Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 8. JULI 1994 Utlönd Uppreisnkúr- dískuísjónmáli Tansu Ciller, forsætisráö- herra Tyrk- lands, sem hert hefur baráttu hersins gegn kurdískum skæruliöum útilokar ekki að lög um bann viö notkun kúr- disku í skólum og sjónvarpi verði milduð. Þetta kemur fram í þrem- ur tyrkneskum dagblööum sem vitnuðu í ummæli forsætisráð- herrans í móttöku hjá Menning-: armálastofnun Sameinuðu þjöð-; anna í París. Orð Gillers eru sögð: benda til að kúrdíska verði leyfð í einkaskólum og einkasjón- varpsstöðvum. Hún lagði þó; áherslu á að aðskilnaður kæmi ekki til greina. Yfir 12 þúsund manns hafa fall- ið undanfarin tíu ár í Tyrklandi í baráttu Kúrdíska verkamanna- flokksins fyrir áðskilnaði. Þúsundára mannsieifar fundnaríSvíþjóð Mannsleifar sem fundust í mösa á akri í Marback nálægt Ulricehamn í Svíþjóð eru taldar vera miraist þúsund ára gamlar. Ekki er að sjá nein merki um að maðurinn hafi skaddast í stríöí og höfuðkúpan er heil. Maðurinn var í sitjandi stellingu með höfuð- ið á milli fótanna. Áður hafa fundist rajög gamlar líkamsleifar í Sviþjóð, af manni frá 14. öld og stúlku sem var uppi um30G0f.Kr. Hertaraðgerðir gegnræningjum víkingagrafa Alþjóðleg glæþagengi leita nú með málmleifartækjum aö gull- mynt og silfurgripum í vfltinga- gröfum á sænsku eyjunni Got- landi í Eystrasálti. Áður fyrrvar það oftast vegna sagnfræðiáhuga sem menn létu greipar sópa í vík- ingagrófum en'frá'þvi á siðasta áratug hefur það verið gróðasjón- armið setn ráðið hefur ríkjum. Yfirvöld hafa nú brugðist við þessu með þvi að koma fyrir við- vörunarbúnaði i gröfunum sem sendir skjótt boð tíl lögreglunnar. Á Gotlandi erú skráðar 135 þús- und fornminjar og eyjan Því spennandi fyrir ræningja. í^ir hafa einnig gert sig heimakomna á eyjunni Óland og á Stokkhólms- svæðinu. Þeir sem beita málmleitartækj- um við rán af þessu tagi geta átt vpn á allt aðfjögurrá ara fangelsL Með nýja viðvörunarbúnaðin- um vonast lögreglan ttlað geta staðið bjófa að verki. Beatrixreynirað rjúfastjórnar- kreppu Beatrix Hol- landsdrottning ákvað í gær að fela Wim Kok, léiðtoga Verka- mannaflokks- ins og fyrrum fjármálaráð- herra, srjórn- armyndun. Fékk Kok tvær vikur til starfans. Ákvörðun oVpttníngar kom bæði sttórnmálamönnum og fjölmíðl- um á óvart og voru viðbrögð þeirra síðarnemdu misjöfn. Þeir sem brugðust neikvætt við töldu að Kok yrði varla hlutlaus. Kosið var 3. maí sí ðasttiðinn í HoIIandi. Reuter, TT StriðiöiJemen: Aden fallin í hlut Norður-Jemen Síðasta vígi uppreisnarhers Suð- ur-Jemena, hafnarborgin Aden, féll í hlut stjórnarhersins í gær og for- seti landsins, AU Abdullah Saleh lýsti því yfir að stríðinu væri þar með lokið. Fulltrúar uppreisnarhersins halda því þó fram að þeir hafi enn nokkra hluta landsins á valdi sínu, héruðin Hadramawt og Shabwa. Þeir sögðu jafnframt að þeir hefðu gefið barátt- una um hafnarborgina Aden upp á bátinn til að hlífa mannvirkjum. Þeir væru þó fjarri því að gefast upp og myndu áfram berjast fyrir sjálfstæði suðurhluta landsins. Yfirlýsingar stríðandi afla stangast á því stjórnarherinn segist hafa alla hluta landsins á valdi sínu. Saleh lýsti því yfir í ávarpi til þjóðarinnar að nú væri þjóðinni mikilvægara en nokkru sinni að sýna umburðarlyndi og að standa sameinuð áð lausnum á vanda landsins. Þegar stjórnarherinn náði Aden á sitt vald, þusti stór hluti íbúa borgar- innar (hálf milljón) út á stræti henn- ar og fagnaði hermönnum stjórnar- sinna, eins og fólk sem frelsað er úr ánauð frekar en fólk sem beitt er hervaldi. Mikill vatnsskortur hefur hrjáð borgarbúa í Aden, ekkert raf- magn né símasamband hefur verið þar lengi en borgarbúar fengu loks aðgang að vatni í gær, sem herinn dreifði. Stjórnvöld í norðurhluta landsins aðhyllast strangtrúaða múslímska trúarstefnu, en uppreisnaryfirvöld hafa haldið fram mildari áhrifum trúarinnar á Islam. Jemen var sam- einað fyrir fjórum árum með gagn- kvæmum samningum. Suður-Jem- enar efhdu til stríðsins vegna þess að þeir töldu Norður-Jemena