Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 Stuttarfréttir Dýrarreykingar Reykingar kostuöu bandaríska heilbrigöiskerfið 3.500 milijarða króna á síðasta ári eða um 140 krónur að jafhaði á hvem seldan pakka. Talið er að þessar fréttir muni styðja mjög áætlun Clint- ons um aö hækka skatta ríkisins á vindlingum. Watson siapp Varnarmálaráðherrann í Nor- egi, Jörgen Cosmo, gaf strand- gæslunni tilskipun um að hætta aðgerðum gegn Paul Watson þeg- ar hann lagði á flótta undan varð- skipinu. Fyrirfram hafði verið búist við að strandgæslan myndi freista þess að handtaka hann. Mafíanstórtæk Mafían á Ítalíu stjórnar fimmt- ungi allrar flármálastarfsemi í landinu og eykur sífellt hlutdeild sína samkvæmt niðurstöðum könnunar ítalsks fyrirtækis. Áætlaður gróði glæpafyrirtækja í heiminum er 4.500 milljarðar króna á ári. FlóttiíRúanda Uppreisnarsinnar í Rúanda stefna hraðbyri i átt til bæjarins Kibuye sem enn er í haldi stjórn- arsinna. í þorpinu eru þegar um 60 þúsund flóttamenn. Fáekki hæli Forseti Panama, Guillermo Endara, hætti við áform sín um að taka við 10 þúsund flóttamönn- um frá Haítí. Hann hafði áður tek- ið vel í áskoranir Sameinuðu þjóð- anna um að taka við flóttamönn- unum en skipti um skoðun vegna skilyrða frá Bandaríkiamönnum. Fleirifórnarlömb Skógareldarnir í Colorado, Tex- as og Oregon halda áfram aö breiðast út og hafa þegar kostað 12 manns lífið. Annars staðar í Bandaríkjunum, í Georgíufylki hafa mannskæð flóð kostað 17 manns lífið. Rcuter og NTB Utlönd Kosningamar í Færeyjum: Kjósendur sneru baki við gömlum leiðtogum Færeyingar sneru baki við gömlu stjórnmálaleiðtogunum sínum í lög- þingskosningunum sem fram fóru í gær. Verstu útreiðina fékk Atli Dam, fyrrum lögmaður og leiötogi Jafnað- arflokksins. Hann fékk aðeins 135 atkvæði á móti 1500 fyrir fjórum árum. Missti hann því sæti sitt á lög- þinginu. Jafnaðarflokkurinn missti fimm af tíu þingmönnum og Marita Petersen lögmaður tilkynnti í gærkvöldi að hún yrði nú í stjórnarandstöðu og það yrði því hlutverk sigurvegar- anna að mynda nýja landsstjórn. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda nýja stórn. Átta flokkar af þeim tíu sem buðu fram fengu sæti á lögþinginu og túlka má niðurstöðu kosninganna sem sigur fyrir tvo nýja smáflokka, Verkamannafylkinguna og Miðflokkinn. Miðflokkurinn, sem klofnaði frá Kristilega fólkaflokkn- um, fékk tvo þingmenn. Verka- mannafylkingin fékk þrjá menn kjörna. Kristilegi fólkaflokkurinn og Sjálfstýriflokkurinn fengu tvo menn kjörna hvor. Þjóðveldisflokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum. Fólkaflokkurinn fékk sex menn og missti einn. Sambandsflokkurinn er stærsti flokkurinn, bætti við sig tveimur mönnum og fékk samtals átta. Leiðtogi Sambandsflokksins, Ed- mund Joensen, hyggst hefja stjórn- armyndunarviðræður hið fyrsta. Til viöræðnanna ætlar hann fyrst og fremst að kafla Fólkaflokkinn. Sam- Verstu útreiðina í kosningunum fékk Atli Dam, fyrrum lögmaður. anlagt hafa þessir borgaraflokkar fjórtán menn. Þörf er á að kalla til viðræöna minnst tvo aðra flokka í stjórnarsamstarf því því að hinir flokkarnir sem fengu fleiri en þrjá menn kjörna, Jafnaðarflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn hafna stjórnar- samstarfi með Sambandsflokknum og Fólkaflokknum. Það eru því smáflokkarnir sem Sambandsflokkurinn verður að snúa sér tfl en Verkamannafylkingin hef- ur lýst því yfir að hún styðji aðeins landsstjórn sem sé með fleiri en sautján þingmenn á bak við sig. Alls sitja þrjátíu og tveir þingmenn á lög- þinginu. Kosningaþátttakan var 81,3 prósent. Stjórnarmyndunarviðræður í Fær- eyjum hafa yfirleitt tekið langan tíma. Fyrir dyrum standa viðræður færeysku stjórnarinnar við dönsk yfirvöld 17.' ágúst um efnahagsmál og erlendar skuldir. Þetta eru mál sem þeir flokkar er ræða stjórnar- myndun verða að taka upp. Þessi mál voru helstu hitamálin í kosn- ingabaráttunni og víst þykir að þau verði jafnframt hitamál í stjórnar- myndunarviðræðunum. Ritzau, E.