Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 7 i>v Sandkom Hrcppurinn cr lítiðfréttablað snin Hólmavík- urhrcppui'gtl urúl.Inýlcgu tölublaði Hreppsinsbirr- ist „Svarti list- inn“ og það í fnmmasinn Svarti listi þessiersynda- listiíumhverf- ismáiumþar sem samviskusamlega er skráð hvar nisl er að ftnna og hvers slags rusi þetta er. Umsjónarmanni listans þyk- ir ástand þessara mála fara batnandi ár frá ári en þó stingi enn margt í augu. Auk óskráðra bíla við tiltekin hús má sjá á listanum dekk, óraðað rusl í porti, hey vagn, kaðia, ónýtan veghefil!, steypubrot og roargt fleira. Svarti listinn virkar sjálfsagt ágæt- lega á suma íbúa Hólmavíkur en þeg- ar samviskusemi umsjónarmanns er skoðuð er spurning hvort hann verð- nr nokkum tíma tmmdur. Já eða nei Forsmtisráð- herragcrðisér Utiðfyrirog blés kreppuna afá blaða- mannafundiog vitnaði þar til skjTslu Þjóö- hagsstofnunar umeinspró- sents hagvöxtá næslaári I Ijósiþessavar gamanaðsjá fróttaskeyti Reuters um aiblásturhm. f fréttinni er sagt frá skýrslu Þjóð- hagsstofnunar. Á ensku heitír fyrir- bærið National Economic Institute. Hvort verið er að vísa til neikvæðs hagvaxtar undanfarinna ára skal ósagt látið en enska skammstöfunin fyrir Þjóðhagsstofnun er engu að síð- Grætur himinn Sandkornsrit- arabarstvísu- korneftir Jör- und Gestsson, fyrrumbóndaá HeUuviðStetn- p-imsljörð Fylgdisusaga aðJörundur hei'öiveriði :: Reykjavík þeg- stjórnarkosn- ingarnar 1978 fóru fram. Fylgdist hann af áhuga með kosningabaráttunnni og miklum fógnuði vinstrimana að þeím lokn- ium. Þá, eins og reynar nú, gerði úr- hellisrigningu stuttu eftir að úrslit lágu fyrir. Þess vegna orti Jörundur: Hugsun skýr fór þar í þrot þvíeruglöpinengulík. Himinninn grætur glappaskot góðra manna í Reykjavík.: Ekki heima Parásjöhtgs- aldri fóreitl sinntillæknis. Þegarlæknir- innspurðihvað hanngætigert sagði maðm-- inn: „Viitu horfa á okkur hafa samfarir?" I.a knirinn varðfitrðu lost- innonféllstá aðhorfa.Þegar ailt var yfirstaðið sagði læknirhm aö frammistaða þeirra væri eins og hún best gæti orðiö og rukkaði þau um 900krónur. Varþessiuppákomasíð- an endurtekin nokkrum sinnum í viku í nokkurn tíma. Loks gat lækn- irinn ekki setið á sér og spurði: „Að hvetju ætlið þið að komast?" Gamii maðurinn svaraði: „Jú, læknir, sjáöu til, við erum ckki að reyna að komast að neinu. Hún er gift og við getum ekkiveriðheimahjáhenni. Égerlika giftur og ekki getum við verið heima hjá mér. Hótelin taka 3.500 krónur fyrir nóttína en hér kostar húsaskjól ekki nema 900krónur. Við græöum strax 2.600 krónur ogfáum 900 krón- urnar siðan endurgroiddar." __________________________________________Fréttir Deilur veiðiréttareigenda og hafbeitarstöðva við Breiðafjörð: Samkomulag um tak- mörkun á veiðum - bráðabirgðasamkomulag, segja veiðiréttarhafar „Það komu 3000 laxar árið 1988 í Staðarhólsá og Hvolsá um gildru. Það var síðasta árið sem Silfurlax h/f í Hraunsfirði notaði gildrur til sinna veiða. Árið eftir byrjuðu þeir að nota nót. Þá hrapaði fjöldi fiska hjá okkur úr 3000 fiskum niður í 400 fiska og hefur verið síðan í kringum 300 fiskar. Við höfðum talið að þarna væri samhengi í milli en við höfum engar sannanir,“ segir Sæmundur Kristjánsson hjá Veiðifélagi Hvolsár og Staðarfellsár. Samkomulag hefur tekist milli veiðiréttarhafa við Breiðafiörð og hafbeitarstöðvarinnar Silfurlax. Samkomulagið felur í sér að Silfurlax takmarkar veiðar á þeim laxi sem skilar sér til stöðvarinnar með þeim hætti að ekki er veitt frá miðnætti til klukkan átta á morgnana. Þá veið- ir stöðin ekki á sunnudögum. Ágreiningurinn milli þessara aðila hefur snúist um það að veiðiréttar- hafar telja að með hafheitarlaxinum sé veitt það mikið af villtum laxi að það kunni að skaða hagsmuni veiði- réttarhafa. Þeir benda á að ef 1% af heimtum hafbeitarstöðvarinnar sé lax sem eigi sér náttúrulegan upp- runa þá samsvari það 20 prósentum af þeim laxi sem gengur í ár þeirra. Þá noti Silfurlax h/f ólöglegan búnað til veiðanna. „Við viljum meina að búnaðurinn sem þeir nota sé kolólöglegur þar sem laxveiöar með netum í sjó eru bannaðar. Þrátt fyrir það viljum við gera þetta samkomulag til að starf- semi stöðvarinnar stöðvist ekki. * Júlíus B. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Silfurlax, hafnar því aö um ólöglegar veiðar sé að ræða. „Við erum með hafbeitarleyfi og höfum starfað samkvæmt þeim regl- um. Það hafa engar athugasemdir komið fram hjá Veiðimálastofnun vegna starfsemi okkar. Varðandi ár- ið 1988 þá er þar um að ræða metár hvað varðar laxveiði. 20 ára meðal- veiði í ánum er um 3300 laxar en frá því við hófum starfsemi er meðal- veiðin 3120 laxar sem samsvarar um 5 prósent samdrætti. Við höfum viljað halda frið og þess vegna gengum við til þessa sam- komulags sem gerir meðal annars ráð fyrir að laxinn verði örmerktur og þannig verði hægt að komast sem næst því hvað er rétt í málinu. Þessi hlé sem við gerum á veiðum hefur engin áhrif á reksturinn því okkar fiskur skilar sér alltaf aftur,“ sagði Júlíus. Áshús endurbyggt - ekkibúiöaðmetatjónið „Við ákváðum að halda áfram að gera við Áshús þegar við fáum iðnað- armennina aftur. Þeir eru búnir að ráða sig í önnur verk,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, safnvörður Byggða- safns Skagfirðinga í Glaumbæ. DV greindi frá mikiu tjóni sem varð í bruna á Áshúsi í byggðasafninu í Glaumbæ á fimmtudag í síðustu viku. Ákvörðun um að gera við hús- ið aftur var tekin á fundi héraðsráðs á mánudag en endurbótum á húsinu var nýlokið. „Ég þori ekki að fara með neinar tölur ennþá um tjónið. Það voru mjög fáir hlutir sem skemmdust því þarna verða ekki margir hlutir sem til- heyra safninu sjálfu. Það kemur í raun og veru ekki í ljós fyrr en farið er að gera við,“ segir Sigríður. Rannsóknarlögreglan telur að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Við vissar kringumstæður ofhitnar fern- isolía þannig að hún kveikir í sjálfri sér. TÚgáta er um að olíublaut tuska gæti hafa legið á pallinum þar sem eldurinn kviknaði. Miklar skemmdir urðu á Ashúsi í brunanum en tryggingafélagið VÍS er ekki búið að meta tjónið. Á innfelldu myndinni er Áshús fyrir brunann. Norðurland: Bæjarstjóramálin alls staðar frágengin - Skúli Þórðarson verður bæjarstjóri á Blönduósi Skúli Þórðarson, framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi, hefur verið ráðinn bæj- arstjóri á Blönduósi en hann var einn 19 umsækjenda um starfið. Skúli mun hefia störf um næstu mánaðamót og tekur við því starfi af Ófeigi Gestssyni sem verið hefur bæjarstjóri á Blönduósi í 6 ár. Blönduósingar voru síðastir kaup- staðarbúa á Norðuriandi til að ganga frá „bæjarstjóramálum sínum“ í kjölfar kosninganna. Bæjarstjórarn- ir á Húsavík, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkróki voru allir endurráðnir, Jakob Björnsson tók við af Halldóri Jónssyni á Akureyri, Rögnvaldur Skíði Friöbjörnsson tók við á Dalvík af Kristjáni Þór Júlíussyni og Skúli Þórðarson tekur við á Blönduósi um næstu mánaðamót sem fyrr sagði. í minni sveitarfélögunum hefur orðið lítfi hreyfmg á sveitarstjórum, Guðmundur Guðmundsson á Rauf- arhöfn hefur þó sagt upp og færir sig til Hvammstanga. í öðrum stærri stöðum sitja sömu sveitarstjórar áfram; t.d. á Skagaströnd, Grenivík, í Eyjafiarðarsveit, á Kópaskeri, Þórs- höfn og í Skútustaðahreppi við Mý- vatn. Vestfj arðakj álkinn: Laus við garnaveiki og riðu Guðfinnur Firmbogason, DV, Hólmavflc „Ég þakka það fyrst og fremst góðri samvinnu við bændur og þá ekki Síst aðgæslu þeirra og árvekni að garnaveiki hefur að öllum lík- indum verið upprætt í Reykjafiarð- arhreppi við ísafiarðardjúp,“ sagði Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, í samtali við fréttaritara DV. Garnaveiki hefur ekki fundist annars staðar á Vestfiarðakjálkan- um en á þessu svæði. Þetta eru því góð tíðinda fyrir vestfirska bænd- ur. Sigurður segir að við rannsóknir á sýnum, sem tekin hafa verið úr sláturfé bæði í sláturhúsum og einnig heimalóguðu síðustu haust, hafi ekkert komið fram sem bendi til að riða sé á þessu svæði en grun- ur var um a.m.k. eitt tilfelli á bæ þar sem skorið var niður fyrir um áratug. Hann segir þess fá eða engin dæmi hérlendis að hægt hafi verið að útrýma báðum þessum búfiár- sjúkdómum án meiri niðurskurðar en þar var framkvæmdur. Báðir þessi sjúkdómar séu dulir og lang- vinnir og rétt sé að fara að öllu með gát. Viðhafa stöðugt aðgæslu og slaka ekki á þeim vörnum sem viðhafðar hafa verið fram th þessa. „Hreinlæti, natni og árvekni bændanna sjálfra fyrir því að nýtt smit berist ekki inn á svæðið verð- ur þó ætíð það sem mestu máh skiptir í þessum efnum,“ sagði Sig- urður Sigurðarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.