ekki standa við samkomulag um dreif- ingu valds í landinu. Herstyrkur stríðandi afla var alla tíð ójafn, her norðanmanna hafði fmimfaldan styrk á við her uppreisnarmanna. Þjóðverjar og Kínverjar efndu til mótmæla við Brandenborgarhliöió f Berlfn í gær í tilefni heimsóknar Li Pengs, forsætisráðherra Kína. Báru þeir borða með áletruninni þar sem Li var kallaöur slátrarinn frá Torgi hins himn- eska friðar. Borgarstjórinn í Berlín hugðist taka á móti Li við hliðið en Li lét ekki sjá sig. Hann hætti einnig skyndi- lega við heimsókn til Weimar vegna mótmælenda sem gagnrýndu mannréttindabrot í Kina. Simamynd Reuter Barnsránið í Nottingham, Englandi: Barnsræningi segir að stolnu barni heilsist vel Fyrrum lögreglumaðurinn John Stalker greindi lögreglunni frá því í gær að maður sem kallaði sig „Gary" hefði hringt í sig og sagt að hann hefði barnið, sem rænt var af fæðing- ardeild í Nottingham á Englandi fyr- ir sex dögum, í sinni umsjá. „Gary" tilkynnti að barnið væri öruggt og Uði vel og væri í umsj ón konu sinnar. Stalker greindi í viðtali á BBC frá því að „Gary" hljómaði sennilega og traustvekjandi í símann og virtist vita um hvað hann væri að tala. Lög- reglan er ekki viss um hvort um- ræddur „Gary" er ekta en ef svo er biður hún hann að hafa samband við lögregluyfirvöld sem fyrst. Barninu var rænt aðeins fjögurra klukkustunda gömlu frá fæðingar- ^heimilinu af konu sem klædd var í búning hjúkrunarkonu. Lögreglan birti í gær lýsingu og myndir af kon- Móöirin, Caren Humphries, með nýfætt barn sitt örfáum klukkustundum unni sem myndbandstæki á fæðing- áöur en því var rænt. Simamynd Reuter ardeildinni höfðu náð af henni. Fordæmirmorð Æ. ¦ » ¦" asjomonnum Silvio Ber- lusconi, for- sæösráðherra ítalíu, for- dæmdi í gær morð alsírskra skæruliða á sjö ítölskum sjó- mönnum. Sjó- mennirnir voru skornir á háls þar sem þeir lágu í fastasvefni um borð s skipi: sínu í Alsir. Frönsk yfirvöld, sem lýst hafa yflr áhyggjum sínum vegna aðgerða heittrúaðra músl- íma, vilja að hið ðstöðuga ástand í Alsír verði rætt á fundi sjö heístu iðnríkja heims sera fram fer í Napólí um helgina. Langtílauna- jafnrétti Konur i fullu starfi þéna að meðaltali einungLs þrjá fjórðu af launum karla. Ef hlutavinna er tekin með í dæmið eykst munur- inn samkvæmt nýrri skýrslu Al- þýöusambahdsins í Svíþjóð. Með- alárslaun sænskra kvenna i fullri vinnu eru um það bil l,8^miHJón- iren karla 2,3 milljónir. Árin 1991 og 1992 rninnkaði munurinn áí launum kvenna og karla en nú hefuí hann aukist á ný'. Miklu fleiri konur en karla eru í hlutavinnu, 52 prósent kvenna innan Alþýðusambandsins eru í hlutastörmm en aðeins 9 prósent karla. Nöfnvændis- kvennaogvið- skiptavinabirt Borgaryfirvöld í einum vinsæl- asta strandbæ ítalíu, Rimini, von- ast til að geta hrakið vændiskon- ur og viðskiptavini þeirra af strætum borgarinnar með þvi að birta nöfn þéirra í dagblöðum. Vændiskonur frá Austur-Evrópu hafa streymt til borgarinnar og er vændi komið úr böndunum, að mati yfirvalda. Nafnbirtingin var samþykkt á fundi bæjar- stjómar og lögregluyfirvalda i byrjun vikunnar. Fannsteftirll árog3þúsund kílómefra Litlum bát, sem hvarf á haf ut í öyeðri við suðausturhom Ástr- alíu fyrir ellefu árum, skolaði á land við suðvesturhornið fyrir nokkrum dögum. Hafði Mturinn, sem er úr trefjagleri og 2,4 metr- ar, þáfarið um 3 þúsund kíló- metra leið. Eígandinh, sem býr í Melbourne og missti bátinn í sumarfríi, víll ekki fá fleyið aftur þar sera konan hans hatar það. Rabinefinsum haustkosningar YitzhakRab- in, forsætisráð- herra ísraels, kvaðst í gær vantrúaður á að Palestínu- menn gætu haldiðkosning- ar á herteknu svæðunum í október eins og Frelsissamtök Palestínu, PLO, stefha að. Rabin benti á að það heföi tekið sex til sjö mánuði að :komast að samkomulagi um Gazasvæðið og Jeríkó. Rabin kvaðst þeirrar skoðunar að samningaviðræðurnar um Júdeu og Samariu á Vesturbakkanum yrðu erfiðari. Viðræðurnar hefj- ast í Kaíró á mánudaginn. Reuter, TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.