Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1994, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 11 Fréttir Stórvirki 1 gangi hjá íslenskri getspá: ; 36 milljóna endurnýjun á sölukössum og hugbúnaði - biötiminn styttist verulega, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins „Allt kerfið verður hraðvirkara. Sölukassarnir prenta út miða miklu hraðar en gömíu vélarnar gerðu og viðskiptavinimir þurfa ekki að bíða jafnlengi í biðröð við kassana. Síðan verður sérstakur þjónustuskjár tek- inn upp fyrir notandann á hverjum sölustað þairnig að viðskiptavinur- inn getur fylgst með þegar verið er að kanna hvort vinningur hafi komið á miðann. Tahð er að endingartími nýja búnaðarins verði fram yfir alda- mótin þannig að við ættum ekki að þurfa að huga að endurbótum fyrr en árið 2002 án þess að ég vilji full- yrða um það,“ segir Vilhjálmur Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri ís- lenskrar getspár. Verið er að endurnýja alla sölu- kassa á sölustöðum íslenskrar get- spár, auk þess sem tölvubúnaður á tölvudeild fyrirtækisins verður end- urnýjaður en núverandi búnaður er um átta ára gamall. Nýju vélarnar og hugbúnaðurinn kosta um þrjú prósent af veltu fyrirtækisins eða 36 milljónir króna og er sú úpphæð greidd upp á fimm árum. Gert er ráð fyrir þvi að nýju græjurnar verði teknar í notkun 1. nóvember. Vélsmiðja Bolungarvíkur: Hættiá hálfrar aldar afmælinu Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirói: Vélsmiðja Bolungarvíkur hf. hefur hætt reglulegri starfsemi vegna rekstrarerfiðleika, stórra gjaldþrota viðskiptavina og minnkaði veltu í kjölfar þeirra. Fyrirtækið hefur starfað frá 1944 og átti því hálfrar aldar af- mæli á þessu ári, árinu, sem starfseminni er hætt. Nýtt fyrir- tæki hefur keypt rekstur vél- smiðjunnar, hluta af fasteignum hennar og hefur samfara því yfir- tekið lausaskuldir hlutafélagsins. Nýja fyrirtækið, Vélsmiðjan Bolungarvík hf., býðst til aö greiða Vj af viðskiptaskuldum Vélsmiðju Bolungarvíkur gegn því að 'A hluti verði fehdur nið- ur. Framkvæmdastjóri nýja fyr- irtækisins er Jón Guðni Guð- mundsson. Sláttur hafinn á. Sfröndum Guðfinnur Franbogason, DV, Hólmavík: Á bænum Ytra-Ósi í Strandasýslu hófst sláttur 3. júh og er búið slá um 7 hektara. Spretta er sæmileg að sögn Magnúsar Bragasonar bónda þar en þó draga nokkuð úr leifar af kal- skemmdum frá síðasta ári. Mjög hlýtt hefur verið suma daga að und- anförnu og hiti farið upp í 20 stig yfir hádaginn. Gróður hefur tekið vel við sér í hlýindunum. „Einn maður er á írlandi á nám- skeiði og í vinnu í sambandi við hug- búnaðarbreytingarnar því að það kemur nýtt hugbúnaðarkerfi fyrir aht saman um leið. Annar maður fer th írlands eftir tvær vikur. Sennilega vinna nálægt 20 manns að þessu í tvo tíl fjóra mánuði og margir sérfræð- ingar koma nálægt þessu, sumir í langan tíma og aðrir í skemmri tíma, þannig að þetta er stórvirki sem við erum að fara út í. Við ætlum að vera thbúnir með þetta í byrjun nóvemb- er. Þá verður búið að skipta yfir og öh framkvæmdin gengin í gegn,“ seg- ir VUhjálmur. wm * WW&zZ ' rj s PANTAÐU NUNA Eða fáðu sendan bækling ilBffifliaBÆKUR síminn er 63-27-00 GOTT ESTRAREFNI ÁÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI Næstu tvær Úrvalsbækur koma út innan skamms. Þær heita „BLEIKUR V0DKABLÚS" eftir Neil Barrett jr. og „MUNDU MIG“ eftir Seymour Shubin. Þú færð þessar bækur sendar um leið og þær koma út. Þær koma til þín með 40% afslætti, eða einungis fyrir 538 krónur hver bók. TILB0ÐIÐ STENDUR AÐEINS í STUTTAN TÍMA FRABARIASKRIFTARTILBOÐ Wk AFSUTTUR EF ÞÚ PANTAR STRAX ÞU FÆRÐ BÆKUR EN BORGAR AÐflNS FYRIR ÞRJAR! N Nú getur þú gerst áskrifandi að hinum vinsælu Úrvalsbókum á sérstöku tilboðsverði, sem m.a. veitir þér 40% afslátt af venjulegu áskriftarverði - og síðan þrjár Úrvalsbækur ókeypis. Allt þetta jafngildir 70% afslætti. Betra gæti það varla verið. PANTAÐU STRAX 0G GERÐU GÓÐ KAUP! Ef þú pantar strax færðu nýjustu Úrvalsbókina, „ELDKROSSINN" eftir Colin Forbes, um hæl. Síðan færðu þrjár Úrvalsbækur að eigin vali ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. saer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.