðandi rafrænar færslur en þetta eru mál sem eiga eftir að slípast. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér er um framtíðargjaldmiðU að ræða. Þróun- in annars staðar sýnir að debetkort koma að miklu leyti í stað ávísana en einnig er hugsanlegt að þetta verði bara til þess að auka magn peninga í umferð. Ég hef rökstuddan grun um að sú sé nú þegar raunin sums staðar hér á landi. 300-400 milljónir Þrátt fyrir alla umræðu um það tekjutap sem bankarnir verði fyrir með því að viðskiptin færist frá ávís- unum og yfir á debetkort stendur eftir að neytandinn borgar strax 9 krónur fyrir hverja færslu og at- vinnurekandinn 6. Þar fær bankinn 15 krónur og ef búast má við að 30 milljón færslum með ávísanir fækki niður í 15-20 miUjón færslur á debet- kort erum við að tala um 300-400 miUjónir á ári sem bankinn fær í sinn hlut,“ sagði Magnús Finnsson. Korthafar tæp 70 þúsund DV gerði örlitla könnun með því að hringja í hátt í 30 óflk fyrirtæki og spyrja hvort hægt væri að greiða með debetkorti. Flest starfa fyrir- tækin á höfuðborgarsvæðinu en sum um allt land. í ljós kom að aðeins tæpur helmingur þeirra tekur við debetkortum. Stórar verslunarkeðj- ur, eins og Bónus og Hagkaup, taka viö kortinu, Hagkaup að vísu ekki á Akureyri, og olíufélögin verða orðin tengd um allt land á næstu dögum. ÁTVR, BYKO, Flugleiðir og Sævar Karl, svo að einhver fyrirtæki séu nefnd, taka ekki við kortinu. Samkvæmt upplýsingum frá bönk- unum eru korthafar nú orðnir tæp 70 þúsund og sölu- og þjónustuaðUar rúmlega 12 hundruð. Tíu tU tólf aðfl- ar bætast við þá tölu á dag. Islenskir tómatar Verslanir i könnunlnni: Hagkaup (79) Fjaröarkaup (59) Garöakaup (98) Kjöt og fiskur (98) 10-11 (65) Nöatún (98) Vinningshafi í áskriftargetraun DV: Er með búskap og menn í vinnu „Það er ekkert annað! Það geta all- ir notfært sér matarúttekt. Ég er með sveitabúskap og menn í vinnu svo þetta kemur sér vel,“ sagði Theodór Vilmundarson, bóndi í Laugardal, þegar DV tilkynnti honum að hann heföi unnið sér inn 30 þúsund króna matarúttekt í Bónusi. Aðspurður sagðist Theodór aldrei hafa unnið í happdrætti áður og hann hafði ekki fylgst með áskriftar- getrauninni. Hann hefur verið áskrifandi DV í 2-4 ár og er reyndar nýbyijaður að kaupa áskrift aftur eftir hlé. Sex skuldlausir áskrifendur verða dregnir út í lok mánaðarins og hlýtur hver þeirra 30 þúsund króna matarúttekt í 10-11. AUir áskrifendur DV, gamUr og nýir, eru sjálfkrafa með í pottinum. Theodór tekur hér við skjalinu sem veitir honum 30 þúsund króna mat- arúttekt í Bónusi. DV-mynd BG röng kort? „Þau landakort sem við erum að gera eru mjög dýr í fram- leiðslu en engu að síður ódýrari í verslunum hér en víða erlendis þar sem markaðurinn er mun stærri. Við vitum af því að það vantar upplýsingar inn á sum kort en höfum ekki mannafia til þess aö breyta þeim i hvert skipti sem þaueru gefin út,“ sagði Hans Hansen, deildarstjóri kortadeild- ar LandmæUnga íslands, þegar hann var spurður um hátt verð og rangar upplýsingar á nýlegum landakortum. Hans sagði fólk geta komið upplýsingum til þeirra á þar til gerðum eyðublöö- um ef það kemur auga á eitthvað sem betur mætti fara á íslands- kortum útgefnum af Landmæl- ingum íslands. framlengd hjá bönkunum „Víðbrögð við debetkortunum hafa orðið mun verri en við gerð- um okkur von um í upphafi og því sáum við ástæðu tU þess að framlengja tékkaábyrgð banka- kortanna," sagði Helgi H. Stein- grímsson hjá Landsbankanum, aðspurður um ástæður þess að Búnaðarbankinn, Landsbankinn og sparisjóðirnir hafa nú ákveðið að framlengja tékkaábyrgð bankakorta fram tfl áramóta. í upphafskynningu á debetkortum kom fram að öll bankakort myndu falla úr gildi frá og með 1. júlí sl. en nú hefur sem sagt verið fallið frá því. Tékliaábyrgð íslandsbanka verður og óbreytt fram tíl áramóta. hjá Sorpu Töluverð lækkun hefur orðið á gjaldi sem Sorpa hefur tekið fyrir móttöku á úrgangsolíu, ódælan- legum olíuúrgangi og lífrænum spilUefnum sem eru án halogena og brennisteins. Verðið er nú 17 -38 krónur á kg, háð magni og gerð íláta, og er það 20,7-66,7% lækkun frá fyrri gjaldskrá. Lækkun hefur einnig orðið á galdtöku fyrir móttöku á raf- geymum og kvikasilfursrafhlöð- um. Frá og með 1. júlí sl. varð breyt- ing á morgunafslætti gjaldskrár. Hann veröur breytilegur frá 7.30 -11.30. Frá 7.30-8.00 verður af- slátturinn 16% og lækkar síöan um 2% á hálftíma fresti til 11.30. Þessi breyting er gerð til að reyna að koma í veg fyrir biðraðir sem áttu þaö til að myndast við mót- tökustöðina. Frá l.júlí sl. er verð fyrir flokk- að timbur 2,11 kr. á kg. Ástæður þessara breytinga er að finna 1 nýjum og betri samn- ingum Sorpu víð samstarfsaðila, innlenda og erlenda. Debetkort virka ekki? Neytendasíðunni hefur borist töluvert af kvörtunum frá hand- höfum debetkorta vegna þess að kortin virka ekki í hraðbönkun- um. Þórður Sigurðsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, kannast ekki við að svo sé. „Ég er fyrst að heyra af þessu núna. Eina skýringin, sem mér dettur í hug, er að þegar þetta hefur komið fyrir hafi veriö lokað hjá okkur. Við verðum stundum að loka, m.a. vegna þess að taka þarf afrit af öllum skrám einu sinni á sólarhring. Við erum með mann á vakt allan sólarhringinn og fólk getur leitað þar skýringa ef eitthvað virkar ekki eins og það á að gera,“ sagði Þórður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.