Þ. Úrslit færeysku kosninganna Vinningstölur ,----------- miðvikudaginn: 6. júlí 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA a E1 a B 6 af 6 5 af 6 +bónus 5 af 6 4 af 6 3 af 6 1 T T 245 884 fjjl/inningur: UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 41.360.000 352.613 92.351 1.799 216 Noregs Aðaltölur: Heildarupphæð þessa viku: 42.621.365 áísi, 1.261.365 UPPLÝSINGAR, SIMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIHT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR r~ Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram þriðji útdráttur húsbréfa í 4. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í dagblaðinu Degi föstudaginn 8. júlí. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSd húsnæðisstofnun ríkisins Li HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00 Karl Bretaprins heimsótti stúlkur í þolfimitima í tveggja daga opinberri heimsókn sinni til Norður-írlands í gær og var ekki annað að sjá en stúlk- urnar væru hinar ánægðustu með komu svo tigins gests. Símamynd Reuter Dómari gefur yfirlýsingu í Simpsons-málinu: Áfall fyrir verj- endur Simpsons Dómari í máli ruðningskappans O.J. Simpsons gaf út yfirlýsingu um að lögreglan hefði ekki brotið reglur um leitarheimild á heimili Simpsons. Dómarinn byggði úrskurð sinn á því að lögreglan hefði haft ástæðu til að óttast að fleiri fórnarlömb væru í húsinu og því hefði leitarheimild ekki verið nauðsynleg. Dómari hafnaði í framhaldinu kröfu verjenda Simpsons um aö sönnunargögn sem fundust á heimili hans yrðu ekki notuð við réttarhöld- in yfir honum. Þessi tíðindi eru talin mikið áfall fyrir verjendur Simpsons og veikja mjög réttarstöðu hans í yf- irheyrslunum sem framundan eru. Peningaf alsarar í Svíþjóðafhjúpaðir Sænska lögreglan fann í gær falsaða peningaseðla og prentvél á Stokkhólmssvæðinu. Nafnvirði seðlanna gæti hugsanlega numið um 300 milljónum sænskra króna. Lögreglan telur að fundur þessi sé einn sá merkasti í sænskri glæpasögu. : Fjórír aðilar voru handteknir. Hinir handteknu eru aflir Svíar á aldrinum 40 til 50 ára. Einn þeirra hefur komíð við sögu lögreglunn- ar áður. Lögreglan haföi í hálft ár veriö á eftir peningafölsurun- um. Öðru hverju hafa komist í um- ferð falsaðir peningaseðlar í Svi- þjóð en þeir sem fundust í gær eru svo vel gerðir að mjög erfitt er að greina þá frá ófölsuðum. Meyfæðing rannsökuð Bresk heilbrigðisyflrvöld ætia að rannsaka mál konu sem aldrei hefur haft kynmök en eignaðist son fyrir íjórum árum. Um er aö ræða hjúkrunarkonu, Marilyn Wright, sem eignaðist son sinn eftir að hafa í átta ár reynt að verða barnshafandi með gervi- frjóvgun. Hjúkrunarkonan, sera er 44 ára, hefur lýst því yfir í blaöaviðtali að hún hafi aldrei hitt neihn karl- mann sem hana hafi langaö til að sænga með. Hana hafi þó lang- að til að eignast eiginmann og fjölskyldu en hún hafi hins vegar aldrei hitt þann rétta. Virginia Bottomly heflbrigðis- ráðherra segir að samkvæmt lög- um um gervifrjóvganir verði að hafa veflerð barnsins í huga, þar á meðal þörf þess fyrir fóður. TT, Heuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.